Mesta framkvæmd á vegum Alþingis í 140 ár
Forseti Alþingis hélt ávarp við fyrstu skóflustungu að nýbyggingu á Alþingisreitnum í dag en á næstu fjórum árum mun rísa um 6.000 fer­metra bygg­ing á reitnum.
Kjarninn 4. febrúar 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Ábyrgðin er hjá Reykjavíkurborg“
Forseti ASÍ segist hafa fengið fyrirspurnir um það hvort hún styðji verkfall starfsmanna Reykjavíkurborgar sem eru í Eflingu. Hún segir að fyrir henni sé spurningin fáránleg. Hún styðji skilyrðislaust grasrótarbaráttu launafólks fyrir bættum kjörum.
Kjarninn 4. febrúar 2020
Þrír hafa lýst sig vanhæfa í dómnefnd sem metur næstu Landsréttardómara
Þrír aðalmenn eða varamenn í dómnefnd um hæfi dómara hafa lýst sig vanhæfa til að taka þátt í störfum hennar þegar kemur að mati á umsækjendum setningu eða skipun við Landsrétt.
Kjarninn 4. febrúar 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Sigríður mætt til Strassborgar þar sem Landsréttarmálið verður flutt
Málflutningur í máli Guðmundar Ástráðssonar gegn Íslandi fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hefst á morgun. Fyrrverandi dómsmálaráðherra er mætt til Strassborgar og ætlar hún að fylgjast þar með honum.
Kjarninn 4. febrúar 2020
Reykjavík
Reykjavík í fjórða sæti yfir samkeppnishæfni á Norðurlöndum
Höfuðborgarsvæðið heldur fjórða sætinu frá því fyrir tveimur árum þegar kemur að samkeppnishæfni á Norðurlöndunum en Ósló er í toppsæti listans. Kaupmannahöfn og nágrenni er í öðru sæti og Stokkhólmur hefur fallið af toppnum í þriðja sætið.
Kjarninn 4. febrúar 2020
Innflytjendur halda uppi jákvæðri byggðaþróun
Fæðingartíðni er nú í sögulegu lágmarki á Íslandi, í Noregi og í Finnlandi. Innflytjendur á Norðurlöndunum hafa haldið við endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem annars myndu glíma við fólksfækkun.
Kjarninn 4. febrúar 2020
Ísland og Noregur einu Norðurlöndin sem juku losun gróðurhúsalofttegunda
Samkvæmt nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar eru helstu skýringarnar á aukinni losun gróðurhúsalofttegunda á árunum 1993 til 2017 á Íslandi og í Noregi annars vegar áhrif orkufreks iðnaðar eins og álvera og olíuiðnaðar og samgangna hins vegar.
Kjarninn 4. febrúar 2020
Skjaldfannardalur við Ísafjarðardjúp og Drangajökull í baksýn. Bæirnir Laugaland (t.h.) og Skjaldfönn (t.v.) ásamt mögulegu stöðvarhúsi (gulur kassi ofarlega fyrir miðju).).
Landsvirkjun ætlar ekki í Austurgilsvirkjun
Landsvirkjun hefur ákveðið að undangenginni skoðun á fyrirhugaðri Austurgilsvirkjun að halda ekki áfram með verkefnið af sinni hálfu. Forsvarsmaður verkefnisins segir að næstu skref verði tekin eftir afgreiðslu rammaáætlunar.
Kjarninn 4. febrúar 2020
Tæknirisar undirbúa sókn á lánamarkað
Bankarnir á Wall Street – sem fyrir aðeins áratug voru stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna þegar horft er til markaðsvirðis – eru nú smá peð í samanburði við stærstu tæknifyrirtækin. Þau nýta sér nú bankanna til að útfæra nýja kynslóð fjármálaþjónustu.
Kjarninn 3. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Óska eftir samanburðarskýrslu á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi
Stór hópur þingmanna í stjórnarandstöðunni telur að bein tengsl séu á milli þess sem útgerðirnar telja sig geta greitt og þess sem meirihluti á Alþingi hverju sinni hefur talið að þær gætu greitt. Nú óska þeir eftir samanburðarathugun.
Kjarninn 3. febrúar 2020
Lítið mældist af loðnu fyrsta mánuð ársins
Samkvæmt nýjum mælingum er stærð loðnustofnsins langt undir þeim mörkum í gildandi aflareglu sem þarf að ná svo Hafrannsóknastofnun geti ráðlagt veiðar.
Kjarninn 3. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling í verkfall á morgun
Fundur samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara bar ekki árangur í morgun og því munu félagsmenn Eflingar fara í verkfall á morgun.
Kjarninn 3. febrúar 2020
Ekki hægt að senda póst til Kína vegna þess að það er ekki flogið þangað
Þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til Kína vegna Wuhan-kórónaveirusýkingarinnar.
Kjarninn 3. febrúar 2020
Sjómenn á Geysi leita upplýsinga um stöðu sína eftir að skipinu var siglt frá Namibíu í gærkvöldi.
Annað skip Samherja yfirgefur Namibíu – 100 sjómenn í óvissu
Spillingarlögreglan í Namibíu hefur ráðlagt stjórnvöldum þar að leyfa skipum Samherja ekki að fara frá landinu nema að lögreglan verði látin vita. Þrátt fyrir það hafa tvö af þremur skipum Samherja í Namibíu farið á síðustu dögum. Það þriðja er kyrrsett.
Kjarninn 3. febrúar 2020
Refur á Hornströndum.
Refafjölskylda á hrakhólum vegna ferðamanna með stórar myndavélalinsur
Það er eitthvað á seyði meðal refanna í friðlandinu á Hornströndum. Í fyrra voru óðul færri en venjulega, got sjaldgæfari og yrðlingar fáséðari en áður. Þrjár skýringar þykja líklegastar. Ein þeirra snýr að ferðamönnum.
Kjarninn 3. febrúar 2020
Talið er að það hafi verið Kristófer Kólumbus sem kynnti Evrópubúa fyrir ananas. Hann var fyrstu áratugina aðeins á færi fína fólkins að neyta og framreiddur í veislum þess enda munaður.
Ananassala á Seltjarnarnesi jókst um 27%
Um eitt tonn af ananas seldist í búðum Hagkaups í janúar. Mikil sveifla var í sölunni á milli búða miðað við sama mánuð í fyrra.
Kjarninn 2. febrúar 2020
Hildur Guðnadóttir
Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verð­launin
Hildur Guðnadóttir tónskáld heldur áfram að sópa að sér verðlaunum en hún vann BAFTA-verðlaunin í kvöld.
Kjarninn 2. febrúar 2020
Muhammed Zohair Faisal.
Áslaug Arna frestar brottvísun barna sem hafa verið lengur en 16 mánuði
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að fresta brottvísun þeirra barna sem leitað hafa eftir hæli á Íslandi, og hafa verið í kerfinu í meira en 16 mánuði. Að óbreyttu ætti Muhammed Zohair Faisal því ekki að verða vísað úr landi á morgun.
Kjarninn 2. febrúar 2020
Muhammed Zohair Faisal
Rúmlega 17.000 skora á stjórnvöld að hætta við brottvísun
„Í Pakistan bíður þeirra ekkert nema óvissa en þangað hefur drengurinn aldrei komið og foreldrarnir ekki í tíu ár. Þau hafa ástæðu til að óttast hvað tekur við þeim í Pakistan og staða barnsins verður miklu verri en hér á landi.“
Kjarninn 2. febrúar 2020
Bensínverð lækkað skarpt síðustu mánuði
Um mitt ár í fyrra náði bensínverð á Íslandi sínum hæsta punkti frá árinu 2014. Síðustu mánuði hefur það hins vegar lækkað nokkuð skarpt og í hverjum mánuði frá því í október.
Kjarninn 2. febrúar 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Senda út fjölmargar umsagnarbeiðnir vegna rannsóknar á fjárfestingarleið
Á meðal þeirra sem beðnir hafa verið um álit á því hvort að skipa eigi rannsóknarnefnd af Alþingi til að rannsaka fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands eru Seðlabankinn sjálfur, Persónuvernd, Skattrannsóknarstjóri og Samtök fjármálafyrirtækja.
Kjarninn 1. febrúar 2020
Forsíður nokkurra dagblaða í Bretlandi og Evrópu vegna Brexit.
„Bless Bretland: Við munum sakna þín“
Léttir og söknuður á víxl birtist á forsíðum dagblaða í Bretlandi og víðar í Evrópu nú þegar Brexit hefur formlega átt sér stað.
Kjarninn 1. febrúar 2020
Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir
„Krafan um sanngjarnt og gagnsætt ráðningarferli að engu höfð“
Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir spyr stjórn RÚV hvaða umframhæfnisþættir og yfirburðir hafi ráðið ráðningu Stefáns Eiríkssonar í stöðu útvarpsstjóra.
Kjarninn 1. febrúar 2020
Atvinnuleysi á evrusvæðinu 7,4 prósent
Hagvaxtarhorfur á evrusvæðinu hafa heldur versnað að undanförnu, og ekki útlit fyrir að hagvöxtur verði á næstunni.
Kjarninn 1. febrúar 2020
Brexit verður að veruleika
Bretar ganga úr Evrópusambandinu í dag. Boris Johnson forsætisráðherra mun ávarpa þjóðina í sjónvarpi, um leið og það gerist, um klukkan 23:00 að staðartíma.
Kjarninn 31. janúar 2020
Skipstjóri Samherja játaði sök í Namibíu
Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri, var í sinni síðustu ferð, þegar það var kyrrsett vegna ólöglegra veiða.
Kjarninn 31. janúar 2020
Ský faðma tinda Esjunnar síðdegis í dag.
Alltaf hætta að ferðast í fjalllendi að vetrarlagi
Nú um helgina er spáð góðu veðri og líklegt að margir ætli að nýta það til útivistar. Enn er töluverð hætta á snjóflóðum til fjalla á suðvesturhorninu. Ekki er gerlegt að vakta með mikilli nákvæmni einstakar gönguleiðir með tilliti til snjóflóðahættu.
Kjarninn 31. janúar 2020
Verkfallsaðgerðir munu fyrst og fremst hafa áhrif á þjónustu leikskóla í Reykjavík
Komi til þeirra verkfalla sem Efling boðar mun það hafa mest áhrif á leikskóla- og velferðarþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar auk sorphirðu, vetrarþjónustu og umhirðu borgarlandsins.
Kjarninn 31. janúar 2020
Yfir hundrað namibískir sjómenn í óvissu vegna Samherja
Namibískir sjómenn sem starfa á skipi Samherja óttast að þeir hafi misst vinnuna eftir að skipið yfirgaf landið óvænt.
Kjarninn 31. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Telur ekkert að því að sitjandi dómarar sæki um laust embætti við Landsrétt
Þegar skipaður dómari við Landsrétt má sækja um aðra stöðu við réttinn að mati dómsmálaráðuneytisins. Hann verður þó að segja af sér fyrri stöðunni áður en hann tekur við þeirri nýju, enda verði „sami maður ekki skipaður tvisvar í sama embættið.“
Kjarninn 31. janúar 2020
Helgi I. Jónsson hættir sem hæstaréttardómari
Helgi I. Jónsson hefur óskað eftir lausn frá embætti hæstaréttardómara en hann var skipaður í embættið árið 2012.
Kjarninn 31. janúar 2020
Bíó Paradís þakkar stuðninginn – Enn leitað leiða til að halda starfseminni gangandi
Kvikmyndahúsið Bíó Paradís mun hætta starfsemi að óbreyttu þann 1. maí næstkomandi. Forsvarsmenn þakka stuðninginn sem þau hafa fundið fyrir síðastliðinn sólarhring.
Kjarninn 31. janúar 2020
Minni innflutningur og minni veiðar leiddu til afkomuviðvörunar hjá Eimskip
Hagnaður Eimskips verður lægri á síðasta ári en áður var áætlað. Hlutabréfaverð í félaginu hefur lækkað um 16 prósent á einu ári.
Kjarninn 31. janúar 2020
Sigurjón Þ. Árnason var bankastjóri Landsbanka Íslands frá 2003 og fram yfir bankahrun.
Markaðsmisnotkunarmál Landsbankans fyrir Mannréttindadómstólinn
Mannréttindadómstóll Evrópu ætlar að taka hrunmál tengt Landsbankanum til meðferðar. Þeir sem hlutu dóma í því vilja meina að dómarar hafi verið hlutdrægir vegna þess að þeir töpuðu á hruninu.
Kjarninn 31. janúar 2020
Tveggja milljarða riftunarmál hjá þrotabúi WOW Air
Kröfuhafar hafa fengið kynningu á því að á annan tug riftunarmála fari inn á borð dómstóla, vegna gjörninga sem framkvæmdir voru hjá WOW Air, skömmu áður en félagið fór í þrot.
Kjarninn 30. janúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
BSRB gefur ríki og sveitarstjórnum gula spjaldið
Ef ekki verður gengið til kjarasamninga við opinbera starfsmenn strax er næsta skrefið að boða til verkfalla sem geta lamað almannaþjónustuna, sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, á baráttufundi í dag.
Kjarninn 30. janúar 2020
Kvika ætlar að hagnast um allt að 2,7 milljarða en minnka eignir
Stjórn Kviku stefnir að því að arðsemi eigin fjár bankans verði á bilinu 15-18 prósent í ár. Það er minni arðsemi en var á fyrstu níu mánuðum síðasta árs en umfram langtímamarkmið. Eignastýring er helsti tekjustraumurinn.
Kjarninn 30. janúar 2020
Verðbólga hefur áhrif á rekstrarkostnað fjölmargra Íslendinga.
Verðbólga á Íslandi ekki verið minni frá árinu 2017
Verðbólga mælist nú 1,7 prósent og vel undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Það skiptir þá sem eru með verðtryggð húsnæðislán verulegu máli, enda hefur verðbólgan bein áhrif á kostnað þeirra.
Kjarninn 30. janúar 2020
Bergsteinn Jónsson
Bergsteinn hættir sem framkvæmdastjóri UNICEF
Framkvæmdastjóri UNICEF hefur sagt upp störfum. Samtökin munu auglýsa starfið um helgina.
Kjarninn 30. janúar 2020
Samdráttur langmestur í gegnum Airbnb
Á gististöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður varð hér á landi 10,8 prósent samdráttur milli áranna 2018 og 2019. Heildarfjöldi gistinátta dróst saman um 3,1 prósent milli ára.
Kjarninn 30. janúar 2020
Ríkið greiðir út bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins
Bætur hafa verið greiddar til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Greiðslur ríkisins nema 815 milljónum króna með lögmannskostnaði.
Kjarninn 30. janúar 2020
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata.
Ólíkar skoðanir á því að greiða út persónuafslátt
Hugmyndir um að greiða út persónuafslátt voru viðraðar á Alþingi í vikunni en sitt sýnist hverjum um málið. Þingflokksformaður Pírata lagði til að tala frekar um „persónuarð“.
Kjarninn 30. janúar 2020
Brexit verður að veruleika á föstudaginn
Fulltrúar Evrópuþingsins staðfestu í dag síðustu atriðin fyrir Brexit, og er nú ekkert því til fyrirstöðu að Bretland fari úr Evrópusambandinu á föstudaginn.
Kjarninn 29. janúar 2020
Hægagangur áfram í hagkerfinu en stoðirnar sterkar
Eftir kröftugt hagvaxtarskeið er nú allt annað uppi á teningnum á Íslandi. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka kemur fram að hagvöxtur verði hóflegur á næstu árum, raunverð fasteigna muni að mestu standa í stað og að atvinnuleysi muni aukast nokkuð.
Kjarninn 29. janúar 2020
Guðmundur Gunnarsson
Fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar fær laun í sex mánuði
Guðmundur Gunnarsson fær laun í sex mánuði við starfslok en hann hætti sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í vikunni. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segist ekki sækjast eftir embættinu.
Kjarninn 29. janúar 2020
Arnþrúður sótti um starf útvarpsstjóra og segist hafa verið í lokahópnum
Útvarpsstjóri Útvarps Sögu var á meðal þeirra sem sóttu um að verða næsta útvarpsstjóri. Hún segist hafa verið í lokahóp sem hafi komið til greina í starfið.
Kjarninn 29. janúar 2020
Efling segir umfjöllun í Fréttablaðinu í dag hafa verið pantaða
Formaður Eflingar segir að það sé „stórfenglegt að verða vitni að samtryggingu yfirstéttarinnar gegn hagsmunum láglaunafólks.“ Efling segir að Samtök atvinnulífsins og Reykjavíkurborg séu gengin í eina sæng.
Kjarninn 29. janúar 2020
Raunverulegir eigendur félaga sem starfa hérlendis hafa átt auðvelt með að felast. Það á ekki lengur við.
Þurfa að framvísa gögnum sem staðfesta raunverulegan eiganda
Íslensk félög hafa rúman mánuð til skila inn upplýsingum til skattyfirvalda um raunverulega eigendur sína. Lögum var breytt í fyrra til að kalla fram raunverulegt eignarhald þar sem það er mögulega falið. Það var liður í auknum vörnum gegn peningaþvætti.
Kjarninn 29. janúar 2020
Cintamani gjaldþrota og Íslandsbanki selur lagerinn
Íslandsbanki hefur auglýst allan vörulager Cintamani, skráð vörumerki fyrirtækisins og lén þess til sölu.
Kjarninn 29. janúar 2020
Bankar hafa hafnað að millifæra til og frá Íslandi vegna gráa listans
Íslensku viðskiptabankarnir hafa fundið fyrir því að greiðslur til þeirra eða viðskiptamanna þeirra hafa tafist vegna veru Íslands á gráum lista FATF. Þá hafa erlendir bankar hafnað því að hafa milligöngu um greiðslur til Íslands.
Kjarninn 29. janúar 2020