Ragnar Þór Pétursson formaður KÍ.
„Sumir kulna og gefast upp – og hreinlega geta ekki verið í þessum aðstæðum“
Formaður KÍ segir að það sé mjög stað- og einstaklingsbundið hversu vel kennarar upplifa að þeir geti komið til móts við einstaklinga og þarfir þeirra.
Kjarninn 12. júlí 2021
Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Margar ástæður fyrir því að hlutabréfaverð „poppi“
Framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland útskýrir hugsanlegar orsakir hraðra verðhækkanir í kjölfar hlutafjárútboða í Kauphöllinni í nýjasta tölublaði Vísbendingar. Hann bætir þó við að slíkar verðhækkanir eru alls ekki sjálfgefnar.
Kjarninn 11. júlí 2021
Aurskriðurnar féllu á Seyðisfirði um og eftir miðjan desember í fyrra.
Kostnaður ríkisins við uppbyggingarstarf á Seyðisfirði verði um hálfur milljarður
Þrátt fyrir að Náttúruhamfaratryggingar standi straum af stórum hluta kostnaðar við hreinsunar- og uppbyggingarstarf vegna aurskriðanna á Seyðisfirði er gert ráð fyrir að hlutur ríkisins verði um hálfur milljarður króna.
Kjarninn 11. júlí 2021
Hægt er að nota plast úr eins lítra flösku til að búa til tíu legókubba.
Legókubbarnir verða grænni
Danski leikfangaframleiðandinn Lego Group, sem framleiðir hina geysivinsælu legókubba, segist hafa stigið eitt skref til að því markmiði sínu að framleiða allar vörur sínar úr sjálfbærum efnum fyrir árið 2030.
Kjarninn 10. júlí 2021
Borgartún, fjármálahverfi Reykjavíkur.
Flestar nýskráningar í fjármála- og byggingarstarfsemi
Fjöldi nýskráðra fyrirtækja hefur aukist um tæpan helming á fyrri hluta þessa árs, miðað við sama tímabil í fyrra. Mest hefur skráningum fjármálafyrirtækja fjölgað, en hún hefur einnig verið mikil á meðal fyrirtækja í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 10. júlí 2021
Þórunn Egilsdóttir er látin
Þingmaður Framsóknarflokksins lést á sjúkrahúsinu á Akureyri í gærkvöldi.
Kjarninn 10. júlí 2021
QR-kóðinn í stafræna COVID-vottorðinu er þarfaþing á ferðalögum.
Stafrænu COVID-vottorðin eru að „virka mjög vel“
Þrjátíu ríki eiga aðild að evrópska, stafræna COVID-vottorðinu sem auðvelda á frjálsa för fólks yfir landamæri. Það er þó ekki ferðapassi, minnir sviðstjóri hjá landlækni á og að ferðamenn þurfi enn að hlíta takmörkunum á áfangastað.
Kjarninn 10. júlí 2021
Listamaðurinn er sagður hafa sótt innblástur í þessa teikningu sína þegar hann málaði eitt af sínum frægustu verkum, Hefðarkonu með hreysikött.
Teikning á stærð við post-it miða eftir Leonardo da Vinci seldist á 1,5 milljarða
Einungis eitt boð barst í Bjarnarhöfuð Leonardos þegar það var selt á uppboði Christie's á fimmtudag. Teikningin sem er frá um 1480 og agnarsmá, sjö sentímetrar á hvora hlið, seldist á metfé.
Kjarninn 10. júlí 2021
Elon Musk býr í 37 fermetra smáhýsi
Þriðji ríkasti maður veraldar er fluttur inn í smáhýsi. Hann á það ekki einu sinni heldur leigir það. Elon Musk, forstjóri Tesla, hefur staðið við stóru orðin og selt flestar fasteignir sínar.
Kjarninn 9. júlí 2021
Formleg skráning PLAY á First North markaðinn átti sér stað í dag.
Með mestu verðhækkunum á fyrsta degi viðskipta frá hruni
Verðhækkun á hlutabréfum í PLAY á fyrsta viðskiptadegi félagsins á First North-markaðnum í Kauphöllinni er með því hæsta sem sést hefur frá árinu 2008.
Kjarninn 9. júlí 2021
Hlutfall íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu sem seldust yfir ásettu verði í maí var 32,7 prósent. Fyrir sérbýli á höfuðborgarsvæðinu var hlutfallið 42,7 prósent.
Hlutdeild óverðtryggðra íbúðalána nálgast helming
Útistandandi húsnæðislán heimila voru 2.092 milljarðar í fyrra og jukust um 12,8 prósent milli ára sem er mesta aukning árið 2014. Sterkur seljendamarkaður fasteigna á höfuðborgarsvæðinu en aldrei hafa fleiri íbúðir selst yfir ásettu verði og nú.
Kjarninn 9. júlí 2021
Pawel Bartoszek er borgarfulltrúi Viðreisnar og jafnframt formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar.
Ekki öruggt að Sundabraut verði lögð
Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur segir það háð félagshagfræðilegri greiningu hvort og þá hvernig framkvæmd Sundabrautar verður háttað. Yfirlýsing um lagningu Sundabrautar var undirrituð í vikunni af ríki og borg.
Kjarninn 9. júlí 2021
Tíu íslenskri þingmenn hafa sent sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi  yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákæru á hendur Julian Assange.
Hvetja Bandaríkjastjórn til að fella niður ákæru á hendur Assange
Hópur íslenskra þingmanna úr fimm flokkum hefur tekið sig saman og afhent bandaríska sendiráðinu á Íslandi yfirlýsingu þar sem þingmennirnir hvetja stjórnvöld þar í landi til að fella niður ákæru á hendur stofnanda Wikileaks Julian Assange.
Kjarninn 9. júlí 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniserfitlitsins.
Segir hagsmuni þeirra sem mest eiga ráða miklu hér á landi
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að ekki dugi einungis að setja á laggir eftirlitsstofnanir – það þurfi einnig að styðja við þær. Stjórnvöld þurfi að passa upp á að þessi eftirlit hafi stuðning stjórnvalda til þess að gera það sem til sé ætlast.
Kjarninn 9. júlí 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður VG
„Það skipti máli fyrir stjórnmálamenn að ná árangri – ekki bara tala“
Forsætisráðherra segist vera mjög ánægð með árangur VG á þessu kjörtímabili og muni hún leggja á það áherslu að flokkurinn leiði áfram ríkisstjórn – og haldi áfram að ná árangri fyrir íslenskt samfélag.
Kjarninn 8. júlí 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti úttekt séreignarsparnaðar sem lið í efnahagsaðgerðum stjórnvalda til að bregðast við kreppunni sem fylgdi heimsfaraldrinum.
Séreignarúrræðið vinsælast meðal fólks á fimmtugsaldri
Svo virðist sem heimildin sem stjórnvöld veittu til að taka út séreignarsparnað í kjölfar heimsfaraldursins í fyrra hafi fyrst og fremst nýst fólki á aldrinum 40 til 44 ára.
Kjarninn 8. júlí 2021
Mesta losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands vegna vegasamgangna
Til þess að tryggja nauðsynlegan samdrátt í losun frá vegasamgöngum er mikilvægt að styðja virka- og loftslagsvænni ferðamáta bæði hjá Íslendingum en ekki síður meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 8. júlí 2021
Bóluefnin virðast, samkvæmt fyrstu rannsóknum, veita vörn gegn Delta-afbrigðinu.
Bóluefni virðast virka vel gegn Delta-afbrigðinu
Niðurstöður nokkurra rannsókna á virkni bóluefna gegn hinu alræmda Delta-afbrigði kórónuveirunnar eru allar á sama veg: Þau virka. Hversu vel er þó aðeins á reiki enda snúið að rannsaka virkni bóluefna eftir að þau koma á markað.
Kjarninn 8. júlí 2021
Segir náin tengsl ríkja á milli sérhagsmunahópa og stjórnmálamanna hérlendis
Samkvæmt OECD geta náin tengsl sérhagsmunahópa við stjórnmálamenn skaðað samkeppnishæfni landsins. Ísland var með óskýrustu reglurnar um áhrif hagsmunahópa af öllum Norðurlöndunum árið 2018.
Kjarninn 8. júlí 2021
Áhuginn á að festa vexti íbúðalána eykst
Seðlabankastjóri mælti nýlega með því að fólk myndi festa vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum. Bankarnir hafa undanfarið orðið varir við aukinn áhuga almennings á því að festa vextina.
Kjarninn 8. júlí 2021
Á ferð og flugi. Nauðsynlegt er að skoða vel ferðatakmarkanir á áfangastað áður en lagt er af stað í ferðalag.
Síbreytilegur frumskógur ferðatakmarkana
Hert og slakað. Opnað og lokað. Þótt ferðatakmarkanir séu almennt að verða minni, fyrst og fremst hvað snertir bólusetta, er ákveðin óvissuferð fyrir höndum þar sem ný veiruafbrigði og seinagangur í bólusetningum spila stóran þátt.
Kjarninn 7. júlí 2021
Miðað við bráðabirgðatölur Hagstofunnar voru gistinætur útlendinga í júní 109 þúsund. Þær voru 15 þúsund í sama mánuði í fyrra.
Gistinóttum útlendinga fjölgar en Íslendinga fækkar á milli ára
Seldar gistinætur til útlendinga í júní sjöfölduðust á milli ára samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Fjöldi gistinátta þeirra er þó innan við þriðjungur gistinátta í sama mánuði 2019. Íslendingar keyptu færri gistinætur í júní í ár en í fyrra.
Kjarninn 7. júlí 2021
Stella Moris, unnusta Julians Assange, ásamt tveimur sonum þeirra, Max og Gabriel á fimmtugsafmæli hans um helgina.
Mál Julians Assange vindur enn upp á sig – „Réttarfarslegur skandall og farsakenndur“
Bandaríkjastjórn hefur fengið leyfi til að áfrýja því að Julian Assange skuli ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna, þar sem hann sætir ákæru fyrir njósnir. Ritstjóri Wikileaks hvetur íslensk stjórnvöld til að beita sér í málinu.
Kjarninn 7. júlí 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins
Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að aukast
Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk í nýrri könnun MMR og mælist nú stuðningur við ríkisstjórnina um 55 prósent. Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar á milli kannana og mælist nú í 25,4 prósentum.
Kjarninn 7. júlí 2021
Mathias Cormann, nýr aðalritari OECD.
OECD hvetur til sóknar í nýsköpun og grænni framleiðslu
Margt má bæta hér á landi til að efla nýsköpun og minnka losun gróðurhúsalofttegunda, samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um Ísland.
Kjarninn 7. júlí 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
„Þetta er nú meiri ræfildómurinn hjá Alþingi Íslendinga“
Fyrrverandi forsætisráðherra vandar meirihlutanum á þingi og Miðflokknum ekki kveðjurnar.
Kjarninn 7. júlí 2021
Meðaltal árstekna hér á landi er um 7,1 milljón en miðgildi árstekna er um 5,9 milljónir.
Samsetning tekna landsmanna breyttist talsvert árið 2020 miðað við fyrra ár
Kórónuveirufaraldurinn leiddi til þess að hlutfall tekna annarra en atvinnu- og fjármagnstekna af heildartekjum jókst mikið milli ára, summa tekna vegna atvinnuleysisbóta jókst til dæmis um 240 prósent. Hæstar tekjur hefur fólk á aldrinum 45 til 49 ára.
Kjarninn 6. júlí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir það alrangt að forgangsraðað hafi verið í þágu þeirra með mestu fjármunina
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að forgangsraðað hafi verið í þágu þeirra sem minnst höfðu fram að bjóða í hlutabréfaútboði Íslandsbanka. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar er ekki sammála.
Kjarninn 6. júlí 2021
Ríki og borg sammælast um að Sundabraut verði lögð alla leið á Kjalarnes, í einni samfelldri framkvæmd, en ekki aðeins í Gufunes.
Stefna að opnun Sundabrautar árið 2031
Borgarstjóri og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undirrituðu í dag yfirlýsingu um lagningu Sundabrautar. Ekki er enn ljóst hvort brú eða göng verða fyrir valinu en framkvæmdin verður fjármögnuð með gjaldtöku.
Kjarninn 6. júlí 2021
Mynd af handtökunni sem samtökin No Borders birtu á Facebook-síðu sinni.
Palestínumenn handteknir í húsnæði Útlendingastofnunar
„Þeir börðu þá og hentu þeim í jörðina,“ hafa samtökin No Borders eftir manneskju sem varð vitni að handtöku tveggja Palestínumanna í dag. Lögfræðingur Rauða krossins varð að hluta til vitni að atburðunum.
Kjarninn 6. júlí 2021
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
„Hæstvirtur forsætisráðherra er vel Morfís-æfð“
Forsætisráðherra og þingmaður Pírata ræddu bótaskerðingu örorkulífeyrisþega, traust á stjórnmálum og mál fólks á flótta á þingi í dag. Þingmaðurinn sagði ráðherrann vel Morfís-æfða en forsætisráðherrann sakaði þingmanninn um mælskubrögð og fabúleringar.
Kjarninn 6. júlí 2021
Togarinn Heinaste, sem var kyrrsettur í lok árs 2019.
Félag í eigu Samherja gert að greiða starfsmönnum Heinaste sáttargreiðslu
Félagið ArcticNam, sem Samherji á 49 prósenta eignarhlut í, hefur verið gert að greiða 23 starfsmönnum togarans Heinaste sáttargreiðslu í þessum mánuði vegna uppsagnar án starfslokagreiðslna.
Kjarninn 6. júlí 2021
Riddarahólmurinn í Stokkhólmi í Svíþjóð
Fasteignamarkaðurinn á bremsunni í Skandinavíu
Ýmis merki eru um að virknin á fasteignamarkaðnum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku hafi minnkað á síðustu mánuðum. Álitsgjafar telja að nýlegar verðhækkanir hafi einungis verið bundnar við faraldurinn og verði minni í framtíðinni.
Kjarninn 6. júlí 2021
Hið áformaða virkjanasvæði er í grænum lit fyrir miðri mynd.
Áhrifasvæðið myndi ná langt inn á óbyggð víðerni
Bæði Skipulagsstofnun og Náttúrufræðistofnun vilja að fuglarannsóknir vegna áformaðs vindorkuvers á Melrakkasléttu standi í tvö ár. Á svæðinu eru uppeldisstöðvar rjúpu. Þeim er sérstaklega hætt við að fljúga á hindranir. Myllurnar yrðu um 200 metra háar.
Kjarninn 6. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
664 börn á biðlista Þroska- og hegðunarstöðvarinnar
Þróun biðlista Þroska- og hegðunarstöðvarinnar síðastliðin tvö ár hefur verið í beinum tengslum við fjölgun beiðna árlega, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 6. júlí 2021
Tómar götur í Jakarta eftir að útgöngubann var sett á.
Riða á barmi hamfara
Sjúkrahús eru yfirfull og súrefni af skornum skammti. Skyndileg fjölgun smita af Delta-afbrigði kórónuveirunnar í Indónesíu hefur skapað neyðarástand líku því sem gerist í stríði.
Kjarninn 5. júlí 2021
Síminn verður með enska boltann til 2025
Eftir þrjár umferðir af útboði hefur Síminn tryggt sér sýningarréttinn á enska boltanum fyrir næstu árin.
Kjarninn 5. júlí 2021
Óska eftir að starfsemi vöggustofa í Reykjavík verði rannsökuð
Hópur manna sem vistaður var á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum hefur óskað eftir fundi með borgarstjóra. „Það er mikilvægt fyrir eftirlifandi börn að viðurkennt sé að vistun þeirra á vöggustofum borgarinnar olli þeim tjóni.“
Kjarninn 5. júlí 2021
Samherji neitar að hafa áreitt blaðamenn
Aðstoðarkona forstjóra Samherja segir að yfirlýsingar fyrirtækisins og myndbandagerð þess á samfélagsmiðlum sé hluti af málfrelsi þeirra. Samherji hafi aldrei áreitt blaðamenn Kveiks.
Kjarninn 5. júlí 2021
Arnaldur Sölvi Kristjánsson, hagfræðingur hjá ASÍ, og Emil Dagsson, doktorsnemi í hagfræði við HÍ.
Er fjármagnstekjuskattur alltaf óhagkvæmur?
Emil Dagsson ræðir við Arnald Sölva Kristjánsson um hagkvæma skattheimtu í Ekon, nýjum viðtalsþætti um hagfræðileg málefni. Samkvæmt honum er ekki auðséð að viðtekin viðhorf um að skattur á fjármagn sé óhagkvæmur standist í öllum tilvikum.
Kjarninn 5. júlí 2021
Sajid Javid tók við embætti heilbrigðisráðherra Bretlands nýverið.
Aflétting nú eins og að byggja „verksmiðju nýrra afbrigða“
Breskir vísindamenn hafa margir hverjir varað við hraðri afléttingu takmarkana vegna COVID-19 og segja slíkt eins og að hefja byggingu „verksmiðju nýrra afbrigða“ kórónuveirunnar. Boris Johnson er sagður ætla að aflétta flestum aðgerðum 19. júlí.
Kjarninn 5. júlí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram frumvarpið sem heimilar fyrirtækjum að endurgreiða skattaskuld á mörgum árum.
Ríkið veitir 282 aðilum frest til 2026 til að gera upp tæplega sex milljarða króna skattaskuld
Fyrirtæki hafa getað frestað greiðslu á skatti sem þau hafa dregið af starfsfólki. Nýlega voru samþykkt lög sem heimila þeim sem það vilja að skipta endurgreiðslu skuldarinnar þannig að hún verði fullgreidd sex árum eftir að stofnað var til hennar.
Kjarninn 5. júlí 2021
Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum
Segir skráningu Íslandsbanka svipa til einkavæðingar fyrir hrun
Ásgeir Brynjar Torfason segir margt svipa til með hlutafjárútboði Íslandsbanka og einkavæðingar íslensku bankanna fyrir tveimur áratugum síðan í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 4. júlí 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
„Ef að þau geta notað mig þá er ég til“
Gunnar Smári Egilsson segist vera tilbúinn að taka sæti á lista Sósíalistaflokksins en sérstök kjörnefnd flokksins hefur óskað eftir kröftum hans.
Kjarninn 4. júlí 2021
Stofna samráðshóp um vernd einstaklinga í aðdraganda kosninga
Tækniþróun síðustu ára hafa skapað aðstæður sem geta leitt af sér nýjar ógnir við lýðræði sem aftur getur leitt af sér að reynt verði að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður kosninga í lýðræðisríkjum, að því er fram kemur hjá Persónuvernd.
Kjarninn 4. júlí 2021
Verkalýðshreyfingin hefur lagt ríka áherslu á jafnari skiptingu þeirra verðmæta sem verða til í íslensku samfélagi.
Ríkustu fimm prósentin tóku til sín þriðjung af öllum nýjum auð á níu árum
Þeir landsmenn sem tilheyra 0,1 prósent ríkasta hópnum hérlendis hafa bætt 138 milljörðum krónum við eigið fé sitt frá byrjun árs 2012. Þeir sem áttu mest tóku til sín mun hærra hlutfall af nýjum auð í fyrra en á undanförnum árum.
Kjarninn 4. júlí 2021
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks.
Skorar á íslenska þingmenn að mótmæla fangelsun Assange líkt og breskir þingmenn
Julian Assange varð fimmtugur í dag en í tvö ár hefur hann setið í einu mesta öryggisfangelsi Bretlands. Ritstjóri Wikileaks skorar á íslenska þingmenn að láta í sér heyra.
Kjarninn 3. júlí 2021
Bann við einnota plastvörum tekur gildi í dag
Frá og með deginum í dag er ekki heimilt að afhenda án endurgjalds einnota bolla, glös og matarílát úr plasti til dæmis þegar matur og drykkur er seldur til að taka með og skal gjaldið vera sýnilegt á kassakvittun.
Kjarninn 3. júlí 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í síðustu viku. Þau leika lykilhlutverk í þeirri aukningu á viðskiptum sem átt hefur sér stað.
Það hefur ekki verið verslað meira með hlutabréf frá hrunárinu 2008
Fjöldi viðskipta og heildarvelta með hlutabréf í síðasta mánuði var sú mesta frá árinu 2008. Virði Íslandsbanka er búið að aukast um 50 milljarða króna á rúmri viku.
Kjarninn 3. júlí 2021
Fólk þarf að finna „aðrar leiðir til að henda leyndarmálunum sínum“
Sorpa hefur bannað notkun á svörtum plastpokum á endurvinnslustöðvum fyrirtækisins – og tekið upp þá glæru. Samkvæmt fyrirtækinu hafa fyrstu dagarnir gengið vel en tilgangurinn er að minnka urðun til muna.
Kjarninn 3. júlí 2021