Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
„Sjálfskaparvíti“ hjá Sjálfstæðisflokknum að hafa sett Kristján Þór í sjávarútvegsráðuneytið
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir allt of lítinn og allt of einsleitan hóp ráða ferðinni í Sjálfstæðisflokknum frá degi til dags. Hann segir grunsemdir um hagsmunaárekstra liggja eins og þokumistur yfir flokknum.
Kjarninn 3. júlí 2021
96 létust áður en þeir fengu leiðréttingu
Tryggingastofnun hefur undanfarin ár endurskoðað mál örorkulífeyrisþega sem orðið hafa fyrir skerðingu á rétti sínum til örorkulífeyris og búið í öðru landi innan Evrópska efnahagssvæðisins. Mál 1.397 einstaklinga eru eða hafa verið til skoðunar.
Kjarninn 2. júlí 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Myndi kosta ríkissjóð 168 milljarða á ári að gera lágmarkslaun skattfrjáls
Fjármálaráðherra segir að ríkissjóður myndi verða af tekjum sem samsvara 85 prósent af öllum tekjuskattsstofninum ef 350 þúsund króna mánaðartekjur yrðu gerðar skattfrjálsar.
Kjarninn 2. júlí 2021
Fjölmargir blaðamannafundir voru haldnir til að greina frá aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins.
Kostnaður við blaðamannafundi ríkisstjórnar á kórónuveirutímum var sjö milljónir
Ríkisstjórnin hélt 15 blaðamannafundi á rúmu ári sem forsætisráðherra tók þátt í. Mestur kostnaður var við að leigja aðstöðu, tæki og tæknilega þjónustu en ríkisstjórnin borgaði líka 320 þúsund krónur fyrir ljósmyndun.
Kjarninn 2. júlí 2021
Samfylkingin er í vanda samkvæmt nýrri könnun Gallup. Logi Einarsson er formaður flokksins.
Samfylkingin undir tíu prósentin og hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu
Ný könnun Gallup sýnir að ríkisstjórnarflokkarnir sigli nokkuð lygnan sjó og geti haldið áfram samstarfi að óbreyttu. Einnig er möguleiki á Reykjavíkurstjórn. Sósíalistaflokkurinn hefur mælst stöðugt inni fimm kannanir í röð.
Kjarninn 1. júlí 2021
Valitor selt á 12,3 milljarða króna
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, sem hefur verið til sölu hjá Arion banka frá árinu 2018, hefur loksins verið selt. Með sölunni býst Arion banki við að umfram eigið fé sitt muni aukast um þrjá milljarða króna.
Kjarninn 1. júlí 2021
Storytel selur nær allar íslenskar hljóðbækur hér á landi.
Penninn og Storytel með yfirburði á bókamarkaði
Markaðshlutdeild Pennans í smásölumarkaði prentaðra bóka nemur 50-55 prósentum og Storytel selur nær allar bækur á hljóðbókamarkaði, samkvæmt nýrri úttekt Samkeppniseftirlitsins.
Kjarninn 1. júlí 2021
Þjófafoss í Þjórsá í Rangárþingi ytra.
Sameining á Suðurlandi: Yrði stærsta sveitarfélag landsins
Kosið verður um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi samhliða þingkosningum í september. Samþykki íbúar tillöguna verður hið nýja sveitarfélag það stærsta á Íslandi og mun ná yfir um sextán prósent af landinu.
Kjarninn 1. júlí 2021
Börn ásamt mæðrum sínum fyrir utan skóla í Saskatchewan árið 1905. Tugþúsundir barna frumbyggja voru tekin frá foreldrum sínum og sett í heimavistarskóla. Þúsundir þeirra sneru aldrei aftur heim.
„Engu að fagna“ – Barnagrafirnar ýfa upp sár
Þjóðhátíðardagur Kanada verður með öðru sniði en til stóð. Í kjölfar þess að hundruð ómerktra barnagrafa fundust við skóla sem börn frumbyggja voru neydd í hefur krafan um allsherjar uppgjör við þá skelfilegu fortíð orðið hávær.
Kjarninn 1. júlí 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, þegar nýr meirihluti í borginni var kynntur árið 2018.
Dagur ekki búinn að taka ákvörðun um hvort hann verði í framboði
Síðasta könnun sem gerð var á fylgi flokka í Reykjavíkurborg sýndi að allir flokkar sem mynda meirihlutann í borginni myndu bæta við sig fylgi. Flokkur borgarstjóra hefur mælst stærstur en hann er óviss um hvort hann verði í framboði á næsta ári.
Kjarninn 1. júlí 2021
Segja vaxandi ójöfnuð ganga gegn vilja þjóðarinnar
Sérfræðingahópur á vegum verkalýðshreyfingarinnar segir að afleiðingar COVID-kreppunnar komi verr niður á fólki í lægri tekjuhópum. Slík þróun er til þess fallin að auka ójöfnuð, sem hópurinn segir að sé gegn vilja þjóðarinnar.
Kjarninn 30. júní 2021
Kauphöll Íslands.
Fjármálaeftirlitið skoðar almennt ekki skrif blaðamanna um félög sem þeir eiga í
Tilefni þar að vera til þess að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands taki til skoðunar hlutabréfaeign blaðamanna í félögum sem þeir fjalla um, til dæmis að umfjöllunin væri röng eða misvísandi.
Kjarninn 30. júní 2021
Hlutabréfaeign almennings hefur fjórfaldast frá 2019
Fjöldi einstaklinga sem eiga hlutabréf er nú fjórum sinnum meiri en hann var í árslok 2019. Hins vegar er hann enn langt frá því að vera sá sami og hann var á árunum fyrir hrun.
Kjarninn 30. júní 2021
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pirata.
Óskar eftir opnum fundi til að ræða úrskurð NEL
Þingmaður Pírata telur að kanna þurfi hvort úrskurður NEL í Ásmundarsalar-málinu sé í samræmi við lögreglulög, lög um persónuvernd og verklagsreglur lögreglu um notkun búkmyndavéla. Hefur hann óskað eftir opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 30. júní 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Arðgreiðslur heimilar og veðsetning fasteignalána lækkar í 80 prósent
Einungis fyrstu kaupendur geta nú fengið meira en 80 prósenta lán fyrir fasteignakaup sín, samkvæmt nýrri yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans.
Kjarninn 30. júní 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Sjálfstæðisflokkur geti ekki tekið þátt í stjórn sem haldi áfram að ríkisvæða heilbrigðiskerfið
Óli Björn Kárason segir að ríkisrekin fjölmiðlun grafi „undan borgaralegum öflum“. Ekki síst þess vegna verði Sjálfstæðisflokkurinn að spyrna við fótum í málefnum RÚV.
Kjarninn 30. júní 2021
Virði hlutabréfa í Eimskip hefur aukist um 17 milljarða króna á undir tveimur vikum
Frá þeim degi sem tilkynnt var um sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið, þar sem félagið samþykkti að greiða metsekt fyrir samkeppnislagabrot, hafa hlutabréf í félaginu hækkað um þriðjung.
Kjarninn 29. júní 2021
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu.
Hörður segist hafa fylgt öllum siðareglum í hvívetna
Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu, segir túlkun formanns Blaðamannafélagsins á siðareglum ekki standast og hafa í hvívetna fylgt öllum siðareglum. Hörður á hlutabréf í 13 Kauphallarfélögum og hefur fjallað um þau í fréttum.
Kjarninn 29. júní 2021
Samkvæmt leiðbeiningum fjölmiðlanefndar um skráningu hlaðvarpa til nefndarinnar eru hlaðvörp ríkisstofnanna ekki fjölmiðlar.
Kvartar vegna þess að fjölmiðlanefnd hefur ekki skráð hlaðvarp sitt sem fjölmiðil
Framkvæmdastjóri vefsins fotbolti.net hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna hlaðvarps fjölmiðlanefndar. Hann segir nefndina vera komna í samkeppni um efni við fjölmiðla sem hún veitir eftirlit og þar með komna langt út fyrir sitt hlutverk.
Kjarninn 29. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur ekki útilokað framboð með öllu þótt hann ætli sér ekki að stofna nýjan flokk.
Benedikt segir það hafa verið viðrað að bjóða fram „svonefndan CC-lista“ Viðreisnar
Fyrrverandi formaður Viðreisnar bendir á að fordæmi séu fyrir því að bjóða fram annan lista flokks, þar sem sameiginleg atkvæði myndu nýtast við úthlutun jöfnunarþingsæta. Það hefur tvívegis gerst áður, árin 1967 og 1983.
Kjarninn 29. júní 2021
Ungur karlmaður fær bólusetningu í New York.
Mýtur og vantraust hindra leið að hjarðónæmi
Órökstuddar fullyrðingar um að bóluefni valdi ófrjósemi sem og vantrú fólks á yfirvöldum eru meðal ástæðna þess að bandarísk ungmenni mæta ekki í bólusetningu.
Kjarninn 28. júní 2021
Vilja láta utanaðkomandi rannsóknarnefnd sjá um úttekt á sóttvarnaaðgerðum
Þingflokkur Pírata segja það nauðsynlegt að fá óvilhalla, ítarlega og yfirgripsmikla rannsókn á afleiðingum ákvarðana sem teknar voru til að vernda heilsu og líf í COVID-19 faraldrinum. Ekki til að finna sökudólg – heldur til að draga lærdóm af ástandinu.
Kjarninn 28. júní 2021
Hún er enn og aftur tóm, Bondi-ströndin í Sydney. Útgöngubann er í borginni.
Delta-afbrigðið er „mjög ógnvænlegur óvinur“
Læknar vilja að útgöngubann verði sett á í Perth líkt og gert hefur verið í Sydney og nágrenni til að koma í veg fyrir aðra bylgju faraldursins í Ástralíu. Innan við fimm prósent Ástrala eru fullbólusettir.
Kjarninn 28. júní 2021
Það blæs ekki byrlega hjá flokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þessa daganna.
Miðflokkurinn við það að detta út af þingi samkvæmt nýrri könnun
Tvö stjórnarmynstur eru í kortunum samkvæmt nýrri könnun: áframhaldandi samstarf þeirra flokka sem nú mynda ríkisstjórn eða samstarf þeirra flokka sem ráða ríkjum í Reykjavíkurborg.
Kjarninn 27. júní 2021
Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir landbúnaðarstyrki ekki virðast hafa bætt velferð bænda
Hagfræðiprófessor segir margar þverstæður spretta fram þegar styrkjakerfið í landbúnaði er skoðað. Samkvæmt honum er ekki að sjá að styrkirnir hafi bætt velferð bænda eða komið í veg fyrir fólksfækkun.
Kjarninn 27. júní 2021
Mest hefur verið lánað til ýmiskonar þjónustustarfsemi það sem af er ári, nú þegar hömlum vegna COVID-19 hefur verið lyft í skrefum og Ísland stígið stór skref aftur til fyrra horfs.
Bankarnir þegar búnir að lána rúmlega fimm sinnum meira til fyrirtækja en allt árið í fyrra
Ný útlán banka til atvinnufyrirtækja hafa aukist mikið síðasta hálfa árið. Frá byrjun desember 2020 og fram til síðustu mánaðamóta lánuðu þeir fyrirtækjum næstum 50 milljarða króna umfram upp- og umframgreiðslur.
Kjarninn 27. júní 2021
Samhliða því að þeim sem starfa í fjölmiðlum fækkar hefur launasumma geirans dregist verulega saman.
Starfandi fólki í fjölmiðlum á Íslandi hefur fækkað um helming á tveimur árum
Nýjar tölur frá Hagstofu Íslands sýna að starfandi fjölmiðlafólki hefur fækkað gríðarlega hratt á þessu kjörtímabili. Frá árinu 2018 og til síðustu áramót fækkaði þeim sem störfuðu í fjölmiðlum um 731.
Kjarninn 26. júní 2021
Fjöldamótmæli í höfuðborg Kólumbíu, Bogata.
„Verstu tvær vikur lífs ykkar“ urðu að mánuðum
Sú bylgja faraldursins sem nú er í Kólumbíu er sú versta. Hingað til. Ungt fólk er að deyja, ólga ríkir og fjöldamótmæli eru umfangsmeiri en fjöldabólusetningar. Ástandið í Suður-Ameríku afhjúpar djúpa gjá milli fátækra og ríkra.
Kjarninn 26. júní 2021
Málið snýst um hvernig Síminn seldi aðgang að Enska boltanum. Manchester City sigraði í ensku úrvaldsdeildinni á síðustu leiktíð.
Síminn stefnir Samkeppniseftirlitinu
Síminn vill að úrskurður áfrýjunarnefndarnefndar samkeppnismála verði felldur úr gildi. Samkvæmt honum var félaginu gert að greiða 200 milljónir króna í sekt fyrir að bjóða betri kjör við sölu á Enska boltanum til þeirra sem eru með Heimilispakka Símans.
Kjarninn 26. júní 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur hafnar því að borgin standi í vegi fyrir nýjum þjóðarleikvangi í knattspyrnu
Fjármála- og efnahagsráðherra sagði nýverið að Reykjavíkurborg væri ekki tilbúin að borga fyrir sinn hluta af stofnkostnaði við undirbúning að byggingu á nýjum þjóðarleikvangi í knattspyrnu. Borgarstjóri segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 25. júní 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.
Lögreglan segir enga tilraun hafa verið gerða til að leyna því sem var á upptökum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að fyrstu upplýsingar hennar sem fengust á vettvangi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem ráðherra var á meðal geasta, hafi verið á þann veg að um einkasamkvæmi væri að ræða.
Kjarninn 25. júní 2021
Áttföld eftirspurn eftir bréfum í Play
Hlutafjárútboði Play sem hófst í gærmorgun lauk klukkan 16 í dag. Alls bárust áskriftir fyrir hlutum fyrir 33,8 milljarða króna, eða margfalt umfram það sem var til sölu.
Kjarninn 25. júní 2021
Haraldur Benediktsson.
Haraldur Benediktsson hættur við að hætta
Fyrr í mánuðinum sagði Haraldur Benediktsson að hann myndi ekki taka annað sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi. Hann sigraði ekki í prófkjöri en hefur nú skipt um skoðun.
Kjarninn 25. júní 2021
Orku náttúrunnar gert að slökkva á 156 götuhleðslum í Reykjavík
Straumur verður rofinn af öllum götuhleðslum ON í Reykjavík frá og með mánudeginum 28. júní næstkomandi. Óvíst er hvenær hægt verður að hleypa straumi á þær að nýju.
Kjarninn 25. júní 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Leiðtogi ríkisstjórnarinnar lyfti glasi í góðra vina hópi – á meðan þjóðlífið var nánast lamað
Þingmaður Samfylkingarinnar telur umræðuna um Ásmundarsal á villigötum.
Kjarninn 25. júní 2021
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Allar takmarkanir á samkomum innanlands falla niður á morgun
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að frá og með morgundeginum falli úr gildi allar takmarkanir á samkomum innanlands. „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð.“
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Benedikt Jóhannesson
Biður Jón Steindór afsökunar
Benedikt Jóhannesson hefur beðið þingmann Viðreisnar afsökunar á orðum sínum. „Ummæli mín voru án alls samráðs við Jón og í óþökk hans.“
Kjarninn 24. júní 2021
Í Meðallandi er m.a. að finna votlendi sem nýtur sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum.
Áforma vindorkugarð á flatlendu fuglasvæði í Meðallandi
Vindorkuvirkjun í Meðallandi var meðal þeirra kosta sem verkefnisstjórn rammaáætlunar ákvað að taka ekki til umfjöllunar. Skipulagsferlið er þó komið af stað í hinni flatlendu sveit sem er skilgreind sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði.
Kjarninn 24. júní 2021
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group
Icelandair í hlutafjáraukningu í annað sinn á innan við ári
Icelandair Group ætlar að sækja sér átta milljarða króna í viðbót með því að selja nýtt hlutafé til bandarísks fjárfestingasjóðs. Félagið sótti sér síðast nýtt hlutafé í september í fyrra. Tap Icelandair á árinu 2020 var 51 milljarður króna.
Kjarninn 24. júní 2021
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.
Jón Steindór: Framganga Benedikts hefur „hryggt mig meira en orð fá lýst“
Þingmaður Viðreisnar hafnar því sem hann kallar samsæriskenningar fyrrverandi formanns flokksins. Hann vonar að Benedikt Jóhannesson muni lýsa yfir fullum stuðningi við Viðreisn. Geri hann það ekki séu eigin hagsmunir að blinda honum sýn.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021