17 milljarða ávinningur af starfi VIRK
Meðalsparnaður á hvern einstakling sem þiggir þjónustu hjá starfsendurhæfingarsjóðnum VIRK var 12,7 milljónir króna í fyrra. Alls hafa 15.000 manns leitað til sjóðsins frá stofnun hans árið 2008.
Kjarninn 13. maí 2019
Þriðji orkupakkinn úr utanríkismálanefnd
Málið um þriðja orkupakkann hefur verið tekið úr utanríkismálanefnd og mun það vera tekið til umræðu á Alþingi á morgun.
Kjarninn 13. maí 2019
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Yfir 3.000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu borist
Mikil aukning hefur orðið á fjöldi ábendinga um ólöglega heimagistingu í kjölfar átaks ferðamálaráðherra. Tugir mála hafa endað með stjórnvaldssektum og tæp 60 mál hafa ratað á borð lögreglu.
Kjarninn 13. maí 2019
Telur íslenskt samfélag búa við ákveðna lág-kolefna tálsýn
Prófessor við umhverfis- og byggingarverkfræðideild í HÍ segir að íslenskt samfélag „útvisti“ meirihluta losunar gróðurhúsalofttegunda og búi þannig við ákveðna lág-kolefna tálsýn.
Kjarninn 12. maí 2019
Sér ekki að sameining auki sjálfstæði frá stjórnmálum
Sameining Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands gæti leitt til þess að ósamrýmanleg markmið togist á milli fjármálaeftirlits, sem stuðlar að heilbrigðu fjármálakerfi, og peningastefnu, sem á að stuðla að lágri verðbólgu.
Kjarninn 12. maí 2019
FME getur séð hverjir eiga erlendu sjóðina sem eiga í íslenskum banka
Forstjóri FME segir eftirlitið rannsaka hæfi virkra eigenda nægilega djúpt til að fá upplýsingar um hverjir standi á bak við erlenda sjóði. Það geti þó ekki fylgst með því hvort að peningar sem komið hafi verið undan séu notaðir í að kaupa hlut í bönkum.
Kjarninn 11. maí 2019
„Hægt að eyðileggja orðspor fólks með slúðri eða árásum á samfélagsmiðlum“
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að eftirlitið þurfi að vanda sig mjög þegar það metur hvort orðspor fólks sem vill stýra fjármálafyrirtækjum eða sitja í stjórnum þeirra eigi að koma í veg fyrir að viðkomandi sé hæfur til þess.
Kjarninn 11. maí 2019
Styrmir Gunnarsson
Loftslagsmálin muni yfirgnæfa öll önnur mál næstu áratugi
Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins fjallar um loftslagsmál í pistli í Morgunblaðinu en þar segir hann að mannfólkið verði að draga úr neyslu sinni í víðtækum skilningi þess orðs. Það sé stöðugt vaxandi neysla sem sé undirrót vandans.
Kjarninn 11. maí 2019
Sjálfstæði Fjármálaeftirlitsins getur verið ógnað af stjórnmálamönnum
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor, skrifaði ítarlega um starfsemi Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 10. maí 2019
Stoðir með yfir 8 prósent hlut í Símanum
Stoðir hafa látið til sín taka á hlutabréfamarkaði að undanförnu.
Kjarninn 10. maí 2019
Frumvörp um breytingar á stjórnarskrá komin í samráðsgátt
Frumvörp um breytingar á stjórnarskránni eru komin í samráðsgátt.
Kjarninn 10. maí 2019
Helmingur landsmanna andvígur því að þriðji orkupakkinn taki gildi
Innan við þriðjungur ríkisstjórnarflokkanna lýsir yfir stuðningi við innleiðingu þriðja orkupakkans. Þetta kemur fram í nýrri MMR könnun.
Kjarninn 10. maí 2019
Auðnutittlingur
Metfjöldi merktra fugla á Íslandi í fyrra
Mest var merkt af auðnutittlingum hér á landi árið 2018 en merktir voru yfir 21.600 fuglar af 83 tegundum.
Kjarninn 10. maí 2019
Segir hömlur vanta á ávanabindandi lyf
Andrés­ Magnús­son­ geðlækn­ir segir að þrátt fyrir alvarlegar afleiðingar við langtímatöku ávanabindandi lyfja séu litlar skorður settar við ávísanir á þau. Um 1.700 ein­stak­ling­ar fengu meira en þrjá dags­skammta af ávanabindandi lyfjum í fyrra.
Kjarninn 10. maí 2019
Hefja endurgreiðslur vegna leiðréttinga á búsetuhlutfalli örorkulífeyrisþega
Tryggingastofnun hefur verið gert að hefja endurútreikning örorkubóta vegna leiðréttingar búsetuhlutfalls einstaklinga sem búsettir hafa verið erlendis og mun stofnunin inna af hendi vangreiddar bætur til þeirra sem eiga rétt á þeim.
Kjarninn 10. maí 2019
Skjár 1 snýr aftur
Streymisveita verður í boði fyrir fólk frá 14. maí.
Kjarninn 9. maí 2019
Lág­marks­aldur umsækj­anda um ófrjó­sem­is­að­gerð niður í 18 ára
Frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um ófrjósemisaðgerðir hefur verið samþykkt á Alþingi.
Kjarninn 9. maí 2019
Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur.
Formaður LR gagnrýnir heilbrigðisstefnu ríkisstjórnarinnar harðlega
Þórarinn Guðnason, hjartalæknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur, hvetur þingmenn til að hafna þingsályktunartillögu ráðherra um heilbrigðisstefnu ríkisins til 2030. Hann segir hana vera lið í að ríkissvæða heilbrigðisþjónustuna hljótt og hratt.
Kjarninn 9. maí 2019
Carl Baudenbacher
Segir að synjun þriðja orkupakkans gæti stefnt aðild Íslands að EES í tvísýnu
Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, telur að það gæti telft aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu í tvísýnu verði þriðja orkupakkanum hafnað. Baudenbacher kynnir utanríkismálanefnd álitsgerð sína vegna þriðja orkupakkans í dag.
Kjarninn 9. maí 2019
Telja frumvarp hamla upplýsingagjöf til almennings
Fréttastofa Sýnar og Blaðamannafélag Íslands gagnrýna frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um meðferð einkamála. Frumvarpið segja þau ganga gegn þeirri meginreglu að réttarhöld séu opin.
Kjarninn 9. maí 2019
Segir ráðningu seðlabankastjóra hafa verið „eins og möndluleikur í jólaboði“
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði segir að stjórnmál og persónuleg tengsl hafi ráðið því hver sé ráðinn seðlabankastjóri. Stofnunin sé einfaldlega of mikilvæg pólitískt til að hæfasta fólkið sé leitað upp í störfin.
Kjarninn 9. maí 2019
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjara og Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri landsvirkjunar.
Ríkissáttasemjara og fyrrverandi dómsmálaráðherra á meðal umsækjenda
Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, og Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og fyrrverandi dómsmálaráðherra, eru meðal tólf umsækjenda um embætti skrifstofustjóra Alþingis.
Kjarninn 9. maí 2019
King: Hluthafar axli ábyrgð, ekki skattgreiðendur
Fyrrverandi bankastjóri Englandsbanka segir að leggja þurfi áherslu á að halda fjármálakerfum hraustum - að ábyrgðinni af mistökum og fífldirfsku verði ekki varpað á skattgreiðendur aftur.
Kjarninn 8. maí 2019
Arðsemi eiginfjár Arion banka aðeins 2,1 prósent - Hagnaður upp á milljarð
Slæm afkoma dótturfélagsins Valitor litar uppgjör Arion banka fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins.
Kjarninn 8. maí 2019
Rekstur Borgunar hefur neikvæð áhrif á afkomu Íslandsbanka
Íslandsbanki á 63,5 prósent hlut í Borgun. Rekstur þess fyrirtækis gengur illa þessa dagana, og það bitnar á afkomu bankans.
Kjarninn 8. maí 2019
Íslandsbanki hagnaðist um 2,6 milljarða á fyrstu þremur mánuðum ársins
Bankastjóri Íslandsbanka fagnar sterkri stöðu bankans, í tilkynningu.
Kjarninn 8. maí 2019
Búið að banna það sem var ráðandi í bönkum fyrir hrun
Forstjóri FME segir að það sé búið að gera mjög mikilvægar breytingar á lagaumhverfi banka frá því sem var fyrir hrun. Bónusar eru takmarkaðir, eiginfjárkröfur mun hærri, bannað að lána til stjórnenda eða eigenda og ekki hægt að taka veð í eigin bréfum.
Kjarninn 8. maí 2019
„Plast er vandræðavara“
Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, telur mikilvægt að framleiddar séu vörur úr plasti sem ætlaðar eru til að endast. Við kaupum of mikið af einnota plasti en hægt sé að nýta það betur.
Kjarninn 8. maí 2019
Breyttar reglur gætu hækkað leigu á félagslegu húsnæði
Í umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar um tillögur að breytingum á reglum um félagslegt leiguhúsnæði segir að Félagsbústaðir gætu þurft að hækka húsaleigu. Áhrifin séu þó ekki ljós.
Kjarninn 8. maí 2019
Apple Pay komið til landsins
Viðskiptavinir Arion banka og Landsbankans geta nú borgað fyrir vörur og þjónustu í verslunum og á netinu með Apple Pay, greiðslulausn bandaríska tölvufyrirtækisins Apple.
Kjarninn 8. maí 2019
Malasískur auðkýfingur kaupir meirihluta í Icelandair Hotels
Dótt­ur­fé­lag malasíska fjár­fest­inga­fé­lags­ins Berjaya Corporati­on er við það að ganga frá kaup­samn­ingi á 80 prósent hlut í Icelanda­ir Hotels, samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans. Félagið var stofnað af malasíska auðkýfingnum Vincent Tan.
Kjarninn 8. maí 2019
Áfrýja niðurstöðu í deilumáli Dalsins og Frjálsrar fjölmiðlunar til Landsréttar
Deilt var um 15 milljóna króna skuld.
Kjarninn 7. maí 2019
Tatjana Latinovic, nýkjörinn formaður Kvenréttindafélags Íslands
Fyrsti formaður Kvenréttindafélagsins af erlendum uppruna
Tatjana Latinovic var kjörin nýr formaður Kvenréttindafélags Íslands í gær. Tatjana hefur verið baráttukona fyrir kvenréttindum og réttindum innflytjenda síðan hún flutti til landsins árið 1994.
Kjarninn 7. maí 2019
Leiklistargagnrýni á Kjarnanum
Jakob S. Jónsson hefur tekið að sér að sinna leiklistargagnrýni á Kjarnanum.
Kjarninn 7. maí 2019
Hagsmunasamtök í atvinnulífinu styðja þriðja orkupakkann
Þingsályktunartillaga um þriðja orkupakkann er nú til meðferðar á Alþingi og hefur utanríkismálanefnd sent út umsagnarbeiðnir um tillöguna. Hagsmunasamtökin SVS, FA, VÍ, SA og SI segjast öll styðja samþykkt tillögunnar á Alþingi í umsögnum sínum.
Kjarninn 7. maí 2019
Sigríður formaður hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra
Fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands verður formaður þriggja manna hæfisnefndar sem fer yfir umsóknir um stöðu seðlabankastjóra.
Kjarninn 7. maí 2019
Fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar minnkar en Vinstri græn og Viðreisn bæta við sig
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn tapa fylgi milli mánaða. Píratar, Samfylking, Miðflokkur og Flokkur fólksins standa nánast í stað en Vinstri græn og Viðreisn bæta við sig fylgi.
Kjarninn 7. maí 2019
Transavia hefur sölu á flugsætum til Akureyrar
Hol­lenska flug­fé­lagið Transa­via hef­ur hafið beina sölu á flug­sæt­um til Ak­ur­eyr­ar frá hol­lensku borg­inni Rotter­dam. Um er að ræða ferðir sem farn­ar verða í sum­ar og næsta vet­ur.
Kjarninn 7. maí 2019
Norskt vindorkufyrirtæki vill reisa vindmyllugarð á Íslandi
Norska vindorkufyrirtækið Zephyr hefur stofnað dótturfyrirtæki á Íslandi, Zephyr Iceland. Markmið fyrirtækisins er að reisa vindmyllur og vindmyllugarða hér á landi.
Kjarninn 7. maí 2019
Tæpur helmingur andvígur þriðja orkupakkanum
Nærri helmingur þeirra sem tóku afstöðu er andvígur því að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann en 30 prósent fylgjandi samþykkt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Stuðningur við málið eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér það betur.
Kjarninn 7. maí 2019
Guðlaugur Þór ræddi innflutningsbann Rússa við Lavrov
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fundaði með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Kjarninn 6. maí 2019
ALC krefst þess að fá þotuna til umráða
Deilan um kyrrsetningu vélar ALC, sem var hluti af flugflota WOW air, stendur enn.
Kjarninn 6. maí 2019
Býflugnastofninn er í útrýmingarhættu
Ein milljón dýra- og plöntutegunda í útrýmingarhættu
Vegna ágangs manna á náttúruna á síðustu áratugum á sér nú stað fordæmalaus hnignun náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika á jörðinni, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Allt að fjórðungur plöntu- og dýrategunda eru nú í útrýmingarhættu.
Kjarninn 6. maí 2019
Ættum að nota hvern einnota poka nokkrum sinnum
Kosturinn við plastpokabannið er að það getur vakið fólk til meðvitundar um umhverfismál en aðalatriðið er að minnka neyslu og draga úr lönguninni til að fylla alla poka af dóti sem vel hægt er að lifa af án.
Kjarninn 6. maí 2019
Krefst þess að fá vélina afhenta í dag
ALC hefur greitt 87 milljón króna skuld við Isavia vegna kyrrsettrar vélar sem WOW air hafði á leigu og krefst þess að fá hana afhenta í dag.
Kjarninn 6. maí 2019
Krefjast rannsóknar á meintum ólöglegum veiðum Hvals hf. frá árinu 2017
Lögmaður Jarðarvina hefur krafist þess að Lögreglustjóri Vesturlands rannsaki meintar ólöglegar veiðar Hvals hf. frá árinu 2017. Samkvæmt Jarðarvinum féll veiðileyfi Hvals hf. niður eftir að félagið stundaði engar langreyðiveiðar á árunum 2016 og 2017.
Kjarninn 6. maí 2019
Boeing vissi af galla í 737 Max vélunum en sagði flugfélögum og yfirvöldum ekkert
Boeing sendi í dag frá sér í ítarlega tilkynningu þar sem segir að verkfræðingar félagsins hafi komið auga á galla í 737 Max vélunum mánuðum áður en tvær vélar hröpuðu.
Kjarninn 5. maí 2019
Það þarf að mæta fjórðu iðnbyltingunni með auknum jöfnuði
Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson segir að ef fólk muni upplifa að það hafi ekki ábata af tækniframþróun og sjálfvirkni, telji sig skilið eftir, þá muni ekki ríkja sátt um fjórðu iðnbyltinguna.
Kjarninn 5. maí 2019
RÚV vill hlut í hagnaði kvikmyndaframleiðenda
Kvikmyndaframleiðendur telja RÚV reyna að ná til sín endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar með breyttum samningsskilmálum. RÚV vill nota hagnað sjálfstæðra framleiðenda af sjónvarpsefni til að fjárfesta í innlendri dagskrárgerð.
Kjarninn 5. maí 2019
Gervigreind kemur ekki í staðinn fyrir mannlega dómgreind
Formaður starfshóps forsætisráðherra um fjórðu iðnbyltinguna segir að sjálfvirknivæðingin muni eiga sér stað hratt þegar hún fer að fullu af stað. Gervigreind muni aðallega nýtast sem lausn á ferlum, og komi ekki í staðinn fyrir mennsku.
Kjarninn 4. maí 2019