Vefur opnaður þar sem hægt er að fletta upp tekjum allra fullorðinna Íslendinga
Upplýsingavefur unnin upp úr skattskrá landsmanna er kominn í loftið. Þar er hægt að sjá hvað allir fullorðnir Íslendingar voru með í launa- og fjármagnstekjur á árinu 2016.
Kjarninn 12. október 2018
Tækni að gjörbylta mannauði stærstu fyrirtækja heimsins
Fjallað er um hraða innleiðingu tækni og breytingar á mannauði fyrirtækja, í nýjustu útgáfu Vísbendingar.
Kjarninn 11. október 2018
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri.
Ríkið dæmt til að greiða Aldísi bætur
Íslenska ríkið, með framgöngu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, braut á Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanni fíkniefnadeildar.
Kjarninn 11. október 2018
Þórunn Egilsdóttir, þingmaður og þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Beiðni Þórunnar Egilsdóttur um úttekt eftir hrun samþykkt á Alþingi
Skýrslubeiðni Framsóknarflokksins um úttekt eftir hrun var samþykkt á Alþingi í dag. Skýrslan gengur út á að kanna stöðu ólíkra hópa fólks með tilliti til eigna-, tekju- og atvinnustöðu tíu árum eftir hrun.
Kjarninn 11. október 2018
Leifsstöð
Íslendingar fara meira til útlanda en áður
Brottfarir Íslendinga voru tæp níu prósent fleiri á þessu ári en því síðasta. Heldur dregur úr fjölgun ferðamanna, samkvæmt talningu Ferðamálastofu.
Kjarninn 11. október 2018
Seðlabanki Íslands.
Til stendur að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið
Vinna er nú hafin við að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið.
Kjarninn 11. október 2018
Þurfum að virkja nýsköpun til að gera velferðarkerfin skilvirkari og ódýrari
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir að Íslendingar þurfi að finna leiðir til þess að viðhalda velferðarkerfum okkar með nýsköpun svo að öll aukin verðmætasköpun samfélagsins fari ekki í að greiða fyrir þau.
Kjarninn 11. október 2018
Leggja til að öll birting á álagningu skatta og gjalda verði rafræn
Talið er að með rafrænni tilkynningu um álagningu skatta og gjalda munu ríkisútgjöld lækka um 120 milljónir króna á ári.
Kjarninn 11. október 2018
Miðbæjarálagið að festa sig í sessi
Meðalfermetraverð seldra íbúða er nú frá 488 til 538 þúsund í póstnúmerunum 101, 105 og 107 Reykjavík, eða um og yfir hálfa milljón á fermetra.
Kjarninn 11. október 2018
Krónan heldur áfram að veikjast - Verðhrun á mörkuðum
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu gagnvart helstu viðskiptamyntum. Meiri verðbólguþrýstingu virðist í kortunum. Blikur þykja nú á lofti á erlendum mörkuðum, einkum í Bandaríkjunum.
Kjarninn 10. október 2018
Krefjast 425 þúsund króna lágmarkslauna og víðtækra kerfisbreytinga
Starfsgreinasambandið hefur samþykkt kröfugerð fyrir komandi kjaraviðræður, bæði gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum.
Kjarninn 10. október 2018
Munni, 16 ára stúlku sem býr í fátækrahverfi í Patna, Indlandi ásamt foreldrum sínum, fimm bræðrum og tveimur systrum.
Stúlka undir 18 ára aldri gift á þriggja sekúndu fresti
Alþjóðadagur stúlkubarna er á morgun, 11. október, og ætla samtökin Barnaheill - Save the Children á Íslandi að helga daginn baráttunni gegn barnahjónaböndum.
Kjarninn 10. október 2018
Gunnar Smári Egilsson
Telja nægt tilefni til meiðyrðamáls á hendur Gunnari Smára
Lögmaður Kristjönu Valgeirsdóttur hefur sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að ummæli Gunnars Smára Egilssonar séu alvarleg aðför að mannorði hennar.
Kjarninn 10. október 2018
Íslendingar hrifnari af verðtryggðum lánum
Á síðustu fimm árum hafa að jafnaði 71 prósent nýrra íbúðalána verið verðtryggð. Lánaðir voru 421 milljarðar til heimilanna til íbúðakaupa árið 2017.
Kjarninn 10. október 2018
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin hagnast um 27 milljónir
Hagnaður af rekstri Samfylkingarinnar nam 26,7 milljónum króna í árslok 2017 og var eigið fé jákvætt um 76,6 milljónir króna.
Kjarninn 10. október 2018
Landssamband veiðifélaga: Sé nægum þrýstingi beitt víkur umhverfisvernd
Landssamband veiðifélaga lýsir furðu sinni á því að hafa á engu stigi fengið að leggja fram umsögn um frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingu á fiskeldislögum sem samþykkt var á Alþingi í gærkvöldi.
Kjarninn 10. október 2018
Björt Ólafsdóttir.
Dugleysi stjórnmálamanna að tala um náttúruvernd einungis á tyllidögum
Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, segir það örgustu hræsni að vinna við það að setja öðrum lög en fara bara eftir þeim eftir eigin hentugleika líkt og nú eigi að gera.
Kjarninn 10. október 2018
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Dagur: Framkvæmdirnar í Nauthólsvík alvarlegt mál
Borgarstjóri Reykjavíkur segir fregnir af einstaka reikningum og verkþáttum undanfarna daga í Bragga-málinu kalla á skýringar og undirstrika mikilvægi þess að málið sé komið í hendur innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar.
Kjarninn 10. október 2018
Skúli Mogenssen forstjóri WOW air og eini hluthafi þess
Fall WOW air gæti þýtt 3 prósenta samdrátt
Mögulegt fall WOW air gæti leitt til þrettán prósenta falls krónunnar og tveggja til þriggja prósenta samdráttar í landsframleiðslu. Þetta leiðir sviðsmyndagreining stjórnvalda í ljós.
Kjarninn 10. október 2018
Gildi: Vegna tengsla þarf ákvörðunin að vera hafin yfir vafa
Gildi lífeyrissjóður er meðal stærstu eigenda HB Granda.
Kjarninn 9. október 2018
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Sagði SS-sveit sérfræðinga að sunnan koma í veg fyrir framfarir á Vestfjörðum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks sagði að SS-sveitir sérfræðinga að sunnan kæmu í veg fyrir að atvinnulíf, samgöngur og virkjanir fái að rísa á Vestfjörðum. Hann sagðist ekki hafa verið að notast við líkindi við sérsveit nasista.
Kjarninn 9. október 2018
Landvernd skorar á ráðherra að virða niðurstöðu Úrskurðarnefndarinnar
Stjórn Landverndar skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra að virða niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og láta af áætlunum um lagasetningar sem snúa að úrskurði hennar.
Kjarninn 9. október 2018
Bætt velferðarkerfi, minni fátækt og meiri jöfnuður mikilvægustu málefni þjóðarinnar
Mikilvægustu málefni þjóðarinnar þessa dagana eru bætt velferðarkerfi og minni fátækt en landsmönnum þykir bætt móttaka flóttamanna ekki mikilvæg samkvæmt nýrri könnun.
Kjarninn 9. október 2018
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Ekki verið að taka fram fyrir hendurnar á Úrskurðarnefndinni
Umhverfis- og auðlindaráðherra telur að með frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar sé ekki verið að taka fram fyrir hendurnar á Úrskurðarnefnd umhverfi- og auðlindamála heldur sé verið að búa til rými til að vinna úr þeim annmörkum sem hún benti á.
Kjarninn 9. október 2018
Hætt við sölu á Ögurvík
Útgerðarfélag Reykjavíkur, áður Brim, hefur ákveðið að hætta við söluna á félaginu Ögurvík til HB Granda fyrir 12,3 milljarða.
Kjarninn 9. október 2018
Eitt mál tengt fjárfestingaleið Seðlabankans til rannsóknar
Skattrannsóknarstjóri er enn að vinna úr gögnum sem embættið fékk afhent um þá sem nýttu sér fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands. Rannsókn er þó hafin á einu máli.
Kjarninn 9. október 2018
Lífeyrissjóðurinn Gildi vill að kaup HB Granda á Ögurvík verði könnuð
Hluthafafundur hefur verið boðaður hjá HB Granda 16. október til að ræða kaup félagsins á Ögurvík af Brimi, félagsins sem forstjóri HB Granda, Guðmundur Kristjánsson, á að stærstum hluta.
Kjarninn 9. október 2018
Laxeldisfyrirtækin fá 10 mánaða frest
Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um fiskeldi verður lagt fram í dag. Frumvarpið gerir ráðherra kleift að veita fyrirtækjum bráðabirgðaleyfi.
Kjarninn 9. október 2018
Bráðabirgðaleyfi fyrir fiskeldi verði möguleiki
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra leggur fram frumvarp sem á að höggva á hnúta fyrir fiskeldi í sjó.
Kjarninn 8. október 2018
Seðlabankastjóri, fjármála- og efnahagsráðherra og forstjóri Fjármálaeftirlitsins sitja í fjármálastöðugleikaráði.
Áföll í flugrekstri ógna ekki fjármálastöðugleika
Fjármálastöðugleikaráð fjallaði um þann mótvind sem íslenskir flugrekendur hafa verið í á síðasta fundi sínum. Ráðið telur að möguleg áföll þeirra muni ekki ógna fjármálastöðugleika.
Kjarninn 8. október 2018
Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari var formaður rannsóknarnefndar sem gat ekki svarað því hver hefði átt Dekhill Advisors. Björgólfur Thor Björgólfsson telur sig nú vera með upplýsingar um það.
Björgólfur Thor segir að því hafi verið hvíslað að sér hverjir eigi Dekhill Advisors
Björgólfur Thor Björgólfsson segir að ýmsir sem þekki vel til hafi hvíslað því að honum að stærsti hluthafi Kauþþings og æðstu stjórnendur bankans hafi verið að baki Dekhill Advisors, sem hagnaðist um 4,7 milljarða króna við einkavæðingu Búnaðarbankans.
Kjarninn 8. október 2018
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kynnti frumvarp um bráðabirgðaleyfi fyrir fiskeldi
Mikil ólga hefur verið í kringum málið síðan starfs- og rekstraleyfi Fjarðarlax og Arnarlax fyrir fiskeldi í Patreksfirði og Tálknafirði var ógilt.
Kjarninn 8. október 2018
Innflytjendur ríflega 40 prósent þeirra sem starfa við rekstur veitinga- og gistihúsa
Starsfólki í ferðaþjónusu hefur fjölgað um 98,5 prósent á Íslandi á síðustu 10 árum. Stór hluti þeirra eru innflytjendur.
Kjarninn 8. október 2018
Kínverski seðlabankinn bregst við tollastríði með fjárinnspýtingu
Stjórnvöld í Kína eru þegar byrjuð að undirbúa sig undir breytta mynd alþjóðaviðskipta vegna tollastríðs Kína og Bandaríkjanna.
Kjarninn 8. október 2018
Mynd af hofi Zúista af vefsíðu trúfélagsins.
Zúistum synjað um lóð í Reykjavík
Trúfélagið Zuism lagði fram lóðarumsókn til Reykjavíkurborgar í maí síðastliðnum en samkvæmt borginni var ekki hægt að verða við þeirri umsókn.
Kjarninn 8. október 2018
WOW air skylt að útvega annað flugfar til sömu borgar
Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir WOW air ekki uppfylla reglur um réttindi flugfarþeganna með því að bjóða ekki farþegum flug með öðru flugfélagi.
Kjarninn 8. október 2018
Alvarleg áhrif á íbúa sveitarfélaganna bregðist stjórnvöld ekki við
Forvarsmenn Vesturbyggðar og Tálknarfjarðar funduðu með forystumönnum stjórnarflokkana um helgina vegna neyðarástands. Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis á Vestförðurm.
Kjarninn 8. október 2018
„Við erum ennþá að fremja efnahagsbrot”
Ólafur Þór Hauksson segir að þegar hann og samstarfsfólk hans sækir fundi erlendis þá sjái þau að þau séu „nokkuð góð í því sem við erum að gera“.
Kjarninn 7. október 2018
Fundurinn sem Michael Ripley og kollegar hans héldu með íslenskum ráðamönnum fór fram daginn áður en að Geir H. Haarde tilkynnti um setningu neyðarlaga á Íslandi.
Ekki hægt að bjarga neinum banka
Sérfræðingur J.P. Morgan, sem flogið var til Íslands í einkaþotu 5. október 2008 til að sannfæra íslenska ráðamenn um að íslenska bankakerfið væri fallið, segir við Morgunblaðið að bankarnir hafi verið allt of stórir til að hægt væri að bjarga þeim.
Kjarninn 6. október 2018
Forseti alþjóðalögreglunnar Interpol horfinn
Hann sást síðast í Frakklandi, og var þá á leið til Kína.
Kjarninn 6. október 2018
Atvinnuleysi ekki verið minna í Bandaríkjunum í tæp 50 ár
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist nú 3,7 prósent.
Kjarninn 5. október 2018
Geir H. Haarde
Geir H. Haarde hættir sem sendiherra í Bandaríkjunum
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra í Bandaríkjunum, lætur af störfum í utanríkisþjónustunni 1. júlí næstkomandi og tekur sæti aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans.
Kjarninn 5. október 2018
Ekki vanhæfur í máli Ólafs Ólafssonar
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og meðdómarar hans í Landsrétti höfnuðu því með úrskurði sínum í gær að Vilhjálmur væri vanhæfur til að dæma í áfrýjuðu máli um endurupptöku Ólafs Ólafssonar.
Kjarninn 5. október 2018
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar.
Lögbanni á Stundina hafnað
Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna staðfestingu lögbanns Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning upp úr gögnum úr Glitni banka.
Kjarninn 5. október 2018
Björgólfur Thor Björgólfsson
Telur blekkingum hafa verið beitt gegn þjóðinni
Björgólfur Thor kallar eftir skýringum á hvert gjaldeyrisforði þjóðarinnar hafi í raun farið í hruninu.
Kjarninn 5. október 2018
Segir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis standast tímans tönn
Ólafur Þór Hauksson segir niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis enn vera fullgildar í dag. Innlendir þættir hefðu leikið lykilhlutverk í því að bankahrunið hafi orðið, sérstaklega hegðun bankanna sjálfra. Umfang markaðsmisnotkunar kom honum á óvart.
Kjarninn 5. október 2018
Bjarni ekki farinn að hugsa um að hætta og telur Sjálfstæðisflokk geta náð fyrri styrk
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir í viðtali við Þjóðmál að honum finnist merkilega mikil neikvæði vera í umræðu um starf stjórnvalda og að hann hafi ekki verið tilbúinn til að verða ráðherra þegar hann sóttist eftir því árið 2007.
Kjarninn 5. október 2018
Helgi Seljan
Helgi Seljan fer í tímabundið leyfi
Helgi Seljan er kominn í tímabundið frí frá fréttum. Fyrr á árinu ákvað hann að umfjöllunin sem birtist í fyrsta Kveiksþætti vetrarins yrði hans síðasta verkefni fyrir þáttinn að sinni.
Kjarninn 5. október 2018
Framsal meints höfuðpaurs í Euro Market málinu staðfest í Héraðsdómi
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um framsal meints höfuðpaurs í Euro market málinu til Póllands. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar
Kjarninn 5. október 2018
Alls 57 prósent á móti aðild að ESB – Fleiri fylgjandi upptöku evru en á móti
Fleiri segjast nú vera fylgjandi inngöngu í Evrópusambandið og því að taka upp viðræður að nýju en fyrir ári síðan. Enn er þó meirihluti landsmanna á móti inngöngu. Fleiri vilja hins vegar taka upp evru en andvígir.
Kjarninn 4. október 2018