Nýjast í Kjarnanum Fréttaskýringar
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
25. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði þessar breytingar til við heilbrigðisráðherra, samkvæmt því sem segir í minnisblaði hans.
Stór breyting á aðgerðum: Sóttkví einungis beitt ef útsetning er innan heimilis
Ríkisstjórnin kynnir í dag stóra breytingu á reglum um sóttkví, sem felur í sér að einungis þeir sem verða útsettir fyrir kórónuveirusmiti innan heimilis þurfa að fara í sóttkví, en aðrir í smitgát.
25. janúar 2022
Hamarsvirkjun Arctic Hydro yrði í Hamarsdal í Djúpavogshreppi.
Sveitarfélög á Austurlandi vilja svör um virkjanakosti
Byggðaráð Múlaþings og bæjarstjórn Fjarðabyggðar vilja fá úr því skorið hvaða virkjanakosti í landshlutanum eigi að nýta. Lýst er yfir áhyggjum af þeirri stöðu sem rammaáætlun er komin í.
25. janúar 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 16. þáttur: Áfangastaðir eru hreyfanlegir – eru verðandi félagslegt ferli
25. janúar 2022
Bensín í stað bremsu
None
25. janúar 2022
Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður SÁÁ í gær.
Birta skilaboð fráfarandi formanns SÁÁ þar sem hann semur um kaup á vændi
Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður SÁÁ í gær. Hann sagði ástæðuna þá að hann hefði svarað auglýsingu um vændiskaup. Skjáskot sem Stundin birtir sýna hann vera að semja um vændiskaup og þakka fyrir þau eftir á.
25. janúar 2022
Enn lækkar einkunn Íslands á listanum yfir minnst spilltu löndin – Skæruliðadeild Samherja tiltekin sem ástæða
Ísland er enn og aftur það Norðurlandanna sem situr neðst á lista Transparency International yfir spilltustu lönd heims. Einkunn Íslands hefur aldrei verið lægri en nú frá því að samtökin hófu að mæla spillingu hérlendis árið 1998.
25. janúar 2022
Raðgreiningar eru mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun kórónuveirunnar.
Veiruafbrigðið „deltakron“ var aldrei til
Fyrir hálfum mánuðum breiddust fréttir af nýju ofurafbrigði kórónuveirunnar, deltakron, eins og eldur í sinu um heiminn. En vísindamenn segja nú að afbrigðið hafi aldrei verið til.
24. janúar 2022
Einar Hermannsson
Formaður SÁÁ segir af sér eftir að hafa svarað auglýsingu um vændiskaup
Einar Hermannsson er hættur sem formaður SÁÁ. Ástæðan er að hann svaraði auglýsingu fyrir nokkrum árum þar sem „í boði var kynlíf gegn greiðslu“. Hann biður alla sem málið varðar afsökunar á framferði sínu.
24. janúar 2022
Hagnaður Pírata tífaldaðist milli ára
Rekstur Pírata lagaðist umtalsvert milli áranna 2019 og 2020, að mestu vegna þess að launakostnaður dróst saman. Eigið fé þeirra átta stjórnmálaflokka sem fá fé úr ríkissjóði jókst um tæplega 750 milljónir króna á síðasta kjörtímabili.
24. janúar 2022
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Veiran gæti jafnvel verið búin að smita um 130 þúsund manns hérlendis
Staðfest kórónuveirusmit hérlendis til þessa eru rúmlega 58 þúsund talsins. Kári Stefánsson segist telja að veiran gæti jafnvel verið búin að smita 130 þúsund Íslendinga, samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr mótefnarannsókn fyrirtækisins.
24. janúar 2022
Ný útlán til byggingargeirans hafa tekið við sér á síðustu mánuðum.
Minnsti útlánavöxturinn frá upphafi faraldurs
Ásókn heimila og fyrirtækja í ný bankalán umfram uppgreiðslur hefur dregist saman á síðustu mánuðum eftir að hafa aukist hratt árið 2020. Ný útlán bankakerfisins eru nú þau sömu og þau voru fyrir faraldurinn, en samsetning þeirra hefur breyst töluvert.
24. janúar 2022
„Miðstýrt hagkerfi“ HÍ sagt óhagkvæmt og koma í veg fyrir nýliðun
Hagfræðideild Háskóla Íslands er hætt komin, samkvæmt einum af kennurum deildarinnar. Hann segir stöðuna að mörgu leyti tilkomna vegna fjárveitingarkerfis háskólans, sem sé miðstýrt og óhagkvæmt.
24. janúar 2022
Hægt væri að nýta umframorkuna í raforkukerfinu okkar betur til að framleiða meira vistvænt eldsneyti.
Umframorkan næg til að framleiða rafeldsneyti fyrir vöru- og farþegaflutninga
Í ársgamalli skýrslu um nýtingu rafeldsneytis hérlendis kemur fram að næg umframorka sé til í raforkuflutningskerfinu til að knýja alla vöru og farþegaflutninga innanlands með rafeldsneyti.
24. janúar 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Tryggja þurfi að „framvegis rati umframorka og ný orkuöflun til orkuskipta“
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að ríkja þurfi sátt um nýjar virkjanir og að áður en til þeirra komi þurfi að leita „allra leiða til þess að spara og fara betur með þá orku sem þegar er framleidd“.
24. janúar 2022
Búið að samþykkja að veita næstum helmingi meira í hlutdeildarlán en greitt hefur verið út
Við lok árs 2021 var búið að greiða út 2,5 milljarða króna vegna hlutdeildarlána úr ríkissjóði. Á sama tíma var búið að samþykkja að veita hlutdeildarlán að andvirði 4,9 milljarða í heildina.
24. janúar 2022
Þorkell Sigurlaugsson er formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Hann mun hugsanlega gefa kost á sér í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík og vonast til að það verði í boði.
Gefur kost á sér til prófkjörs sem óljóst er hvort fara muni fram
Ekki er útséð með hvernig Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ætlar sér að velja á lista fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í kvöld barst fjölmiðlum þó tilkynning um hugsanlegt framboð í opið prófkjör, ef af því verður.
23. janúar 2022
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Pillunotkun ungmenna: Bláa pillan
23. janúar 2022
16 samkomur á vegum breskra stjórnvalda, margar hverjar í Downingstræti 10, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara.
Partýstandið í Downingstræti: Sérstakur saksóknari með 16 samkomur til rannsóknar
Brot á sóttvarnareglum í Downingstræti 10 eru til rannsóknar hjá Sue Gray, sér­stökum sak­sókn­ara, og búist er við að skýrsla hennar verði birt eftir helgi. En hvað er það nákvæmlega sem Gray er að rannsaka og hvaða völd hefur hún?
23. janúar 2022
Litla húsið hans Labans
Gríðarstór moska Gaddafís, höll konungs Búganda og hrollvekjandi pyntingaklefi Idi Amins. En heimsókn í litla húsið hans Labans og matur Scoviu konu hans er það sem situr eftir í huga blaðamanns Kjarnans sem skoðaði Kampala.
23. janúar 2022
Efsti hluti Þjórsár yrði virkjaður yrði Kjalölduveita að veruleika.
Bíða tillagna stjórnvalda um hvernig stækka eigi biðflokk rammaáætlunar
Landsvirkjun vill á þessu stigi ekki taka afstöðu til þess hvaða einstaka virkjanakostir færist á milli flokka í tillögu að rammaáætlun sem lögð verður fram á Alþingi í mars. Fyrirtækið hefur áður sagt að færa ætti Kjalöldu úr vernd í biðflokk.
23. janúar 2022
Vilhjálmur Árnason
Hugleiðing um bólusetningar í heimsfaraldri
23. janúar 2022
Þrátt fyrir að verk Jens Haaning hafi ekki verið mikið fyrir augað varð það til þess að mun fleiri sóttu listasýninguna í Kunsten en reiknað var með.vÆtlunin var að sýningin yrði opin til áramóta, en var framlengd til 16. janúar sl.
Take the money and run
Fólk grípur til ýmissa ráða í því skyni að drýgja heimilispeningana. Danski myndlistarmaðurinn Jens Haaning bætti jafngildi tæpra ellefu milljóna íslenskra króna í budduna. Aðferðin hefur vakið mikla athygli, enda var það tilgangurinn.
23. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðisráðherra boðar afléttingu sóttvarnaraðgerða
Heilbrigðisráðherra og forstjóri Landspítalans segja allar mögulegar afléttingar í skoðun með hliðsjón af skynsemi og öryggi. Næstu skref verði að aflétta neyðarstigi spítalans. Einungis níu dagar eru síðan að aðgerðir voru hertar.
23. janúar 2022
Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.
Núverandi kerfi svo uppfull af plástrum að það er „næsta vonlaust“ að skilja hvernig þau virka
Þingmaður Pírata segir að þingmenn verði að sýna þjóðinni það að þeir séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að vinna sem ein heild.
22. janúar 2022
Eigið fé Íslendinga 5.635 milljarðar í lok árs 2020 – Jókst um 65 prósent á fimm árum
Á árunum 2015 til 2020 jókst eigið fé Íslendingar um 2.227 milljarða króna. Þorri eigna þeirra er bundið í fasteignum, eða um 73 prósent. Á árinu 2020 voru það þó, í fyrsta sinn, aðrar eignir en hækkun á virði fasteigna sem hækkuðu mest í virði.
22. janúar 2022
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
21. janúar 2022
Bryndís Haraldsdóttur hér fyrir miðju ásamt þeim Vilhjálmi Árnasyni og Ásmundi Friðrikssyni. Öll eru þau á meðal flutningsmanna frumvarpsins.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill kynningu á sóttvarnaaðgerðum í velferðarnefnd
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins nema ráðherrarnir fimm og forseti Alþingis hafa lagt fram frumvarp sem felur í sér að heilbrigðisráðherra skuli kynna breyttar sóttvarnaráðstafanir fyrir velferðarnefnd áður en þær eru kynntar almenningi.
21. janúar 2022
„Ekki er hægt að álykta annað en að stjórnendur Sjóvár hafi sagt viðskiptunum upp til að refsa FÍB fyrir gagnrýni á fimm milljarða króna greiðslur til hluthafa tryggingafélagsins,“ segir í tilkynningu FÍB.
FÍB segir Sjóvá hafa rift samningi í hefndarskyni
Félag íslenskra bifreiðaeiganda telur Sjóvá hafa rift samningi um vegaaðstoð í hefndarskyni eftir að FÍB gagnrýndi tryggingafélagið fyrir fimm milljarða króna greiðslur til hluthafa.
21. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri segir að taka þurfi öllum fréttum Moggans með fyrirvara í aðdraganda kosninga
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gagnrýnir Morgunblaðið í dag fyrir að hafa sleppt því að birta svör hans sem hrekja efnislega nokkra punkta í fréttaflutningi blaðsins um bensínstöðvarlóð við Ægisíðu 102.
21. janúar 2022
Við eigum Ísland, við eigum bara eftir að taka það
21. janúar 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Réttlæti og jöfn tækifæri fyrir alla
21. janúar 2022
Áfram verður hægt að fá virðisaukaskatt af hinum ýmsu viðhaldsverkefnum á íbúðarhúsnæði endurgreiddan langt fram á næsta ár. Ráðstöfunin kostar ríkið rúma 7 milljarða króna og var lítið rökstudd í fjárlagavinnunni á þingi.
Fá rök sett fram til réttlætingar á margmilljarða skattaendurgreiðslum
Óljós ávinningur af aukinni innheimtu tekjuskatts eru helstu rökin sem lögð hafa verið fram af hálfu þeirra stjórnmálamanna sem lögðu til og samþykktu að verja milljörðum króna í að endurgreiða virðisaukaskatt af vinnu manna fram eftir ári.
21. janúar 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fer með eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka.
Vilja að Bjarni afli víðtækra heimilda til að selja afganginn af Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins hefur lagt fram tillögu til Bjarna Benediktssonar um hvernig eigi að selja eftirstandandi hlut í Íslandsbanka, sem er metinn á 126 milljarða króna. Bjarni þarf að samþykkja allar sölur.
21. janúar 2022
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
20. janúar 2022