Sigríður Björk Guðjónsdóttir
Sjö sækja um embætti ríkislögreglustjóra
Páll Winkel fangelsismálastjóri og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu eru meðal þeirra sem sækja um embætti ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 13. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir
Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna
Hildur Guðnadóttir tónskáld er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frumsamda kvikmyndatónlist í kvikmyndinni Joker.
Kjarninn 13. janúar 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki eykur uppkaup á hlutabréfum á íslenska markaðnum
Arion banki hefur ákveðið að kaupa upp meira af bréfum á íslenska markaðnum en áður var áætlað, en minna á þeim sænska. Alls ætlar bankinn að kaupa upp bréf fyrir allt að 4,5 milljarða króna. Þeir fjármunir renna því úr bankanum í vasa hluthafa.
Kjarninn 13. janúar 2020
Hækka þarf lífeyrisaldurinn um 3 til 6 ár
Hækkun lífaldurs og breytt ávöxtunarumhverfi, kalla á breytingar á lífeyrissjóðakerfinu.
Kjarninn 11. janúar 2020
Dennis A. Muilenberg.
Brottrekinn forstjóri Boeing fær 7,7 milljarða
Fyrrverandi forstjóri Boeing mun ekki fara tómhentur frá borði, þrátt fyrir að hafa verið rekinn vegna mikils vandræðagangs fyrirtækisins. Nýi forstjórinn fær hátt í milljarð króna í bónus takist honum að koma 737 Max vélunum aftur í loftið.
Kjarninn 11. janúar 2020
Þrátt fyrir efnahagssamdrátt þá hefur eftirspurn eftir húsnæðislánum lífeyrissjóða ekki dregist saman. Enda þurfa allir skjól frá vetrarlægðunum.
Stefnir allt í útlánamet hjá lífeyrissjóðunum
Lífeyrissjóðir landsins hafa einungis einu sinni lánað meira á einum mánuði til sjóðsfélaga en þeir gerðu í nóvember í fyrra. Það var í mánuðinum á undan. Verðtryggð lán sækja aftur á vegna lækkandi verðbólgu.
Kjarninn 11. janúar 2020
Íran viðurkennir að hafa skotið niður þotuna
Loftvarnarkerfi Írans skaut niður 737 800 Boeing vél Ukraine International, skömmu eftir flugtak, með þeim afleiðingum að allir um borð létu lífið.
Kjarninn 11. janúar 2020
Aðlaga þarf lífeyriskerfið að breyttum aðstæðum
Fjallað er um miklar áskoranir lífeyriskerfisins í nýjustu útgáfu Vísbendingar.
Kjarninn 10. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling undirbýr verkfallsaðgerðir í borginni
Ákvörðun um að leggja fram tillögu um verkfallsboðun var tekin að loknum samningafundi í dag hjá ríkissáttasemjara. Viðræður halda áfram samhliða undirbúningi verkfallsaðgerða.
Kjarninn 10. janúar 2020
Ferðamönnum fækkaði í fyrra.
Ferðamönnum sem heimsóttu Ísland fækkaði um tæplega eina íslenska þjóð
Ferðamenn sem heimsóttu Ísland í fyrra voru undir tveimur milljónum og hafa ekki verið færri síðan 2016. Bandaríkjamönnum fækkaði mikið en fleiri Kínverjar komu. Gjaldþrot WOW air markaði vatnaskil.
Kjarninn 10. janúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Hjón, sambúðarfólk og börn verða skilgreind sem tengdir aðilar í sjávarútvegi
Kristján Þór Júlíusson kynnti fimm tillögur um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hluti þeirra snýr að breyttri skilgreiningu á því hvað teljist tengdir aðilar.
Kjarninn 10. janúar 2020
Hópuppsögnum fer fjölgandi – ekki fleiri síðan eftir hrunið
Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnum segir að hópuppsögnum hafi farið fjölgandi undanfarin ár en þær hafa ekki verið fleiri síðan stuttu eftir hrunið fyrir tíu árum.
Kjarninn 10. janúar 2020
Segir könnun sýna að 23 prósent hafi hug á að kjósa stjórnmálaafl verkalýðshreyfingarinnar
Stjórn VR fól MMR að gera könnun á því hvort óstofnað stjórnmálaafl verkalýðshreyfingarinnar nyti brautargengis í næstu Alþingiskosningum. Niðurstaðan var að slíkt framboð myndi taka fylgi frá öllum flokkum, að sögn formanns VR.
Kjarninn 10. janúar 2020
Trudeau: Líklega var vélin skotin niður
Forsætisráðherra Kanada hefur krafist þess að ítarlega verði rannsakað hvernig á því stóð, að 737 800 farþegaþota hrapaði til jarðar með þeim afleiðingum að allir um borð létust, þar á meðal 63 Kanadamenn.
Kjarninn 9. janúar 2020
Máli landeigenda Drangavíkur gegn Vesturverki og Árneshreppi vísað frá
Deila vegna virkjanaframkvæmda á Vestfjörðum kom inn á borð dómstóla.
Kjarninn 9. janúar 2020
Háskólaráð tilnefnir Jón Atla í embætti rektors HÍ
Sitjandi rektor Háskóla Íslands var sá eini sem sótti um embættið þegar það var auglýst í byrjun síðasta mánaðar.
Kjarninn 9. janúar 2020
Átta sækja um setningu í embætti dómara við Landsrétt
Sett verður í embættin hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum.
Kjarninn 9. janúar 2020
Kvennalandsliðið í fótbolta hefur verið öflugt undanfarin ár.
Fyrirhuguð fjölmiðlalög ógn við íþróttaumfjöllun á Íslandi
Framkvæmdastjóri Fótbolti.net gagnrýnir harðlega fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra og segir að margt bendi til minnkandi umfjöllunar annarra fjölmiðla um íþróttir. Miðillinn óskar nú eftir mánaðarlegum styrktargreiðslum frá almenningi.
Kjarninn 9. janúar 2020
Andri Snær Magnason, sem átti mest keyptu bók á Íslandi á síðasta ári, er á meðal þeirra rithöfunda sem hljóta listamannalaun í tólf mánuði.
325 listamenn fá um 652 milljónir króna í listamannalaun
Búið er að taka ákvörðun um hverjir fái listamannalaun á árinu 2020. Þau eru 407 þúsund krónur á mánuði og um verktakagreiðslur er að ræða.
Kjarninn 9. janúar 2020
Jón Þór Sturluson sést hér fyrir miðri mynd.
Segir ýmsa krafta valda því að hann hverfi frá Seðlabankanum
Fyrrverandi aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins segist kveðja starf sitt með nokkrum trega. Alls voru átta störf lögð niður í sameinaðri stofnun Seðlabanka og Fjármálaeftirlits í gær.
Kjarninn 9. janúar 2020
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Boðar Guðlaug Þór á fund utanríkismálanefndar
Þingmaður VG vill ræða hvaða stefnu og sýn íslensk stjórnvöld hafi á ástandið milli Írans og Bandaríkjanna og hvort utanríkisráðherra hafi verið í samskiptum við bandarísk stjórnvöld eða önnur stjórnvöld vegna árásarinnar á Suleimani.
Kjarninn 9. janúar 2020
Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar reyna á hverju ári að spá fyrir um hvaða tegund inflúensu er væntanleg.
Yfir 70 þúsund skammtar af bóluefni fóru „einn, tveir og þrír“
Inflúensan er eins og lifandi vera, algjört ólíkindatól, sem getur breytt sér á milli ára. Bóluefni gegn einni tegund verndar ekki eða illa gegn annarri. „Þannig að þróun bóluefnis er alltaf svolítið happadrætti,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 9. janúar 2020
Olíuverð lækkar eftir „spennufall“ í Íransdeilu
Yfirlýsing Bandaríkjaforseta, vegna spennunnar í deilu Írans og Bandaríkjanna, leiddi til þess að olíuverð lækkaði.
Kjarninn 8. janúar 2020
Stór hluti farþega sem lést í Íran frá Kanada
Forsætisráðherra Kanada segir öllum steinum verði velt við til að fá upplýsingar um það hvers vegna 737 Boeing vél brotlenti í Íran. Allir um borð létust, þar af 63 þrír Kanadamenn.
Kjarninn 8. janúar 2020
Átta störf lögð niður í Seðlabankanum
Með nýju skipuriti Seðlabankans verða nokkur svið lögð niður eða sameinuð, starfsfólk færist til og átta störf verða lögð niður.
Kjarninn 8. janúar 2020
Úttekt á mennta- og menningarmálaráðuneytinu í vinnslu
Ráðuneytið bregst við ábendingum umboðsmanns Alþingis en það hefur falið Capacent að gera úttekt á vinnulagi, skipulagi og viðhorfum stofnana sem heyra undir ráðuneytið.
Kjarninn 8. janúar 2020
Michelle Roosevelt Edwards, einnig þekktsem Michelle Bellerin.
Segir að WOW air fari aftur í loftið innan fárra vikna
Michelle Roosevelt Edwards, sem keypti WOW air vörumerkið í fyrra, boðar flugtak á árinu 2020.
Kjarninn 8. janúar 2020
Hlutur Helga Magnússonar í Fréttablaðinu lækkar niður í 82 prósent
Tilkynnt hefur verið um breytt eignarhald á útgáfufélagi Fréttablaðsins og tengdra miðla. Ritstjóri Fréttablaðsins á fimm prósent hlut í útgáfufélaginu.
Kjarninn 8. janúar 2020
Íran gerði árásir á herstöðvar Bandaríkjamanna í Írak
Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, hefur staðfest að her Írans hafi gert flugskeytaárásir á herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn halda sig.
Kjarninn 8. janúar 2020
Fjárfestar á Wall Street byrjaðir að teikna upp sviðsmyndir um Íransstríð
Hvað getur gerst ef það brjótast út frekari átök vegna spennu milli Bandaríkjanna og Íran? Getur brotist út stríð á næstunni? Hver verða áhrifin?
Kjarninn 7. janúar 2020
Chris Porch
Forstjóraskipti hjá Tempo – Jackson hættur eftir níu mánuði
Tímabundinn forstjóri hefur verið ráðinn til að stýra hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo, sem er í 45 prósent eigu Origo. Nýr forstjóri verður ráðinn svo fljótt sem auðið er.
Kjarninn 7. janúar 2020
Lára Björg Björnsdóttir
Lára Björg hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar kveður forsætisráðuneytið.
Kjarninn 7. janúar 2020
„Karlaveldi“ til staðar í kringum æðstu stjórnunarstöður á Íslandi
Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem birtist í Stjórnmál & stjórnsýsla í lok síðasta árs eru möguleikar kvenna takmarkaðir þegar kemur að æðstu stjórnunarstöðum í fyrirtækjum.
Kjarninn 7. janúar 2020
Icelandair gerir ráð fyrir áframhaldandi 25 til 30 prósent aukningu
Farþegum Icelandair, til og frá Íslandi, fjölgaði umtalsvert í fyrra miðað við árið á undan. Forstjórinn er bjartsýnn á að áframhald verði á þeirri þróun.
Kjarninn 6. janúar 2020
Valitor fækkar starfsfólki um nærri 60 manns
Vegna endurskipulagningar í félaginu fækkar starfsfólki um nálægt 60 – úr nærri 390 starfsmönnum í um 330.
Kjarninn 6. janúar 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Segir lífeyrissjóðskerfið ala á innbyggðri mismunun
Formaður VR bendir á að mun líklegra sé að hálaunamaður hafi komið yfir sig skuldlausu þaki á starfsævinni og þurfi því minna til að lifa af – öfugt við þau sem lægst höfðu launin.
Kjarninn 6. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe verðlaunin
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir fékk rétt í þessu Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í myndinni The Joker.
Kjarninn 6. janúar 2020
Skrælnaðir skógar eins og eldspýtustokkar
Enn eitt hitametið féll í Ástralíu um helgina: 48,9°C. Rigningarúði hefur létt slökkviliðsmönnum lífið síðustu klukkustundir en slökkviliðsstjórinn varar við sinnuleysi af þeim sökum og bendir á að von sé á enn meiri hita og enn hvassari vindi í vikunni.
Kjarninn 5. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín: Ekki hægt að dæma Kristján Þór eingöngu út frá ásýnd
Forsætisráðherrann segir að hvað varðar traust og ásýnd stjórnmálanna og tengsl sjávarútvegsráðherra við Samherja þá telji hún að horfa þurfi einnig á staðreyndir máls og hvað sé sanngjarnt.
Kjarninn 5. janúar 2020
„Hefndin kemur“
Mikill spenna er nú við Persaflóa. Þjóðaröryggisráð Írans hefur formlega ályktað á þá leið, og hefndin komi vegna árásar Bandaríkjahers á æðsta mann hersins í Íran sem leiddi til dauða hans.
Kjarninn 4. janúar 2020
Hallgerðargata í Reykjavík
Viðmið um hámarkstekjur og eignir leigutaka hækka
Alþingi samþykkti lagabreytingu þar sem hámarksviðmið um tekjur og eignir vegna almennra íbúða eru hækkuð en breytingin hefur nú tekið gildi.
Kjarninn 4. janúar 2020
Skessuhorn styður fjölmiðlafrumvarpið
Ritstjóri Skessuhorns segir að frumvarp um stuðning hins opinbera við einkarekna fjölmiðla sé einfaldlega lífsspursmál fyrir staðbundna miðla og héraðsfréttamiðla.
Kjarninn 4. janúar 2020
Spennan magnast í deilu Bandaríkjanna og Íran
Bandaríkjaforseti sagði í dag að árás sem hann fyrirskipaði á einn æðsta mann hers Írans hefði verið framkvæmd til að koma í veg fyrir stríð.
Kjarninn 3. janúar 2020
Sex sóttu um embætti ríkissáttasemjara
Fyrrverandi forseti ASÍ er meðal umsækjenda um stöðu ríkissáttasemjara. Núverandi forseti ASÍ og formaður Samtaka atvinnulífsins eru í nefndinni sem metur hæfi umsækjenda.
Kjarninn 3. janúar 2020
Guðfinnur Sigurvinsson og Vigdís Häsler
Guðfinnur og Vigdís nýir starfsmenn þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Guðfinnur Sigurvinsson og Vigdís Häsler hafa verið ráðin starfsmenn þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 3. janúar 2020
Þyngri refsingar við ölvunarakstri á nýju ári
Umferðarlagabrotum hefur fjölgað mikið á síðustu árum en alls voru skráð 78 þúsund umferðarlagabrot árið 2018. Um áramótin tók gildi ný reglugerð þar sem ýmsar sektir við umferðarlagabrotum eru hækkaðar og refsingar við ölvunarakstri þyngdar til muna.
Kjarninn 3. janúar 2020
Gildi setur 60 milljóna króna hámark á lánsupphæð
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur þrengt lánaskilyrði sín og set þak á þá upphæð sem hann lánar til íbúðarkaupa. Stærstu sjóðir landsins hafa allir reynt að draga úr vexti lána til sjóðsfélaga síðustu misserin.
Kjarninn 3. janúar 2020
Sunna Ósk Logadóttir.
Sunna Ósk Logadóttir ráðin til Kjarnans
Margverðlaunaður og þrautreyndur blaðamaður hefur störf á Kjarnanum.
Kjarninn 3. janúar 2020
Nýtt ár hefst eins og það gamla – Grænar tölur hækkunar
Árið 2019 var eitt besta árið heimsmörkuðum í áratug. Á Íslandi var ávöxtunin góð, og hófst það á grænum tölum á markaði í dag.
Kjarninn 2. janúar 2020
Finnur Dellsén
Kostur að fólk sé ósammála
Finnur Dellsén heimspekingur sér það sem ákveðið styrkleikamerki kenningar þegar ekki allir eru sammála henni. Í þessu samhengi talar hann meðal annars um loftslagsbreytingar af mannavöldum.
Kjarninn 2. janúar 2020