Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Norður-Kórea: Flugskeytin yfir Japan aðeins þau fyrstu
Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast ætla að halda áfram að skjóta flugskeytum yfir japanskt yfirráðasvæði og Kyrrahaf.
Kjarninn 30. ágúst 2017
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi missir tökin á Pressusamstæðunni
Róbert Wessmann og viðskiptafélagar hans hafa eignast tæplega 90 prósent hlut í þriðja stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtæki landsins.
Kjarninn 30. ágúst 2017
Björt ÓIafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Björt: Fólk er svipt frelsi sínu í Reykjanesbæ
Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að ástandið í Reykjanesbæ vegna mengandi stóriðju í Helguvík sé grafalvarlegt.
Kjarninn 30. ágúst 2017
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Ný könnun sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn er með mestan fylgisbyr í seglum í Reykjavík, um þessar mundir.
Kjarninn 30. ágúst 2017
Sigurður Ingi: „Þetta hangir allt saman“
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur undir með varaformanni flokksins og vill setja skýrari reglur um eignarhald útlendinga á landi.
Kjarninn 29. ágúst 2017
Melania og Donald Trump.
Trump: Allir möguleikar opnir gagnvart Norður-Kóreu
Bandaríkjaforseti segist íhuga öll úrræði sem honum standa til boða vegna ógnarinnar frá Norður-Kóreu.
Kjarninn 29. ágúst 2017
Skeljungur var skráður á markað í desember í fyrra.
Skeljungur hækkaði mikið en er samt langt frá útboðsgengi
Bréf í Skeljungi hækkuðu um þrettán prósent í dag. Þau eru samt sem áður langt frá því gengi sem var á bréfunum þegar félagið var skráð á markað í desember 2016. Markaðsvirði Skeljungs hækkaði um 1,5 milljarð í dag.
Kjarninn 29. ágúst 2017
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: Kerfið í dag afsprengi uppgjafar og aumingjaskapar forystunnar
Formaður VR segir að forystu ASÍ verði aldrei fyrirgefið aðgerðarleysi sitt við hagsmunagæslu almennings.
Kjarninn 29. ágúst 2017
Helene Fritzon (vinstri) er sænski ráðherra innflytjendamála. Sylvi Listhaug (hægri) er norski ráðherra sama málaflokks.
Svíar ósáttir með norskan ráðherra innflytjendamála
Norski innflytjendaráðherrann er í heimsókn í Svíþjóð til að kanna hvað hafi farið úrskeiðis í innflytjendamálum. Sænski ráðherrann segir kollega sinn bulla og vill ekki taka þátt í kosningabaráttunni í Noregi.
Kjarninn 29. ágúst 2017
Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson á blaðamannafundi þar sem ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var kynnt.
Fjármálaráðherra segir krónuna leggja fjárhag heimila og fyrirtækja í rúst
„Krónuvinir eru hávaxtavinir“ segir fjármálaráðherra sem ítrekar afstöðu sína til krónunnar í andstöðu við stefnu forsætisráðherra.
Kjarninn 29. ágúst 2017
Útveggir í Orkuveituhúsi kostuðu hundruð milljóna
Kostnaður vegna slæms ásigkomulags á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur nemur milljörðum.
Kjarninn 29. ágúst 2017
Norður-Kórea sendi flugskeyti yfir Japan
Viðvörunarkerfi á svæðinu þar sem flugskeyti flugu yfir fór í gang. Íbúar brugðust við vegna þessa.
Kjarninn 29. ágúst 2017
David Davis og Michel Barnier mættust í dag til þess að halda Brexit-viðræðunum áfram.
Vilja að ESB verði „sveigjanlegri“ í viðræðunum
Bresk stjórnvöld vilja að ESB verði linari í afstöðu sinni til Brexit.
Kjarninn 28. ágúst 2017
Björgólfur Guðmundsson var stjórnarformaður og einn aðaleiganda Landsbanka Íslands fyrir bankahrunið.
Björgólfur sýknaður í fjársvikamáli
Fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, Björgólfur Guðmundsson, var á meðal níu manns sem voru ákærðir í fjársvikamáli sem rekið var fyrir frönskum dómstólum. Allir ákærðu voru í dag sýknaðir.
Kjarninn 28. ágúst 2017
Ægir Már Þórsson, forstjóri Advania
Advania hagnaðist um 173 milljónir á fyrri hluta 2017
Hagnaður Advania hefur þrefaldast á milli ára. Mikil tekjuaukning hefur átt sér stað þrátt fyrir að hluti tekna sé í erlendri mynt og gengisþróun hafi verið óhagstæð.
Kjarninn 28. ágúst 2017
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Forsetinn talar fyrir sjálfan sig segir Tillerson
Utanríkisráðherra Trumps segir forsetann tala fyrir sjálfan sig um rasískar undiröldur í bandarísku samfélagi.
Kjarninn 28. ágúst 2017
Neðri-Dalur er næsta jörð við Geysissvæðið í Haukadal, einn fjölfarnasta ferðamannastað landsins.
Kínverjar vilja kaupa íslenska jörð sem kostar yfir milljarð
Kínverskir fjárfestar vilja kaupa 1.200 hektara jörð við hlið Geysissvæðisins sem metin er á 1,2 milljarða króna. Þeir vilja byggja upp ferðamannatengdan iðnað á jörðinni.
Kjarninn 28. ágúst 2017
Karólína Helga Símonardóttir, verðandi þingmaður Bjartrar framtíðar.
Verðandi þingmaður segir Alþingi karllægt vinnuumhverfi
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir ákvörðun hennar um að hætta um áramót endurspegli eðlilegan uppsagnarfrest. Eftirmaður hennar gagnrýnir langa vinnudaga á Alþingi.
Kjarninn 28. ágúst 2017
Að meta óáþreifanleg gæði
Hvernig mælum við lífsgæði, og hvers virði er það að losna við langvarandi verki?
Kjarninn 26. ágúst 2017
Theodóra segir af sér þingmennsku um áramót
Stjórnarþingmaðurinn Theodóra S. Þorsteinsdóttir ætlar að hætta á þingi ári eftir að hún var kjörin. Hún segir þingstörfin vera eins og málstofu sem leiði sjaldnast til niðurstöðu.
Kjarninn 26. ágúst 2017
Trump náðaði „harðasta“ lögreglustjórann
Donald J. Trump forseti Bandarikjanna náðaði í gær vinn sinn og félaga, Joe Arpaio.
Kjarninn 26. ágúst 2017
Hvað eru eiginlega að koma margir ferðamenn til landsins?
Margt bendir til þess að tölur yfir fjölda ferðamanna sem heimsækja landið hafi verið ofmetnar.
Kjarninn 25. ágúst 2017
Spotify nýtur sífellt meiri vinsælda um allan heim.
Spotify samdi við Warner Music og verður nú skráð á markað
Tónlistarstreymisfyrirtækið hefur endursamið við þrjú stærstu útgáfufyrirtæki í heimi.
Kjarninn 25. ágúst 2017
Kostar milljarða að gera við rakaskemmdir í Orkuveituhúsinu
Vesturhús Orkuveituhússins er mjög illa farið af rakaskemmdum. Þegar áfallinn kostnaður er um hálfur milljarður króna og viðgerðir kosta á bilinu 1,5-3 milljarða króna.
Kjarninn 25. ágúst 2017
Mark Zuckerberg er stofnandi og aðaleigandi Facebook.
Unglingum fækkar á Facebook
Bandarískum unglingum mun fækka á Facebook á þessu ári.
Kjarninn 25. ágúst 2017
Pressan fékk seljendalán þegar hún keypti DV árið 2014. Það lán hefur ekki verið greitt.
Á 91 milljóna króna kröfu á Pressuna og hefur stefnt henni fyrir dóm
Félag sem á tugmilljóna króna kröfu á fjölmiðlafyrirtækið Pressuna hefur stefnt því fyrir dómstóla. Krafan á rætur sínar að rekja til seljendaláns sem veitt var til að kaupa DV árið 2014. Málið verður tekið fyrir í september.
Kjarninn 25. ágúst 2017
Amazon boðar lægra verð í Whole Foods og öflugri netverslun
Ævintýralegur vöxtur Amazon heldur áfram. Áskrifendur Amazon Prime munu nú geta verslað á afsláttarkjörum í Whole Foods.
Kjarninn 25. ágúst 2017
Hætta ekki fyrr en stóriðja í Helguvík stöðvast
Mikill áhugi var á fundi í Reykjanesbæ um stóriðju í Helguvík.
Kjarninn 25. ágúst 2017
Ævintýralegt mark Gylfa Sigurðssonar í fyrsta leiknum í byrjunarliði
Gylfi Sigurðsson skoraði ævintýralegt mark fyrir Everton gegn Hadjuk Split í kvöld, eftir 12 sekúndur í síðari hálfleik. Hann jafnaði leikinn 1-1 og er Everton yfir 3-1 samanlagt, þegar lítið er eftir af leiknum.
Kjarninn 24. ágúst 2017
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja: Lítill vilji til að „breyta, bæta og hagræða“
Varaformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir skipan starfshóps sem endurskoða á umhverfi eftirlits með fjármálastarfsemi hér á landi.
Kjarninn 24. ágúst 2017
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð: Kallar eftir þori til að ræða flóttamannamál
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að þeir sem móti stefnu verði að þora að ræða stærstu úrlausnarefni samtímans, eins og aukin flóttamannastraum. Annars muni þeir eftirláta öfgamönnum umræðuna og lausnirnar á málinu.
Kjarninn 24. ágúst 2017
Segir veiðigjöld aldrei verða „meiriháttar tekjustofn fyrir ríkissjóð“
Ráðgjafi nefndar um sanngjarnari gjaldtöku ríkisins vegna nýtingar á fiskveiðiauðlindinni segir að menn hafi séð ofsjónum yfir hagnaði í sjávarútvegi. Hann verði hissa þegar þeir agnúast út í arðgreiðslur í geiranum.
Kjarninn 24. ágúst 2017
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafnaði því að tryggja að hámarksbætur myndu haldast í hendur við lágmarkslaun.
25 milljarðar í atvinnuleysissjóðum
ASÍ segir tíma til kominn að hækka atvinnuleysisbætur í takt við lágmarkslaun. Eiginfjárstaða Atvinnuleysistryggingasjóðs er sterk.
Kjarninn 24. ágúst 2017
Sveinbjörg Birna hætt í Framsókn
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er hætt í Framsóknarflokknum. Hún segir Framsóknarmenn skorta sannfæringu í afstöðu sinni til hælisleitenda.
Kjarninn 24. ágúst 2017
Karen Kjartansdóttir stjórnar Morgunútvarpinu ásamt Sigmari Guðmundssyni.
Karen Kjartansdóttir í Morgunútvarpið
RÚV hrókerar í fréttadagskrárgerð sinni.
Kjarninn 24. ágúst 2017
Áformað að stöðva rekstur United Silicon 10. september
Verksmiðjan verður ekki ræst aftur fyrr en að úrbætur hafa verið gerðar. Arion banki afskrifaði hlutafé upp á einn milljarð í United Silicon í nýbirtum árshlutareikningi. Fyrirtækið skuldar Arion banka enn átta milljarða.
Kjarninn 24. ágúst 2017
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Lagt til að eldisfyrirtæki greiði auðlindagjald
Ráðherra fagnar tillögum starfshóps um stefnumótun í fiskeldi.
Kjarninn 23. ágúst 2017
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
BHM átelur stjórnvöld fyrir seinagang
Kjarasamningar aðildarfélaga BHM renna brátt út.
Kjarninn 23. ágúst 2017
Það þótti skrýtið þegar Donald Trump elti Hillary Clinton um sviðið í öðrum kappræðum þeirra í fyrra. Clinton lýsir tilfinningum sínum í nýrri bók.
Clinton fylltist viðbjóði þegar Trump elti hana í kappræðunum
„Back off, you creep“ eru orðin sem Clinton hefði viljað segja við Donald Trump í kappræðunum.
Kjarninn 23. ágúst 2017
Um 1.200 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimili
Um 200 starfsmenn vantar í hlutastörf á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar.Rúmur þriðjungur þeirra barna sem sótt hafa um vistun hafa ekki fengið hana. Heildartala barna á höfuðborgarsvæðinu öllu er líklega mun hærri.
Kjarninn 23. ágúst 2017
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.
Stuðningur við ríkisstjórnina 27,2 prósent – Sjálfstæðisflokkur lækkar mikið
Fylgi við Sjálfstæðisflokk fellur skarpt samkvæmt nýrri könnun. Ríkisstjórnin nær nýjum lægðum í stuðningi og Flokkur fólksins mælist stærri en bæði Viðreisn og Björt framtíð.
Kjarninn 23. ágúst 2017
Stærð fiska verður minni vegna loftslagsbreytinga
Minna súrefni í höfum hefur áhrif á stærð margra af helstu nytjafiskitegunda á jörðinni. Stærri fiskar verða frekar fyrir áhrifum sem truflar fæðukeðjuna.
Kjarninn 23. ágúst 2017
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Stýrivextir áfram 4,5 prósent
Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Verðbólga hefur verið undir markmiði bankans frá því í febrúar 2014.
Kjarninn 23. ágúst 2017
Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í bandaríska þinginu.
McConell og Trump í háværu rifrildi
Leiðtogi Repúblikana er sagður efasta um að Trump geti haldið mikið lengur áfram sem forseti Bandaríkjanna.
Kjarninn 23. ágúst 2017
Fjórðungur segist svikinn vegna Brexit
Bretar myndu velja að vera áfram í ESB ef önnur atkvæðagreiðsla færi fram nú, ef marka má nýja skoðanakönnun.
Kjarninn 22. ágúst 2017
Angela Merkel, kanslari Þýskalands
Andstæðingar „elítunnar í Evrópu“ í vandræðum
Stuðningur við efasemdaraddirum Evrópusambandið í Evrópu virðist vera á niðurleið, samkvæmt fréttaskýringu Wall Street Journal.
Kjarninn 22. ágúst 2017
Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins.
Segja formann Varðar hafa brotið trúnað
Þrír félagar í stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, hafa efasemdir um leiðtogaprófkjör. Þeir segja að formaður Varðar hafi brotið trúnað og fari ekki með rétt mál.
Kjarninn 22. ágúst 2017
Formenn sjálfstæðisfélaga styðja blandaða prófkjörsleið
Dvínandi þátttaka í prófkjörum er ein ástæða þess að stuðningur er við breytingar.
Kjarninn 22. ágúst 2017
Laun hjá þeim sem heyra undir kjararáð hafa rokið upp
Miklar hækkanir hafa verið hjá einstökum hópum opinberra starfsmanna á undanförnum þremur árum.
Kjarninn 22. ágúst 2017
Logi Már Einarsson tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn síðasta vetur. Hann tók við formennsku af Oddnýju Harðardóttur eftir kosningarnar.
Logi vill vera formaður áfram
Formaður og varaformaður Samfylkingarinnar gefa áfram kost á sér til forystu á landsfundi flokksins í haust.
Kjarninn 21. ágúst 2017