Nýjast í Kjarnanum Fréttaskýringar
Viðtalið í L'Equipe er það fyrsta sem Peng Shuai veitir vestrænum miðli eftir að hún birti færslu á samfélagsmiðlinum Weibo þar sem hún sakar fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi.
Viðtal eða áróðursæfing?
Tennisstjarnan Peng Shuai segir í viðtali við L'Equipe að færsla þar sem hún sakar fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi byggi á misskilningi. Kínverska ólympíunefndin hafði milligöngu um viðtalið, sem vekur upp fleiri spurningar en svör.
8. febrúar 2022
Eldvörp eru meðal þeirra landsvæða sem lagt er til að fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar.
Rammaáætlun verður lögð fram í fjórða sinn af fjórða ráðherranum
Sautján virkjanakostir eru í nýtingarflokki tillögu að rammaáætlun sem nú hefur verið dreift á Alþingi. Þetta er sama tillaga og fyrst var lögð fram haustið 2016 fyrir utan að tíu svæði í verndarflokki hafa verið friðlýst og eru því ósnertanleg.
8. febrúar 2022
Ráðherrabekkurinn í þinghúsinu var alveg galtómur í dag, er greidd voru atkvæði um styrki til veitingamanna.
Enginn ráðherra viðstaddur lokaatkvæðagreiðslu um stjórnarfrumvarp
Ekki einn einasti ráðherra var viðstaddur afgreiðslu stjórnarfrumvarps um veirustyrki til veitingamanna. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks skýrði frá því að ráðherrar hefðu verið boðaðir of seint til atkvæðagreiðslunnar.
8. febrúar 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Mikil skuldsetning heimila á ábyrgð stjórnvalda og vaxtasveiflur líka
Þingmaður Samfylkingar segir að stjórnvöld beri ábyrgð á mikilli viðbótarskuldsetningu almennings og þurfi nú að undirbúa mótvægisaðgerðir. Þingmaður Viðreisnar segir óeðlilegt að íslensk heimili þurfi að vera í virkri áhættustýringu með húsnæðislán sín.
8. febrúar 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 17. þáttur: „Allt fólk á sér áhugaverða sögu að segja“
8. febrúar 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ sendi bréf á peningastefnunefnd og varaði við stórfelldum vaxtahækkunum
Forseti ASÍ segir að hækkun vaxta muni hafa í för með sér hreina kjaraskerðingu almennings. Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnir vaxtaákvörðun á morgun. Greiningaraðilar spá 0,75 prósentustiga hækkun.
8. febrúar 2022
Agnieszka Ewa Ziólkowska, starfandi formaður Eflingar, býður sig fram til stjórnar Eflingar á A-listanum, sem Ólöf Helga Adolfsdóttir leiðir.
Agnieszka segir að Sólveig Anna muni einangra Eflingu verði hún formaður á ný
Starfandi formaður Eflingar, sem bauð fram með Sólveigu Önnu Jónsdóttur árið 2018, segir að Sólveig sé ekki rétta manneskjan til að leiða stéttarfélagið áfram og að hún sé orðin „málsvari sundrungar“.
8. febrúar 2022
Frambjóðendur VG til forvals flokksins í Reykjavík.
Átta sækjast eftir þremur efstu sætunum á lista VG í Reykjavík
Vinstri græn munu velja sér forystufólk í Reykjavík í rafrænu forvali flokksins sem fram fer dagana 2.-5. mars. Þrjár konur keppast um að leiða listann til borgarstjórnarkosninga.
8. febrúar 2022
Tugir milljarða streyma óskattlagðir út af íslenska fjölmiðlamarkaðinum en RÚV styrkir stöðu sína
Erlend fyrirtæki sem borga ekki skatta á Íslandi taka til sín 40 prósent af auglýsingatekjum á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Á átta árum hafa næstum 50 milljarðar króna flætt til þeirra, og út af íslenska markaðnum.
8. febrúar 2022
Laun forstjóra Icelandair hækkuðu um næstum helming milli ára þrátt fyrir yfir 13 milljarða tap
Þrátt fyrir að Icelandair Group hafi tapað 13,7 milljörðum króna í fyrra hækkuðu laun forstjóra félagsins um næstum helming á árinu. Icelandair Group hefur fengið milljarða úr opinberum sjóðum til að koma sér í gegnum faraldurinn.
8. febrúar 2022
Vélin fórst í Þingvallavatni á tólfta tímanum á fimmtudag.
Segja mikilvæg símagögn hafa borist lögreglu seinna en öðrum
Gögn sem sýndu nákvæma staðsetningu síma eins farþegans í flugvélinni sem fórst í Þingvallavatni gengu manna á milli áður en lögreglan fékk þau í hendur. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
8. febrúar 2022
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar, hér fyrir miðri mynd.
Velti því fyrir sér „til hvers þessi loftslagsráðherra eiginlega er“
Þingmaður Samfylkingar gerði dreifingu loftslagsmála um Stjórnarráðið að umtalsefni á Alþingi í dag, eftir að ráðherra loftslagsmála benti honum á að loftslagsaðgerð sem þingmaðurinn spurði um heyrði undir annan ráðherra.
7. febrúar 2022
Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra fjölmiðla vill taka RÚV af auglýsingamarkaði og innleiða fjölmiðlastefnu að danskri fyrirmynd á Íslandi.
„Þrátt fyrir að ég vilji fá handritin heim vil ég fá dönsku fjölmiðlastefnuna“
Lilja Alfreðsdóttir ráðherra menningar og viðskipta ætlar sér að taka RÚV af auglýsingamarkaði og lýsir því yfir að hún vilji fara „dönsku leiðina“ í málefnum fjölmiðla hér á landi.
7. febrúar 2022
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Icelandair segir upp 16,5 milljarða króna lánalínu með ríkisábyrgð
Vegna sterkrar fjárhagsstöðu hefur Icelandair ákveðið að segja upp möguleikann á lánveitingu til þrautavara frá ríkinu, átta mánuðum á undan áætlun.
7. febrúar 2022
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Nefndarstörf um sjávarútvegsmál skýrist fyrir enda mánaðarins
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagði á þingi í dag að hún væri þeirrar skoðunar að fleiri en færri í íslensku þjóðfélagi vilji sjá meira réttlæti og aukna sanngirni í sjávarútvegskerfinu.
7. febrúar 2022
Hjörtur Hjartarson
Kynleg stjórnarskrá
7. febrúar 2022
Icelandair Hótel reka níu hótel um landið og eru með tæplega 200 starfsmenn í veitingaþjónustu sinni.
Flugleiðahótel vilja geta sótt um nífaldan veirustyrk fyrir veitingamenn
Ein stærsta hótelkeðja landsins biðlar nú til Alþingis um að fá að sækja um styrki, sem hugsaðir eru fyrir smærri fyrirtæki í veitingabransanum, vegna hvers og eins þeirra níu veitingastaða sem hótelkeðjan rekur.
7. febrúar 2022
Björgvin Páll Gústavsson er best þekktur sem handboltamarkvörður, en hann hefur einnig beitt sér í málefnum barna með ADHD í skólakerfinu á undanförnum árum.
Björgvin Páll sækist eftir 1.-2. sæti hjá Framsókn
Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta hefur staðfest að hann gefi kost á sér í 1.-2. sæti hjá Framsókn í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
7. febrúar 2022
Qair Iceland áformar nokkur vindorkuver á Íslandi.
Umhverfismat vindorkuvers austan Baulu hafið
Fyrirtækið Qair Iceland ehf. áformar að reisa 13-17 vindmyllur í Norðurárdal, austan við fjallið Baulu. Fyrstu skref í umhverfismati orkuversins hafa verið tekin.
7. febrúar 2022
Heilbrigðisstarfsmaður á COVID-spítala í Ahmedabad á Indlandi fyllir bíl af úrgangi sem fellur til við meðhöndlun sjúklinga.
Tugþúsundir tonna af úrgangi eftir baráttu við heimsfaraldur ógn við umhverfið og heilsu
Hlífðarfatnaður, bóluefnaumbúðir og sprautur. Baráttan við heimsfaraldurinn hefur kostað sitt. Sóttnæmur úrgangur eftir tveggja ára baráttu við COVID-19 skiptir tugþúsundum tonna og WHO varar við umhverfis- og heilsufarsógn.
7. febrúar 2022
Okkar sjóðir, okkar vald
7. febrúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn ætlar að endurgreiða allt sem var ofrukkað – „Við gerðum mistök“
N1 Rafmagn harmar að hafa hækkað þrautavarataxta án þess að leita fyrst annarra leiða til að veita öllum viðskiptavinum sama verð og auglýst er. Allir fá nú lægsta taxta og þeir sem borguðu of mikið fá endurgreitt.
7. febrúar 2022
Hvert liggur leið eftir ómíkron-bylgjuna?
Næsta afbrigði kórónuveirunnar mun eflaust koma á óvart
Við höfum lært margt. En við eigum einnig ennþá fjölmargt eftir ólært. Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er gott dæmi um það. En verður það sá bjargvættur út úr faraldrinum sem við óskum? Við getum ekki verið svo viss.
7. febrúar 2022
Nýting lítilla flugvalla svar við samkeppnishamlandi umhverfi
Lággjaldaflugfélög eiga erfitt með að fá pláss á stórum flugvöllum vegna núverandi úthlutunarkerfis á afgreiðslutímum, segir hagfræðingur í nýjasta tölublaði Vísbendingar. Kerfið hefur neytt flugfélögin til að róa á önnur mið og sækja á smærri flugvelli.
6. febrúar 2022
Árni Stefán Árnason
Dýraverndarsamband Íslands – Sannleikurinn um sambandið
6. febrúar 2022
Verndum lífríki Skerjafjarðar!
6. febrúar 2022
Kristín Ýr Pálmarsdóttir, sem sóttist eftir 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins í Mosfellsbæ, hefur sagt sig úr flokknum. Hún segir sigurvegara í prófkjörinu hafa smalað atkvæðum.
Kallar sigurvegara í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Mosfellsbæ trúða og segir sig úr flokknum
Frambjóðandi sem sóttist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ segir sigurvegara prófkjörsins hafa smalað atkvæðum. Hún hefur sagt skilið við flokkinn – „Ég þarf ekki lengur að starfa með þessum tveimur trúðum.“
6. febrúar 2022
Skrítnastur er hann Sushi
Hann getur staðið grafkyrr tímunum saman og myndi vinna störukeppni við hvern sem er. Þau eru mörg villtu dýrin í Úganda sem fá fólk til að taka andköf en risavaxinn fugl sem hneigir sig var þó það sem blaðakona Kjarnans þráði að sjá.
6. febrúar 2022
Birna Gunnarsdóttir
Mannorð Sólveigar Önnu Jónsdóttur
6. febrúar 2022
Joe Rogan heldur úti einu vinsælasta hlaðvarpi heims. Hann hefur lofað bót og betrun eftir ásakanir um að deila falsfréttum um bóluefni við COVID-19 í þætti sínum,  The Joe Rogan Experience.
„Ég er bara manneskja sem sest niður og talar við fólk“
Hvernig gat uppistandari, grínleikari, bardagaíþróttalýsandi og hlaðvarpsstjórnandi komið öllu í uppnám hjá streymisveitunni Spotify? Joe Rogan er líklega með umdeildari mönnum um þessar mundir. En hann lofar bót og betrun. Sem og Spotify.
6. febrúar 2022
Árið 2017 voru heim­il­is­lausir í Dan­mörku um það bil eitt þús­und. Stærstur hluti þessa hóps hafði komið til Dan­merkur frá Aust­ur-Evr­ópu og dró fram lífið á betli og snöp­um.
Er betl mannréttindi?
Það getur varðað fangelsisvist að standa fyrir utan aðalbrautarstöðina í Kaupmannahöfn og rétta fram tóman pappabolla. Hæstiréttur Danmerkur hefur dæmt litháískan mann í 60 daga fangelsi fyrir betl. Málið gæti komið til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu.
6. febrúar 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
„Þessi kreddupólitík bitnar nú allhressilega á fólkinu í landinu“
Þingmaður Samfylkingarinnar vandaði ríkisstjórninni ekki kveðjurnar á þingi í vikunni.
5. febrúar 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins.
Þekkir „verkjafangelsisofbeldið“ á biðlista af eigin raun
Þingmaður Flokks fólksins segir að mannréttindi, jafnrétti og jafnræði þeirra sem veikjast hér á landi og þurfi að bíða á biðlista séu fótum troðin – og beri ríkisstjórninni „að stöðva þetta ofbeldi strax“.
5. febrúar 2022
10 staðreyndir um verðbólgu
Fréttir af verðhækkunum hafa verið áberandi í efnahagsumræðu síðustu mánaða. Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um verðbólguna og söguleg áhrif hennar á Íslandi.
5. febrúar 2022
Úrræðið var kynnt 2016, af Bjarna Benediktssyni og Sigurði Inga Jóhannssyni, og tók gildi um mitt ár 2017.
Um ellefu milljarðar greiddir inn á lán undir hatti „Fyrstu fasteignar“ á tveimur árum
Úrræði sem stjórnvöld kynntu fyrir fyrstu fasteignakaupendur, og tryggði þeim skattfrjálsa ráðstöfun séreignar inn á húsnæðislán, fór hægt af stað. Eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á hefur nýting á því hins vegar margfaldast.
5. febrúar 2022
Sumar konur eru merkilegri en aðrar
None
5. febrúar 2022
Flugfélagið Play ætlar að hefja sig á loft til Stewart-flugvallar, sem er um hundrað kílómetrum frá Manhattan, í sumar og fram á haust.
Hvert er Play eiginlega að fara að fljúga?
Fæstir nema hörðustu flugnördar höfðu heyrt um flugvöllinn New York Stewart International er Play tilkynnti á þriðjudag að þangað ætlaði félagið að fljúga til að tengja New York við leiðakerfi sitt. Þaðan fljúga einungis tvö flugfélög í dag.
5. febrúar 2022
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Vilja að Lögbirtingablaðið verði ókeypis fyrir alla
Þingmenn þriggja stjórnarandstöðuflokka leggja til í nýju frumvarpi að aðgengi að rafrænni útgáfu Lögbirtingablaðsins verði notendum að kostnaðarlausu.
4. febrúar 2022
Árni Pétur Jónsson, fráfarandi forstjóri Skeljungs.
Árni Pétur segir af sér sem forstjóri Skeljungs
Árni Pétur Jónsson hefur sagt upp störfum sem forstjóri Skeljungs eftir að honum hafi verið tjáð að hann hafi gengið yfir mörk samstarfskonu sinnar.
4. febrúar 2022
Jóhann Páll Jóhannsson
Bensínbílastyrkir ríkisstjórnarinnar: 23 fyrirtæki fá hátt í tvo milljarða
4. febrúar 2022
Guðlaugur Þór Þórðarsson er ráðherra orku- og umhverfismála.
Aflaukning núverandi virkjana þurfi ekki að fara í gegnum rammaáætlun
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur uppi áform um að breyta lögum þannig að tæknileg aflaukning virkjana, sem ekki feli í sér eiginlega stækkun virkjana, muni ekki lengur þurfa að fara í gegnum ferli rammaáætlunar.
4. febrúar 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Nefnd forsætisráðherra segir alla þrjá umsækjendur vera hæfa til að dæma við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu og nefnd hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að þeir séu allir hæfir í starfið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
4. febrúar 2022
Freyr Eyjólfsson
Samræming og hringrásarhagkerfið
4. febrúar 2022
Viðspyrnan hröð hjá konum en ungir og erlendir sitja eftir
Þrátt fyrir að atvinnuþátttaka sé nú svipuð og hún var í síðustu uppsveiflu hefur samsetning vinnumarkaðarins tekið miklum breytingum á síðustu árum. Á meðan störfum kvenna hefur fjölgað hratt hafa aðrir þjóðfélagshópar ekki náð sér að fullu.
4. febrúar 2022
Rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru í einangrun um þessar stundir. Einhverjir þeirra koma til með að sleppa fyrr úr einangruninni en áætlað var er ný reglugerð tekur gildi á mánudag.
Einangrun stytt í fimm daga frá og með mánudegi
Einangrun þeirra sem smitast af kórónuveirunni verður 5 dagar í stað 7 daga frá og með mánudegi, samkvæmt reglugerð frá heilbrigðisráðherra sem þá tekur gildi.
4. febrúar 2022
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins (t.h.) er formaður umhverfis- og samgöngunefndar.
Fjögurra prósenta sektarheimild Fjarskiptastofu verði felld á brott og frestað
Þingnefnd leggur til að ný sektarheimild Fjarskiptastofu, sem stærstu fjarskiptafyrirtæki landsins og hagsmunasamtök hafa gagnrýnt harðlega, verði felld á brott úr frumvarpi sem liggur fyrir þinginu og ákvörðun um hana frestað þar til síðar.
4. febrúar 2022
Jens Stoltenberg, nýskipaður seðlabankastjóri Noregs
Jens Stoltenberg nýr seðlabankastjóri Noregs
Fyrrum forsætisráðherra Noregs og núverandi framkvæmdastjóri NATO mun setjast í stól seðlabankastjóra landsins seinna í ár. Hann verður fyrsti fyrrum stjórnmálamaðurinn til að gegna því embætti í meira en tvo áratugi.
4. febrúar 2022
Af hverju er húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs?
Fjölgað hefur í hópi þeirra sem vilja fjarlægja svokallaðan húsnæðislið úr vísitölu neysluverðs til að draga úr verðbólgunni. Hvað mælir þessi liður nákvæmlega og hvers vegna er hann í vísitölunni núna?
4. febrúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Spotify í klandri vegna Joe Rogan
4. febrúar 2022
Bílaleigur fengu 875 milljónir í niðurfelld vörugjöld vegna bensín- og dísilbíla í fyrra
Ívilnun sem samþykkt var árið 2020, í nafni orkuskipta og aðgerðar gegn loftslagsbreytingum, hefur tryggt bílaleigum langleiðina í milljarð króna í afslátt vegna bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.
4. febrúar 2022