Katrín Jakobsdóttir varð fyrsti forsætisráðherrann til að tilkynna ekki um þingrof úr ræðustól Alþingis í næstum sjö áratugi.
Þingrof kynnt með öðrum hætti en úr ræðustól Alþingis í fyrsta sinn síðan 1953
Lengst af hefur sá vani verið hafður á að forsætisráðherra tilkynni um þingrof úr ræðustól Alþingis. Tilkynning um þingrof birtist í Stjórnartíðindum í gær, án þess að sá vani væri virtur. Það hefur ekki gerst í 68 ár.
Kjarninn 13. ágúst 2021
Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Veltir fyrir sér hvort skýrsla um fjárfestingar útgerðarmanna muni „ligga í skúffu“ fram yfir kosningar
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar spyr hvort skýrslan um fjárfestingar útgerðarmanna sé „í þessari sömu skúffu“ og skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og skýrsla um leiðréttinguna svokölluðu og hvort hún muni liggi þar fram yfir kosningar.
Kjarninn 13. ágúst 2021
Auglýsingaborðinn sem Nýja vínbúðin keypti á vef mbl.is.
Vefverslun með áfengi auglýsir sig á einum stærsta fréttavef landsins
Í gær birti Nýja vínbúðin, bresk vefverslun með vín sem þjónar íslenskum neytendum, auglýsingu á mbl.is. Stofnandi hennar segir ekkert í reglugerðum eða lögum banna erlendum áfengisverslunum að auglýsa í íslenskum fjölmiðlum.
Kjarninn 13. ágúst 2021
Heiða Björg Pálmadóttir
Heiða Björg nýr skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Heiðu Björgu Pálmadóttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu í ráðuneytinu.
Kjarninn 13. ágúst 2021
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgarfulltrúi telur Reiti setja fram „gamaldags viðhorf til fólks“ og þykir það leitt
Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir leitt að sjá neikvæðar athugasemdir fasteignafélagsins Reita við uppbyggingu smáhýsa fyrir nokkra skjólstæðinga velferðarsviðs borgarinnar í Laugardal.
Kjarninn 13. ágúst 2021
Ál hefur ekki verið dýrara í áratug
Álverð hefur hækkað um 75 prósent á alþjóðlegum mörkuðumfrá því í apríl í fyrra. Verðhækkunina má að hluta til skýra vegna framleiðsluhökts í Kína, en aukin eftirspurn eftir bjór og rafbílum hafa líka haft áhrif.
Kjarninn 13. ágúst 2021
Eyjólfur Ármannsson verður oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Formaður Orkunnar okkar leiðir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi
Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur og formaður hópsins Orkunnar okkar, mun leiða lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi til komandi kosninga.
Kjarninn 13. ágúst 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna.
Varaformaður Vinstri grænna vill í vinstri stjórn
Umhverfis- og auðlindaráðherra telur að Vinstri græn muni ná meiri árangri í þeim málum sem flokkurinn leggur áherslu á ef hann sitji í vinstri stjórn.
Kjarninn 13. ágúst 2021
Vilhjálmur Bjarnason sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2013-2017.
Spyr hvort Sjálfstæðisflokkur sé eins máls flokkur utan um fiskveiðistjórnunarkerfið
Vilhjálmur Bjarnason segir að frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hafi enga skírskotun til almennra kjósenda. Hann segir Pírata virðast vera á „einhverju rófi“, að Samfylkingarfólk sé leiðinlegt og að Miðflokkurinn sé trúarhreyfing.
Kjarninn 13. ágúst 2021
Stjórnmálaflokkarnir sem sitja á þingi skipa fulltrúa í stjórn Ríkisútvarpsins.
Leggur til að nýir flokkar fái gjaldfrest vegna auglýsinga á RÚV þar til ríkisstyrkir berast
Fulltrúi Pírata í stjórn RÚV hefur sagt sósíalistum að hann muni leggja til við aðra stjórnarmenn að flokkar utan þings fái auglýsingatíma úthlutuðum með gjaldfresti fram á næsta kjörtímabil.
Kjarninn 12. ágúst 2021
Borgarráð samþykkti þessar breytingar á fundi sínum í dag.
Verð á bílastæðakortum fyrir miðborgarbúa hækkar um allt að 275 prósent á ársgrundvelli
Borgarráð hefur samþykkt að hækka gjald fyrir bílastæðakort íbúa á gjaldskyldum svæðum miðborgar úr 8 þúsund krónur upp í 15 þúsund eða 30 þúsund, eftir því hver orkugjafi bílsins er. Eigendur raf- og vetnisbíla fá helmingsafslátt.
Kjarninn 12. ágúst 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur vert að skoða þrepaskipt fjármagnstekjuskattskerfi.
Forsætisráðherra vill skoða þrepaskipt fjármagnstekjuskattskerfi
Til þess að gera skattkerfið réttlátara mætti taka til skoðunar að koma á þrepaskiptu fjármagnstekjuskattskerfi á Íslandi, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er hún svaraði spurningu um málið á Facebook.
Kjarninn 12. ágúst 2021
Leigumarkaðurinn minnkaði um fimmtung eftir COVID
Fjöldi þeirra sem búa í leiguhúsnæði dróst saman um rúm 20 prósent eftir að heimsfaraldurinn skall á. Samhliða því hefur húsnæðisöryggi aukist og fjárhagur heimilanna batnað.
Kjarninn 12. ágúst 2021
Aðalfundi Pírata fyrir komandi alþingiskosningar hefur verið frestað um viku.
Píratar þurfa að fresta aðalfundi vegna veirusmits á Fellsströnd
Aðalfundi Pírata verður frestað um eina viku sökum þess að starfsmaður Vogs á Fellsströnd, þar sem fundurinn verður haldinn, hefur greinst með kórónuveiruna.
Kjarninn 12. ágúst 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Óbólusettir fimmfalt líklegri til að þurfa gjörgæslumeðferð en bólusettir
Hlutfallslega eru þeir sem ekki hafa verið bólusettir um þrefalt líklegri til að smitast og fimmfalt líklegri til þess að þurfa að leggjast inn á gjörgæslu en þeir sem hafa verið bólusettir, samkvæmt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni.
Kjarninn 12. ágúst 2021
Longyearbyen á Svalbarða í Noregi.
Mögulegt þorskastríð í vændum á milli Noregs og ESB
Fiskveiðiskip frá ESB sem veiða við strendur Svalbarða gætu átt í hættu á að verða kyrsett þar á næstu vikum. Aðstoðarutanríkisráðherra Noregs segir sambandið ekki hafa neinn lagalegan grundvöll fyrir að veiða í norskri lögsögu.
Kjarninn 12. ágúst 2021
Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels.
Ísraelar búa sig undir að staða spítala verði erfiðari en nokkru sinni fyrr í faraldrinum
Samkvæmt nýrri spá ísraelskra yfirvalda er búist við því að fjöldi alvarlega veikra inni á sjúkrahúsum landsins verði tvöfalt meiri eftir mánuð en þegar staðan var hvað verst, fyrr í faraldrinum. Til stendur að bæta við heilbrigðisstarfsmönnum.
Kjarninn 11. ágúst 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segist ætla að kynna hugmyndir um endurskipulagningu lífeyriskerfisins
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir of marga vera að ljúka starfsævi sinni án ríkra lífeyrisréttinda. Tími sé kominn til að breyta kerfinu. Síðast var það gert 2016, með jöfnun lífeyrisréttinda. Enn á eftir að efna forsendur þeirra breytinga.
Kjarninn 11. ágúst 2021
Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljungs.
Stjórn Skeljungs segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að breyta því í fjárfestingafélag
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag var því haldið fram að ráðandi hluthafar í Skeljungi ynnu að því að breyta félaginu í fjárfestingafélag. Stjórn félagsins áréttar í tilkynningu að engin ákvörðun hafi verið tekin um þetta.
Kjarninn 11. ágúst 2021
Færeyingar vilja fá aðild að Alþjóða Ólympíunefndinni, en sú barátta hefur ekki skilað árangri.
Færeyingar náðu betri árangri en Íslendingar í Tókýó og vilja keppa undir eigin fána
Leiðtogi færeysku landsstjórnarinnar ítrekaði í vikunni vilja Færeyinga til þess að fá að keppa undir sínum eigin fána, Merkinu, á Ólympíuleikum. Færeyskur ræðari hafnaði í fjórða sæti á leikunum í Tókýó, en keppti fyrir hönd Danmerkur.
Kjarninn 11. ágúst 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Sósíalistaflokkurinn biður um að fá ókeypis auglýsingar á RÚV
Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins hefur sent útvarpsráði erindi með beiðni um að Sósíalistaflokkurinn fái ókeypis pláss í miðlum Ríkisútvarpsins til þess að auglýsa sig fyrir kosningar.
Kjarninn 11. ágúst 2021
Bóluefni Pfizer og BioNTech, Corminaty.
BioNTech gæti aukið hagvöxt Þýskalands um hálft prósentustig
Áætlaðar tekjur hjá BioNtech, sem framleiðir bóluefni gegn COVID-19 í samstarfi við Pfizer, nema tæpum 16 milljörðum evra í ár. Þetta jafngildir hálfu prósenti af landsframleiðslu Þýskalands í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2021
Formenn stjórnarflokkanna á blaðamannafundinum fyrr í dag.
Ríkisstjórnin segist hafa lokið 138 af 189 aðgerðum sem hún lofaði í stjórnarsáttmála
Formenn stjórnarflokkanna eru allir sammála um að mikið verk hafi verið unnið á þessu kjörtímabili. Bjarni Benediktsson segir það hafa verið lærdómsríkt að fá nýjan samstarfsflokk og að það hafi „þétt samstarfið að fá krefjandi verkefni í fangið.“
Kjarninn 10. ágúst 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Núverandi sóttvarnaráðstafanir verða framlengdar um tvær vikur
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði á blaðamannafundi að ákveðið hefði verið að framlengja núverandi reglugerð um opinberar sóttvarnaráðstafanir um tvær vikur þegar hún rennur út 13. ágúst.
Kjarninn 10. ágúst 2021
Eftir nokkuð áhyggjulítið sumar hvað veirumálin varðar hefur faraldurinn vaxið og áhyggjur almennings með.
Bólusetningar virðast lítið hafa dregið úr áhyggjum landsmanna af veirunni
Þrátt fyrir útbreiddar bólusetningar gegn COVID-19 á Íslandi mælist svipað hlutfall landsmanna með miklar áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum faraldursins og mældist í fyrstu bylgjunni sem gerði strandhögg í mars og apríl í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2021
Það hefur ekki verið mikið um afbókanir erlendra ferðamanna eftir að smitum tók að fjölga innanlands.
Staða faraldursins og erlendir listar hafa ekki haft mikil áhrif: „Sjö, níu, þrettán“
Þegar ný bylgja kórónuveirusmita var að rísa lýstu talsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu yfir áhyggjum af því að Ísland færðist inn á „rauða lista“ erlendis. Áhrifin af því hafa verið hverfandi, þó enn sé „spurning hvernig Ameríkaninn bregst við“.
Kjarninn 10. ágúst 2021
Frá áramótum hafa um 184 þúsund erlendir farþegar farið um Keflavíkurflugvöll.
Brottfarir erlendra farþega ekki fleiri í einum mánuði síðan fyrir faraldur
Nálega helmingur þeirra erlendu farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll í júlí voru frá Bandaríkjunum. Þrátt fyrir mikla fjölgun farþega um flugvöllinn var fjöldi brottfara erlendra ferðamanna í júlí innan við helmingur þess sem hann var í sama mánuði 2019.
Kjarninn 10. ágúst 2021
Atvinnuleysi lækkar á milli mánaða og mælist 6,1 prósent
Almennt atvinnuleysi hefur lækkað á milli mánaða allt þetta ár en í lok júlí voru alls 12.537 á atvinnuleysisskrá. Rúmlega fimm þúsund manns eru á ráðningarstyrkjum.
Kjarninn 10. ágúst 2021
Listi Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Haraldur Ingi oddviti er fyrir miðju og Margrét, sem skipar annað sætið, er hægra megin við hann.
Haraldur Ingi leiðir Sósíalistaflokkinn í Norðausturkjördæmi
Haraldur Ingi Haraldsson verkefnastjóri og Margrét Pétursdóttir verkakona skipa tvö efstu sætin á lista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar.
Kjarninn 10. ágúst 2021
Metávöxtun hjá íslenskum hlutabréfasjóðum
Samhliða sögulegri hækkun hlutabréfaverðs hér á landi hefur 12 mánaða ávöxtum 13 íslenskra hlutabréfasjóða verið með mesta móti. Virði tveggja sjóðanna hefur meira en tvöfaldast.
Kjarninn 10. ágúst 2021
Hótel Borg er ein helsta eign Keahótela.
Keahótel-keðjan tapaði hálfum milljarði og fékk hátt lán með ríkisábyrgð
Í lok síðasta árs breytti ríkisbankinn Landsbankinn skuldum Keahótel-samstæðunnar í nýtt hlutafé og eignaðist 65 prósent hlut í henni. Fyrri hluthafar lögðu fram 250 milljónir í nýtt hlutafé og eiga nú 35 prósent.
Kjarninn 10. ágúst 2021
Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skera sig úr þegar kemur að afstöðu gagnvart kvótakerfinu. Bjarni Benediktsson er formaður þess fyrrnefnda og Sigurður Ingi Jóhannsson þess síðarnefnda.
Tveir af hverjum þremur landsmönnum telja að kvótakerfið ógni lýðræðinu
Á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er meirihluti fyrir því að telja kvótakerfið ekki ógn gegn lýðræðinu og gegn því að breyta kerfinu með lýðræðislegum aðferðum. Kjósendur allra annarra flokka er á öndverðri skoðun.
Kjarninn 9. ágúst 2021
PLAY segir lága sætanýtingu í takt við væntingar
Sætanýting flugfélagsins PLAY var tæp 42 prósent í júlí og þarf að vera tæplega tvöfalt hærri á næstu mánuðum svo félagið standist eigin spár. Samkvæmt PLAY var nýtingin í takt við væntingar félagsins fyrir fyrsta mánuðinn í fullum rekstri.
Kjarninn 9. ágúst 2021
Erla Björg Gunnarsdóttir er nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.
Erla Björg tekur við af Þóri sem ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2
Þórir Guðmundsson hefur látið af störfum sem ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Við starfi hans tekur Erla Björg Gunnarsdóttir, sem verið hefur fréttastjóri Stöðvar 2.
Kjarninn 9. ágúst 2021
Einungis 14 prósent landsmanna ánægð með núverandi útfærslu kvótakerfisins
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru þeir einu sem eru ánægðari með núverandi útfærslu kvótakerfisins en óánægðari. Hjá öllum öðrum flokkum er andstaðan við kerfið miklu meiri en stuðningur við það.
Kjarninn 9. ágúst 2021
Rýrnun íss hefur áhrif á hæð sjávarborðs.
Hlýnun jarðar geti aukið líkur á skriðuföllum á Íslandi
Út er komin ný skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar en þar kemur fram að hlýnun jarðar geti haft afdrifaríkar afleiðingar hér á landi. „Örfáir áratugir eru til stefnu“ til að halda hlýnun jarðar fyrir innan tvær gráður.
Kjarninn 9. ágúst 2021
Fimm pólitískar uppákomur á Ólympíuleikunum
Nokkrir íþróttamenn notuðu tækifærið til að láta skoðanir sínar á ýmsum málefnum í ljós á Ólympíuleikunum í Tókýó. Slíkt kann að vera bannað samkvæmt reglum Alþjóða ólympíunefndarinnar.
Kjarninn 8. ágúst 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Mál Arion banka gegn Fjármálaeftirlitinu á dagskrá dómstóla í haust
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í fyrrasumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki höfðaði mál og vill að ákvörðuninni hnekkt.
Kjarninn 8. ágúst 2021
Lægsta hlutdeild lífeyrissjóða í húsnæðislánum síðan 2017
Á meðan útlán bankakerfisins til heimila hefur aukist hratt á síðustu mánuðum hafa þau dregist saman hjá lífeyrissjóðunum. Hlutfall lífeyrissjóðanna í húsnæðislánum hefur ekki verið lægra í fjögur ár.
Kjarninn 8. ágúst 2021
Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins.
Eigandi Morgunblaðsins metinn á 614 milljónir króna
Næst stærsti einstaki eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins myndi tapa þriðjungi af fjárfestingu sinni í fjölmiðlafyrirtækinu ef hann myndi selja hlutinn í dag. Fjársterkir aðilar hafa greitt með rekstrinum frá 2009.
Kjarninn 7. ágúst 2021
Ný rannsókn bendir til að örvunarskammtur fyrir Janssen-þega sé óþarfur
Gögn úr nýrri klínískri rannsókn sem hálf milljón suður-afrískra heilbrigðisstarfsmanna tók þátt í benda til þess að bóluefni Janssen veiti góða vörn gegn Delta-afbrigðinu. Örvunarskammtar hafa nú þegar verið gefnir hér á landi.
Kjarninn 7. ágúst 2021
Sjö efstu á lista sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi norður
Gunnar Smári leiðir í Reykjavík norður og Sólveig Anna á lista
Sósíalistaflokkur Íslands hefur nú birt fjóra af sex framboðslistum sínum. Gunnar Smári Egilsson segir komandi kosningar mögulega þær mikilvægustu í lýðveldissögunni.
Kjarninn 7. ágúst 2021
Hvers vegna eru svona fáir í sóttkví?
Ýmsar ástæður eru fyrir því að færri eru hlutfallslega í sóttkví núna miðað við fjölda í einangrun en oft varð raunin í fyrri bylgjum faraldursins.
Kjarninn 7. ágúst 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn frestar landsfundi sínum
Rúm þrjú ár eru síðan að Sjálfstæðisflokkurinn hélt síðast landsfund. Til stóð að halda hann í nóvember í fyrra og svo aftur í lok ágúst, í aðdraganda komandi kosninga. Nú er búið að fresta honum um óákveðinn tíma.
Kjarninn 6. ágúst 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir launahækkun þingmanna rof milli kjara æðstu ráðamanna og almennings
Forseti ASÍ segir að þingmenn undirgangist ekki þá grunnhugmynd að hækka lægstu laun umfram almenna launahækkun, líkt og samið var um í lífskjarasamningnum, heldur taki sér hækkun langt umfram aðra.
Kjarninn 6. ágúst 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Bólusettir með tengsl á Íslandi verði skimaðir á landamærum
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja skimun bólusettra ferðamanna með tengsl við Ísland á landamærunum. Aðgerðirnar taka gildi 16. ágúst. Engar ákvarðanir voru teknar um frekari eða breyttar aðgerðir innanlands.
Kjarninn 6. ágúst 2021
Fjalar Sigurðarson ráðinn upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytis
Fjalar var áður markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands en hún var lögð niður 1. júlí. Alls sóttu 34 um starf upplýsingafulltrúa sem var auglýst í vor.
Kjarninn 5. ágúst 2021
Víðir, Kamilla og Páll á upplýsingafundinum í dag.
Lýstu yfir áhyggjum af því að kerfin gætu farið að bresta
Þrír talsmenn almannavarna og heilbrigðisyfirvalda voru ómyrk í máli á upplýsingafundi dagsins, er þau voru spurð í það hver staðan gæti orðið á næstu vikum ef fjöldi kórónuveirusmita og þeirra sem veikjast vegna þeirra héldi áfram að vaxa innanlands.
Kjarninn 5. ágúst 2021
Nýuppfært kort Sóttvarnastofnunar Evrópu
Ísland orðið rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Þrátt fyrir rauða litinn þýðir það ekki sjálfkrafa að Ísland sé komið á rauða lista einstakra ríkja, samkvæmt utanríkisráðuneytinu. Litur Íslands er appelsínugulur á korti bandarískra yfirvalda en grænn hjá breskum.
Kjarninn 5. ágúst 2021
Kamilla Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis.
Rök sóttvarnayfirvalda fyrir örvunarskammti
Vörn eftir skammt af Janssen er svipuð og eftir einn skammt af öðrum bóluefnum sem hér hafa verið gefin, segir í rökstuðningi sóttvarnayfirvalda fyrir því að gefa Janssenþegum aukaskammt af öðru efni. Þessar upplýsingar lágu fyrir í mars.
Kjarninn 5. ágúst 2021