Bankastjóri Landsbankans með 4,5 milljónir á mánuði í laun og mótframlag í lífeyrissjóð
Greiðslur til bankastjóra og formanns bankaráðs Landsbankans, sem er í eigu íslenska ríkisins, hækkuðu á milli ára. Bankinn skilaði 28,9 milljarða króna hagnaði á síðasta ári og ætlar að greiða eiganda sínum að minnsta kosti 14,4 milljarða króna í arð.
3. febrúar 2022