Facebook sendir notendum skilaboð um gagnanotkun
Öll spjót beinast nú að Facebook.
Kjarninn 9. apríl 2018
Facebook bannar AIQ sem var í lykilhlutverki í Brexit-baráttunni
Kanadískt fyrirtæki sem aflaði gagna á samfélagsmiðlum, og notaði til að reyna að fá fólk til að kjósa með útgöngu úr Evrópusambandinu í Bretlandi hefur verið bannað af Facebook.
Kjarninn 8. apríl 2018
Ísland enn í neðsta sæti meðal annarra ríkja í EES
Ísland er eina EES-ríkið innan EFTA sem hefur bætt frammistöðu sína þegar kemur að innleiðingu á EES-tilskipunum frá því í fyrra. En þrátt fyrir það er Ísland enn í neðsta sæti.
Kjarninn 8. apríl 2018
Tveir klassískir íslenskir valdaflokkar undir forystu sósíalista og konu
Svandís Svavarsdóttir segist ekki finna fyrir valdbeitingu af hendi samstarfsflokkanna. Hún segir „ótrúlegt afl“ fólgið í því að vera með Katrínu Jakobsdóttur við borðsendann á ríkisstjórnarborðinu. Það tryggi Vinstri grænum lykilstöðu í ríkisstjórn.
Kjarninn 8. apríl 2018
Eðlilegt að gera kröfu um ábyrgar fjárfestingar lífeyrissjóða
Krefjandi tímar eru nú hjá íslenskum lífeyrissjóðum, sem hafa verið að auka fjárfestingar sínar erlendis að undanförnu.
Kjarninn 7. apríl 2018
Efstu menn á lista Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Íslenska þjóðfylkingin kynnir efstu sæti á lista
Hafna uppbyggingu mosku, þéttingu byggðar og borgarlínu. Vilja færa stofnanir úr miðborginni í úthverfin og endurvekja verkamannabústaðakerfið.
Kjarninn 7. apríl 2018
Enni meiri fjölgun starfa á Keflavíkurflugvelli í kortunum
Þúsundir nýrra starfa verða til á Keflavíkurflugvelli á næstu árum.
Kjarninn 7. apríl 2018
Bandaríkin þrengja að valdaklíku Pútíns
Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna ákvað að beita valdaklíku Pútíns viðskiptaþvingunum.
Kjarninn 6. apríl 2018
Íslensk náttúra komin að þolmörkum - Þjónusta þarf að batna
Í skýrslu um þolmörk í ferðaþjónustunni segir að rannsóknir hafi sýnt, um langt árabil, að víða sé komið að þolmörkum þegar kemur að ágangi á ferðamannastöðum.
Kjarninn 6. apríl 2018
Innan úr ráðherrabifreið Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Kostnaður við rekstur ráðherrabíla og bílstjóra 16 milljónir í fyrra
Kostnaður stjórnarráðsins við rekstur ráðherrabíla og bílstjóra í fyrra var alls 16.363.529 krónur. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar.
Kjarninn 6. apríl 2018
Geir H. Haarde fyrir Landsdómi.
Vilja að Alþingi biðjist afsökunar á landsdómsmálinu
Þingmenn úr þremur flokkum vilja að Alþingi viðurkenni að óréttmætt hafi verið að höfða mál á hendur Geir H. Haarde og vilja að þingið biðji hann afsökunar. Fyrsti flutningsmaður er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Kjarninn 6. apríl 2018
Tollstjóri
Ríkislögreglustjóri, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Tollstjóri undir eitt þak
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að vinna að því að sameina húsnæði Tollstjóra, Ríkislögreglustjóra og Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á nýjum stað.
Kjarninn 6. apríl 2018
Kolbrún leiðir lista Flokks fólksins í borginni.
Kolbrún leiðir Flokk fólksins í borginni
Kolbrún Balursdóttir sálfræðingur mun leiða lista Flokks fólksins í borgarstjórnarskosningunum í maí. Í öðru sæti er Karl Berndsen hárgreiðslumeistari.
Kjarninn 6. apríl 2018
Nef- og munntóbakssala ÁTVR aldrei verið meiri í byrjun árs
ÁTVR, sem framleiðir og selur grófkornað nef- og munntóbak og er í einokunarstöðu á íslenska markaðnum, seldi meira af slíku á fyrstu tveimur mánuðum ársins en fyrirtækið hefur nokkru sinni gert áður.
Kjarninn 6. apríl 2018
Björn Ingi Hrafnsson stýrði Pressusamstæðunni árum saman.
315 milljóna króna kröfum lýst í bú Pressunnar
Einni stórri kröfu sem lýst var í þrotabú Pressunnar var hafnað af skiptastjóra. Alls nema samþykktar kröfur í búið 110 milljónum króna. Allt logar í illdeilum og kærumálum milli fyrrverandi eigenda og stjórnenda félagsins.
Kjarninn 6. apríl 2018
Mannlíf
Mannlíf kemur nú út vikulega
Fríblaðinu Mannlífi er dreift í 80 þúsund eintökum í dag. Blað dagsins er stútfullt af fréttum, fréttaskýringum, úttektum og skoðanagreinum sem eru m.a. unnar af ritstjórn Kjarnans.
Kjarninn 6. apríl 2018
Geir Þorsteinsson
Fyrrverandi formaður KSÍ oddviti Miðflokksins í Kópavogi
Geir Þorsteinsson mun leiða framboð Miðflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Kjarninn 6. apríl 2018
Rússar æfir á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
Rússar segja að Bretar muni fá að iðrast þess að hafa farið í áróðursstríð við Rússa.
Kjarninn 6. apríl 2018
Meiri hækkun á gengi krónunnar „áhættusöm“
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði stöðu efnahagsmála á Íslandi um margt góða. Hann ræddi meðal annars um breytingar á fjármálaþjónustu, og sagði þá umræðu vera rétt að byrja.
Kjarninn 5. apríl 2018
Birgitta hætt í Pírötum
Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður og kafteinn Pírata, er hætt í flokknum.
Kjarninn 5. apríl 2018
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands biðst afsökunar á málþingi um plastbarkamálið
Af hálfu Háskóla Íslands er beðist velvirðingar á ágöllum við málþing um plastbarkamálið árið 2012.
Kjarninn 5. apríl 2018
Tekist á um meinta spillingu embættismanna - aðalmeðferð í miskabótamáli Hreiðars Más
Sérstakur saksóknari notaði Héraðsdóm Vesturlands til að fá rannsóknarheimildir gegn Kaupþingsmönnum, vegna tengsla starfsmanna dómstólsins í Reykjavík við Kaupþing. Þetta kom fram í aðalmeðferð í máli Hreiðars Már Sigurðssonar gegn íslenska ríkinu í dag
Kjarninn 5. apríl 2018
Landsbankinn mátti ekki greiða starfsfólki sínu 85 milljónir í aukagreiðslur
Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landsbankinn hafi brotið gegn lögum með því að greiða starfsfólki sínu aukagreiðslur vegna tímabundins álags á árunum 2014 til 2016. Greiðslurnar fóru til 76 starfsmanna.
Kjarninn 5. apríl 2018
Drífa Snædal
„Stöðugleika hvers er verið að vernda?“
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður VG, gagnrýnir nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 5. apríl 2018
Er þeirrar skoðunar að embættisfærsla dómsmálaráðherra hafi verið röng
Svandís Svavarsdóttir segir að hún hafi ekki skipt um skoðun á embættisfærslu Sigríðar Á. Andersen í Landsréttarmálinu. Hún hafi verið röng og dómstólar hafi einnig komist að þeirri niðurstöðu.
Kjarninn 5. apríl 2018
1. maí-ganga
Formaður ÖBÍ: Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar mun halda við og búa til félagsleg vandamál
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar harðlega.
Kjarninn 5. apríl 2018
Sex íslensk fyrirtæki fá styrki frá Evrópusambandinu
Nýsköpun sex íslenskra fyrirtækja fær styrki úr sjóðum ESB á grundvelli EES-samningsins.
Kjarninn 5. apríl 2018
Lúxusferðir gætu skilað tugum milljarða
Ferðamenn sem heimsækja Ísland til að nýta sér hágæða lúxusþjónustu eru afar verðmætir fyrir hagkerfið.
Kjarninn 5. apríl 2018
Ríkisstjórnin sögð tefla á „tæpasta vað“
Stjórnarandstaðan gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar harðlega.
Kjarninn 5. apríl 2018
Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, tekur lagið með HAM.
Óttarr mátti spila með HAM gegn greiðslu en Ragnheiður Elín mátti ekki fá lánað skart
Sex ráðherra hafa óskað eftir ráðleggingum um hvort að tilvik sem þeir stóðu frammi fyrir væru í samræmi við siðareglur ráðherra.
Kjarninn 4. apríl 2018
Facebook skandallinn stærri en áður var talið
Cambridge Analytica komst yfir meira af notendaupplýsingum frá Facebook, með óeðlilegum hætti, en áður var talið.
Kjarninn 4. apríl 2018
Gera ráð fyrir „mjúkri lendingu“
Stjórnvöld gera ráð fyrir að það muni hægja nokkuð á hagvexti á næstu árum eftir mikinn uppgang.
Kjarninn 4. apríl 2018
Innviðafjárfestingar í fyrirrúmi í nýrri fjármálaáætlun
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hyggst auka fjárfestingar í innviðum samfélagsins. Lagt verður upp með ábyrga hagstjórn, segja ráðamenn landsins.
Kjarninn 4. apríl 2018
Hefur lengi verið þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn ráði of miklu
Heilbrigðisráðherra var mjög efins um stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. Í dag er hún sannfærð um að það hafi verið góð hugmynd. Hún segist þó enn þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ráðið of miklu á Íslandi.
Kjarninn 4. apríl 2018
Læknavaktin flytur
Eftir nær 20 ár í Kópavogi mun Læknavaktin flytja í Austurver á Háaleitisbraut í Reykjavík.
Kjarninn 4. apríl 2018
Tollastríðið harðnar
Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú búinn að koma af stað tollastríði við Kína. Þessi tvö stærstu þjóðarhagkerfi heimsins eiga í margþættu viðskiptasambandi. Fjárfestar óttast hið versta.
Kjarninn 4. apríl 2018
Kerið nýtur vaxandi vinsælda
Hagnaður Kerfélagsins jókst á milli ára. Eigendurnar hafa beitt aðgangsstýringu og gjaldtöku til að vernda náttúruna og byggja upp aðstöðu fyrir ferðamenn á svæðinu.
Kjarninn 4. apríl 2018
Spotify metið á 3 þúsund milljarða
Virði sænska tónlistarhugbúnaðarfyrirtækisins Spotify var um 30 milljarðar Bandaríkjadala við upphaf viðskipta með bréf félagsins
Kjarninn 3. apríl 2018
Lagaumhverfi leigubifreiðamarkaðarins samkeppnishamlandi
Sami fjöldi leigubifreiða starfandi á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og var fyrir ellefu árum síðan, þrátt fyrir mikla fólksfjölgun og sprengingu í komu ferðamanna. Samkeppinseftirlitið segir takmörkun á fjölda hafa augljós neikvæð áhrif á samkeppni.
Kjarninn 3. apríl 2018
Um 20 starfa hjá RÚV við tekjuöflun – Flestir við auglýsingasölu
Á annan tug manns eru í fullu starfi hjá RÚV til að sinna sölu á auglýsingum, hérlendu sem og erlendu efni og leigu á dreifikerfi. Beinn kostnaður RÚV vegna samkeppnisrekstrar er 256 milljónir á ári.
Kjarninn 3. apríl 2018
Athugið að þessi myndbirting er ekki bjórauglýsing.
Lýðheilsusjónarmið munu ráða áfengisauglýsingum
Mennta- og menningarmálaráðherra segir það rétt að aðgengi að áfengis- og tóbaksauglýsingum sé gjörbreytt vegna tæknibyltingarinnar. Hún segir þó að stíga verði varlega til jarðar við að gera breytingar á birtingu slíkra auglýsinga í íslenskum fjölmiðlum.
Kjarninn 3. apríl 2018
Útlendingar mega sækja um styrki til Kvikmyndasjóðs en einungis íslenskar myndir fá þá
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á kvikmyndalögum.
Kjarninn 2. apríl 2018
Keyptu eigin bréf fyrir 39 milljarða á þremur árum
Félög sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað keyptu alls eigin bréf fyrir 19,1 milljarð króna í fyrra. Það er svipuð upphæð og þau keyptu slík fyrir næstu tvö árin á undan.
Kjarninn 2. apríl 2018
Vilja gera 1. desember að frídegi
Átta þingmenn vilja gera fullveldisdaginn að almennum frídegi og undirstrika þannig mikilvægi hans.
Kjarninn 2. apríl 2018
Xi JInping, forseti Kína, hefur svarað Donald Trump í sömu mynt.
Kína leggur allt að 25 prósent verndartolla á bandarískar vörur
Kínversk stjórnvöld hafa svarað ákvörðun Donald Trump um að setja háa tolla á innfluttar vörur frá Kína með því að gera slíkt hið sama. Alls leggjast nýju tollarnir, sem taka gildi í dag, á 128 bandarískar vörur. Tollastríð er skollið á.
Kjarninn 2. apríl 2018
#metoo hefur áhrif – Til stendur að breyta siðareglum alþingismanna
Þingsályktunartillaga þess efnis að bæta við siðareglur fyrir alþingismenn hefur verið lögð fram.
Kjarninn 1. apríl 2018
„Við misstum líka tökin þegar atburðirnir voru komnir af stað“
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra, telur að margir möguleikar hafi verið í kortunum eftir að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu.
Kjarninn 1. apríl 2018
Lýsa yfir vonbrigðum með úthlutunarreglur LÍN
Fulltrúar námsmanna í stjórn LÍN lýsa yfir vonbrigðum með úthlutunarreglur LÍN 2018 til 2019.
Kjarninn 31. mars 2018
Flóttafólk öðlast rétt á námslánum
Breytingar hafa verið gerðar á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir námsárið 2018 til 2019. Meðal annars eiga einstaklingar sem njóta alþjóðlegrar verndar eða hafa dvalarleyfi á Íslandi vegna mannúðarsjónarmiða nú rétt á námslánum.
Kjarninn 31. mars 2018
Heilbrigðiskrefið afskrifaði 36 milljónir vegna erlendra ferðamanna
Íslenskar heilbrigðisstofnanir afskrifuðu í fyrra alls rúmlega 36 milljónir vegna ógreiddra reikninga erlendra ferðamanna. Sú fjárhæð hefur hækkað um tæpar 13 milljónir frá árinu 2016 þegar afskrifaðar voru rúmlega 23 milljónir.
Kjarninn 30. mars 2018