Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009. Davíð er sá á myndinni sem er ekki með hatt.
Morgunblaðið með minna en 20 prósent lestur í fyrsta sinn síðan að mælingar hófust
Lestur Fréttablaðsins hefur lækkað um hálft prósentustig að meðaltali síðastliðið ár og hefur aldrei verið minni. Haldi þessi þróun áfram fer lestur blaðsins undir 30 prósent fyrir árslok. 3,5 prósent landsmanna sögðust lesa DV í síðustu mælingu blaðsins.
Kjarninn 16. apríl 2021
Kínverski fáninn á húni fyrir utan sendiráð ríkisins í Reykjavík.
Kína krefst þess að Ísland skipti sér ekki af innanríkismálum
Sendiráð Kína á Íslandi segir í yfirlýsingu að boðuð þátttaka Íslands í þvingunaraðgerðum vegna stöðu minnihlutahóps úígúr-múslima í landinu sé ástæða þess að íslenskur maður sé kominn á svartan lista kínverskra stjórnvalda, fyrir skrif í Morgunblaðið.
Kjarninn 16. apríl 2021
Icelandair tekur eina MAX vél úr rekstri
Icelandair hefur tekið eina Boeing 737 MAX vél í flota sínum tímabundið úr rekstri meðan skoðun á rafkerfi fer fram og viðeigandi úrbætur gerðar í kjölfarið. Málið tengist ekki hinu svokallaða MCAS kerfi sem olli kyrrsetningu véla af þessari gerð.
Kjarninn 16. apríl 2021
Bjarni Benediktsson og Drífa Snædal.
Drífa segir Bjarna hafa fundið upp hugtakið „afkomubætandi ráðstafanir“
Forseti ASÍ gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar harðlega og segir að afkoma fólks og samfélagslegir hagsmunir eigi að vera í fyrsta sæti. Hún telur frasann „afkomubætandi ráðstafanir“ vera nýyrði smíðað af fjármála- og efnahagsráðherra.
Kjarninn 16. apríl 2021
Það er líklegt að bólusetja þurfi árlega gegn COVID-19, segja framleiðendur bóluefnanna.
Þörf á „þriðju sprautunni“ líkleg innan árs
Bóluefnaframleiðendur telja líklegt að endurbólusetja þurfi fólk innan við ári eftir að það hefur fengið fyrstu skammta. Árleg bólusetning gegn COVID-19 er „líkleg sviðsmynd“.
Kjarninn 16. apríl 2021
Læknafélag Íslands telur umræðuna bæði bjagaða og einhliða, þegar að dánaraðstoð kemur. Mynd úr safni.
Læknafélagið leggst gegn tillögu um skoðanakönnun um dánaraðstoð
Einhliða og bjöguð umræða, keyrð áfram af þeim sem helst vilja beita sér fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar, er ástæða þess að Læknafélag Íslands segist ekki telja tímabært að gera nýja könnun á hug heilbrigðisstarfsfólks til dánaraðstoðar.
Kjarninn 16. apríl 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ekki hægt að kortleggja umsvif útgerða í íslensku atvinnulífi tíu ár aftur í tímann
Afmarka þarf skýrslu um umsvif 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi við árin 2016 til 2019. Samkvæmt þingskapalögum átti skýrslan að vera tilbúin í síðustu viku.
Kjarninn 16. apríl 2021
Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljungs.
Skeljungur tilkynnir um áhugasama kaupendur að P/F Magn
Þegar Strengur gerði yfirtökutilboð í Skeljung fyrir áramót miðuðu áætlanir fjárfestahópsins við að selja ýmsar eignir út úr félaginu til að borga fyrir skuldsetta yfirtöku. Færeyskt dótturfélag er nú í söluferli.
Kjarninn 15. apríl 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi ekki ánægður með leka á WOW-skýrslu Ríkisendurskoðunar
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill vita hvort það þurfi ekki að taka upp nýja verklagsreglu um trúnað þegar skýrslur sem trúnaður er á leka út.
Kjarninn 15. apríl 2021
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Sigríður Dögg býður sig fram til formanns Blaðamannafélagsins
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, hefur tilkynnt um framboð sitt til formanns Blaðamannafélags Íslands. Heimir Már Pétursson, fréttamaður á Stöð 2, hefur einnig gefið kost á sér.
Kjarninn 15. apríl 2021
Bjarni og Guðmundur Ingi ræddu fátækt í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.
100 þúsund krónur á ári séu „margar hafragrautsskálar“
Í fyrirspurn um fátækt vitnaði þingmaður Flokks fólksins í samtal við einstætt foreldri sem borðar hafragraut seinni hluta mánaðar vegna fátæktar. Hækkun barnabóta mikilvæg fátækum að mati fjármálaráðherra, hún væri gríðarleg mæld í hafragrautsskálum.
Kjarninn 15. apríl 2021
Helgi Seljan fer fram á að úrskurður siðanefndar RÚV frá 26. mars verði endurupptekinn í heild sinni.
Helgi Seljan fer fram á endurupptöku siðanefndarúrskurðarins
Helgi Seljan hefur krafist þess að úrskurður siðanefndar RÚV í kærumáli Samherja gegn honum verði endurupptekinn eða afturkallaður, vegna mistaka siðanefndarinnar sem ekki hafi verið unnið rétt úr og vanhæfis eins nefndarmanna.
Kjarninn 15. apríl 2021
Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Víðir Reynisson.
„Auðvitað verður þetta frábært sumar“
„Hvað heldur þú Alma, heldur þú að sumarið verði gott?“ Bjart var yfir þríeykinu á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þó að ekki sé búið að tala við veðurfræðinga telur sóttvarnalæknir að við getum átt von á betra sumri í ár en í fyrra.
Kjarninn 15. apríl 2021
Alma Möller landlæknir.
Alma: Erum komin á „lokasprettinn“
Landlæknir segir það mat heilbrigðisyfirvalda að við séum komin á lokasprettinn í baráttunni við COVID-19. „Samheldni og seigla mun koma okkur yfir endamarkið.”
Kjarninn 15. apríl 2021
Upplýsingagjöf sjóðsins til fjármálaeftirlitsins í tengslum við athugunina er sögð hafa verið „ábótavant og misvísandi“.
Stjórn LIVE hafi ekki gætt að því að meta hæfi stjórnarmanna
Fjármálaeftirlit Seðlabankans segir að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafi ekki gætt að því að meta hæfi stjórnarmanna við undirbúning og ákvörðun um hvort taka skyldi þátt í hlutafjárútboði Icelandair.
Kjarninn 15. apríl 2021
Sveitarfélög þar sem raforkuframleiðsla fer fram vilja geta lagt skatta á virkjanamannvirkin og segjast verða af milljörðum á ári vegna undanþágu, sem flokka megi sem ólögmæta ríkisaðstoð. Mynd frá Þeistareykjum..
Vilja fá skatttekjur af virkjanamannvirkjum og kvarta til ESA vegna ívilnana
Samtök orkusveitarfélaga ætla, með stuðningi Sambands íslenskra sveitarfélaga, að kvarta til eftirlitsstofnunar EFTA vegna undanþágu í lögum sem gerir það að verkum að ekki er hægt að leggja fasteignaskatta á virkjanamannvirki.
Kjarninn 15. apríl 2021
Oddný Harðardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi á ný.
Oddný og Viktor Stefán leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi var samþykkur á fundi kjördæmisráðs í kvöld. Oddný Harðardóttir leiðir listann áfram og Viktor Stefán Pálsson verður í öðru sæti listans.
Kjarninn 14. apríl 2021
Segir að nú þurfi „að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða“ og hækka þar með fæðingartíðni
Þingmaður Viðreisnar hvatti fólk til að ferðast í svefnherberginu á þingi í dag því velferðarsamfélagið geti ekki staðið undir sér ef fólk hættir að eignast börn. Fæðingartíðni er nú um 1,7 en þarf að vera 2,1 til að viðhalda mannfjöldanum.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Ekki svona þétt reyndar. Og með grímu. En áhorfendur munu fá að sækja íþróttakeppnir þegar íþróttir verða heimilar á ný á fimmtudag.
Hundrað áhorfendur mega sækja íþróttaviðburði á fimmtudag
Allt að 100 áhorfendur mega mæta á íþróttaviðburði hér á landi á fimmtudag. Hlutirnir hafa breyst frá því í morgun, en í upphaflegri tilkynningu frá stjórnvöldum um tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum kom fram að íþróttakeppni væri heimil, án áhorfenda.
Kjarninn 13. apríl 2021
Inga Sæland var málshefjandi í sérstökum umræðum á fátækt á Alþingi í dag. Til andsvara var Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, en þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tóku þátt í umræðum.
Inga: „Þó að einhver hafi það verra einhvers staðar annars staðar þá bætir það ekki stöðu þeirra sem eru fátækir“
„Hvers vegna hjálpum við þeim ekki?“ spurði formaður Flokks fólksins í sérstökum umræðum á þingi um fátækt á Íslandi. Fjármálaráðherra var til andsvara og sagði ríkisstjórn hafa gert mikið til að bæta hag þeirra sem hafa lægstu tekjurnar.
Kjarninn 13. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Fullvíst“ að ekki hafi tekist að uppræta veiruna úr samfélaginu
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þrátt fyrir að tekist hafi að koma í veg fyrir stærri hópsýkingar og útbreiðslu á kórónuveirunni megi telja fullvíst að ekki hafi tekist að uppræta veiruna úr samfélaginu.
Kjarninn 13. apríl 2021
Tuttugu mega koma saman
Samkvæmt nýrri reglugerð sem taka mun gildi á fimmtudag mega tuttugu koma saman í stað tíu nú. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sundstaðir opna með ákveðnum fjöldatakmörkunum. Krár má hafa opnar til kl. 21.
Kjarninn 13. apríl 2021
Bóluefni Johnson & Johnson þarf aðeins að gefa einu sinni.
Stöðva notkun bóluefnis Johnson & Johnson
Notkun bóluefnis sem fyrirtækið Johnson & Johnson framleiðir hefur verið stöðvuð í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að sex konur á aldrinum 18-48 ára hafa fengið sjaldgæfa tegund blóðtappa í kjölfar bólusetningar.
Kjarninn 13. apríl 2021
Þeim sem hafa verið án atvinnu í meira en ár hefur fjölgað um fjögur þúsund milli ára
Atvinnuleysi dróst lítillega saman í síðasta mánuði og Vinnumálastofnun spáir að það muni halda áfram að minnka í apríl vegna árstíðasveiflu og sérstakra atvinnuátaka stjórnvalda. Langtímaatvinnuleysi heldur þó áfram að aukast.
Kjarninn 13. apríl 2021
Uhunoma Osayomore kom hingað til lands sem flóttamaður árið 2019.
Afstaða yfirvalda í máli Uhunoma óbreytt eftir nýjan úrskurð kærunefndar
Kærunefnd útlendingamála staðfesti á föstudag eldri ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Uhunoma Osayomore um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Ráðherrum voru í febrúar afhentar yfir 45 þúsund undirskriftir vegna málsins.
Kjarninn 13. apríl 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Íslensk stjórnvöld hafa gert athugasemd við mat AGS á aðgerðum hérlendis
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir beinan stuðning ríkisfjármála til að takast á við efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar einna minnst í Evrópu á Íslandi. Forsætisráðherra segir að útgjöld ríkisins til aðgerða séu ekki ein og sér mælikvarði á eitt eða neitt.
Kjarninn 13. apríl 2021
Ragnheiður Elín Árnadóttir tekur nú sæti í stjórn Ríkisútvarpsins.
Ragnheiður Elín og tveir Merðir í stjórn RÚV
Ragnheiður Elín Árnadóttir fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra Sjálfstæðisflokks er á meðal þriggja nýrra aðalmanna sem Alþingi tilnefnir í stjórn Ríkisútvarpsins næsta árið. Þar eru líka tveir af þeim fimm mönnum á Íslandi sem heita Mörður.
Kjarninn 12. apríl 2021
Katrín Jakobsdóttir og Logi Einarsson.
Forsætisráðherra segir að greina þurfi hverjir hafi hagnast á kórónuveirukreppunni
Eðlilegt er að fara yfir þá tekjuöflunarmöguleika sem séu fyrir hendi fyrir ríkið þegar búið er að greina hverjir hafi hagnast á yfirstandandi kreppu, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Kjarninn 12. apríl 2021
Fólk lét kuldann ekki á sig fá og sat úti og sötraði bjór eða kaffi í London í dag.
„Endurfæðing“ og „nýfengið frelsi“ á köldum apríldegi
Kuldaboli ákvað aðeins að sýna hornin daginn sem brúnin á Englendingum tók að léttast snarlega eftir að tilslakanir voru gerðar varðandi ýmsa starfsemi og þjónustu. Raðir mynduðust við bari og verslanir sem höfðu verið lokaðar í um fjóra mánuði.
Kjarninn 12. apríl 2021
Hólmfríður Árnadóttir varð hlutskörpuð í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Hólmfríður Árnadóttir leiðir VG í Suðurkjördæmi
Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri í Sandgerði skaut bæði sitjandi þingmanni og upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar ref fyrir rass í forvali VG í Suðurkjördæmi. Raunar röðuðust konur í þrjú efstu sætin í forvalinu.
Kjarninn 12. apríl 2021
Drífa Snædal forseti ASÍ gerir miklar athugasemdir við samráðsleysi stjórnvalda í málinu.
Telur stjórnvöld vera að „smygla“ inn óræddum breytingum í lífeyrismálum
Nýtt frumvarp um breytingar á lífeyrismálum frá fjármálaráðherra hefur fallið í grýttan jarðveg hjá verkalýðshreyfingunni. Forseti ASÍ segir að svo virðist sem búið sé að smygla inn í það óásættanlegum hlutum sem aldrei hafi verið ræddir.
Kjarninn 12. apríl 2021
Birgir Jónsson, fyrrverandi forstjóri Íslandspósts, hefur reynslu úr flugbransanum, en hann var framkvæmdastjóri Iceland Express og einnig aðstoðarforstjóri WOW air.
Birgir Jónsson nýr forstjóri Play
Flugfélagið Play er sagt hafa tryggt sér yfir fimm milljarða fjármögnun frá nýjum fjárfestum og ráðið Birgi Jónsson í starf forstjóra.
Kjarninn 12. apríl 2021
Breskir ferðamenn hafa nú gott tækifæri til að skoða landið í friði í sumar, að mati Sunday Times.
Ísland „heitasti ferðamannastaðurinn í sumar“ að mati Sunday Times
Dagblaðið The Sunday Times segir Breta mega búast við því að geta ferðast til Íslands í sumar og skoðað landið án áreitis frá fjölda annarra ferðamanna.
Kjarninn 12. apríl 2021
233 fengu 16,2 milljarða króna í arðgreiðslur
Sá hópur sem fær arðgreiðslur vegna eignar sinnar í íslenskum fyrirtækjum telur alls 23.388 manns. Helmingur þeirra fær minna en 30 þúsund krónur í arð hver. Eitt prósent hópsins skipti á milli sín þriðjungi allra arðsgreiðslna.
Kjarninn 12. apríl 2021
Ólafur Margeirsson, hagfræðingur.
Segir stjórnvöld geta lært af Marshall-aðstoðinni
Hagfræðingur segir ríkisstjórnina eiga að beita útgjöldum ríkissjóðs til að draga úr atvinnuleysi og styrkja efnahagslífið í stað þess að reyna að lækka skuldir. Þetta segir hann í grein í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 11. apríl 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Segir ekki ráðlegt að beita ströngu aðhaldi ef hagvöxtur verður lítill
Fjármálaráð varar gegn áætluðum niðurskurði eða skattahækkunum á næstu árum til að ná niður skuldahlutfalli ríkisins ef hagvöxtur verður undir markmiðum.
Kjarninn 11. apríl 2021