Nýjast í Kjarnanum Fréttaskýringar
Á ekki bara að skjóta hann?
None
20. nóvember 2021
Þórólfur Matthíasson
„Viktaðu rétt strákur“
20. nóvember 2021
Skólfustungur var tekin af kísilverksmiðjunni í ágúst 2014. Á meðal þeirra sem tóku hana voru þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þáverandi iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Eigandinn segir mikinn kaupáhuga á kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík
Í febrúar sagði bankastjóri Arion banka að litlar vonir væru um að kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík myndi starfa aftur. Nú segir bankinn að mikill áhugi sé á henni vegna breyttra markaðsaðstæðna og að viðræður standi yfir við áhugasama kaupendur.
20. nóvember 2021
Frumgerð af rafknúna pallbílnum RT1 frá Rivian. Fyrirtækið hefur einungis framleitt nokkur hundruð bíla til þessa en var þó fyrr í vikunni þriðji verðmætasti bílaframleiðandi heims.
Hafa framleitt örfáa bíla en eru samt verðmætari en flestir bílaframleiðendur
Tvö bandarísk rafbílafyrirtæki sem eiga það sameiginlegt að hafa einungis framleitt örfáa bíla til þessa eru á meðal tíu verðmætustu bílaframleiðenda heims eins og sakir standa, í kjölfar skráningar á hlutabréfamarkað.
19. nóvember 2021
Úlfar Þormóðsson
Vit eða strit
19. nóvember 2021
Kevin McCarthy setti málþófsmet í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nótt.
Blaðraði í átta og hálfan tíma gegn velferðar- og loftslagspakka Biden
Kevin McCarthy leiðtogi repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sló met í nótt er hann talaði í 8 klukkustundir og 32 mínútur í þeim tilgangi að tefja framgang velferðar- og loftslagsmálalöggjafar Biden-stjórnarinnar.
19. nóvember 2021
Gjöfult ár fyrir fisk og ál
Árið hefur verið gjöfult fyrir bæði sjávarútveginn og áliðnaðinn hér á landi, en samanlagður útflutningur þessara greina það sem af er ári hefur ekki verið meiri í áratug. Samkvæmt Seðlabankanum er búist við enn meiri vexti á næsta ári.
19. nóvember 2021
Svæðið sem verður undir í skipulagsferlinu sem er framundan.
Suðurlandsbraut og efsti hluti Laugavegar í deiliskipulagsferli á næstu mánuðum
Til stendur að nýtt deiliskipulag fyrir Suðurlandsbraut og efsta hluta Laugavegar sem felur í sér mótun sérrýmis fyrir Borgarlínu verði kynnt í febrúar. Skipulagslýsing fyrir verkefnið liggur fyrir og verður kynnt formlega eftir samþykkt borgarstjórnar.
19. nóvember 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Icelandverse, Tiro talgreinir og Spotify íhugar hljóðbækur
19. nóvember 2021
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP
CCP aftur með langmesta skattafrádráttinn vegna nýsköpunar
Skattafrádráttur fyrirtækja hérlendis sem stóðu í rannsóknar- eða þróunarvinnu nam alls 10,4 milljörðum króna í ár og rann til 264 fyrirtækja. Sem fyrr fær tölvuleikjafyrirtækið CCP mesta frádráttinn, en hann nam 550 milljónum króna.
19. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri grænna, sem situr í undirbúningsnefnd um rannsókn kjörbréfa.
Svandís hefur talað fyrir uppkosningu en hinir stjórnarflokkarnir vilja aðra niðurstöðu
Það mun liggja fyrir á fimmtudag í næstu viku hvort kjósa þurfi aftur í Norðvesturkjördæmi eða hvort endurtalning verði látin gilda. Engin eining er milli flokka um niðurstöðuna, ekki einu sinni innan raða ríkisstjórnarflokkanna.
19. nóvember 2021
Glæpur í höfði Páls Vilhjálmssonar
None
18. nóvember 2021
Reykjavíkurborg hefur prentað og dreift svipuðu kynningarblaði árlega undanfarin ár.
Borgin setti 11,7 milljónir í kynningarblað um íbúðauppbyggingu
Það kostaði Reykjavíkurborg rúmar 11,7 milljónir króna að koma 64 blaðsíðna kynningarblaði um íbúðauppbyggingu í borginni inn á rúmlega 60 þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu undir lok októbermánaðar.
18. nóvember 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Dagur barna í sorg
18. nóvember 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekkert hægt að fullyrða um mismunandi vernd bóluefna
Flestir bólusettra sem smitast hafa í yfirstandandi bylgju fengu bóluefni Pfizer. Það sama á við um þá bólusettu sjúklinga sem lagðir hafa verið inn. Ekki er þó hægt að reikna virkni bóluefna út frá þessum tölum.
18. nóvember 2021
Arion banki ætlar að losa allt að 88 milljarða króna til hluthafa
Á markaðsdegi Arion banka kom fram að bankinn ætlar sér að greiða um og yfir 60 milljarða króna til hluthafa í arð og með endurkaup á bréfum á næstunni. Sú upphæð bætist við 25,5 milljarða króna sem þeir hafa fengið á fyrstu níu mánuðum ársins.
18. nóvember 2021
Af leigumarkaðnum í foreldrahús
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir það ljóst að unga fólkið hefur í auknum mæli verið að flytjast af leigumarkaði og aftur í foreldrahús. Vísbendingar eru um að erfiðara sé að verða sér úti um leiguhúsnæði en áður.
18. nóvember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í leikhúsunum og verklag þeirra
Tæplega sex hundruð konur í sviðslistum og kvikmyndagerð skrifuðu undir áskorun í lok árs 2017 þar sem þær kröfðust þess að fá að vinna vinnuna sína án áreitni og ofbeldis. Kjarninn kannaði hvað hefur gerst í þessum málum í þremur stærstu leikhúsunum.
18. nóvember 2021
Oddný G. Harðardóttir
Innviðir sem varða þjóðaröryggi og almannahag
18. nóvember 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur með bók um „Nýju Reykjavík“ og sviptir hulu af því sem gerðist bakvið tjöldin
Borgarstjóri fer yfir atburðarás síðustu ára í borgarpólitíkinni í bók sem hann hefur skrifað. Þar mun hann einnig greina frá nýjum áformum Reykjavíkurborgar sem liggi loftinu, en eru á fárra vitorði. Búist er við því að hann verði í framboði í vor.
18. nóvember 2021
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.
Ríkjandi viðhorf í nefndinni að seinni talningin í Borgarnesi skuli gilda
„Að meðaltali er skoðunin nær seinni talningunni, en allir eru með fyrirvara um að skoðun sín geti breyst,“ segir þingmaður Pírata, spurður út í störf undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa, sem er að ljúka vinnu sinni.
17. nóvember 2021
Helga Ingólfsdóttir
Gott lífeyrisjóðskerfi í framtíðinni er ekki nóg, það þarf líka að vera í lagi í dag!
17. nóvember 2021
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræddi málið á ríkisstjórnarfundi í gær.
Fríir ársreikningar rýrir tekjur Skattsins um næstum 55 milljónir á ári
Árið 2017 sagði ríkisskattstjóri að ef aðgengi að ársreikningum yrði gert gjaldfrjálst myndi það kippa fótunum undan rekstri stofnunarinnar. Nú liggur fyrir hvað það kostar en ekki hver á að borga.
17. nóvember 2021
Helga Vala Helgadóttir hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna frá árinu 2017.
Helga Vala nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Nýr formaður þingflokks Samfylkingarinnar tekur við af Oddnýju Harðardóttur.
17. nóvember 2021
Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó hnýtir í villandi skrif skoðanadálks Morgunblaðsins um niðurstöður könnunar sem framkvæmd var fyrir Strætó.
Upplýsingafulltrúi Strætó afruglar Morgunblaðið
Morgunblaðið segir í skoðanadálki í dag að heil 98,7 prósent svarenda í könnun sem framkvæmd var fyrir Strætó telji að Borgarlína muni ekki auka líkurnar á því að þeir taki Strætó. Upplýsingafulltrúi Strætó segir þessa túlkun ekki standast nokkra skoðun.
17. nóvember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Ferðalög og nám í Kína á níunda áratugnum
17. nóvember 2021
Segir húsnæðisverð hafa hækkað umfram þróun grunnþátta
Samkvæmt Seðlabankanum er ekki einungis hægt að útskýra verðhækkanir á húsnæðismarkaðnum á síðustu mánuðum með lægri vöxtum og auknum kaupmætti ráðstöfunartekna.
17. nóvember 2021
„Við neytum of mikils, notum of mikla orku, kaupum of mikið af hlutum og endurvinnum ekki nóg“
Blaðamaður Kjarnans sat morgunverðarfund með Sönnu Marin forsætisráðherra Finnlands á dögunum ásamt öðrum norrænum blaðamönnum og ræddi hún norrænt samstarf, loftslagsmál og viðbrögð við kórónuveirunni.
17. nóvember 2021
Vextir hækkaðir um 0,5 prósentustig
Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka meginvexti sína um hálft prósentustig vegna hækkandi verðbólgu. Nokkur óvissa er um framvindu efnahagsmála, en bankinn spáir þó meiri hagvexti en áður fyrir næsta ár.
17. nóvember 2021
Óli Björn Kárason.
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir lækna fá „útrás fyrir hégóma í sviðsljósi fjölmiðla“
Óli Björn Kárason segir að til þess að magna upp ótta almennings vegna kórónuveiru sé grafið skipulega undan trausti á heilbrigðiskerfið. Það að vera frjáls borgari sé „aðeins óljós minning“.
17. nóvember 2021
Helgi segir framkomu sína gagnvart konum hafa verið óásættanlega og iðrast
Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, biðst fyrirgefningar á framkomu, orðfæri og hegðun sinni sem hafi látið samferðarfólki hans „líða illa í návist minni“.
16. nóvember 2021
Kona á ferð í gegnum jólamarkað í miðborg Berlínar í gær. Haldið fjarlægð, hnerrið í olnbogabótina og gleðileg jól.
Veiran skæða kallar á viðbrögð og takmarkanir víða um Evrópu
Stutt er síðan að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf það út að Evrópa væri nú miðpunktur kórónuveirufaraldursins. Víða um álfuna er verið að herða aðgerðir – ýmist gagnvart öllum eða þá sértækt gagnvart þeim sem hafa kosið að sleppa bólusetningu.
16. nóvember 2021
Jón Snædal
Þrautaganga Landspítalans
16. nóvember 2021
Bensínverð á Íslandi aldrei verið hærra í krónum talið
Í apríl 2012 var sett met þegar viðmiðunarverð á lítra af bensíni á Íslandi fór í 268,1 krónur. Verðið hefur hækkað hratt á þessu ári samhliða því að efnahagskerfi heimsins hafa tekið við sér eftir kórónuveiruna.
16. nóvember 2021
Reykjanesbrautin gerir í dag ferðir gangandi og hjólandi á milli Smára og Glaðheimahverfis fremur torfærar.
Kópavogur leitar hugmynda að loki ofan á Reykjanesbraut
Hugmyndasamkeppni stendur yfir á vegum Kópavogsbæjar og Arkitektafélags Íslands, þar sem meðal annars er vonast eftir að fram komi hugmyndir um lok ofan á Reykjanesbrautina. Einnig er kallað eftir hugmyndum að staðsetningu borgarlínustöðvar við Smáralind.
16. nóvember 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Alþýðuhefðir og grasalækningar á Íslandi
16. nóvember 2021
Á meðal aðgerða sem kynntar voru í fyrsta efnahagspakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum var að lækka bankaskatt.
Lækkun bankaskatts í fyrra rýrði tekjur ríkissjóðs um sex milljarða króna
Sitjandi ríkisstjórn mótaði þá stefnu í upphafi síðasta kjörtímabils að það ætti að lækka bankaskatt í skrefum, meðal annars til að bæta kjör almennings. Skatturinn var svo lækkaður hratt í fyrra og tekjur ríkissjóðs vegna hans lækkuðu um 56 prósent.
16. nóvember 2021
Andri Snær Magnason
Hver er hugmyndin?
16. nóvember 2021
Mörg kunnugleg andlit munu hittast aftur við ríkisstjórnarborðið eftir að sú næsta verður mynduð.
Þrjú ný ráðuneyti, tveir nýir ráðherrar og stjórnarsáttmáli sem skilur eftir „erfið mál“
Nýr stjórnarsáttmáli gæti verið kynntur í næstu viku. Tilfærsla verður á málaflokkum milli ráðuneyti, ný ráðuneyti mynduð og nýtt fólk sest í ríkisstjórn. Ágreiningur flokkanna um virkjanaáform verður klæddur í búning endurskoðunar á rammaáætlun.
16. nóvember 2021
Trygve Slagsvold Vedum, fjármálaráðherra Noregs.
Rafmagnsverð hefur tvöfaldast í Noregi
Orkuskorturinn í Evrópu og lítil úrkoma hefur bitnað þungt á norskum heimilum, sem borga nú tvöfalt meira fyrir rafmagn en þau hafa venjulega gert á þessum árstíma. Stjórnvöld hafa brugðist við verðhækkununum með stórfelldum niðurgreiðslum.
15. nóvember 2021
Úlfar Þormóðsson
Nýkratismi
15. nóvember 2021
Sigrún Guðmundsdóttir
Magnaða metangas, loftslagið og við
15. nóvember 2021
Ólafur Arnalds
Lífsreynslusaga: Saxað á eignasafn Ergo fjármögnunarþjónustu
15. nóvember 2021
Breytingarnar segir Shell gerðar til þess að einfalda skipulag félagsins.
Shell hættir að vera konunglega hollenskt
Olíurisinn Royal Dutch Shell ætlar sér að flytja höfuðstöðvar sínar til Bretlands og skattalega heimilisfesti líka. Þá má félagið ekki lengur heita Royal Dutch.
15. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson búast öll við því að endurnýja stjórnarsamstarf flokka sinna í þessari viku, eða þeirri næstu.
Stuðningur við ríkisstjórnina ekki mælst meiri frá því í janúar 2018
Fylgi Vinstri grænna eykst milli mánaða en fylgi Framsóknar dalar og er nú aftur komið í kjörfylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnarflokkurinn sem mælist með minna fylgi en hann fékk í kosningunum.
15. nóvember 2021
Agnieszka Ewa Ziólkowska tók við sem formaður Eflingar eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði upp störfum.
Gefur lítið fyrir umræðu á sam­fé­lags­miðlum um íslensku­kunn­áttu henn­ar
Nýr formaður Eflingar segir að það að hún tali ekki íslensku verði ekki vandamál í hennar störfum – en hún skilur íslensku. Fólk af erlendum uppruna sé hluti af samfélaginu og eigi rétt á því að taka þátt í því.
15. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Löggæsla og samfélagið
15. nóvember 2021
Nellie Liang, aðstoðarráðherra innanlandsfjármála Bandaríkjanna, til hægri.
Vilja aukið eftirlit með stöðugleikamyntum
Bæði Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið hafa sýnt ákveðinni tegund rafmynta sem kallaðar eru stöðugleikamyntir aukinn áhuga á síðustu mánuðum. Gangi það eftir gæti eftirlit með rafmyntum, sem er í lágmarki hérlendis þessa stundina, aukist.
15. nóvember 2021
Það eru ráðuneyti Lilju Alfreðsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar sem greiða út styrkina.
Níu fjölmiðlar utan höfuðborgarsvæðisins fengu tíu milljónir í styrki
Tvö ráðuneyti veita landsbyggðarfjölmiðlum sérstaka styrki. Þeir eru liður í aðgerðum byggðaáætlunar um eflingu fjölmiðlunar í héraði. Þeim miðlum sem fengu styrki fækkaði um tvo milli ára.
15. nóvember 2021
Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Afnám tekjutengingar kosti ríkissjóð allt að 100 milljarða króna
Fyrrverandi fjármálaráðherra og stofnandi Viðreisnar segir að byrði lífeyriskerfisins á ríkissjóð myndi aukast verulega frá því sem er ef hætt yrði að tekjutengja lífeyri almannatrygginga.
14. nóvember 2021