Efstu frambjóðendur Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi.
Guðmundur og Birna Eik leiða lista Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi
Sósíalistaflokkur Íslands hefur nú birt þrjá af sex framboðslistum flokksins fyrir komandi kosningar. Oddvitinn í Suðurkjördæmi segir að hið „óréttláta samfélag sem öfgakapítalismi nýfrjálshyggjunnar hefur troðið upp á almenning“ riði til falls.
Kjarninn 5. ágúst 2021
Arion banki var skráður á markað fyrir rúmum þremur árum. Siðan þá hefur hlutabréfaverð hans hækkað mikið. Frá því í mars í fyrra hefur það hækkað um 220 prósent.
Salan á Valitor hækkar umfram eigið fé Arion banka í 51 milljarð – Ætla að borga það út
Arion banki ætlar að greiða hluthöfum sínum út yfir 50 milljarða króna í arðgreiðslur og með endurkaupum á eigin bréfum á næstu árum. Bankinn hagnaðist um 14 milljarða á fyrri hluta árs. Lífeyrissjóðir eru langstærstu eigendur hans.
Kjarninn 5. ágúst 2021
Maraþonhlaupið hefur verið fært til 18. september.
Reykjavíkurmaraþoninu frestað til 18. september
Fjölmennasta götuhlaupi á Íslandi hefur verið frestað til 18. september í ljósi óvissu um hvort hægt verði að halda viðburðinn þann 21. ágúst, eins og stefnt var að.
Kjarninn 4. ágúst 2021
Bóluefni flutt um flugvöll í kæliboxi.
ESB aðeins gefið brot af því bóluefni sem stefnt var að
ESB: 7,9 milljónir. Kína: 24,2 milljónir. Bandaríkin: 59,8 milljónir. Evrópusambandið hefur aðeins afhent fátækum ríkjum 4 prósent af þeim bóluefnaskömmtum sem til stóð að gefa á árinu.
Kjarninn 4. ágúst 2021
Húsnæðisframkvæmdir virðast hafa verið meiri það sem af er ári miðað við í fyrra, en hafa þó sennilega ekki náð fyrri hæðum.
Aukið fjör á byggingarmarkaði
Ýmsar vísbendingar eru uppi um að húsnæðisuppbygging hafi aukist á síðustu mánuðum eftir að hafa verið í lægra lagi árin 2019 og 2020. Hins vegar virðist virknin ekki enn hafa náð sömu hæðum og árið 2018.
Kjarninn 4. ágúst 2021
Ruddur slóði á Langavatnshöfða.
Hafa kært stígagerð og utanvegaakstur til lögreglu
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi hafa kært til lögreglu meint brot á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð og náttúruverndarlögum og krefjast opinberrar rannsóknar á háttsemi þjóðgarðsvarðar og verktaka.
Kjarninn 4. ágúst 2021
Menningarnótt verður ekki haldin hátíðleg í Reykjavík þann 21. ágúst, eins og til stóð.
Ákveðið að slaufa Menningarnótt í Reykjavík
Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar ákvað í morgun að aflýsa Menningarnótt í Reykjavík, sem átti að fara fram 21. ágúst.
Kjarninn 4. ágúst 2021
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar og á meðal eigenda útgáfufélagsins.
Stundin hagnaðist um 7,2 milljónir í fyrra en hefði skilað tapi án ríkisstyrks
Í ársreikningi Stundarinnar kemur fram að kórónuveirufaraldurinn hafi þegar haft neikvæð áhrif á rekstur útgáfufélagsins og að óvissa ríki um forsendur hans. Tekjur Stundarinnar jukust samt umtalsvert í fyrra og félagið skilaði hagnaði.
Kjarninn 4. ágúst 2021
Það hægðist á bólusetningum í Bandaríkjunum í sumar. Nú hafa 70 prósent fullorðinna þó fengið fyrri skammt bólusetnis hið minnsta.
Bólusettir kenna óbólusettum um fjölgun smita
Þegar bólusettir Bandaríkjamenn eru spurðir út í það hverju megi kenna um fjölgun smita og útbreiðslu nýrra afbrigða þar í landi nefna tæp 80 prósent þá landa sína sem eru af einhverjum ástæðum óbólusettir.
Kjarninn 4. ágúst 2021
Um það bil helmingur þeirra ferðamanna sem hafa komið til landsins um Keflavíkurflugvöll undanfarna mánuði hafa verið Bandaríkjamenn.
Bandaríkin setja Ísland á þriðja áhættustig af fjórum
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna ræður nú óbólusettum ferðamönnum frá því að fara í ónauðsynlegar ferðir til Íslands. Enn sem komið er bætist Ísland þó ekki í flokk ríkja sem stofnunin mælir gegn því að fólk ferðist til, bólusett eða óbólusett.
Kjarninn 4. ágúst 2021
Fjöldi rafskúta hefur aukist umtalsvert í Osló og öðrum evrópskum borgum á síðustu árum
Þrengt að rafskútuleigum í Ósló
Fjöldi rafskúta í Ósló er rúmlega fjórum sinnum meiri á höfðatölu heldur en í Reykjavík. Nú ætla borgaryfirvöld í norsku höfuðborginni hins vegar að draga verulega úr þessum fjölda og rukka leigurnar fyrir umsýslukostnað af farartækjunum.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Krystsina Tsimanouskaya fer ekki aftur heim til Hvíta-Rússlands. Hún hefur sótt um hæli í Póllandi.
Hótuðu hlaupakonunni – „Eins og fluga föst í kóngulóarvef“
Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur fengið vernd af mannúðarástæðum í Póllandi og eiginmaður hennar hefur flúið Hvíta-Rússland. Tugir íþróttamanna hafa verið handteknir í landinu fyrir að mótmæla forsetanum.
Kjarninn 2. ágúst 2021
Fimmtán liggja inni á Landspítala með COVID-19.
Fjórðungur smitaðra í fjórðu bylgjunni óbólusettur
Fimmtán sjúklingar liggja á Landspítalanum með COVID-19, þar af tveir á gjörgæslu og annar í öndunarvél. Að minnsta kosti 265 manns yfir sextugu eru með sjúkdóminn og 187 börn.
Kjarninn 2. ágúst 2021
Hlutfall fyrstu kaupenda hefur aldrei verið jafn hátt á höfuðborgarsvæðinu og nú.
Hlutfall fyrstu kaupenda með hæsta móti síðastliðið ár
Hlutfall fyrstu kaupenda hefur aldrei verið jafn hátt á eins árs tímabili eins og síðastliðið ár. Hlutfallið er nú um þriðjungur og hefur farið hækkandi frá því að Þjóðskrá hóf að safna upplýsingum um fyrstu kaupendur.
Kjarninn 2. ágúst 2021
Trausti segir ekki ólíklegt að sólskinsstundamet verði slegið á Akureyri og að sama megi segja um Mývatn.
Hitametin í júlí: Ekki er vitað um „slíkt og þvíumlíkt“ hér á landi
Um mestallt norðan- og austanvert landið var júlí sá hlýjasti frá upphafi mælinga. Meðalhiti var meiri en 14 stig á fáeinum veðurstöðvum, „en ekki er vitað um slíkt og þvílíkt hér á landi áður í nokkrum mánuði,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur
Kjarninn 2. ágúst 2021
Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingar.
Hugsanlegt að Samfylkingin þurfi að hugsa sinn gang
Guðjón S. Brjánsson fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar segist telja flokkinn hafa „hvikað frá grundvallarstefnu jafnaðarmanna“ og ekki verið nægilega einbeittan í grundvallarþáttunum.
Kjarninn 2. ágúst 2021
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fagna ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi.
Framtíð kapítalisma sem efnahagskerfis ekki björt frammi fyrir áskorunum nútímans
Ari Trausti Guðmundsson fráfarandi þingmaður VG segist verja ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „sem framsækna á mörgum sviðum“ þótt honum sjálfum, sem sósíalista, þyki margt ógert til að ná auknum jöfnuði og jafnrétti.
Kjarninn 31. júlí 2021
Rafdrifin framtíð virðist nálgast of hratt fyrir Toyota
Japanski bílaframleiðandinn Toyota er sagður reyna að beita áhrifum sínum til þess að tvinnbílar og vetnisbílar verði hluti af orkuskiptastefnu Biden-stjórnarinnar, en ekki bara hreint rafmagn.
Kjarninn 31. júlí 2021
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
Kjarninn 28. júlí 2021
Vel yfir 100 smit annan daginn í röð
Í þessum mánuði hafa 810 manns greinst með kórónuveiruna innanlands. Yfir 77 prósent þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar. Síðustu tvo daga hefur smitfjöldinn farið vel yfir 100.
Kjarninn 28. júlí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví biðst afsökunar – „Þingmenn eiga að geta sagt frá“
Þingmaður Pírata skilur ekki þá þvermóðsku ríkisstjórnarinnar að biðjast ekki afsökunar á sóttvarnaaðgerðum og biðst sjálfur afsökunar. Þótt hann telji sigi ekki getað haft nein áhrif á framvindu mála, „þá afsakar það ekki að reyna það ekki.“
Kjarninn 28. júlí 2021
Daniel Hale var í gær dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir að láta blaðamanni í té gögn frá Bandaríkjaher sem vörpuðu ljósi á það hvernig drónum hefur verið beitt í hernaði í Mið-Austurlöndum.
Dæmdur fyrir að segja frá drónadrápum
Eftir að hafa ofboðið beiting Bandaríkjahers á drónum til þess að ráðast gegn óvinum sínum í Afganistan ákvað ungur hermaður að gerast uppljóstrari. Í gær var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi.
Kjarninn 28. júlí 2021
Metfjöldi smita á einum degi frá upphafi faraldurs
Samtals greindust 123 smit innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum. Það er met á einum degi en fyrra metið varð í mars í fyrra þegar 106 greindust.
Kjarninn 27. júlí 2021