Frá síðustu keppni Gulleggsins í vor.
Gulleggið verður haldið í haust í ár
Gulleggið verður haldin í haust í ár, en keppnin hefur vanalega verið haldin á vorin. Opnað hefur fyrir umsóknir til 21. september næstkomandi.
Kjarninn 11. ágúst 2017
Björgólfur og Bogi kaupa í Icelandair
Tveir lykilstjórnendur hjá Icelandair Group hafa keypt hlutabréf í félaginu í dag. Gengi bréfa í félaginu hefur lækkað um helming frá því í apríl í fyrra.
Kjarninn 11. ágúst 2017
Danir virðast meira ligeglad þegar kemur að húsnæðismarkaðnum.
Íslendingar svartsýnni en Danir þrátt fyrir lægri kostnaðarbyrði
Mikill munur er á viðhorfi gagnvart leigumarkaðnum á Íslandi og Danmörku, en greiningardeild Arion banka spyr sig hvers vegna Danir séu meira „ligeglad“ en Íslendingar í íbúðakaupum þrátt fyrir þrengri stöðu á húsnæðismarkaði.
Kjarninn 11. ágúst 2017
Inga Sæland segist ekki etja saman hælisleitendum og öryrkjum
Formaður Flokks fólksins segir aðra reyna að ata auri á flokkinn og snúa út úr málflutningi sínum. Fyrir liggi að Íslendingar búi í fjölmenningarsamfélagi.
Kjarninn 11. ágúst 2017
Borgar Þór íhugar framboð í leiðtogasæti í borginni
Að minnsta kosti tveir aðstoðarmenn ráðherra eru að íhuga að sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokks í komandi borgarstjórnarkosningum. Eyþór Arnalds einnig nefndur.
Kjarninn 11. ágúst 2017
Mennta- og menningarmálaráðherra ræður sér nýjan aðstoðarmann
Karl Frímannsson hefur tímabundið verið ráðinn aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar.
Kjarninn 10. ágúst 2017
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna sat hjá við ráðningu borgarlögmanns
Meirihlutinn í Reykjavík var ekki samstíga við ráðningu borgarlögmanns í dag. Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Bjartar framtíðar greiddu atkvæði með ráðningu Ebbu Schram en Líf Magneudóttir, fulltrúi Vinstri grænna,sat hjá.
Kjarninn 10. ágúst 2017
Ebba Schram ráðin borgarlögmaður
Nýr borgarlögmaður var ráðinn í borgarráði í dag. Hún var annar tveggja umsækjenda um starfið. Hinn var Ástráður Haraldsson.
Kjarninn 10. ágúst 2017
Koeman segir Everton nálægt því að kaupa Gylfa Sigurðsson
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Sigurðsson er stutt frá því að verða dýrasti leikmaður Everton frá upphafi og á meðal dýrustu leikmanna sögunnar. Knattspyrnustjóri Everton segir að kaupin séu nálægt því að klárast.
Kjarninn 10. ágúst 2017
Níu lykilatriði úr loftslagskýrslunni sem var lekið
Bandarískir vísindamenn láku loftslagsskýrslu vegna ótta um að stjórnvöld í Washington myndu breyta henni eða halda leyndri.
Kjarninn 10. ágúst 2017
Finnur Árnason, forstjóri Haga, hringir bjöllunni í Kauphöllinni.
Hagar áfrýja ekki úrskurði Samkeppniseftirlitsins
Hagar eru ósammála forsendum Samkeppniseftirlitsins en telja að áfrýjunarnefnd komist að sömu niðurstöðu.
Kjarninn 10. ágúst 2017
Framkvæmdir við Hafnartorg hafa staðið yfir frá vormánuðum 2016. Áætlað er að þeim ljúki um mitt næsta ár.
Í viðræðum við Illums Bolighus um verslun á Hafnartorgi
Forstjóri Regins segir viðræður standa yfir við alls kyns aðila í Skandinavíu um að opna verslanir á Hafnartorgi.
Kjarninn 10. ágúst 2017
Halldór Halldórsson er oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem stendur.
Sjálfstæðismenn vilja kjósa leiðtoga en stilla upp í önnur sæti
Hverfisfélög Sjálfstæðisflokksins vilja fá fólk úr sínum hverjum á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Tillaga hefur verið lögð fram um blandaða leið við val á lista til að tryggja það.
Kjarninn 10. ágúst 2017
Ted Sarandos, yfirmaður útgáfu Netflix.
Netflix tekur yfir Millarworld
Afþreyingarfyrirtækið Netflix tók yfir Millarworld, útgefanda myndasagna Mark Millar, síðasta mánudag. Þetta er fyrsta yfirtakan í tuttugu ára sögu fyrirtækisins.
Kjarninn 9. ágúst 2017
Paul Manafort var kosningastjóri Donalds Trump á síðasta ári.
FBI gerði húsleit hjá kosningastjóra Donalds Trump
Rannsókn bandarískra stjórnvalda á meintu leynimakki kosningabaráttu Donalds Trump með rússneskum stjórnvöldum verður sífellt stórtækari.
Kjarninn 9. ágúst 2017
George Soros, annar fjármagnari forritsins.
Verjast falsfréttum með nýju forriti
Stofnandi eBay og fjárfestirinn George Soros hafa fjármagnað þróun á sjálfvirku staðreyndarvaktarforriti, en breskir miðlar munu fá að nota prufuútgáfu þess í haust.
Kjarninn 9. ágúst 2017
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Arion lækkar hagvaxtarvæntingar
Greiningardeild Arion banka hefur lækkað væntingar sínar fyrir hagvöxt á árinu um 0,6 prósentustig. Lækkunin er aðallega vegna gruns um minni fjárfestingar.
Kjarninn 9. ágúst 2017
Slökkviliðsmaður í Portúgal að störfum.
4.856 ferkílómetrar brenna í Bresku kólumbíu
Norðlægir skógar í Bresku kólumbíu brenna nú sem aldrei fyrr og gróðureldatímabilinu er ekki nærri því lokið.
Kjarninn 9. ágúst 2017
Gunnar Smári Egilsson, aðalhvatamaðurinn að stofnun Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn með 0,29 prósent fylgi
Sósíalistaflokkur Íslands mældist varla með neitt marktækt fylgi, samkvæmt nýbirtum þjóðarpúlsi Gallup.
Kjarninn 9. ágúst 2017
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Iceland Travel og Allrahanda sameinuð
Icelandair mun eiga 70 prósent í sameinuðu fyrirtæki en hluthafar Allrahanda, sem er leyfishafi Gray Line Worldwide á Íslandi, 30 prósent.
Kjarninn 9. ágúst 2017
Vill Costco og IKEA-áhrif á íslenskan landbúnað
Ráðherra í ríkisstjórn segir það ekki náttúrulögmál að vera með hæsta matvöruverð í heimi. Tímabært sé að horfast í augu við þann kostnað sem vernd á landbúnaði bakar neytendum, láta hagsmuni almennings ráða för og breyta kerfinu.
Kjarninn 9. ágúst 2017
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur loftslagsbreytingar ekki vera af mannavöldum, þvert á vísindalegar niðurstöður.
Finna engar aðrar skýringar en mannlegar athafnir
Hópur vísindamanna á launaskrá bandaríska ríkisins hefur rýnt í loftslagsgögnin og sent Donald Trump.
Kjarninn 8. ágúst 2017
Hagar reka meðal annars verslanir Bónus út um allt land.
Bréf í Högum hafa lækkað um 35 prósent á tæpum þremur mánuðum
Geng bréfa í Högum lækkaði um 7,24 prósent í dag. Markaðsvirði félagsins hefur dregist saman um tæpa 23 milljarða króna á þremur mánuðum.
Kjarninn 8. ágúst 2017
Veðsetning hlutabréfa eykst umtalsvert
Of mikil aukin skuldsetning vegna hlutabréfakaupa gæti þýtt að bólumyndun eigi sér stað á markaði. Veðsetning hlutabréfa fór úr 9,97 prósent í 11,41 prósent milli mánaða.
Kjarninn 8. ágúst 2017
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Arion spáir vaxtalækkun og afnámi bindiskyldu
Samkvæmt greiningardeild Arion banka hefur seðlabankastjóri gefið vísbendingar um að frekari vaxtalækkanir og afnám bindiskyldu á erlendum fjárfstingum séu á næsta leiti.
Kjarninn 8. ágúst 2017
Viðhorf gagnvart ferðamönnum er lægst meðal Framsóknarmanna.
Færri jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum
Jákvæðni gagnvart erlendum ferðamönnum hefur lækkað um fimmtung á tveimur árum, samkvæmt nýrri könnun MMR.
Kjarninn 8. ágúst 2017
Hagar reka meðal annars verslanir Bónus um allt land.
Hrun á gengi bréfa Haga við opnun markaða
Markaðsvirði Haga hefur lækkað um fjóra milljarða króna frá opnun markað í morgun. Það hefur minnkað um 24,4 milljarða króna frá opnun Costco í maí.
Kjarninn 8. ágúst 2017
Innkoma Costco á íslenskan dagvörumarkað hefur gjörbreytt stöðunni á honum. Fyrirtækið leggur m.a. mikið upp úr því að selja grænmeti og ávexti.
Segir Samkeppnisyfirvöld verða að taka tillit til áhrifa af komu Costco
Áhrif Costco á íslenskan dagvörumarkað virðast vera mikil. Hagar hafa tvívegis sent frá sér afkomuviðvörun og bréf í félaginu hafa hríðfallið í verði. Framkvæmdastjóri SVÞ segir Samkeppniseftirlitið verða að taka tillit til hinna breyttu aðstæðna.
Kjarninn 8. ágúst 2017
Lýsa yfir vantrausti á Sveinbjörgu Birnu
Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík vonast til þess að málflutningur oddvita flokksins verði ekki til þess að „varpa skugga á það mikilvæga og góða starf sem borgarstjórnarflokkurinn hefur unnið.“
Kjarninn 8. ágúst 2017
Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Ísland breytti afstöðu sinni gagnvart Rússlandi
Gæta mátti stefnubreytingu í utanríkisstefnu Íslands gagnvart Rússlandi eftir fjölmiðlaherferð sjávarútvegsfyrirtækja árið 2015, samkvæmt nýrri fræðigrein.
Kjarninn 7. ágúst 2017
„Maður talar ekki svona um börn“
Formaður Framsóknarflokksins segir ummæli oddvita hans í Reykjavík um að börn hælisleitenda séu „sokkinn kostnaður“ séu bæði óheppileg og klaufsk.
Kjarninn 7. ágúst 2017
Bill De Blasio, borgarstjóri New York-borgar, sést hér í gleðigöngu hinsegin samfélagins í borginni fyrr í sumar.
Milljónamæringaskattur til að laga samgöngukerfið
Borgarstjóri New York-borgar ætlar að hækka skatta á ríkustu íbúa borgarinnar til að greiða fyrir endurbætur á almenningssamgöngukerfi hennar og niðurgreiðslu fyrir fátækustu íbúa borgarinnar. Skatturinn leggst á tæplega eitt prósent íbúa.
Kjarninn 7. ágúst 2017
Sporvagnarnir í Búdapest falla vel inn í borgarskipulagið og eru löngu orðnir hluti af borgarmyndinni í Ungverjalandi.
Ungverjar bestir í almenningssamgöngum
Ísland er í þriðja neðsta sæti ef hlutfall almenningssamgangna er borið saman milli Evrópuríkja.
Kjarninn 6. ágúst 2017
Hagar reka meðal annars verslanir Bónus, sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna innkomu Costco.
Önnur afkomuviðvörunin frá Högum eftir innkomu Costco
Hagar segja ljóst að breytt staða á markaði „hafi mikil áhrif á félagið“. Sú breytta staða er innkoma Costco, sem opnaði verslun hérlendis í maí. Markaðsvirði Haga hefur dregist saman um 18,5 milljarða frá því að Costco opnaði.
Kjarninn 6. ágúst 2017
Kjartan Þór Eiríksson.
Stjórn Kadeco mun ekki taka afstöðu í máli fyrrverandi framkvæmdastjóra
Ekki mun reyna á afstöðu stjórnar Kadeco gagnvart svörum fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins vegna viðskipta hans á Ásbrú þar sem hann hefur þegar sagt upp starfi sínu.
Kjarninn 5. ágúst 2017
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.
Segir ríkisstjórnina ekki færa um að falla þar sem hún standi ekki fyrir neitt
Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir ríkisstjórnina sem flokkurinn leiðir harðlega. Hann segir ríkisstjórn sem standi ekki fyrir neitt eigi í erfiðleikum með að finna sér mál til að falla á.
Kjarninn 5. ágúst 2017
47% telur fjölmiðla háða sérhagsmunum
Fleiri segjast vera ánægðir með íslenska fjölmiðla en óánægðir. Nærri því helmingur telur fjölmiðla háða sérhagsmunaaðilum.
Kjarninn 4. ágúst 2017
Nokkur tilboð voru yfir 11 milljörðum í hlut HS Orku í Bláa lóninu
Meirihlutaeigandi HS Orku segir að nokkur tilboð hafi borist í 30 prósent hlut fyrirtækisins í Bláa lóninu sem hafi verið yfir ellefu milljörðum króna. Minnihlutaeigendur telja virði hlutarins meira og höfnuðu öllum fyrirliggjandi tilboðum.
Kjarninn 4. ágúst 2017
Ingibjörg Sólrún Gísadóttir
Segir Sjálfstæðisflokkinn kerfisflokk sem standi á bremsunni gagnvart breytingum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að ef stjórnmálaflokkar ætli sér að breyta kerfinu sé erfitt að gera það í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það hafi verið mistök hjá henni og Samfylkingunni að fara í samstarf við hann árið 2007.
Kjarninn 4. ágúst 2017
Sjötti hver eldsneytislítri seldur í Costco
Bensínverð hefur lækkað skarpt eftir að Costco hóf að selja bensín á eldsneytisstöð sinni í Garðabæ. Fyrirtækið er nú með 15 prósent markaðshlutdeild á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 4. ágúst 2017
Búist er við að verð á kindakjöti muni lækka verulega á næstunni
Hvetja bændur til að semja við birgja og viðskiptabanka
Að mati Bændasamtaka Íslands kallar boðuð lækkun afurðaverðs á betri samninga bænda við birgja sína og viðskiptabanka.
Kjarninn 3. ágúst 2017
Kreditkortafyrirtækið Visa gæti þurft að borga Evrópusambandinu himinháar sektir.
ESB íhugar að sekta Visa
Evrópusambandið hefur hótað að sekta kreditkortafyrirtækið Visa vegna hugsanlegs brots á samkeppnislögum í álfunni.
Kjarninn 3. ágúst 2017
Ungir Framsóknarmenn mótmæla ummælum Sveinbjargar Birnu harkalega
Oddviti Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn sagði að það fælist „sokk­inn kostn­að­ur“ í því fyrir Reykja­vík­ur­borg að taka við börnum hæl­is­leit­enda í grunn­skóla borg­ar­inn­ar. Ungir Framsóknarmenn mótmæla þessum ummælum.
Kjarninn 3. ágúst 2017
Verð á hótelgistingu hækkað um meira en 60 prósent á tveimur árum
Verðhækkanir á gistingu hérlendis hafa hækkað langt umfram styrkingu krónu á undanförnum árum þegar þær eru umreiknaðar í erlenda mynt. Ferðamenn bregðast við með því að dvelja hérlendis skemur.
Kjarninn 3. ágúst 2017
Tími Birgittu Jónsdóttur í stjórnmálunum er senn á enda.
Birgitta hættir eftir kjörtímabilið
Þekktasti og reynslumesti þingmaður Pírata ætlar ekki að bjóða sig fram til Alþingis aftur, sama hvort yfirstandandi kjörtímabil verði stutt eða langt.
Kjarninn 3. ágúst 2017
Jeff Brotman, meðstofnandi Costco.
Stofnandi Costco látinn
Annar stofnandi smásölurisans Costco lést í gær, 74 ára að aldri.
Kjarninn 2. ágúst 2017
Höfnuðu ellefu milljarða tilboði frá bandarískum sjóði í hlut í Bláa lóninu
HS Orka mun ekki selja 30 prósent hlut sinn í Bláa lóninu. Lífeyrissjóðir í eigendahópnum lögðust gegn því. Hæsta tilboðið sem barst var upp á rúma 11 milljarða króna.
Kjarninn 2. ágúst 2017
Inga Sæland: „Ég er sennilega svona Marine Le Pen týpa“
Flokkur fólksins mælist með 8,4 prósent fylgi og næði fimm mönnum á þing ef kosið yrði í dag. Formaður hans er sátt með að vera kölluð popúlisti.
Kjarninn 2. ágúst 2017
Flokkur fólksins fengi fimm þingmenn en ríkisstjórnin er kolfallin
Ný könnun sýnir að ríkisstjórnarflokkarnir myndu einungis fá samanlagt 21 þingmann ef kosið yrði í dag. Bragð mánaðarins í stjórnmálunum virðist vera Flokkur fólksins.
Kjarninn 1. ágúst 2017
Kjartan Þór Einarsson.
Framkvæmdstjóri Kadeco segir starfi sínu lausu
Kjartan Þór Eiríksson hefur þegar látið af störfum sem framkvæmdastjóri Kadeco. Starfsemi félagsins, sem er í eigu íslenska ríkisins, verður aflögð í núverandi mynd í nánustu framtíð.
Kjarninn 1. ágúst 2017