Gervitunglamynd tekin í apríl á síðasta ári. Falskir litir, eins og það er kallað, eru notaðir til að gera greinarmun á ís og snjó annars vegar og skýjum hins vegar.
Helmingi færri viðvaranir vegna veðurs
Veðurstofan gaf út um helmingi færri viðvaranir vegna veðurs frá fyrsta degi vetrar og til sumardagsins fyrsta í ár en á sama tímabili í fyrra. Á nýliðnum vetri voru viðvaranirnar 189 talsins en óveðursveturinn 2019-2020 voru þær 354.
Kjarninn 4. maí 2021
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.
Segir fasteignakaup með íslenskri krónu hreina áhættufjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar bendir á að sjaldan hafi jafn mikill fjöldi ungs fólks streymt inn á fasteignamarkaðinn og hefur hann miklar áhyggjur af því að greiðslubyrðin verði miklu meiri en lántakendur hafi reiknað með.
Kjarninn 4. maí 2021
Annalena Baerbock annar leiðtoga Græningja verður kanslaraefni flokksins í kosningunum í haust.
Græningjar taka forystu
Þegar fimm mánuðir eru til kosningar í Þýskalandi hafa Græningjar, sem eru í dag sjötti stærsti flokkurinn í þýska þinginu, tekið forystu í skoðanakönnunum. Af kanslaraefnum þriggja stærstu flokkanna vilja flestir sjá Önnulenu Baerbock taka við.
Kjarninn 4. maí 2021
Kristján Vilhelmsson kennir tæknilegum vanköntum í kosningakerfi SFS um að Samherji eigi ekki lengur stjórnarmann í hagsmunasamtökunum.
Tölvan sagði nei við Kristján Vilhelmsson
Samherji missti stjórnarmann sinn í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi á rafrænum aðalfundi síðasta föstudag. Kristján Vilhelmsson kenndi tæknilegum vanköntum í atkvæðagreiðslu um, en SFS hefur ekki kannast við neina slíka.
Kjarninn 4. maí 2021
Listaverk þeirra Libiu og Ólafs á gafli Hafnarborgar áður en það var fjarlægt.
„Stórfurðulegt og alvarlegt“ að bæjarstjóri biðji um að listaverk sé fjarlægt
Listaverk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar í gærmorgun að beiðni bæjaryfirvalda í Hafnarfirði. Bæjaryfirvöld segja leyfi hafa skort en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um málið.
Kjarninn 3. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Dótturfélag Samherja borgaði 345 milljónir króna í Færeyjum vegna vangoldinna skatta
Færeyska ríkissjónvarpið greindi frá því í kvöld að búið væri að kæra skattskil Tindholms, dótturfélags Samherja, til lögreglu þar í landi. Félagið skráði sjómenn ranglega í áhöfn færeysks flutningaskips til að fá endurgreiðslu á skattgreiðslum.
Kjarninn 3. maí 2021
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Skipting auðs í heiminum að verða eins ójöfn og hún varð verst á 19. öld
ASÍ segir það eitt mikilvægasta verkefni nýkjörins Alþingis og ríkisstjórnar í haust vera að draga úr ójöfnuði. ASÍ birti í dag áherslur sínar vegna þingkosninga 2021.
Kjarninn 3. maí 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Fellst ekki á að landinu sé stjórnað af hagsmunaöflum
Forsætisráðherra segist hafa þá trú að flokkarnir á Alþingi séu vandari að virðingu sinni en svo að þeir láti eingöngu stjórnast af hagsmunaöflum.
Kjarninn 3. maí 2021
Guðlaugur Þór og Gerard Pokruszyński sendiherra Póllands á fundinum á föstudag.
Sendiherra lýsti yfir áhyggjum af neikvæðri umræðu í garð Pólverja á Íslandi
Sendiherra Póllands lýsti yfir áhyggjum af neikvæðri umræðu í garð Pólverja hér á landi á fundi sínum með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra síðasta föstudag. Ráðherra segir smitskömmun ekki eiga að líðast.
Kjarninn 3. maí 2021
Bóluefni Janssen eða Johnson & Johnson verður ekki notað í bólusetningaráætlun Dana.
Danir ætla að sleppa því að nota bóluefni Janssen
Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að sleppa því að nota bóluefni Janssen í bólusetningaráætlunum sínum, en heilbrigðisráðherra landsins tjáði þingmönnum allra flokka þetta á fundi í dag. Ákvörðunin tengist fágætum aukaverkunum sem fram komu í Bandaríkjunum.
Kjarninn 3. maí 2021
Helgi Seljan fréttamaður fær stuðning frá namibískum fjölmiðlamönnum, í yfirlýsingu samtaka þeirra í dag.
Samtök namibískra fjölmiðlamanna gagnrýna framferði Samherja
Ófrægingarherferð sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja gegn Helga Seljan er harðlega gagnrýnd í yfirlýsingu NAMPU, fagfélags namibísks fjölmiðlafólks.
Kjarninn 3. maí 2021
Segir af sér sem trúnaðarmaður Blaðamannafélagsins á Morgunblaðinu
Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur ákveðið að hætta sem slíkur. Ástæðuna segir hann vera „afskipti stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu á mbl.is“. Telur hann að stjórnin hafi brotið gegn lögum eigin félags.
Kjarninn 3. maí 2021
„Alvarleg aðför að frjálsri fjölmiðlun og gróf atlaga að fréttamanni“
Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur sent bréf til framkvæmdastjóra Árvakurs og lýst yfir óánægju með birtingu auglýsingar Samherja á mbl.is.
Kjarninn 3. maí 2021
Norski bankinn DNB varpaði Samherja úr viðskiptum hjá sér undir lok árs 2019.
DNB fær milljarða sekt – Samherjamál sagt staðfesta fyrri aðfinnslur
Norska fjármálaeftirlitið segir bankann DNB hafa staðið sig illa í að framfylgja lögum um peningaþvætti árum saman. Í skýrslu þess um Samherjamálið fær bankinn ákúrur fyrir að skoða ekki sérstaklega millifærslur fyrir og eftir að Samherjamálið kom upp.
Kjarninn 3. maí 2021
Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavíkur samanstendur af Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum.
Reykjavíkurborg innheimti 22 milljarða króna í fasteignaskatta í fyrra
Þrátt fyrir að íbúðaverð hafi hækkað umtalsvert í Reykjavík í fyrra þá stóðu tekjur borgarinnar vegna fasteignaskatta nánast í stað. Ástæðan er meðal annars frestur sem borgin gaf á greiðslu fasteignaskatta.
Kjarninn 3. maí 2021
Gylfi segir að gera með ráð fyrir að ferðaþjónustan taki aftur við sér síðsumars.
Ferðaþjónustan skoraði „sjálfsmark“ með óheftri fjölgun ferðamanna
Gríðarleg óvissa er nú í heimshagkerfinu sem hefur áhrif hér á landi. Gylfi Zoega hagfræðiprófessor óttast ekki sprengingu í verðbólgu þegar að ferðaþjónustan tekur við sér en segir alla aðila verða að ganga í takt.
Kjarninn 2. maí 2021
Olga Margrét Cilia, varaþingmaður Pírata.
„Er ríkisstjórnin hrædd við fjölmiðla eða er hún hrædd við fjármálaöflin hér á landi?“
Varaþingmaður Pírata telur að ef forsætisráðherra leggur tjáningarfrelsi stórfyrirtækis að jöfnu við frelsi fjölmiðla til að upplýsa almenning um spillingu þá þurfi að skoða gildismatið hjá ríkisstjórninni.
Kjarninn 2. maí 2021
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi Zoega: „Þessir hagsmunaaðilar eiga dagblöðin“
Hagsmunarimma hefur staðið á Íslandi í áratugi og orð Seðlabankastjóra um völd hagsmunahópa komu því Gylfa Zoega, prófessor í hagfræði, ekki á óvart. „Stríðskostnaðurinn“ geti verið mikill þegar þessir aðilar séu skæðir.
Kjarninn 2. maí 2021
Tölvuteiknuð mynd sýnir hvernig Hywind Tampen kemur með að líta út. Olíuborpallur til vinstri á myndinni.
Ætla að knýja olíuborpalla í Norðursjó með vindorku
Á sama tíma og ásókn framkvæmdaaðila í að reisa vindorkuver á landi á Íslandi hefur stóraukist á örfáum misserum eru Norðmenn að undirbúa byggingu fljótandi vindorkuvers í Norðursjó.
Kjarninn 1. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís bíður með reglugerðarbreytingar sem banna aukagjöld sérfræðilækna
Reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við SÍ hefur verið framlengd um einn mánuð. Heilbrigðisráðherra fer því ekki fram með boðaðar breytingar á reglugerðinni að sinni.
Kjarninn 30. apríl 2021
Segir launavísitölu hækka vegna styttingar vinnuvikunnar
Kjaratölfræðinefnd segir meiri hækkun launavísitölunnar á opinbera geiranum meðal annars vera tilkomna vegna styttingar vinnuvikunnar.
Kjarninn 30. apríl 2021
Leiðtogar ríkisstjórnarinnar kynntu aðgerðir stjórnvalda eftir ríkisstjórnarfund í dag. Mynd úr safni.
Styrkir til langtímaatvinnulausra, útvíkkun viðspyrnustyrkja og önnur ferðagjöf
Ríkisstjórnin kynnti í dag nokkur ný úrræði til að bregðast við áhrifum faraldursins á fólk og fyrirtæki. Einnig er eldri úrræðum breytt og sum þeirra framlengd. Þau sem hafa verið atvinnulaus í 14 mánuði geta fengið allt að 100 þúsund króna eingreiðslu.
Kjarninn 30. apríl 2021
Aðalsteinn hættur á RÚV og í Kveik – „Ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur“
Einn þeirra sem stóð að gerð umfjöllunar Kveiks um Samherjamálið hefur ákveðið að hætta störfum hjá RÚV. Hann segir að RÚV sé „ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur.“
Kjarninn 30. apríl 2021
Skyggni: Lítið. Reykjavík í morgunsárið.
Esjan í móðu og blóðrautt sólarlag – gátan að leysast
Gátan um mistrið er að leysast, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þétt mistur hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu í morgun. Sökudólginn er að finna á Reykjanesi. En svo allrar sanngirni sé gætt þá spila fleiri þættir inn í.
Kjarninn 30. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn rýkur upp í fylgi – Mælist með tæplega 29 prósent
Samfylkingin hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu, Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst stærri frá síðustu kosningum, Sósíalistaflokkurinn fær sína bestu mælingu og Miðflokkurinn er við það að detta út af þingi. Ný könnun var birt í dag.
Kjarninn 30. apríl 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Segir lífeyrissjóði leggja meira kapp á að þagga mál niður en að sækja rétt eigenda sinna
Kveikur opinberaði í gær að félag sem þjónustar lífeyrissjóði og verkalýðsfélög hafi rukkað sjóðina um vinnu sem efasemdir eru um að standist lög. Formaður VR býst ekki við afleiðingum og segir orðspor stjórnenda vega meira en hagsmunir sjóðsfélaga.
Kjarninn 30. apríl 2021
Sala nýrra bíla hjá Toyota dróst saman á árinu 2020 en sala notaðra bíla jókst í fyrrasumar. Áhrif af heimsfaraldri kórónuveiru voru mun minni á rekstur félagsins en gera mátti ráð fyrir, samkvæmt ársskýrslu.
Settu 131 starfsmann á hlutabætur og greiða nú 100 milljónir í arð
Greiðslur vegna hlutabóta til starfsmanna Toyota í Kauptúni námu 26 milljónum króna í fyrra. Stjórnarformaður segir fyrirtækið ekki geta endurgreitt fjármuni sem það fékk ekki – greiðslurnar hafi borist starfsmönnum en ekki fyrirtækinu.
Kjarninn 30. apríl 2021
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Hluthafar Símans búnir að fá 8,5 milljarða króna greiðslu
Síminn hefur ráðið tvo banka til að kanna hvort félagið eigi að selja Mílu, félag utan um fjarskiptainnviði Símans. Markmiðið er að hámarka verðmæti eigna Símans fyrir hluthafa og að framtíðarþróun „verði hagfelld fyrir íslenskan almenning“.
Kjarninn 29. apríl 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri taldi sig ekki rétta manninn til þess að koma á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að ræða áhrif hagsmunahópa, en orð hans í nýlegu viðtali við Stundina hafa vakið mikla athygli.
Ásgeir þekktist ekki boð um að ræða við þingnefnd um völd hagsmunahópa
Þingmaður Vinstri grænna segir seðlabankastjóra ekki hafa þegið boð um að mæta og ræða orð sín um áhrif hagsmunahópa í íslensku samfélagi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Kjarninn 29. apríl 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Reykjavíkurborg ætlaði að hagnast um 11,9 milljarða en tapaði á endanum 2,8 milljörðum
Heimsfaraldur kórónuveiru hafði veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu Reykjavíkurborgar í fyrra. Sá hluti rekstrarins sem er fjármagnaður með skatttekjum skilaði 5,8 milljarða króna tapi. Eignir höfuðborgarinnar uxu þó meira en skuldir hennar.
Kjarninn 29. apríl 2021
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Fullorðnir og börn frá „tilteknu landi“ fá „öfgafull“, „rasísk“ og „ljót“ skilaboð
Ekki dæma alla fyrir eitthvað sem örfáir hafa gert,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. „Við berum öll ábyrgð, við þurfum öll að taka þátt og við erum í þessu saman, sama hvaðan við komum, þá erum við öll almannavarnir.“
Kjarninn 29. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Hópsýkingar geta sprottið upp „áður en við er litið“
Enn ber á því að smit greinist hjá fólki sem hefur verið með einkenni í nokkra daga og þar af leiðandi útsett marga fyrir veirunni. Þó að staðan sé nokkuð góð í faraldrinum þarf lítið útaf að bera, líkt og hópsýkingar síðustu daga bera með sér.
Kjarninn 29. apríl 2021
Verðbólga þýðir að verðið á hlutunum sem við kaupum hefur bólgnað um það prósentuhlutfall sem hún mælist á síðastliðnu ári. Það sem kostaði ákveðna upphæð fyrir ári kostar að jafnaði 4,6 prósent meira í dag.
Verðbólga á Íslandi ekki mælst meiri síðan í byrjun árs 2013
Miklar verðhækkanir hafa verið á Íslandi á undanförnum mánuðum. Verðbólgan hefur farið úr 1,7 prósent í 4,6 á rúmu ári. Hún hefur ekki mælst meiri í rúmlega átta ár.
Kjarninn 29. apríl 2021
Meira bil verður á milli keppenda á rafíþróttamótunum sem fram fara í Laugardalshöll í maí heldur en var á þessu móti sem haldið var fyrir kórónuveirufaraldur.
Fyrirhuguð rafíþróttamót í Laugardal „fordæmalaus landkynning fyrir Ísland“
Formaður Rafíþróttasamtakanna gerir ráð fyrir að tugir milljóna muni fylgjast með rafíþróttamótunum sem fara fram í Laugardalshöll í maí. Mikil áhersla er lögð á sóttvarnir í tengslum við komu og dvöl keppenda hér á landi.
Kjarninn 29. apríl 2021
Gylfi: „Við þurfum ekki að láta sérhagsmunaöflin sigra“
Formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands tekur undir orð seðlabankastjóra um að Íslandi sé að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum. Skýrt dæmi um slíkan hóp sé útgerðin.
Kjarninn 28. apríl 2021
Kjartan Bjarni Björgvinsson settur umboðsmaður Alþingis.
Umboðsmaður Alþingis fjallar um tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna
Af og til berast umboðsmanni Alþingis kvartanir um að stjórnendur opinberra stofnana hafi með afskiptum sínum takmarkað tjáningarfrelsi starfs­­manna.
Kjarninn 28. apríl 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri vill að ríkið sé alltaf tilbúið að ráðast í nokkrar stórframkvæmdir
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í dag að hann gæti gagnrýnt stjórnvöld fyrir of litla áherslu á fjárfestingu í faraldrinum. Hann stingur upp á því að ríkið verði alltaf klárt að keyra 4-5 stór verkefni af stað.
Kjarninn 28. apríl 2021
Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins í maí ásamt öðrum utanríkisráðherrum Norðurskautaráðsins .
Utanríkisráðherrar stórveldanna verða í vinnusóttkví á Íslandi
Það verða strangar sóttvarnareglur á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins sem fram fer hér á landi í maí. Allur fundurinn fer fram í vinnusóttkví. Utanríkisráðuneytið segir ekki hafa komið til greina að halda bara fjarfund. Persónulegir fundir skipti máli.
Kjarninn 28. apríl 2021
Jón Sigurðsson er á meðal stærstu eigenda Stoða og settist í stól forstjóra félagsins fyrr í þessum mánuði.
Eigið fé Stoða í lok síðasta árs var 32 milljarðar – Hefur meira en tvöfaldast á fjórum árum
Stoðir er stærsti eigandi Símans og Kviku og stærsti íslenski einkafjárfestirinn í Arion banka. Félagið hagnaðist um 7,6 milljarða króna í fyrra og eigi fé þess hefur aukist um 18,5 milljarða króna á fjórum árum.
Kjarninn 28. apríl 2021
Fyrirtæki hafa endurgreitt 380 milljónir vegna hlutastarfaleiðarinnar
Alls hafa 88 fyrirtæki endurgreitt hlutabætur sem greiddar voru til 1.834 launamanna. Hlutastarfaleiðin er umfangsmesta efnahagslega úrræði stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins en alls hafa 28 milljarðar verið greiddir í hlutabætur.
Kjarninn 28. apríl 2021
„Íslenska parið“ og yfirlýsingar Mareks um Moskvuferð
Hver lögreglumaðurinn á fætur öðrum sagði í dag frá hrikalegri aðkomunni að brunanum á Bræðraborgarstíg. Hvernig ringulreið ríkti og að ofan á allt saman hafi par farið inn í logandi húsið. Parið, sem verjandi Mareks hefur beint sjónum að bar vitni í dag.
Kjarninn 27. apríl 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þáði boð Breta um aðild að JEF í janúar.
Fengum boð um aðild að viðbragðssveitum í september og þáðum það í janúar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þáði boð Breta um aðild að sameiginlegum viðbragðssveitum, Joint Expeditionary Force, með bréfi til varnarmálaráðherra Bretlands þann 11. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 27. apríl 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Þöggunarmenningin svo rótgróin og djúpstæð „að við sjáum hana ekki einu sinni“
Þingmaður Pírata telur að tjáningarfrelsið sé ekki virt í íslensku samfélagi. Dæmin sýni það.
Kjarninn 27. apríl 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Þetta eru þung og alvarleg orð“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að áhrif hagsmunaaðila „inn í pólitíkina“ sé meinsemd sem íslenskt samfélag hafi þurft að glíma við um langt skeið. Nú þurfi ráðamenn ríkisstjórnarinnar að gefa skýr skilaboð um að hér þurfi að breyta hlutum.
Kjarninn 27. apríl 2021
Sigríður Dögg nýr formaður Blaðamannafélags Íslands
Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigraði Heimi Má Pétursson í formannskjöri.
Kjarninn 27. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi þar sem fyrsta samkomubannið var tilkynnt, 16. mars í fyrra. Nú er búið að teikna upp áætlun um afléttingar og verður hún kynnt í dag.
Horft til þess að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir lok júní
Ríkisstjórnin ræddi um afléttingaráætlun sóttvarnatakmarkana á fundi sínum í morgun. Fjórar vörður eru teiknaðar upp á leiðinni að hömlulausu samfélagi, sú síðasta fyrir lok júnímánaðar.
Kjarninn 27. apríl 2021
Launatekjur heimilanna minnkuðu en eignatekjur jukust
Íslensk heimili fengu minni launatekjur í fyrra heldur en árið á undan, í fyrsta skipti frá árinu 2009. Á sama tíma jukust eignatekjur þeirra og tekjur úr bótakerfinu.
Kjarninn 27. apríl 2021
Einar Ólafsson
Herinn sem skrapp frá
Kjarninn 26. apríl 2021
Lilja segir Samherja hafa gengið of langt í sínum vörnum
Mennta- og menningarmálaráðherra styður Ríkisútvarpið í þeirri „orrahríð“ sem Samherji hefur háð gegn stofnuninni. Töluvert var rætt um viðbrögð Samherja við fréttaflutningi RÚV í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag.
Kjarninn 26. apríl 2021
Spurði forsætisráðherra hvort landinu væri stjórnað af hagsmunahópum
Þingmaður Viðreisnar spurði forsætisráðherra hvort að hún væri sammála seðlabankastjóra sem sagði landinu stjórnað að miklu leyti af hagsmunahópum. Forsætisráðherra hefði viljað að seðlabankastjóri nefndi dæmi í viðtalinu þar sem hann lét orðin falla.
Kjarninn 26. apríl 2021