Guðrún Hafsteinsdóttir leiðir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins keyrði tæpa 6.000 kílómetra í prófkjörsbaráttu og leiðir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi í næstu kosningum. Þingmennirnir Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson urðu í 2. og 3. sæti í prófkjöri flokksins.
Kjarninn
30. maí 2021