Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. Félagið er það langverðmætasta sem skráð er í íslensku Kauphöllina og hækkaði mikið á árinu sem var að líða.
Marel hækkaði um 66 prósent í fyrra – Icelandair lækkaði um 21 prósent
Markaðsvirði hlutabréfa í íslensku Kauphöllinni var 30 prósent hærra í lok liðins árs en ári áður. Velta jókst um rúman fimmtung milli ára en langmest var verslað með bréf í Marel annars vegar og Arion banka hins vegar. Icelandair lækkaði mest.
Kjarninn 2. janúar 2020
Guðrún Ögmundsdóttir látin
None
Kjarninn 1. janúar 2020
Sigurður Hannesson.
Sigurður Hannesson fékk fálkaorðuna fyrir starf InDefence og framlag til atvinnulífs
Alls voru fjórtán manns sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 1. janúar 2020
Eliiza Reid og Guðni Th. Jóhannesson.
Guðni Th. býður sig fram að nýju í komandi forsetakosningum
Forseti Íslands, sem lýkur sínu fyrsta kjörtímabili síðar á þessu ári, mun sækjast eftir því að sitja áfram í embættinu í fjögur ár til viðbótar.
Kjarninn 1. janúar 2020
Arion banki ræðst í kostnaðarsamar aðgerðir til að laga rekstur Valitor
Arion banki bókfærði 600 milljóna króna kostnað vegna endurskipulagningar á Valitor á síðasta ársfjórðungi. Félagið hefur verið í miklum taprekstri og fjárfestingar í vörulínum ekki staðið undir væntingum.
Kjarninn 1. janúar 2020
Ómöguleg staða að pólitískt kjörinn ráðherra veiti sérstakar fjárheimildir til rannsókna
Það er ómögulegar aðstæður fyrir bæði ákæruvaldið og stjórnmálamenn að vera í að vera að bregðast við með sérstökum fjárheimildum þegar ráðast þarf í stórar rannsóknir. Peningarnir þurfa einfaldlega að vera til staðar.
Kjarninn 1. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin stærsti flokkurinn
Samfylkingin mælist stærsti flokkur landsins í nýrri könnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 17,6 prósenta fylgi en það er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í skoðanakönnunum.
Kjarninn 31. desember 2019
Icelandair gengur frá 3,7 milljarða króna fjármögnun
Icelandair hefur tekið annað lán hjá bandaríska bankanum CIT Bank en alls hefur bankinn lánað félaginu um 8 milljarða króna í þessum mánuði.
Kjarninn 31. desember 2019
Sýnir fram á tengsl áfallastreituröskunar og hjartasjúkdóma
Íslenskur læknir segir að áfalla- og streituraskanir séu ein helsta áskorun lýðheilsuvísinda þessarar aldar. Ný rannsókn sýnir að fólk með áfalla- og streitutengdar raskanir er í 30 til 60 prósent aukinni áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum.
Kjarninn 30. desember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Nauðsynlegt að draga úr neyslu jafnvel þótt það kosti viss óþægindi
Þingmaður Samfylkingarinnar gerir elda í Ástralíu að umtalsefni en hann segist hafa tröllatrú á blönduðu hagkerfi til að sporna við loftslagsbreytingum og að í markaðinum búi reginafl sem þó verði að stýra.
Kjarninn 30. desember 2019
Sexmenningarnir í Namibíu
Sexmenningarnir áfram í haldi í Namibíu
Dómari í Namibíu komst að þeirri niðurstöðu í dag að sexmenningarnir, sem eru í haldi vegna Samherjamálsins, verði það áfram. Þeir höfðu farið fram á að hand­taka þeirra yrði felld úr gildi á þeim for­sendum að hún hefði verið ólög­mæt.
Kjarninn 27. desember 2019
Umhverfisstofnun segir flugeldamengun vera raunverulegt vandamál
Umhverfisstofnun segir að mikilvægt sé að minnka verulega magn flugeldanotkunar um áramótin vegna mengunar. Flugeldar eru hins vegar stærsta fjáröflunarverkefni björgunarsveitanna og því skiptar skoðanir um hvort takmarka eigi flugeldasölu.
Kjarninn 27. desember 2019
Helgi Magnús Gunnarsson ríkissaksóknari
Segir Harald hafa lagt sig fram við að gera fólk óánægt í starfi
Vararíkissaksóknari, sem starfaði áður innan ríkislögreglustjóra, segir að Haraldur Johannessen, sem nýlega hætti sem ríkislögreglustjóri, hafi lagt sig fram við það að gera starfsfólk embættisins óánægt með framkomu sinni.
Kjarninn 27. desember 2019
Fjölmiðlanefnd gerir athugasemdir í fjórum liðum
Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að RÚV hafi uppfyllt almannaþjónustuhlutverk sitt á rekstrarárinu 2017.
Kjarninn 26. desember 2019
Jákvæðara viðhorf til gangs efnahagsmála
Stjórnendur í atvinnulífinu eru bjartsýnni nú á stöðu mála í hagkerfinu, en þeir voru fyrir ári. Aðstæður eru þó krefjandi víða og lítið um nýráðningar.
Kjarninn 25. desember 2019
Semja Bandaríkin og Kína á nýju ári?
Tollastríð Bandaríkjanna og Kína hefur verið gríðarlega áhrifamikið í heimsbúskpanum á árinu.
Kjarninn 25. desember 2019
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Segir borgarskipulag hafa mikil áhrif á lífshætti
Borgarstjóri fjallaði um áhrif borgarskipulags á heilsu á fundi læknaráðs og hversu mikilvægt það væri að skipulagið hvetti til hreyfingar.
Kjarninn 24. desember 2019
Makrílveiðar hafa verið afar arðbærar á undanförnum árum og hart hefur verið tekist á um kvóta til að veiða tegundina.
Ríkið vill ekki afhenda stefnur sjávarútvegsfyrirtækja
Nokkur sjávarútvegsfyrirtæki hafa stefnt íslenska ríkinu og vilja háar bætur vegna tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar á makrílkvóta sem þau fengu ekki. Ríkislögmaður telur sig ekki mega afhenda stefnurnar í málinu.
Kjarninn 24. desember 2019
Gunnar Jakobsson skipaður varaseðlabankastjóri á sviði fjármálastöðugleika
Reynsla Gunnars af alþjóðlegum fjármálamarkaði, og reynsla af verkefnum á sviði fjármálastöðugleika, réð úrslitum.
Kjarninn 23. desember 2019
Forstjóri Boeing rekinn
Vandræði Boeing halda áfram. Nú hefur forstjóri félagsins hætt störfum. Stjórn félagsins ákvað að reka hann.
Kjarninn 23. desember 2019
Ekki fleiri bómullarpinna úr plasti, hnífapör, diska, sogrör og blöðruprik
Lagt er til í drögum að nýju frumvarpi að óheimilt verði að afhenda endurgjaldslaust einnota bolla og matarílát úr öðru plasti en frauðplasti sem ætluð eru undir drykki og matvæli til neyslu, líkt og algengt er á skyndibitastöðum.
Kjarninn 23. desember 2019
Vill stytta einangrun hunda og katta í tvær vikur
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt til að einangrun hunda og katta, sem fluttir eru inn til landsins, verði stytt úr fjórum vikum í 14 sólarhringa.
Kjarninn 23. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember.
Samherji: „Við erum bara rétt að byrja“
Starfandi forstjóri Samherja segir við starfsfólk að stjórnendur muni „leiðrétta allar rangfærslur um félagið“. Von er á niðurstöðu á rannsókn sem Samherji hefur ráðið norska lögmannsstofu til að gera í byrjun komandi árs.
Kjarninn 23. desember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon stóðu í stafni ríkisstjórnarinnar sem tók við árið 2009.
Ólafur Ragnar: Varð að „manipulera“ atburðarás til að gera Jóhönnu að forsætisráðherra
Fyrrverandi forseti Íslands taldi að það yrði að gera Jóhönnu Sigurðardóttur að forsætisráðherra til að eygja endurreisn. Steingrímur J. Sigfússon taldi sig vera eina manninn sem gat forðað Íslandi frá gjaldþroti eftir hrunið.
Kjarninn 22. desember 2019
Eyrún Eyþórsdóttir og Kristín Loftsdóttir
Orðræða notuð til að stilla minnihlutahópum upp sem ógn gegn „hvíta kynstofninum“
Niðurstöður rannsókna hér á landi sýna glöggt fram á að ákveðið fordæmi hefur verið gefið í samfélaginu sem skapar rými fyrir tjáningu neikvæðra viðhorfa gegn minnihlutahópum sem ætlað er að kynda undir hatri og mismunun.
Kjarninn 22. desember 2019
Aðhaldsaðgerðir eftir fjármálakreppuna bitnuðu illa á fátækum svæðum
Hagfræðiprófessor greinir stöðu efnahags- og stjórnmála í Bretlandi, eftir sögulegan kosningasigur Íhaldsflokksins.
Kjarninn 21. desember 2019
Lífeyrissjóðir lána meira en bankar
Útlán lífeyrissjóða til íbúðarkaupa hafa þrefaldast á fjórum árum. Á sama tíma hefur heildarumfang lána sem bankar og aðrar innlánsstofnanir veita til íbúðarkaupa aukist um tæpan þriðjung.
Kjarninn 21. desember 2019
Varðmaður verðstöðugleika
Paul Volcker var til umfjöllunar í síðustu útgáfu Vísbendingar. Hann var þekktur fyrir barattúna við verðbólgudrauginn, og djúpstæð áhrif innan hagfræðinnar.
Kjarninn 21. desember 2019
2019 eitt besta ár frá upphafi á mörkuðum
Mikil hækkun á virði hlutabréfa einkenndi flesta stærstu markaði heimsins á þessu ári.
Kjarninn 20. desember 2019
Öll skilyrði uppfyllt vegna sölu á Icelandair Hotels
Samningur milli Icelandair Group og Arion banka um endurfjármögnun, upp á átta milljarða, hefur nú verið undirritaður.
Kjarninn 20. desember 2019
Síminn og Sýn ruku upp í kauphöllinni
Markaðsvirði Símans og Sýnar hækkaði mest allra félaga í um 900 milljóna viðskiptum.
Kjarninn 20. desember 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling slítur samningaviðræðum við Reykjavíkurborg
Samninganefnd Eflingar tók þá ákvörðun að slíta samningaviðræðum við Reykjavíkurborg eftir fund með samninganefnd borgarinnar í gær.
Kjarninn 20. desember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór víkur sæti í málum tengdum Samherja
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að víkja sæti við meðferð og töku ákvarðana í fjórum stjórnsýslukærum tengdum Samherja. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fer með þessi tilteknu mál í staðinn.
Kjarninn 20. desember 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Lili­ane Maury Pasqui­er og Ásmundur Friðriksson.
Ekki um spillingu eða brot á reglum Evrópuráðsþingsins að ræða
Í svari forseta Evrópuráðsþingsins til Ásmundar Friðrikssonar við erindi hans um brot þingmanns Pírata á siðareglum Alþingis kemur fram að samkvæmt upplýsingum sem forseta hafa borist sé ekki um að ræða spillingu eða brot á reglum þingsins.
Kjarninn 20. desember 2019
Dómssalur 1 í Hæstarétti Íslands.
Ingveldur skipuð nýr Hæstaréttardómari
Ingveldur Einarsdóttir hefur verið skipuð dómari við Hæstarétt. Hún var ein af þremur sem dómnefnd mat hæfasta af umsækjendum.
Kjarninn 20. desember 2019
Af þingi Sósíalistaflokksins árið 2018.
Sósíalistaflokkurinn mælist nægilega stór til að ná fólki inn á þing
Sjálfstæðisflokkur eykur fylgi sitt á milli mánaða en Miðflokkurinn lækkar. Sósíalistar mælast nú með yfir fimm prósent stuðning.
Kjarninn 20. desember 2019
Arctic Adventures og Into the Glacier sameinast
Ferðaþjónustufyrirtækin Arctic Adventures og Into the Glacier hafa sameinast og stefna á skráningu á hlutabréfamarkað innan tveggja ára. Samanlögð velta fyrirtækjanna tveggja á árinu 2019 er um 7 milljarðar króna.
Kjarninn 20. desember 2019
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Ráðherraskipan VG ekki endurskoðuð þrátt fyrir fyrirvara
Fram kemur í nýútkominni bók um sögu Vinstri grænna að þingmaður í flokknum hafi lagt fram fyrirvara við myndun sitjandi ríkisstjórnar um að ráðherravalið yrði endurskoðað að tveimur árum liðnum.
Kjarninn 20. desember 2019
Leiga hækkað um 45 prósent frá árinu 2013
Lítil breyting hefur orðið á leiguverði á árinu 2019 frá fyrra ári en leiguverð hefur hins vegar hækkað til muna ef litið er til síðustu sex ára.
Kjarninn 20. desember 2019
Hættumerkin fyrir Ísland eru ekki síst út í hinum stóra heimi
Minni eftirspurn í heimsbúskapnum, og erfiðleikar á alþjóðamörkuðum – meðal annars vegna tollastríðs – eru atriði sem geta leitt til erfiðarði stöðu á Íslandi.
Kjarninn 19. desember 2019
Sýn, Síminn og Nova hefja viðræður um samstarf
Viljayfirlýsing á milli þessara stærstu fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækja landsins hefur verið undirrituð.
Kjarninn 19. desember 2019
Nordic Visitor kaupir Terra Nova af Arion banka
Félag í eigu Arion banka hefur selt ferðaskrifstofuna Terra Nova. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 19. desember 2019
Hilmar Veigar Pétursson er forstjóri CCP.
Velta í íslenskum tölvuleikjaiðnaði tvöfaldast
Á árunum 2009 til 2016 tvöfaldaðist velta í íslenska tölvuleikjaiðnaðinum úr nærri 7,5 milljörðum króna í 14,5 milljarða króna á ári. Sá vöxtur hefur aðallega verið drifin áfram af CCP en í dag starfa alls 17 tölvuleikjafyrirtæki hér á landi.
Kjarninn 19. desember 2019
Óvænt lækkun húsnæðisliðar skipti miklu máli í því að verðbólgan lækkaði jafn skarpt og raun ber vitni.
Verðbólga lækkar skarpt og mælist tvö prósent – Ekki verið lægri í tvö ár
Óvænt lækkun húsnæðisliðar lék lykilhlutverk í því að verðbólga fór úr 2,7 í 2,0 prósent milli mánaða. Hún hefur ekki mælst minni í tvö ár og er nú langt undir verðbólgumarkmiði.
Kjarninn 19. desember 2019
Flestir Íslendingar telja mikla spillingu vera í viðskiptalífinu
Maskína spurði nýlega um spillingu á fjórum sviðum samfélagsins, viðskiptalífinu, stjórnmálum, opinbera geiranum og fjölmiðlum. Í öllum tilvikum er hærra hlutfall sem telur spillingu mikla en litla.
Kjarninn 19. desember 2019
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Ætla að huga að aðgerðum í byrjun næsta árs
Formaður BSRB segir að ef viðhorf viðsemjenda þeirra breytist ekki snarlega á nýju ári þá megi búast við að þau fari að huga að aðgerðum snemma á næsta ári.
Kjarninn 19. desember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín skipar nefnd um vandaða starfshætti í vísindum
Meginhlutverk nefndarinnar er að upplýsa stjórnvöld, almenning og vísindasamfélagið um vandaða starfshætti í vísindum og um vísindasiðfræði og hafa eftirlit með því að siðferðileg viðmið séu í heiðri höfð í starfi vísindamanna.
Kjarninn 19. desember 2019
Minni samdráttur á íbúðamarkaði en áður var talið
Kaupsamningum um stakar eignir á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fyrstu 10 mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Októbermánuður var hins vegar stærsti einstaki mánuður frá upphafi í hreinum nýjum íbúðalánum heimilanna.
Kjarninn 19. desember 2019
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Breytingar hindraðar sem hefðu fært neytendum hundruð milljóna ábata
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir Félag atvinnurekenda og Samtök iðnaðarins harðlega og segir að þau hafi tekið höndum saman með sérhagsmunaöflun til að hafa ábata af íslenskum neytendum.
Kjarninn 19. desember 2019
Trump ákærður
Hefst þá næsti slagur í Bandaríkjaþingi milli Demókrata og Repúblikana.
Kjarninn 19. desember 2019