Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Fleiri kvenstjórnendur en karlstjórnendur upplifa að dómgreind þeirra sé dregin í efa
Í nýrri íslenskri rannsókn kemur fram að fleiri konur upplifi að talað hafi verið niður til þeirra á vinnustaðnum. Þegar konur eru stjórnendur eru meiri líkur á því að þær upplifi grófan talsmáta og óviðeigandi brandara.
Kjarninn 22. júní 2021
Einar Örn Ólafsson, stjórnarformaður Play, Birgir Jónsson, forstjóri félagsins, og María Rúnarsdóttir, stjórnarmaður í Play.
Stjórnarformaður, forstjóri og stjórnarmaður í Play til rannsóknar hjá yfirvöldum
Tveir af fimm stjórnarmönnum Play eru til rannsóknar hjá yfirvöldum hérlendis. Það er forstjóri flugfélagsins líka. Grunur er um að Play hafi hagnýtt sér af­ritaðar flug­rekstrar­hand­bækur WOW air við umsókn um flugrekstrarleyfi.
Kjarninn 22. júní 2021
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Vantraust á ríkisstjórn Löfven samþykkt
Sænska þingið samþykkti vantrausttillögu sem Svíþjóðardemókratar lögðu fram.
Kjarninn 21. júní 2021
Bréf frá lögmanni á vegum Samherja og forstjóra þess barst seðlabankastjóra sama dag og Stundin birti við hann viðtal. Því var svarað tveimur vikum seinna.
Samherji og Þorsteinn Már vildu vita hvort rétt væri haft eftir Ásgeiri í Stundinni
Seðlabankinn hefur afhent Kjarnanum samskipti lögmanns Samherja við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra, sem bankinn hafði áður hafnað að láta af hendi. Samherji og forstjóri hans vildu vita hvort blaðamaður Stundarinnar væri að hafa rétt eftir Ásgeiri.
Kjarninn 21. júní 2021
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Reynt hefur verið að hraða bólusetningum á Indlandi en þar býr um milljarður manna.
Enn mikil hætta á stórum bylgjum
Á Íslandi er rúmur helmingur allra fullorðinna orðinn fullbólusettur. Á Indlandi eru innan við 5 prósent íbúanna í sömu stöðu. Enn er því hætta á stórum bylgjum faraldursins á Indlandi og víðar og þar með frekari þróun nýrra afbrigða.
Kjarninn 19. júní 2021
Lóðirnar sem um ræðir eru samliggjandi við sjávarsíðuna á Vesturvör á Kársnesi. Þær verða í grennd við brúarsporð fyrirhugaðrar Fossvogsbrúar.
Óld tán við Skæla gún á Kársnesi?
Bæjarráð Kópavogsbæjar hefur samþykkt að úthluta lóðum í grennd við nýja baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi til tengds fyrirtækis sem hefur áform um að byggja þar upp „Old Town“, afþreyingarhverfi í gömlum íslenskum stíl.
Kjarninn 19. júní 2021
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“
„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“
Kjarninn 19. júní 2021
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meðalverð íbúða hefur hækkað um tvær milljónir á fjórum mánuðum.
Íbúðir á höfuðborgarsvæðinu seljast hratt og margar á yfirverði
Sölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei mælst styttri, auk þess sem hlutfall þeirra sem selst á yfirverði hefur aldrei verið hærra. Á sama tíma hefur leiguverð á svæðinu lækkað, áttunda mánuðinn í röð.
Kjarninn 16. júní 2021
Almenningur í Japan hefur verið ansi andsnúinn því að leikarnir fari fram í Tókíó í sumar.
Skattgreiðendur þurfi að borga fyrir tómar áhorfendastúkur
Borgaryfirvöld í Tókíó gætu þurft að niðurgreiða Ólympíuleikana sem þar eiga að fara fram síðsumars um jafnvirði 97 milljarða króna til viðbótar, ef leikarnir þurfa að fara fram fyrir luktum dyrum.
Kjarninn 16. júní 2021
Fjöldi skjala sem send eru rafrænt hefur vaxiið hratt á nýliðnum árum.
Gögnum frá opinberum aðilum verði miðlað til einstaklinga með stafrænum hætti
Bréfpóstur verður enn í boði fyrir þá sem það kjósa en að meginreglu verða gögn frá hinu opinbera send einstaklingum og lögaðilum með stafrænum hætti í kjölfar nýrra laga. Breytingin er talin spara ríkissjóði 300-700 milljónir króna á ári.
Kjarninn 16. júní 2021
Framlög til opinberra fjárfestinga vannýtt
Opinberar fjárfestingar voru tiltölulega miklar á fyrstu mánuðum ársins miðað við árstíma, eftir að hafa tekið dýfu í fyrra. Samkvæmt Landsbankanum mætti þó nýta enn betur þær heimildir sem veittar hafa verið til fjárfestingar.
Kjarninn 16. júní 2021
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Hún verður fyrsta konan sem stýrir félagi í Kauphöll Íslands síðan í ágúst 2016.
Níföld eftirspurn eftir bréfum í Íslandsbanka og hluthafar verða 24 þúsund
Alls fengust 55,3 milljarðar króna fyrir 35 prósent hlut í Íslandsbanka sem þýðir að markaðsvirði hans er 158 milljarðar króna, eða 85 prósent af eigin fé bankans. Fjöldi hluthafa verður sá mesti í skráðu félagi á Íslandi þegar viðskipti hefjast.
Kjarninn 16. júní 2021
Miklubrautarstokkur, eins og teymi Arkís, Landslags og Mannvits sér fyrir sér að hann gæti orðið.
Mannlíf yfir bílum: Tillögur að stokkalausnum kynntar
Fimm þverfagleg teymi hafa skilað inn tillögum að stokkum á Miklubraut og Sæbraut, eftir hugmyndaleit sem Reykjavíkurborg stóð fyrir. Borgarstjóri sagði á kynningarfundi að Miklubraut í núverandi mynd væri ógn við lífsgæði og heilsu íbúa á stóru svæði.
Kjarninn 15. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku handsala samstarfið. Hjá þeim standa Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Samherja fiskeldis og Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri stefnumótunar og auðlindagarðs HS Orku.
Samherji áformar 45 milljarða króna landeldi við Reykjanesvirkjun
Samherji fiskeldi ætlar sér að framleiða allt að 40 þúsund tonn af laxi í landeldisstöð á Reykjanesi. Fyrirtækið hefur náð samningum við HS Orku um uppbygginguna, en ylsjór frá Reykjanesvirkjun verður nýttur við matvælaframleiðsluna.
Kjarninn 15. júní 2021
Haraldur Benediktsson.
Haraldur Benediktsson ætlar ekki að þiggja annað sætið
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi ætlar ekki að taka sæti á lista flokksins í kjördæminu ef varaformaður Sjálfstæðisflokksins sigrar hann í oddvitaslag um komandi helgi.
Kjarninn 15. júní 2021
Fimm ungir menn sem Kjarninn ræddi við fyrir utan húsakynni Útlendingastofnunar í síðasta mánuði. Rauði krossinn telur úrskurðinn í dag hafa forsdæmisgildi fyrir hina þrettán sem sviptir voru þjónustu.
Þjónustusvipting Útlendingastofnunar ekki með stoð í lögum
Kærunefnd útlendingamála hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Útlendingastofnunar um að hætta að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd þjónustu ef þeir gangist ekki undir PCR-próf hafi ekki stoð í lögum.
Kjarninn 15. júní 2021
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Kalla eftir því að SA og SAF fordæmi framgöngu Play
Í ályktun formannafundar ASÍ er þess krafist að Play gangi til kjarasamninga við það launafólk sem á að vinna samkvæmt þeim kjarasamningum. Samtökin segja Play fara gegn skipulagðri verkalýðshreyfingu með samningum við Íslenska flugstéttarfélagið.
Kjarninn 15. júní 2021
Alma Möller landlæknir.
Landlæknir segir viðbrögð við hópsýkingu á Landakoti hafa mátt vera snarpari
Embætti landlæknis birti í dag niðurstöður rannsóknar sinnar á hópsýkingunni á Landakoti. Í skýrslunni segir meðal annars að vísbendingar séu um að skortur hafi verið á yfirsýn, samhæfingu og upplýsingaflæði þegar þörf var fyrir sterka stjórn.
Kjarninn 15. júní 2021
Bernhard Esau, annar tveggja namibísku stjórnmálamannanna sem Bandaríkin hafa gripið til aðgerða gegn.
Bandaríkin beita namibísku ráðherrana í Samherjamálinu refsiaðgerðum
Bandaríska utanríkismálaráðuneytið hefur gefið það út að Sacky Shanghala og Bernhard Esau, fyrrverandi ráðherrar í namibísku stjórninni sem sæta spillingarákærum vegna Samherjamálsins, megi ekki koma til Bandaríkjanna, vegna þátttöku sinnar í spillingu.
Kjarninn 15. júní 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson.
Gagnrýna Katrínu og VG fyrir NATO-fund: Andstaðan kannski fyrst og fremst táknræn?
Formaður Eflingar og þingmaður Samfylkingarinnar beina athygli sinni að nýyfirstöðnum leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins og gagnrýna formann VG fyrir orð hennar í fjölmiðlum eftir fundinn.
Kjarninn 15. júní 2021