Allir farþegar sem komið hafa til landsins frá miðnætti hafa skilað viðeigandi vottorðum um neikvæð COVID-19 próf.
Ólíkur skilningur lagður í nýja reglugerð á landamærunum
Á miðnætti tók gildi ný reglugerð sem skyldar alla farþega sem koma til landsins að skila inn vottorði um neikvætt COVID-19 próf. Ekki er hægt að meina Íslendingum að koma til landsins og túlkun á reglunum virðist vera ólík meðal flugfélaga og lögreglu.
Kjarninn 27. júlí 2021
Yfir 700 manns eru í eftirliti á COVID-göngudeild Landspítalans.
Enginn „á rauðu“ á COVID-göngudeildinni
Þrír sjúklingar liggja á legudeildum Landspítalans með COVID-19 sjúkdóminn. Rúmlega 700 manns eru í eftirliti á COVID-göngudeildinni en enginn þeirra er „á rauðu“.
Kjarninn 27. júlí 2021
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir sérfræðingur hjá sóttvarnalækni.
Mæla „mjög líklega“ með bólusetningum 12-15 ára á næstunni
Heilbrigðisyfirvöld munu „mjög líklega“ mælast til þess að 12-15 ára börn verði bólusett á næstunni, í ljósi uppgangs faraldurs COVID-19 á Íslandi. Rúmlega 2.400 börn á þessum aldri hafa þegar fengið bólusetningu.
Kjarninn 27. júlí 2021
Alma Möller landlæknir ræddi um óvissu og þekkingarleitina sem nú stendur yfir á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Alma: „Svörin fást á næstu vikum“
„Við erum auðvitað öll komin með leið á þessari veiru,“ segir Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi dagsins. Hún minnti á að bólusetningar veita góða vörn gegn veikindum af völdum kórónuveirusmits og þá sér í lagi alvarlegum veikindum.
Kjarninn 27. júlí 2021
Meirihluti smita enn að greinast utan sóttkvíar
Um 72 prósent þeirra sem greindust með veiruna innanlands í gær voru utan sóttkvíar. Um þriðjungur nýgreindra er óbólusettur.
Kjarninn 27. júlí 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Rúmur helmingur kjósenda VG frá 2017 ætlar að kjósa annan flokk í haust
Samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Fréttablaðið verða níu flokkar á Alþingi eftir komandi kosningar. Rúmur helmingur þeirra sem kusu Vinstri græn árið 2017 segjast ætla að leita á önnur mið er gengið verður til kosninga í september.
Kjarninn 27. júlí 2021
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Icelandair Group sækir sér rúma 8 milljarða króna með sölu á nýju hlutafé til bandaríska sjóðsins.
Bain Capital orðinn stærsti hluthafi Icelandair
Hluthafafundur Icelandair Group samþykkti í dag hlutafjáraukningu félagsins vegna sölu á nýju hlutafé til bandarísks fjárfestingasjóðs, Bain Capital, sem verður með þessu stærsti hluthafi Icelandair Group.
Kjarninn 23. júlí 2021
Benedikt Árnason er nýr ráðuneytisstjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Benedikt Árnason skipaður ráðuneytisstjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Benedikt Árnason í embætti ráðuneytisstjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Kjarninn 23. júlí 2021
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group.
Inneignir fyrir 11,2 milljarða útistandandi
Í lok júní áttu viðskiptavinir Icelandair alls 11,2 milljarða í ónýttum inneignarnótum. Á sama tíma nam verðmæti bókaðra flugmiða hjá félaginu 21,3 milljörðum.
Kjarninn 23. júlí 2021
Þingfararkaupið hækkar
Laun þingmanna hækka um 75 þúsund krónur
Þingfararkaupið er nú orðið 1.285.411 krónur en það hækkaði um 6,2 prósent um síðustu mánaðamót. Launahækkanir þingmanna taka mið af reglulegum hækkun reglulegra launa starfsmanna ríkisins.
Kjarninn 23. júlí 2021
Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels.
„Delta-faraldurinn“ kallar á hertar aðgerðir í Ísrael
Forsætisráðherra Ísraels útilokar ekki að útgöngubann verði sett á að nýju ef milljón landa hans láti ekki bólusetja sig. Grímuskylda innandyra verður tekin upp enda bendir ný rannsókn til að bóluefni Pfizer veiti um 40 prósent vörn gegn sýkingu.
Kjarninn 23. júlí 2021
Ríkisstjórnin kemur saman til fundar á Egilsstöðum kl. 16 í dag til þess að ræða tillögur að hertum aðgerðum vegna útbreiðslu COVID-19 innanlands.
Ákvarðanir verða teknar á Egilsstöðum síðdegis
Ríkisstjórnin mun funda um mögulega herðingu sóttvarnaráðstafana kl. 16 í dag. Vegna ferðalaga hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar var heppilegast að ríkisstjórnin kæmi saman til fundar í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum.
Kjarninn 23. júlí 2021
76 innanlandssmit – 371 í einangrun
Nýgengi innanlandssmita er komið upp í 83,7 eftir að 76 smit greindust í gær. 371 er í einangrun með COVID-19 á Íslandi.
Kjarninn 23. júlí 2021
Angela Merkel á sínum síðasta sumarblaðamannafundi. Hún lætur af embætti í haust eftir 16 ára setu í embætti Þýskalandskanslara
Þjóðverjar líkt og aðrar þjóðir þurfi að spýta í lófana í loftslagsmálum
Loftslagsmálin eru aftur í brennidepli í Þýskalandi eftir mikil hamfaraflóð þar í landi. Hraði aðgerða þarf að aukast sagði Þýskalandskanslari á sínum síðasta sumarblaðamannafundi en hún lætur af embætti í haust.
Kjarninn 23. júlí 2021
Um 70 prósent þeirra erlendu ferðamanna sem sóttu Ísland heim í fyrra komu á fyrstu þremur mánuðum ársins.
Stuðningur hins opinbera við ferðaþjónustuna nam 35 milljörðum árið 2020
Ferðaþjónustan tók til sín um helming af fjárútlátum hins opinbera vegna efnahagslegra mótvægisaðgerða fyrir einstaklinga og fyrirtæki í fyrra. Áætlað er að tapaður virðisauki í ferðaþjónustu árið 2020 hafi verið 149 milljarðar króna.
Kjarninn 23. júlí 2021
Icelandair vonast til þess að flytja 400 þúsund ferða menn til landsins á árinu.
Icelandair tapaði 6,9 milljörðum á öðrum ársfjórðungi
Jákvæðni svífur yfir vötnum hjá Icelandair Group þrátt fyrir að félagið hafi tapað 10,9 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins. Flugfélagið sér fyrir sér að flytja 400 þúsund ferðamenn til landsins á árinu.
Kjarninn 22. júlí 2021
Óvissa ríkir um hvort hægt verður að halda mannmargar samkomur á borð við Þjóðhátíð í Eyjum á næstu vikum. Að taka ákvörðun um það bíður ríkisstjórnarinnar.
Líkir afléttingum og takmörkunum á víxl við pyntingar á stríðsföngum
Hildur Sólveig Sigurðardóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur stjórnvöld til þess að stíga varlega til jarðar í ákvörðunum um mögulegar sóttvarnaráðstafanir innanlands.
Kjarninn 22. júlí 2021
Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi árs nam 14,1 milljarði króna.
Landsbankinn hagnaðist um 14,1 milljarð á fyrri helmingi árs
Landsbankinn hagnaðist um 6,5 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi. Bankastjórinn segir uppgjör bankans á fyrri helmingi árs hafa verið afar gott og bankinn sé vel í stakk búinn til að mæta áframhaldandi COVID-óvissu.
Kjarninn 22. júlí 2021
Enn græn þrátt fyrir fjölgun smita
Á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu um þróun kórónuveirufaraldursins heldur Ísland græna litnum. Austurhluti álfunnar og Skandinavía eru að megninu til græn en rauðara er um að litast á Íberíuskaga og í Hollandi.
Kjarninn 22. júlí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur ætlar ekki að bíða eftir faraldri innlagna „því þá er of seint í rassinn gripið“
Við erum að fara inn í óvissu, segir sóttvarnalæknir og telur óskynsamlegt að tala með þeim hætti að hægt verði að taka upp „eðlilegt líf“ eftir nokkrar vikur. „Það er bara ekki þannig.“
Kjarninn 22. júlí 2021
Mörg sýni eru tekin í húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í Reykjavík þessa dagana.
78 greindust með COVID-19 innanlands
Alls 52 af þeim 78 sem greindust með COVID-19 innanlands í gær voru með fulla bólusetningu. Fleiri smit tengjast nú hátíðinni LungA á Seyðisfirði, sem fram fór í síðustu viku.
Kjarninn 22. júlí 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera farna að ræða mögulegar aðgerðir vegna nýrrar bylgju veirufaraldursins.
Segir „ekki hægt að draga bara sömu aðgerðir upp úr poka“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að vísindafólk og ríkisstjórnin verði að fá „andrými til að meta stöðuna“ í faraldrinum og viðeigandi viðbrögð, í ljósi útbreiddra bólusetninga á Íslandi.
Kjarninn 22. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefnanna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Furða sig á flatri fjallahjólabraut í Kópavogi
„Þetta er ekki fjallahjólabraut, það er nokkuð ljóst,“ segir íbúi í Kópavogi um nýja fjallahjólabraut við Austurkór, sem var valin af íbúum í kosningunni Okkar Kópavogur í fyrra. Íbúar gagnrýna skort á mishæðum í brautinni, sem átti að kosta 8 milljónir.
Kjarninn 22. júlí 2021
Dominic Cummings var kosningastjóri Vote Leave samtakanna sem börðust fyrir útgöngu Breta úr ESB. Hann varð síðar aðalráðgjafi Borisar Johnson forsætisráðherra.
Hafði áhyggjur af því að Boris Johnson gæti smitað drottninguna af COVID
Fyrrum aðalráðgjafi forsætisráðherra Breta gagnrýnir aðgerðarleysi hans í sóttvarnamálum í nýju viðtali við BBC. Hann segist hafa gripið í taumana þegar forsætisráðherrann ætlaði á fund drottningar við upphaf faraldurs.
Kjarninn 21. júlí 2021
Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR.
Vínkaupmaður búinn að kæra forstjóra ÁTVR til lögreglu
Arnar Sigurðsson vínkaupmaður og -innflytjandi hefur beint kæru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess sem hann segir rangar sakargiftir forstjóra ÁTVR á hendur sér og fyrirtækjum sínum.
Kjarninn 21. júlí 2021
Sérstaða Íslands þegar kemur að fjölda bólusettra er mikil og því ekki hægt að miða við reynslu nokkurs annars ríkis þegar kemur að virkni bóluefna í samfélagi án takmarkanna innanlands og fjölgunar ferðamanna.
Bólusettir 73,5 prósent þeirra sem greinst hafa síðustu daga
Flestir þeir sem eru með COVID-19 hér á landi eru á aldrinum 18-29 ára eða tæp 45 prósent. Fjórtán börn eru með sjúkdóminn, þar af eitt ungbarn. Enn eru rúmlega 116 þúsund landsmenn óbólusettir.
Kjarninn 21. júlí 2021
Ráðast hefði þurft í beina innspýtingu fjármagns með markvissum hætti frá ríkinu til þeirra sem lentu í tekjustoppi að mati Kristrúnar.
Segir „stærstu hagstjórnarmistök síðasta árs“ hafa leitt af sér fasteignabólu
Mistök voru að beita bönkunum í efnahagslegum björgunaraðgerðum segir Kristrún Frostadóttir. Tilhneiging bankanna til að festa fé í steypu hafi leitt af sér fasteignabólu í stað verðmætasköpunar. Spenna á fasteignamarkaði er meiri en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 21. júlí 2021
56 smit greindust innanlands – 152 á tíu dögum
223 eru nú með COVID-19 á Íslandi eftir að 56 innanlandssmit greindust í gær. Af þeim voru 43 fullbólusettir og ellefu óbólusettir.
Kjarninn 21. júlí 2021
Meirihluti sveitarstjórnar í Borgarbyggð neitaði að láta íbúa hafa skýrslu sem KPMG vann um fjárhagsmálefni sveitarfélagsins.
Borgarbyggð skikkuð til að afhenda íbúa endurskoðunarskýrslu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skikkað Borgarbyggð til þess að afhenda íbúa í sveitarfélaginu skýrslu sem KPMG vann fyrir sveitarstjórnina undir lok síðasta árs. Oddviti minnihluta sveitarstjórnar segir það hið besta mál.
Kjarninn 21. júlí 2021
John Kerry er loftslagserindreki Bandaríkjanna.
Segir Kínverja bera mesta ábyrgð á hitnandi loftslagi
Loftslagserindreki Bandaríkjanna segist þess fullviss um að Kínverjar geti gert betur í að minnka losun. Frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað hafa niðurgreiðslur Bandaríkjamanna til vinnslu jarðefnaeldsneytis aukist.
Kjarninn 20. júlí 2021
Reglur á landamærum breyast í takt við þróun faraldursins og því mikilvægt að kynna sér reglulega hvaða reglur eru í gildi ef ætlunin er að fara til útlanda.
Misjafnar kvaðir á erlendum landamærum fyrir ferðamenn frá Íslandi
Bólusettir Íslendingar geta almennt ferðast án mikilla vandkvæða til vinsælustu áfangastaðanna. Á þessu eru þó einhverjar undantekningar og almennt gildir ferðabann til Bandaríkjanna og Kanada. Staðan gæti breyst mikið verði Ísland ekki lengur grænt land.
Kjarninn 20. júlí 2021
Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður er sagður til rannsóknar hjá lögreglu í Bretlandi.
Gylfi Þór sagður til rannsóknar fyrir meint kynferðisbrot gegn barni
Besti knattspyrnumaður Íslands er sagður til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester og nágrenni vegna meints kynferðisbrots gegn barni. Lið hans Everton staðfesti í gærkvöldi að leikmaður félagsins hefði verið sendur í leyfi vegna lögreglurannsóknar.
Kjarninn 20. júlí 2021
38 innanlandssmit – ekki fleiri greinst á einum degi síðan í október
Á átta dögum hafa níutíu manns greinst innanlands með kórónuveiruna. Í gær var fjöldinn 38 og hefur ekki verið jafn mikill á einum degi síðan í lok október í fyrra.
Kjarninn 20. júlí 2021
Eftirlitsmyndavélar mega sín lítils gegn þeim háþróaða tölvubúnaði sem fyrirtæki á borð við NSO Group selja til ríkisstjórna víða um heim til þess að hafa eftirlit með einstaklingum.
Eftirlit afhjúpað
Á annan tug fjölmiðla hófu í gær umfjöllun um gagnaleka sem virðist varpa ljósi á eftirlit ríkisstjórna víða um heim með blaðamönnum, aðgerðasinnum og pólitískum andstæðingum með háþróuðum ísraelskum njósnahugbúnaði sem engin leið er að verjast.
Kjarninn 20. júlí 2021
Fjölbreytt fuglalíf er við Grafarvog innan Gullinbrúar og fara þar um þúsundir vaðfugla. Svæðið er alþjóðlega mikilvægur viðkomustaður farfugla, einkum vaðfuglategunda.
Vilja friða eina af fáum óspilltu leirum borgarinnar
Með áformum um friðlýsingu Grafarvogs innan Gullinbrúar er horft til þess að vernda til framtíðar náttúrulegt ástand vogsins og líffræðilega fjölbreytni hans, þ.m.t. mikilvægar fjöruvistgerðir, búsvæði fugla og óspillta leiru.
Kjarninn 20. júlí 2021