Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Fólk „sannarlega“ hvatt til að vera sem minnst á ferðinni
Sama nálgun verður notuð á ferðalög fólks á næstu vikum og gert var í fyrravetur. Fólk verður „sannarlega“ hvatt til að „vera sem minnst á ferðinni,“ segir sóttvarnalæknir.Örfáir dagar eru til páska.
Kjarninn 24. mars 2021
Katrín Jakobsdóttir á fundinum í dag.
„Mjög fast“ gripið inn í með 10 manna fjöldatakmörkunum
Tíu manna fjöldatakmarkanir verða meginreglan næstu þrjár vikurnar. Margvíslegar takmarkanir verða á starfsemi í samfélaginu vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Hart er stigið niður, til að aðgerðir standi skemur, sagði forsætisráðherra.
Kjarninn 24. mars 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Segja óháða kunnáttumanninn gegna „mikilvægu hlutverki“
Samkeppniseftirlitið segir að þekkt sé að kostnaður vegna óháðra kunnáttumanna geti verið mismunandi. Lúðvík Bergvinsson, sem gegnir þeirri stöðu vegna samruna Festi við N1, hefur fengið rúmar tvær milljónir á mánuði í rúm tvö ár fyrir að gegna starfinu.
Kjarninn 24. mars 2021
Forseti Alþingis sá ástæðu til þess að gera alvarlegar athugasemdir við orðfæri Guðmundar Inga á þingi í dag en hann sagði ríkisstjórnina hafa skitið upp á bak.
Guðmundur Ingi: „Því miður hefur ríkisstjórnin skitið upp á bak“
Þingmaður Flokks fólksins segir ríkisstjórnina hafa klúðrað veiruvörnum. Hann segir formann flokksins hafa haft rétt fyrir sér þegar hún talaði fyrir sambærilegum aðgerðum í Kastljósi fyrir um ári síðan en hún hafi verið „höfð að háði og spotti fyrir.“
Kjarninn 24. mars 2021
Útflutningur á skyri minnkar þrátt fyrir aukinn kvóta
Skyrútflutningur til ESB-landa í fyrra var einungis þriðjungur af því sem hann var árið 2018, þrátt fyrir að útflutningskvótinn hafi margfaldast.
Kjarninn 24. mars 2021
Það má með sanni segja að umfjöllun BBC, undir fyrirsögn sem gæti útlagst sem „Hvernig Ísland stemmdi stigu við og hafði betur gegn veirunni“ á íslensku, hafi komið fram á óheppilegum tíma.
Staðan breytist hratt – BBC lýsti yfir sigri Íslands gegn veirunni á mánudagskvöld
Í fréttaskýringu BBC á mánudagskvöld var fyrir yfir það hvernig Íslandi hefði tekist að berja veiruna niður á ný og hvernig komist hefði verið í veg fyrir útbreiðslu breska afbrigðisins innanlands. Skjótt skipast veður í lofti.
Kjarninn 24. mars 2021
Ekki hafa fleiri greinst innanlands með veiruna á einum degi síðan í byrjun desember.
Ellefu börn greindust með COVID-19 í gær
Af þeim sautján sem greindust með smit innanlands í gær eru ellefu börn á aldrinum 6-12 ára. Smit kom upp í Laugarnesskóla og eru nú allir nemendur skólans í svokallaðri úrvinnslusóttkví sem og allir nemendur Laugalækjarskóla.
Kjarninn 24. mars 2021
Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala.
Sextán smit innanlands – Tíu utan sóttkvíar
Alls greindust 16 smit innanlands í gær. Þar af voru 10 einstaklingar ekki í sóttkví.
Kjarninn 24. mars 2021
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Stýrivextir óbreyttir – Verða áfram 0,75 prósent
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir standi í stað. Ákvörðunin er í takti við spár.
Kjarninn 24. mars 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026 á mánudag.
Ekki gert ráð fyrir að setja pening úr ríkissjóði í nýja þjóðarleikvanga út árið 2026
Í fyrrahaust sendu stjórnvöld frá sér tilkynningar um byggingu nýrra þjóðarleikvanga fyrir knattspyrnu, handbolta og körfubolta. Gefið var í skyn að framkvæmdir væru á næsta leiti. Ekkert er að finna um fjármögnun verkefnanna í nýrri fjármálaáætlun.
Kjarninn 24. mars 2021
Laugarnesskóli verður lokaður á morgun rétt eins og Laugalækjarskóli, en að minnsta kosti fimm smit hafa verið staðfest hjá kennara og nemendum í Laugarnesskóla.
Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví
Vegna fjölgunar smita í Laugarnesskóla hefur verið gerð krafa um að allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fari í úrvinnslusóttkví og haldi sig heima á miðvikudag.
Kjarninn 23. mars 2021
Bjórbruggun til einkaneyslu er bönnuð hér á landi.
Embætti landlæknis segir nei við heimabruggi
Í frumvarpi um breytingu á áfengislögum er lagt til að bruggun áfengis til einkaneyslu með gerjun verði heimiluð. Ekki verður hægt að fylgjast með heildardrykkju þjóðarinnar nái frumvarpið fram að ganga, segir í umsögn Embættis landlæknis um frumvarpið.
Kjarninn 23. mars 2021
Logi Einarsson og Katrín Jakobsdóttir ræddu um efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar og atvinnuleysi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.
Segir ríkisstjórn stefna að „sérstöku óskaskuldahlutfalli“ frekar en minnkuðu atvinnuleysi
Formaður Samfylkingar segir skuldastöðu ríkisins afleiðingu atvinnuástandsins og kallar eftir frekari aðgerðum til að minnka atvinnuleysi. Ríkisstjórnin hefur beitt sér til að milda höggið á efnahagslífið frá upphafi faraldurs að mati forsætisráðherra.
Kjarninn 23. mars 2021
Afneitun helfararinnar sögð geta leitt til uppgangs nasisma
Í umsögn Gyðingasafnaðarins á Íslandi við frumvarp um bann við afneitun helfararinnar segir að aukin menntun og fræðsla í bland við fjölbreytni og umburðarlyndi sé meðalið við fordómum. Ein umsögn um frumvarpið var send inn algjörlega svert.
Kjarninn 23. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur leggur til að bólusettir verði skimaðir við komuna
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að bólusettir verði skimaðir einu sinni við komuna til landsins. Ekki hefur verið tekin afstaða til þessarar tillögu í ríkisstjórninni.
Kjarninn 23. mars 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Farþegar frá „eldrauðum“ svæðum þurfa að dvelja í sóttvarnahúsum
Ríkið ætlar að tryggja sér meira húsnæði undir sóttvarnahús. Farþegar sem koma frá þeim svæðum Evrópu þar sem nýgengi smita er hæst munu þurfa að dvelja þar á milli landamæraskimana. Sóttvarnalæknir lagði til að flestir eða allir færu í sóttvarnahús.
Kjarninn 23. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Minni framlög á vinnumarkaði næstu árin
Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að greiða 36 prósentum minna á vinnumarkaði og í atvinnuleysisbætur í ár en í fyrra, þrátt fyrir að búist sé við meira atvinnuleysi í ár.
Kjarninn 23. mars 2021
Guðmundur Gunnarsson
Guðmundur verður oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðar mun leiða lista VIðreisnar í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum sem fara fram eftir sex mánuði og tvo daga.
Kjarninn 23. mars 2021
Ísland úr lofti. Alþjóðamál og tengdar öryggisógnir í hefðbundnum skilningi voru ekki ofarlega á lista, þegar svarendur voru beðnir um að nefna helstu áskoranir Íslands.
Tortryggni í garð Kína og vilji til aukins Norðurlandasamstarfs
Íslendingar voru spurðir út í afstöðu sína til alþjóðamála í nýlegri könnun á vegum Alþjóðamálastofnunar. Rúmur meirihluti vill sporna við kínverskri fjárfestingu í íslensku efnahagslífi og tæpt 41 prósent segist líta Atlantshafsbandalagið jákvæðum augum.
Kjarninn 23. mars 2021
Lúðvík Bergvinsson var skipaður sem óháður kunnáttumaður vegna sáttar Festi við Samkeppniseftirlitið.
Kostnaður Festi vegna óháðs kunnáttumanns 56 milljónir króna á rúmum tveimur árum
Festi ætlar að óska eftir breytingum á aðkomu Lúðvíks Bergvinssonar, sem skipaður var sem óháður kunnáttumaður vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Skipun Lúðvíks á að gilda fram í október 2023.
Kjarninn 22. mars 2021
Heimir Már Pétursson
Heimir Már Pétursson vill verða næsti formaður Blaðamannafélags Íslands
Nýr formaður Blaðamannafélags Íslands verður kjörinn í næsta mánuði. Hjálmar Jónsson hættir þá eftir að hafa setið sem formaður og framkvæmdastjóri frá árinu 2010.
Kjarninn 22. mars 2021
Spáð 2,6 prósenta hagvexti í ár
Gera má ráð fyrir að hagkerfið vaxi um 2,6 prósent í ár, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofu. Búist er við meira atvinnuleysi og hærri verðbólgu í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 22. mars 2021
Tobba Marinós hættir hjá DV
Tobba hefur stýrt DV frá því í lok mars á síðasta ári. Hún ætlar nú að einbeita sér að fjölskyldufyrirtæki sem hún á ásamt móður sinni.
Kjarninn 22. mars 2021
Félag í eigu Síldarvinnslunnar er stærsti einstaki eigandi Sjóvár.
Ætla að færa hlutinn í Sjóvá út úr Síldarvinnslunni fyrir skráningu
Eignarhlutur Síldarvinnslunnar í SVN eignafélagi, stærsta eiganda Sjóvá, verður greiddur út sem arður til eigenda hennar áður en Síldarvinnslan verður skráð á markað síðar á þessu ári. Stærstu eigendurnir eru Samherji og fjölskylda Björgólfs Jóhannssonar.
Kjarninn 22. mars 2021
Þórólfur: Samfélagslegt smit útbreiddara en áður var talið
Ellefu manns greindust með COVID-19 innanlands um helgina, þar af voru fimm í sóttkví.
Kjarninn 22. mars 2021
21 COVID-19 smit greint um helgina
Tíu skipverjar súrálsskips sem kom til Reyðarfjarðar í gær eru í einangrun um borð í skipinu eftir að hafa greinst með COVID-19. Fimm til sex einstaklingar utan sóttkvíar greindust innanlands um helgina.
Kjarninn 22. mars 2021
80 nemendur Laugarnesskóla í sóttkví eftir að COVID-19 smit greindist
Nemendur og starfsmenn skólans sem eru útsettir fyrir smiti verða sendir í sýnatöku á morgun, þriðjudag.
Kjarninn 22. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins og Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn mælist nánast jafn stór og Miðflokkurinn
Bæði Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn mælast nokkuð undir kjörfylgi en Framsókn hefur unnið á síðustu vikur. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa bætt við sig samanlagt um tíu prósentustigum og Sósíalistar mælast með 5,7 prósent fylgi.
Kjarninn 22. mars 2021
Súrálið sem skipið kom með til landsins er fyrir álver Fjarðaráls við Reyðarfjörð.
Tíu með COVID-19 smit um borð í súrálsskipi við Reyðarfjörð
Hinir smituðu eru allir í einangrun og ekki er talin hætta á að smitið dreifi sér.
Kjarninn 21. mars 2021
Um 30 prósent vinnandi Íslendinga hafa fengið 21 milljarð króna í skattaafslátt
Tæpur þriðjungur vinnandi Íslendinga notar séreignarsparnað sinn til að greiða niður húsnæðisskuldir. Það fá þeir að gera skattfrjálst og lækka þar með skattbyrði sína umfram aðra umtalsvert.
Kjarninn 21. mars 2021
Stefán Vagn Stefánsson
Stefán Vagn leiðir fyrir Framsókn í Norðvesturkjördæmi
Framsóknarflokkurinn hefur lokið við að velja á lista sinn í Norðvesturkjördæmi og eftirmaður Ásmundar Einars Daðasonar í oddvitasætið liggur fyrir. Sitjandi þingmaður, sem sóttir eftir oddvitasæti, á litla sem enga möguleika á að halda sér á þingi.
Kjarninn 20. mars 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Ýmsar ástæður fyrir því að það gæti dregist að ná fullum efnahagsbata
Már Guðmundsson segir að það sé vandrataður meðalvegur á milli skemmri tíma verndar fyrir fyrirtæki og að hamla ekki æskilegri aðlögun að nýjum aðstæðum.
Kjarninn 20. mars 2021
Einar og Magnús síðustu staðfestu oddvitar á listum Pírata
Píratar hafa nú, fyrstir allra flokka, lokið vali í efstu sætin á listum sínum í öllum kjördæmum.
Kjarninn 20. mars 2021
Hraunið er mest tíu metrar á þykkt og í samanburði við önnur eldgos hér á landi er eldgosið í Geldingadal mjög lítið.
Segir nýtt eldgosatímabil hafið á Reykjanesskaga
Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir eldgosið í Geldingadal töluverð tíðindi. „Við verðum að túlka þetta sem svo að það sé hafið nýtt eldgosatímabil á skaganum.“ Hann segir þó engar hamfarir að hefjast.
Kjarninn 20. mars 2021
Þessir menn voru með leyfi til að fara að eldgosinu enda þar á vegum Gæslunnar.
Víðir „pínu með í maganum“
Þó að það sé lítið og á lygilega hentugum stað hvað varðar hraunrennsli og gasmengun, er eldgosið í Geldingadal ekki hættulaust. Fólk streymir nú á vettvang til að berja það augum. Hraunið getur flætt marga metra á stuttum tíma og nýjar sprungur opnast.
Kjarninn 20. mars 2021
Mynd af gosinu í dagsbirtu sýnir að það er lítið.
Eldgosið ógnar ekki byggð eða mannvirkjum en möguleiki er á gasmengun
Eldgos hófst í Geldingardal við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga klukkan 20:45 í gærkvöldi.
Kjarninn 20. mars 2021
Sjáðu myndband af gosinu
Eldgosið sem hófst í kvöld virðist vera lítið gos.
Kjarninn 19. mars 2021
Fyrsta mynd sem ljósmyndari Kjarnans hefur náð af gosinu.
Eldgos er hafið við Fagradalsfjall
Eftir margra mánaða óróa á Reykjanesskaga er eldgos hafið við Fagradalsfjall.
Kjarninn 19. mars 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
RÚV telur óljóst hverju það skili að innheimta útvarpsgjaldið eins og bifreiðagjöld
Ríkisútvarpið segist ekki sjá hvernig frumvarp sjö þingmanna Sjálfstæðisflokks verði til þess að auka aðhald með rekstri og dagskrárgerð ríkisfjölmiðilsins. Sýn styður frumvarpið og segir fólk oft gleyma því að RÚV sé ekki ókeypis.
Kjarninn 19. mars 2021
Sif Gunnarsdóttir hefur verið skipuð nýr forsetaritari.
Sif Gunnarsdóttir nýr forsetaritari
Sif Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála á menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, hefur verið skipuð forsetaritari. Alls sóttust 60 manns eftir embættinu þegar það var auglýst í lok síðasta árs.
Kjarninn 19. mars 2021
Minna á áhættu tengda viðskiptum með sýndarfé
Neytendur sem eiga í viðskiptum með sýndarfé njóta ekki góðs af tryggingakerfi eða neytendavernd sem fylgir fjármálaþjónustu. Á þetta bendir Seðlabankinn á vef sínum en áhugi almennings á sýndarfé er stöðugt að aukast.
Kjarninn 19. mars 2021
Umfjöllun Kjarnans fór í loftið þann 15. nóvember síðastliðinn, en um var að ræða greinaflokk sem fjallaði um eldsvoða sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið, þann mannskæðasta sem orðið hefur í höfuðborginni.
Kjarninn tilnefndur til verðlauna fyrir umfjöllun um Bræðraborgarstígsbrunann
Umfjöllun Sunnu Óskar Logadóttur og annarra blaðamanna Kjarnans um brunann á Bræðraborgarstíg er tilnefnd til Blaðamannaverðlauna BÍ í flokknum umfjöllun ársins. Verðlaunin verða afhent í næstu viku.
Kjarninn 19. mars 2021
Borgarlínuleiðin sem pólitíkin í Hafnarfirði og Garðabæ vill kanna hvort hægt sé að flýta undirbúningi á er sú sem hér sést í fjólubláum lit, á milli Fjarðar og Miklubrautar.
Garðabær og Hafnarfjörður kanna hvort unnt sé að flýta vinnu við Borgarlínu
Bæjarstjórnir bæði Hafnarfjarðar og Garðabæjar hafa í vikunni samþykkt að kanna hjá Betri samgöngum og Vegagerðinni hvort mögulegt sé að fara fyrr af stað með vinnu við frumdrög að borgarlínuleiðinni sem tengja á Hafnarfjörð og Reykjavík.
Kjarninn 19. mars 2021
Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur
Vilja takmarka búsetu „ekki-vestrænna“ í völdum hverfum Danmerkur
Danska ríkisstjórnin vill takmarka fjölda íbúa sem ekki hafa „vestrænan bakgrunn“ í fátækrahverfum þar í landi.
Kjarninn 19. mars 2021
Samstaða er á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu Borgarlínu og fulltrúar segja fagnaðarefni hve langt á veg verkefnið er komið. Innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg ríkir ekki sama sáttin.
„Þverpólitísk sátt“ um Borgarlínu nær ekki inn í Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík
Langflestir fulltrúar í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, þar á meðal þrír sjálfstæðismenn í Kraganum, telja það fagnaðarefni að borgarlínuverkefnið sé komið vel af stað. Ekki þó fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Kjarninn 18. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Útgerðarfyrirtækin þurfi að svara kalli tímans um gagnsæi, traust og réttlæti
Þingmaður Viðreisnar segir það hagsmunamál, bæði fyrir sjómenn og þjóðina alla, að sjómenn séu ekki hlunnfarnir af útgerðum. Sjávarútvegsráðherra vill takast á við þetta vandamál en segir verðlagningu vera á forræði sjávarútvegsfyrirtækjanna og sjómanna.
Kjarninn 18. mars 2021
Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður hefur verið ráðinn sem slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð.
Fréttamaður á Stöð 2 ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð
Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður á Stöð 2 hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð. Hann starfaði tímabundið sem upplýsingafulltrúi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, frá miðju síðasta ári og þar til nýlega.
Kjarninn 18. mars 2021
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Telur að menningararfur kristni eigi að vera grundvöllur kennslu á öðrum trúarbrögðum
Biskupsstofa telur að frumvarp þingmanna um að hefja kristinfræðikennslu í grunnskólum að nýju vera vitnisburð um nauðsyn „nálgun og þekking á okkar sameiginlegu kristnu rótum sé ennþá mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr.“
Kjarninn 18. mars 2021
„Ástæður til að hafa ákveðnar áhyggjur af smitinu sem greindist í gær“
Líklegast er búið að ná utan um hópsýkingu sem kom upp fyrir um tveimur vikum. „Við sjáum það að veiran er ekki með öllu horfin og ef við pössum okkur ekki getum við fengið aðra bylgju í bakið,“ sagði Þórólfur
Kjarninn 18. mars 2021
Miðstjórn ASÍ  segir hætt við því að ferðaþjónustan og tengdar greinar geti borið meiri skaða af en ella ef opnunin verði til þess að grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða innanlands.
Líst illa á það sem stjórnvöld ætla sér 1. maí
Miðstjórn ASÍ varar við fyrirætlunum stjórnvalda um tilslakanir á landamærum og segir hætt við því að ferðaþjónustan og tengdar greinar geti borið meiri skaða af en ella ef opnunin verði til þess að grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða innanlands.
Kjarninn 18. mars 2021