Nýjast í Kjarnanum Fréttaskýringar
Efnahagslegar áhyggjur vegna COVID-19 hafa aldrei verið meiri samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
Efnahagslegar áhyggjur vegna faraldursins aldrei meiri en ótti við að smitast minnkar
Efnahagslegar áhyggjur vegna áhrifa COVID-19 hafa aldrei verið meiri og færri treysta ríkisstjórninni til að takast á við efnahagsleg áhrif faraldursins. Á sama tíma óttast færri að smitast af veirunni.
31. janúar 2022
Þóra Kristín býður sig fram til formennsku í SÁÁ
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í SÁÁ. Hún segir að þegar upp koma erfið mál innan samtakanna eða á sjúkrastofnunum þeirra verði alltaf að taka stöðu með þolendum ofbeldis.
31. janúar 2022
Í Lakaskörðum milli Tjarnarhnúks og Hrómundartinds er að finna jarðhita og á þessum slóðum áformar Orkuveitan Þverárdalsvirkjun.
OR leggur ekki til að virkjanakostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk
Orkuveita Reykjavíkur leggur áherslu á að halda öllum virkjanakostum á Hengilssvæðinu sem eru flokkaðir í nýtingarflokk þar áfram. Þrír kostur OR eru í nýtingarflokki tillögu að rammaáætlun og einn í biðflokki.
31. janúar 2022
Ómissandi konur: stöndum saman!
31. janúar 2022
Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Segir rangt að telja aldraða vera byrði á samfélaginu
Búast má við að kostnaður hins opinbera vegna lífeyris muni lækka á næstu áratugum, þar sem lífeyrisþegar muni fá meira greitt í eftirlaun. Fyrrverandi fjármálaráðherra segir þetta sýna að aldraðir séu ekki byrði á samfélagið þegar allt er skoðað.
31. janúar 2022
Lagning Nord Stream 2 gasleiðslunnar á milli Rússlands og Þýskalands.
Viðskiptaþvinganir gætu leitt til neyðarástands í sumum ESB-löndum
Hugsanlegt er að Evrópusambandið loki á allan innflutning á jarðgasi frá Rússlandi vegna hugsanlegrar innrásar í Úkraínu. Sambandið kemst líklega af án rússnesks gass í tvo mánuði, en nokkur aðildarríki gætu þó orðið illa úti vegna þess.
30. janúar 2022
Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar.
Sveitarstjórnarfólk fái skammirnar fyrir það sem er á forræði ríkisins
Þingmaður Viðreisnar segir að sveitarfélaganna bíði veruleg fjárfesting í innviðum og því sé brýnt að endurskoðun á tekjustofnum þeirra gangi bæði hratt og vel fyrir sig.
30. janúar 2022
Kórónuveirufaraldurinn skilaði Íslendingum aftur heim
Tvö ár í röð hafa fleiri íslenskir ríkisborgarar flutt heim en burt frá landinu. Fjöldi þeirra sem það gerðu hefur ekki verið meiri síðan á níunda áratugnum. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 33 þúsund á rúmum áratug.
30. janúar 2022
Við Nílarfljót
Saga um lítinn dreng sem lagður var í körfu á Nílarfljóti svo honum yrði ekki drekkt í því skaut upp í huga blaðakonu Kjarnans er hún stóð við upptök þess og sá vatnið hefja margra mánaða ferð sína til Miðjarðarhafsins.
30. janúar 2022
Ásdís Kristjánsdóttir.
Ásdís vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi
Ásdís Kristjánsdóttir ætlar að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Kópavogi.
30. janúar 2022
Konur þyrptust út á götur í Marokkó nýverið til að mótmæla kynferðisofbeldi í háskólum landsins
Metoo-bylting hafin í Marokkó
Fjöldi kvenkyns háskólanema í Marokkó hefur rofið þögnina og greint frá þvingunum kennara til kynlífs gegn því að fá góðar einkunnir. Dæmi eru um að konur hafi verið reknar úr háskólum hafi þær ekki farið að vilja kennaranna.
30. janúar 2022
Per Christensen var formaður verkalýðsfélagsins 3F er upp komst um hans tvöfalda líf.
110 prósent formaður
Að undanförnu hefur fátt vakið meiri athygli Dana en fréttir af skrautlegu einkalífi danska verkalýðsforkólfsins Per Christensen. Orðatiltækið að leika tveim skjöldum er kannski nærtækasta lýsingin.
30. janúar 2022
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar
Stjórnvöld hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að koma ekki í veg fyrir brot á starfsmönnum
Þingmaður Samfylkingarinnar gerði nýlega niðurstöðu Félagsdóms í ágreiningi Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins að umtalsefni á þinginu í vikunni. Forsætisráðherra sagði að dómurinn yrði tekinn alvarlega.
29. janúar 2022
Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Eigendur kísilvers greiði til baka ríkisstyrki áður en þeir fjárfesti í mengandi verksmiðju
Birgir Þórarinsson gerði hugmyndir eigenda kísilversins á Bakka um kaup á kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík að umtalsefni á Alþingi í vikunni.
29. janúar 2022
Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi og ritari stjórnar Eflingar.
Dregur sig úr framboði vegna ásakana um kynferðisofbeldi
Vararborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins og frambjóðandi í stjórn Eflingar hefur ákveðið að segja sig frá allri þátttöku í stjórnmálum og félagsstörfum, þar sem bornar hafa verið á hann ásakanir um kynferðisofbeldi.
29. janúar 2022
Skoska brugghúsið BrewDog hefur vakið athygli síðustu ár fyrir fyrstaflokks handverksbjór. James Watt, annar stofnandi bjórrisans, hefur  verið sakaður um ósæmilega hegðun og valdníðslu af tugum starfsmanna BrewDog í Bandaríkjunum.
„Bjórpönkari“ sakaður um ósæmilega hegðun og valdníðslu
James Watt, eigandi og annar stofnandi skoska handverksbjórrisans Brewdog hefur verið sakaður um óviðeigandi hegðun og valdníðslu af fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins.
29. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur haldið ófáar hvatningaræðurnar á tímum kórónuveirufaraldursins hér á landi.
Tíu eftirminnileg atriði á tímum sóttvarnaaðgerða
Tvö áru síðan óvissustigi vegna kórónuveirufaraldursins var fyrst lýst yfir á Íslandi. Á þessum tíma hefur veiran haft ýmis áhrif á daglegt líf landsmanna. Hér eru tíu atriði sem vert er að rifja upp þegar leiðin út úr faraldrinum virðist loks greið.
29. janúar 2022
Tveir ríkir kjánar í hanaslag
None
29. janúar 2022
Munur á afstöðu til umræðu um #Metoo eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk styður
Konur, ungt fólk og háskólamenntaðir eru mun jákvæðari í garð umræðunnar um #Metoo en karlar, eldra fólk og þeir sem hafa mest lokið grunnskólaprófi. Heilt yfir hefur jákvæðnin þó dregist saman síðan 2018.
29. janúar 2022
Úr Ármúla. Öll stæði framan við húsin sem standa hér á vinstri hönd eru á borgarlandi og því er ekki heimilt að merkja þau sérstaklega sem einkastæði fyrir viðskiptavini verslana.
Mörg bílastæði á borgarlandi ranglega merkt sem einkastæði undir viðskiptavini
Fjölmörg bílastæði sem standa á borgarlandi við Ármúla, Síðumúla og Grensásveg eru merkt sem einkastæði verslana. „Verslanir hafa ekki leyfi til að merkja sér stæði á borgarlandi,“ segir í svari frá Reykjavíkurborg, sem hyggst skoða málið nánar.
29. janúar 2022
Leiðtogi Chega-flokksins, André Ventura, er hér fyrir miðju.
Öfga-hægriflokkur gæti náð fótfestu í Portúgal
Portúgalir ganga að kjörkössunum á sunnudag, einu og hálfu ári á undan áætlun. Samkvæmt skoðanakönnunum gæti öfgaflokkurinn Chega bætt þar töluvert við sig og orðið þriðji stærsti stjórnmálaflokkur landsins.
28. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Breytingaritningin, yin og yang og undirstaða kínverskrar heimspeki
28. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra var hlynntur því síðasta haust að leyfa ætti kórónuveirunni að ganga án sóttvarnatakmarkana. Þáverandi heilbrigðismálaráðherra var alfarið á móti því á þeim tíma.
Willum var hlynntur því að leyfa veirunni að ganga án sóttvarnatakmarkanna síðasta haust
Viðhorf fyrrverandi og núverandi heilbrigðisráðherra um að leyfa kórónuveirunni að ganga án sóttvarnatakmarkana eru mjög ólík. Samkvæmt kosningaprófi RÚV síðastliðið haust var Svandís mótfallin því en Willum var 89 prósent sammála fullyrðingunni.
28. janúar 2022
Hege Haukeland Liadal, fyrrum þingmaður norska Verkamannaflokksins, við dómsuppkvaðninguna í morgun.
Fyrrum þingmaður í fangelsi í Noregi vegna fjárdráttar
Þingrétturinn í Osló dæmdi fyrrum þingmann norska Verkamannaflokksins í sjö mánaða fangelsi í dag, þar sem upp komst að hún hafði falsað reikninga til að fá endurgreiddan ferðakostnað frá þinginu.
28. janúar 2022
Verð á rafmagni tók kipp í mánuðinum.
Rafmagn og bensín hækka í verði
Verðbólga mælist nú í hæstu hæðum, en hana má að mestu leyti skýra með miklum verðhækkunum á fasteignamarkaði.Hins vegar hefur verðið á bensíni og rafmagni einnig hækkað hratt á síðustu mánuðum.
28. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Öllum sóttvarnaráðstöfunum aflétt á næstu sex til átta vikum
Öllum sóttvarnaráðstöfunum verður aflétt á næstu sex til átta vikum samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda vegna COVID-19. Forsætisráðherra segir að ef allt gengur eftir megi ekki aðeins búast við hækkandi sól í mars heldur einnig eðlilegu samfélagi.
28. janúar 2022
Fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins tekur við starfi forstjóra Torgs
Jón Þórisson, sem var ritstjóri Fréttablaðsins um skeið og á lítinn hlut í útgáfufélagi þess, er snúinn aftur til starfa hjá félaginu, nú sem forstjóri. Fráfarandi forstjóri sagði upp í nóvember.
28. janúar 2022
Á undanförnum árum hefur útflutningur á óunnum fiski frá Íslandi aukist allnokkuð.
Fimm ára gamall fiskútflytjandi velti 7,3 milljörðum árið 2020
Gunnar Valur Sigurðsson, framkvæmdastjóri fiskútflutningsfyrirtækisins Atlantic Seafood, segir að mikill vöxtur fyrirtækisins á árinu 2020 skýrist einna helst af COVID-19. Fyrirtækið er orðið eitt það stærsta í útflutningi á óunnum fiski frá Íslandi.
28. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Persónuvernd og tækni
28. janúar 2022
Sólveig Anna býður sig aftur fram til formanns Eflingar – Ætla að „umbylta félaginu“
Baráttulistinn, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í broddi fylkingar, mun sækjast eftir því að stýra Eflingu. Hópurinn vill stórauka áhrif Eflingar innan verkalýðshreyfingarinnar og taka upp sjóðsfélagslýðræði í lífeyrissjóðum.
28. janúar 2022
Sólveig Anna: „Starfsfólk skrifstofunnar vinnur fyrir félagsfólkið, ekki öfugt“
Sólveig Anna Jónsdóttir, sem býður sig aftur fram til formanns Eflingar, segir að miðað við stemninguna og þær áherslur sem Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafi kynnt telji hún að það „verði mjög mikil þörf á ríkri samstöðu verkafólks“.
28. janúar 2022
Stjórnarflokkarnir bættu samanlagt við sig fylgi í síðustu kosningum þar sem Framsókn vann kosningasigur. Hinir tveir flokkarnir töpuðu fylgi milli kosninga en stjórnarsamstarfið var endurnýjað.
Stjórnarflokkarnir tapa samanlögðu fylgi og mælast í vandræðum í Reykjavík
Þeir sem eru með háskólamenntun eru líklegri til að kjósa Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn en þeir sem eru með grunnskólamenntun. Flokkarnir sem sitja saman í meirihluta í Reykjavík njóta samanlagt meiri stuðnings þar en á nokkru öðru landsvæði.
27. janúar 2022
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
Vanmat á virði starfa á opinberum vinnumarkaði
27. janúar 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Gæti kostað allt að 1,8 milljarða að breyta skipulagi ráðuneyta
Áætlaður viðbótarkostnaður af breyttri skipan ráðuneyta gæti numið 1.800 milljónum króna, segir fjármálaráðherra. Þar af munu 172 milljónir króna fara í tvo nýja aðstoðarmenn ráðherra.
27. janúar 2022
Segir lítinn samhljóm á milli fjármálastefnu og stjórnarsáttmála
ASÍ segir að fjármálastefna ríkisstjórnar byggi á því að velferðarkerfið verði notað sem helsta hagstjórnartækið á næstu árum. Að mati samtaka getur slík stefna aldrei orðið grundvöllur fyrir stöðugleika á vinnumarkaði.
27. janúar 2022
Skúli Eggert Þórðarson hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri hins nýja menningar- og viðskiptaráðuneytis.
Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í nýju menningar- og viðskiptaráðuneyti.
27. janúar 2022
Helgi Magnússon seldi hlut sinn í Bláa lóninu í fyrra og hefur fjárfest umtalsvert í fjölmiðlarekstri.
Eigandi Fréttablaðsins hagnaðist um 3,2 milljarða króna – Seldi í Bláa lóninu
Tvö félög Helga Magnússonar, sem á um 93 prósent hlut í einni stærstu fjölmiðlasamsteypu landsins, eiga á sjöunda milljarð króna í eigið fé. Þegar er búið að eyða 1,5 milljörðum króna í kaup á fjölmiðlum og hlutafjáraukningar.
27. janúar 2022
Jón Gunnarsson innanríkisráðherra
Mótmæla orðum innanríkisráðherra – Hann ætti að „skoða sitt eigið tún“
Margir þingmenn gagnrýndu Jón Gunnarsson innanríkisráðherra á þingi í dag og sögðu hann meðal annars sýna hroka og lítilsvirðingu í skrifum sínum um gagnrýni á afgreiðslu Útlend­inga­stofn­unar á umsóknum um rík­is­borg­ara­rétt.
27. janúar 2022
Njáll Trausti Friðbertsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn Norðausturkjördæmis, fljúga einna mest allra þingmanna innanlands á kostnað Alþingis.
Alþingi greiddi tæpar tíu milljónir vegna flugferða þingmanna innanlands í fyrra
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, er sá þingmaður sem kostaði Alþingi mest vegna ferðakostnaðar innanlands í fyrra. Skammt á hæla hennar kom Ásmundur Friðriksson.
27. janúar 2022
Verðhækkanir á bensíni á síðasta ári höfðu jákvæð áhrif á verðbólguna.
Gjörbreytt verðbólga á einu ári
Samsetning verðbólgunnar tók miklum breytingum í fyrra. Í byrjun árs vó hátt verð á matvöru, bílum og raftækjum þungt, en í síðasta mánuði var hún að mestu leyti vegna verðhækkana á húsnæði og bensíni.
27. janúar 2022
NOVIS braut aftur lög
Evrópska tryggingafélagið NOVIS, sem yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tryggt sig hjá, braut lög í fyrra samkvæmt eftirlitsaðilum, þar sem félagið stundaði of áhættusaman rekstur og hafði ekki nægilegt gjaldþol.
26. janúar 2022
Gengi stjórnarflokkanna er misjafnt samkvæmt nýjustu könnun Maskínu.
Samfylking og Píratar bæta við sig en Sjálfstæðisflokkur langt undir kjörfylgi
Sjö flokkar næðu inn á þing ef kosið yrði í dag. Miðflokkurinn heldur áfram að hverfa og Vinstri græn mælast nú fimmti stærsti flokkur landsins.
26. janúar 2022
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Ójafnvægi milli meirihluta og minnihluta – „Þetta er 100 prósent gegn 0 prósent“
Tveir þingmenn gerðu störf þingsins að sérstöku umræðuefni á Alþingi í dag. Annar vill að meirihlutinn geri sér grein fyrir dagskrárvaldi sínu og hinn vill sérstakan skjá fyrir þingmenn svo þeir geti flutt ræðurnar með betri hætti.
26. janúar 2022
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er orðaður við framboð í Rangarþingi ytra í vor.
Ásmundur orðaður við framboð í Rangárþingi ytra og útilokar það ekki
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að hann hafi verið hvattur til að gefa kost á sér fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum í Rangarþingi ytra. Hann er búinn að flytja lögheimili sitt úr Reykjanesbæ á sveitabæ við Hellu.
26. janúar 2022
Óli Björn Kárason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks leggja aftur fram eigið frumvarp um skattaafslátt til fjölmiðla
Á sama tíma og ráðherra fjölmiðlamála í ríkisstjórn, sem inniheldur meðal annar Sjálfstæðisflokkinn, hefur boðað aðgerðir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla hafa nokkrir þingmenn eins stjórnarflokksins lagt fram eigið frumvarp um málið.
26. janúar 2022
Þríeykið var á sínum stað á 196. upplýsingafundi almannavarna í dag. Á morgun verða tvö ár síðan óvissustigi vegna faraldursins var fyrst lýst yfir.
Afléttingar leiði til frjálsræðis
Sóttvarnalæknir vonar að afléttingaáætlun stjórnvalda leiði til meira frjálsræðis. „Þetta er stefnubreyting,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ef fjöldi daglegra smita verður áfram svipaður ætti hjarðónæmi að nást innan tveggja mánaða.
26. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
26. janúar 2022