Björn Óli Hauksson.
Forstjóri Isavia hættur
Björn Óli Hauksson, sem stýrt hefur ríkisfyrirtækinu Isavia í áratug, er skyndilega hættur störfum. Hann hættir samstundis.
Kjarninn 17. apríl 2019
Telja afskráningu valda hluthöfum tjóni
Hluthafar Heimavalla munu ekki hagnast á því ef félagið verður afskráð, segir kauphöllin.
Kjarninn 17. apríl 2019
DV reynir að selja flokkum kostaða umfjöllun um þriðja orkupakkann
Fjölmiðillinn DV hefur sent tilboð á stjórnmálaflokka og boðið þeim að greiða 70 þúsund krónur fyrir að koma sjónarmiðum sínum um þriðja orkupakkann á framfæri.
Kjarninn 17. apríl 2019
Erna Kristín Blöndal, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Bjarnheiður Gautadóttir
Ásmundur Einar skipar þrjá nýja skrifstofustjóra
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað þrjá nýja skrifstofustjóra til starfa í ráðuneytinu.
Kjarninn 17. apríl 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Guðmundur Andri: Ábyrgðarhluti að næra reiði fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar telur það hættulegt þegar stjórnmálamenn næra reiði fólks en maður einn áreitti hann í matvöruverslun og hellti sér yfir hann.
Kjarninn 17. apríl 2019
Bensínlítrinn er dýrastur á stöðvum N1.
Bensínverð ekki verið hærra frá árinu 2014
Heimsmarkaðsverð á olíu og veiking krónu gagnvart dal hefur gert það að verkum að verð á bensíni hefur hækkað skarpt á Íslandi á skömmum tíma.
Kjarninn 17. apríl 2019
Sex milljarðar í ríkissjóð við sölu Kaupþings
Við sölu Kaupþings fyrr í þessum mánuði á 15 prósenta hlut í Arion banka fyrir samtals 20,5 milljarða renna sex milljarðar til ríkisins vegna afkomuskiptasamnings stjórnvalda og Kaupþings, sem hefur nú virkjast í fyrsta sinn.
Kjarninn 17. apríl 2019
Skipulagsstofnun fellst á tillögu að matsáætlun
Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu að matsáætlun með athugasemdum vegna fyrirhugaðra endurbóta á kísilverksmiðjunni í Helguvík í Reykjanesbæ.
Kjarninn 16. apríl 2019
Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Drífa og Sólveig Anna fara fram á að skattabreytingar komi hratt til framkvæmda
Forseti ASÍ og formaður Eflingar segja að öll spjót standi á stjórnvöldum um að svara kalli vinnandi fólks og upplýsa um hvernig fyrirhugaðar skattalækkanir verði framkvæmdar.
Kjarninn 16. apríl 2019
Bjarni Ármannsson
Bjarni hafði betur gegn ríkinu
MDE komst að þeirri niðurstöðu að ríkið hefði brotið á mannréttindum Bjarna Ármannssonar með því að gera honum að greiða skatta og skattaálag og síðar ákæra hann og dæma hann fyrir skattalagabrot þrátt fyrir að Bjarni hefði þá þegar greitt skuld sína.
Kjarninn 16. apríl 2019
Líkur aukast á verkfallsaðgerðum iðnaðarmanna
Pirrings gætir í baklandi iðnaðarmanna en lítið er að frétta eftir fund þeirra með SA hjá Ríkissáttasemjara í gær.
Kjarninn 16. apríl 2019
Guðlaugur Þór: Dylgjur sem eru til marks um málefnafátækt
Utanríkisráðherra hefur tjáð sig á Facebook síðu sinni vegna umfjöllunar Eyjunnar um fjárfestingar og eigna eiginkonu hans.
Kjarninn 15. apríl 2019
FME með hlutafjársöfnun til athugunar
FME segir í yfirlýsingu að það hafi talið hlutafjársöfnun fyrir endurreisn WOW air falla undir lög um almennt útboð verðbréfa.
Kjarninn 15. apríl 2019
Notre Dame dómkirkjan í París brennur
Eldur hefur komið upp í Notre Dam kirkjunni í París, sem milljónir manna heimsækja árlega. Hún geymir einstök menningarverðmæti.
Kjarninn 15. apríl 2019
Hætta á að „ójafnvægi“ skapist á fasteignamarkaði
Fjallað er um stöðuna á fasteignamarkaði í nýrri Hagsjá Landsbankans. Verður byggt alltof mikið af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu?
Kjarninn 15. apríl 2019
Borgin stofnar sérstaka deild fyrir börn hælisleitenda
Sérstök stoðdeild ætluð börnum hælisleitenda verður starfrækt við Háaleitisskóla. Formaður skóla- og frístundaráðs segir tilkomu hennar framför.
Kjarninn 15. apríl 2019
Losun gróðurhúsalofttegunda jókst milli áranna 2016 og 2017
Losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda jókst um 2,2 prósent milli áranna 2016 og 2017.
Kjarninn 15. apríl 2019
Landaður afli 25 prósent minni núna en í mars í fyrra
Landaður afli íslenskra skipa í mars var 118.448 tonn sem er 25% minni afli en í mars 2018. Aflasamdrátturinn skýrist nær eingöngu af minni loðnuafla en engin loðna veiddist í mars samanborið við tæp 82 þúsund tonn í mars 2018.
Kjarninn 15. apríl 2019
Ábyrgðarmaður söfnunar fyrir WOW kominn fram
Friðrik Atli Guðmundsson er skráður sem ábyrgðarmaður vefsíðunnar hluthafi.com og er hún styrkt af byggingarfélagi föður hans, Sólhús ehf..
Kjarninn 15. apríl 2019
WOW air þarf ekki að greiða bætur vegna mikillar seinkunar
Samgöngustofa hefur hafnað kröfum farþega sem vildu að WOW air myndi greiða þeim bætur vegna mikillar seinkunar sem varð á flugi félagsins til og frá Montreal í Kanada í mars 2018.
Kjarninn 15. apríl 2019
Af vefnum hluthafi.com
Svara ekki hverjir standa að baki söfnuninni fyrir WOW
Aðstandendur síðunnar hluthafi.com, sem efnt hafa til söfnunar til að endurreisa flugfélagið WOW air eða stofna nýttflugfélag, svara ekki fyrirspurnum um hverjir standa að baki síðunni. Vænta má yfirlýsingu frá vefsíðunni á morgun eða þriðjudag.
Kjarninn 14. apríl 2019
Vilja stofna almenningshlutafélag sem gæti fjárfest í WOW air
Á heimasíðunni hluthafi.com eru ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki hvött til að leggja fram „lítilsháttar hluta­fé“ í krafti fjöld­ans til að tryggja endurreisn WOW air eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag.
Kjarninn 14. apríl 2019
Katrín: Mörg mál verið erfið fyrir ríkisstjórnina
Draumur forsætisráðherra er að eftir þessa ríkisstjórn muni liggja plan um hvernig Ísland ætlar að takast á við þær breytingar á samfélaginu sem muni fylgja fjórðu iðnbyltingunni.
Kjarninn 14. apríl 2019
Menntaskólinn við Sund
Telur að framhaldsskólum sé mismunað
Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segir að skólum sé mismunað með þeim reiknilíkönum sem menntamálaráðuneytið notar og að engin tilraun sé gerð til þess að meta „raunkostnað” við að halda úti lögbundinni starfsemi.
Kjarninn 14. apríl 2019
Forsætisráðherra telur rétt að vísa dómi MDE til efri deildar
Forsætisráðherra segir að það sé ekki hafið yfir allan vafa hvort að niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu eigi bara við um þá fjóra dómara sem voru skipaðir ólöglega af þáverandi dómsmálaráðherra, eða alla dómara við réttinn.
Kjarninn 13. apríl 2019
Farið fram á lögfestingu aðgerða gegn kennitöluflakki
Í lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins er farið fram á að stjórnvöld ráðist í aðgerðir til að stuðla að heilbrigðara atvinnulífi.
Kjarninn 13. apríl 2019
Segir þriðja orkupakkann ekki vera erfitt mál innan Vinstri grænna
Forsætisráðherra telur að andstaðan við þriðja orkupakkann snúist mögulega meira um veru Íslands í EES og hvort að vilji sé til þess að leggja sæstreng til landsins eða ekki.
Kjarninn 13. apríl 2019
Taconic Capital keypti fimm prósenta hlut í Arion banka
Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital keypti í gær tæplega fimm prósenta hlut í Arion banka fyrir liðlega 6,5 milljarða króna. Seljandi hlutabréfanna var eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti hluthafi bankans.
Kjarninn 13. apríl 2019
Höskuldur hættir sem bankastjóri Arion banka
Samkomulag er um að hann starfi til næstu mánaðamóta.
Kjarninn 12. apríl 2019
Mikil hækkun flugfargjalda í kortunum
Greinendur bæði Landsbankans og Arion banka gera ráð fyrir að flugfargjöld muni hækka verulega á næstu misserum, með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu.
Kjarninn 12. apríl 2019
Sveinn Andri Sveinsson
Sveinn Andri þarf ekki að víkja
Sveinn Andri Sveins­son, lögmaður og skipta­stjóri þrota­bús WOW air, þarf ekki að víkja sem skipta­stjóri bús­ins.
Kjarninn 12. apríl 2019
Minni hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur muni minnka og verðbólga lækka hjá helstu viðskiptalöndum Íslands.
Kjarninn 12. apríl 2019
Landspítalinn tekur þátt í samnorrænu lyfjaútboði
Landspítalinn vill auka afhendingaröryggi lyfja með samnorrænu lyfjaútboði.
Kjarninn 12. apríl 2019
Þriðja hver íbúð sem er í byggingu í Reykjavík er í 101
Um fimm þúsund íbúðir eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu, af þeim eru um tvö þúsund íbúðir í byggingu í 101 Reykjavík, Garðabæ og í póstnúmerinu 200 í Kópavogi. Framkvæmdastjóri SI gagnrýnir hversu hlutfallslega fáar íbúðir séu byggðar á ódýrari svæðum.
Kjarninn 12. apríl 2019
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Vinnunni ekki lokið þó samningar séu undirritaðir
Forseti ASÍ segir það verkefni einstakra aðildarfélaga ASÍ og heildarsamtakanna að fylgja málum fast eftir og stjórnvalda að standa við stóru orðin.
Kjarninn 12. apríl 2019
Fall WOW air gæti gefið tilefni til aðhaldsaðgerða í Reykjavík
Gjaldþrot WOW air get­ur haft mik­il og al­var­leg áhrif á rekst­ur Reykja­vík­ur­borg­ar að mati áhættumats­deild­ar fjár­mála­skrif­stofu borg­ar­inn­ar. Hún segir borgarsjóð standa sterkan en að hann fari hratt lækkandi ef verstu spár ganga eftir.
Kjarninn 12. apríl 2019
Yfir fjögur þúsund viðskiptavinir hafa skráð sig til viðskipta hjá Auði
Auður er ný fjármálaþjónusta Kviku. Þjónustan er í boði á netinu, og segir forstöðumaður Auðar, Ólöf Jónsdóttir, að horft sé til þess að láta viðskiptavini njóta góðs af hagkvæmum rekstri og nútímalegu skipulagi.
Kjarninn 11. apríl 2019
Skráning Iceland Foods á orðmerkinu Iceland ógilt
Fyrirtækið hefur tvo mánuði til að áfrýja úrskurðinum.
Kjarninn 11. apríl 2019
Spá því að verðbólgudraugurinn fari á flug
Greiningardeild Arion banka telur að verðbólga muni aukast í þessum mánuði, en hún mælist nú 2,9 prósent.
Kjarninn 11. apríl 2019
Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar en það eykst hjá Miðflokknum
Fylgi við ríkisstjórnina mælist nú 46,5 prósent. Stjórnarflokkarnir eru hins vegar með 40,8 prósent fylgi.
Kjarninn 11. apríl 2019
Kostnaður vegna þingmanna lækkar
Kostnaður Alþingis vegna þingmanna hefur lækkað á milli ára. Endurskoðaðar reglur og lægri launakostnaður eru helstu ástæðurnar.
Kjarninn 11. apríl 2019
Segir ljóst að rekstrarmódel Hörpu geti aldrei orðið sjálfbært
Afkoma rekstrarreiknings Hörpu reyndist neikvæð um 461 milljón króna í fyrra og eigið fé félagsins neikvætt um 510 milljónir króna. Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, segir ljóst að rekstarmódel Hörpu sé ekki sjálfbært og því þurfi að breyta.
Kjarninn 11. apríl 2019
Julian Assange
Stofnandi Wikileaks handtekinn í London
Julian Assange hefur verið handtekinn í London en hann hefur búið í sendiráði Ekvadór undanfarin ár. Honum var tilkynnt með skömmum fyrirvara að stjórnvöld í Ekvadór hefðu tekið til baka diplómatíska vernd.
Kjarninn 11. apríl 2019
Samþykktu að fresta Brexit til 31. október
Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, féllst í nótt á boð Evr­ópu­sam­bands­ins um sex mánaða viðbótar­frest fyr­ir Breta til að ganga úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 11. apríl 2019
3500 laus störf á fyrsta ársfjórðungi 2019
Hagstofan hefur nú hafið mælingar á fjölda lausra starfa hér á landi. Á fyrsta ársfjórðungi 2019 voru um 3.500 störf laus á íslenskum vinnumarkaði. Á sama tíma voru um 228.300 störf mönnuð og hlutfall lausra starfa því rétt um 1,5 prósent.
Kjarninn 10. apríl 2019
Borgin keypti auglýsingar fyrir milljarð
Reykjavíkurborg greiddi Fréttablaðinu mest fyrir birtingar á auglýsingum.
Kjarninn 10. apríl 2019
Katrín: Verið að velja úr „hlaðborði aðgerða“ í húsnæðismálum
Bann við 40 ára verðtryggðum lánum verður að fara saman við framboð á nýjum lánamöguleikum fyrir tekjulágahópa samfélagsins. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kjarninn 10. apríl 2019
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Segir viðræður ganga ágætlega
Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmannafélaganna, segir að það styttist í kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins en fundað var í kjaradeilunni í morgun.
Kjarninn 10. apríl 2019
Fleiri grunnskólakennarar án réttinda
Á sama tíma og grunnskólanemendur hafa aldrei verið fleiri hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað.
Kjarninn 10. apríl 2019
Miða við að Boeing 737 MAX vélarnar verði kyrrsettar til 16. júní
Á tímabilinu 1. apríl til 15. júní mun Icelandair fella niður um 3,6 prósent af flugferðum sínum sem samsvarar rúmlega 100 ferðum á tímabilinu.
Kjarninn 10. apríl 2019