Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már kærir Jóhannes uppljóstrara til lögreglu fyrir rangar sakargiftir
Forstjóri Samherja hefur kært Jóhannes Stefánsson til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir rangar sakargiftir. Haft var eftir Jóhannesi í nýlegu blaðaviðtali í Namibíu að hann teldi fyrrverandi vinnuveitendur sína hafa vitneskju um tilræði gegn sér.
Kjarninn 9. mars 2021
Átt þú inneign hjá Icelandair vegna meginlandsferðar sem ekki var hægt að fara í út af heimsfaraldrinum? Þá getur þú tekið flugið innanlands í staðinn.
Inneignir og gjafabréf frá Icelandair munu gilda í innanlandsfluginu og til Grænlands
Icelandair gaf í fyrra út inneignarnótur fyrir rúma 12 milljarða íslenskra króna. Þeir sem eiga inneign eða gjafabréf munu geta bókað sér flug innanlands eða til Grænlands, eftir samþættinguna við Air Iceland Connect.
Kjarninn 9. mars 2021
Joe Biden og Kamala Harris ræddu við blaðamenn eftir að öldungadeildin samþykkti björgunarpakka forsetans. Málið fer nú aftur til fulltrúadeildarinnar til lokastaðfestingar.
Kosið um björgunarpakka Bidens í vikunni
Síðasta atkvæðagreiðslan um nýjan björgunarpakka vegna kórónuveirunnar fer fram í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í síðasta lagi á morgun. Umfang efnahagsaðgerðanna nemur um 1,9 billjón Bandaríkjadala.
Kjarninn 9. mars 2021
Paul Randall, nýr forstjóri Creditinfo Group
Bandarískur framtakssjóður á nú meirihluta í Creditinfo
Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo Group, er ekki lengur meirihlutaeigandi félagsins, heldur bandaríski framtakssjóðurinn Levine Leichtman Capital Partners.
Kjarninn 9. mars 2021
Lilja Alfreðsdóttir hafði ekkert tjáð sig um málið frá því dómur Héraðsdóms Reykjavíkur lá fyrir og var búin að gefa það út að hún ætlaði ekki að gera það.
Lilja rýfur þögnina og segir áfrýjunina byggja á lögfræðiálitunum
Ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur um að áfrýja niðurstöðu í máli sínu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar byggir á því sem fram kemur í lögfræðiálitum sem Lilja aflaði sér í sumar, áður en ákveðið var að sækja málið fyrir dómstólum.
Kjarninn 9. mars 2021
Róbert Marshall í launalaust leyfi til að einbeita sér að framboði
Frá því í mars í fyrra hefur Róbert Marshall starfað sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann vill nú komast aftur á þing.
Kjarninn 9. mars 2021
Tvö ný smit staðfest
Sextán manns eru í einangrun vegna COVID-19. Tvö ný smit greindust í gær, bæði utan sóttkvíar. Yfir 1.500 einkennasýni voru tekin í gær.
Kjarninn 9. mars 2021
Búið er að sótthreinsa snertifleti í verslun Hagkaups í Garðabæ, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.
Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist með smit í gærkvöldi
Hagkaup segja frá því að starfsmaður sinn hafi greinst með COVID-19 í gærkvöldi. Almannavarnir svara því ekki hvort sá einstaklingur var sá eini sem greindist jákvæður fyrir veirunni í gær eða ekki.
Kjarninn 9. mars 2021
Air Iceland Connect heyrir brátt sögunni til
Unnendur íslenskrar tungu hváðu þegar heiti Flugfélags Íslands var breytt í Air Iceland Connect vorið 2017. Síðar í mánuðinum verður innanlandsflug félagsins samþætt við vörumerki Icelandair og vörumerkið Air Iceland Connect lagt niður.
Kjarninn 9. mars 2021
Fjölgun íbúða hefur ekki haldist í við fjölgun fullorðinna hér á landi síðustu árin.
Færri íbúðir á hvern fullorðinn einstakling
Íbúðum á hvern fullorðinn einstakling hefur fækkað stöðugt á síðustu 14 árum. Nú eru þær 8 prósent færri en þær voru árið 2007.
Kjarninn 9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Ráðuneytin byrjuðu á föstudag að birta upplýsingar úr málaskrám sínum, eins og þeim ber að gera samkvæmt breytingum á upplýsingalögum.
Óvart of mikið gagnsæi hjá heilbrigðisráðuneytinu
Persónuverndarfulltrúi stjórnarráðsins tilkynnti í gær öryggisbrest til Persónuverndar vegna mistaka sem urðu við birtingu á upplýsingum úr málaskrá heilbrigðisráðuneytisins. Rangt skjal með of miklum upplýsingum fór á vefinn í skamma stund.
Kjarninn 3. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Leitaði svara hjá lögreglustjóra en ákvað síðan að svara ekki fjölmiðlum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í svari við fyrirspurn Kjarnans að hún hafi ekki talið við hæfi að veita fjölmiðlum upplýsingar um samkomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu, eftir að ljóst var hvers eðlis málið var.
Kjarninn 3. mars 2021
Þjónustuútflutningur jókst hratt í desember, þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi enn verið í lamasessi.
Útflutningur þjónustu stórjókst í desember
Þrátt fyrir hrun í stærstu útflutningsgreinnni flytjum við enn meira út af þjónustu en við kaupum frá öðrum löndum. Þjónustuafgangurinn var mikill á síðasta ársfjórðungi, sér í lagi vegna mikils útflutnings í desember.
Kjarninn 3. mars 2021