Í umsögn Eimskips er sagt að líklega sé ófýsilegt að flytja stóran hluta þeirra vara sem nú eru fluttar í landflutningum með sjófrakt um landið.
Auknar strandsiglingar „óraunhæfur og óhagkvæmur“ kostur að mati Eimskips
Talið er ólíklegt að auknar strandsiglingar hefðu jákvæð sparnaðaráhrif á flutningskostnað samkvæmt umsögn Eimskips við þingsályktunartillögu um efnið. Félagið kallar eftir innviðauppbyggingu fyrir vistvæna flutningabíla og aukna fjárfestingu í vegum.
Kjarninn 18. mars 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar
Samfylkingin telur sterk rök hníga að upptöku stóreignarskatts
Ný skattastefna Samfylkingarinnar mælir með aukinni þrepaskiptingu í skattkerfinu, auk þess sem vel er tekið í hugmyndir að upptöku „hóflegs stóreignaskatts með háu frítekjumarki“.
Kjarninn 18. mars 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í gær.
Ráðherra leggur til að flugvallareglur ráðherra trompi skipulagsáætlanir sveitarfélaga
Í nýju frumvarpi til laga um loftferðir er lagt til að ráðherra verði heimilt að setja skipulagsreglur fyrir flugvelli sem gangi framar skipulagi sveitarfélaga. Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir þetta „galið.“
Kjarninn 17. mars 2021
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Útlendingastofnun vinnur að því að staðfesta uppruna flóttamanna sem áttu að koma í fyrra
Af þeim 100 kvótaflóttamönnum sem íslensk stjórnvöld höfðu greint frá opinberlega að til stæði að taka á móti á Íslandi árið 2020 er enginn kominn. Unnið er að því að staðfesta uppruna 15 einstaklinga sem Ísland á að taka við.
Kjarninn 17. mars 2021
Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingar ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu.
Guðjón Brjánsson hættir á þingi í haust
Þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins að nýju til Alþingiskosninga síðar á árinu.
Kjarninn 17. mars 2021
Skýra þurfi hvers vegna rannsóknir á leghálssýnum hafi verið fluttar til Danmerkur
Þingmaður Viðreisnar segir heilbrigðisráðherra þurfa að geta sagt það berum orðum ef kostnaður hafi ráðið för þegar ákvörðun var tekin um að flytja rannsóknir á leghálssýnum til Danmerkur. Velferðarnefnd hefur beðið eftir minnisblaði um málið í sjö vikur.
Kjarninn 17. mars 2021
Margar starfsstéttir hafa unnið undir gríðarlegu álagi mánuðum saman. Einkenni slíks álags koma ekki alltaf strax í ljós.
Vísindafólk finnur aukin einkenni kulnunar
Álagið, kröfurnar og ójafnvægi milli vinnu og einkalífs varð á síðasta ári til þess að bæði bandarískir og evrópskir vísindamenn fundu í auknum mæli fyrir einkennum kulnunar. Faraldurinn hefur tekið sinn toll af fólkinu sem leitar lausna.
Kjarninn 17. mars 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Samþykkt að hækka þak kaupréttarsamninga starfsmanna Arion banka verulega
Bónuskerfi Arion banka var samþykkt á aðalfundi. Þar var líka samþykkt að hækka kauprétti starfsmanna úr 600 þúsund í allt að 1,5 milljón króna á ári. Alls munu starfsmenn geta keypt í bankanum fyrir milljarða króna gangi áformin eftir.
Kjarninn 17. mars 2021
Frá vinstri: Guðmundur Hafsteinsson, Kristján Ingi Mikhaelsson, Sara Björk Másdóttir og Björgvin Guðmundsson.
Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki fær fjármögnun frá bandarískum sjóði
Fractal 5, sem er íslenskt fyrirtæki sem vinnur að þróun nýs hugbúnaðar á sviði samskiptatækni, hefur lokið við 384 milljóna króna fjármögnun sem kemur meðal annars frá bandaríska vísisjóðnum Menlo Ventures.
Kjarninn 16. mars 2021
Spyr hvort lífeyrisþegar framtíðarinnar muni þurfa að borga núverandi halla ríkissjóðs
Í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag fór þingmaður Viðreisnar yfir sjö staðreyndir um íslenskt efnahagslíf. Forsætisráðherra sagði þingmanninn tala „eins og allt sé í kaldakoli,“ og að staðreynd málsins væri sú að samdráttur væri minni en spáð hafði verið.
Kjarninn 16. mars 2021
Stjórnarlaun í Arion verða ekki hækkuð eftir mótmæli lífeyrissjóða
Mótmæli lífeyrissjóða við hækkun á launum stjórnarmanna í Arion banka skilaði árangri. Launin verða áfram þau sömu en greiðslum til stjórnarmanna sem búa erlendis er breytt vegna „þeirrar fyrirhafnar sem hlýst af ferðalögum til og frá landinu.“
Kjarninn 16. mars 2021
Borgaryfirvöld segja núverandi almenn hraðamörk, 50 km/klst., leiði til þess að hraðamörk séu oft og tíðum of há innan þéttbýlis.
Reykjavíkurborg hlynnt því að 30 kílómetra hámarkshraði verði nýja normið
Reykjavíkurborg hefur skilað inn jákvæðri umsögn um frumvarp sem felur í sér að almenn hraðamörk í þéttbýli lækki úr 50 km/klst. í 30 km/klst. Borgin bendir á að núverandi hraðamörk séu ekki í samræmi við rannsóknir eða þróun síðustu áratuga.
Kjarninn 16. mars 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Bólusettum utan EES leyft að koma til landsins án takmarkana
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leyfa öllum þeim sem framvísa gildum vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af COVID-19 að sleppa skimun og sóttkví við komuna til landsins. Engu skiptir þá hvort farþegarnir séu frá EES eða ekki.
Kjarninn 16. mars 2021
Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Samherja í Evrópu og einn aðaleigenda Samherja hf., er stjórnarformaður Eimskips.
Gildi telur starfsreglur stjórnar Eimskips færa stjórnarformanni „heldur mikið vald“
Lífeyrissjóður sem er þriðji stærsti eigandi Eimskips vill láta breyta starfsreglum stjórnar félagsins þannig að stjórnarformaðurinn Baldvin Þorsteinsson geti ekki kallað inn varamenn að eigin frumkvæði og án sérstakrar ástæðu.
Kjarninn 16. mars 2021
Gauti Jóhannesson.
Gauti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi
Frá því að Kristján Þór Júlíusson greindi frá því á laugardag að hann ætlaði sér að stíga til hliðar hafa tveir menn tilkynnt að þeir sækist eftir oddvitasæti hans í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. mars 2021
Grænmerkta svæðið milli Reykjanesbæjar og Keflavíkurflugvallar er hluti þess svæðis sem Kadeco hefur umsjón með. Samkeppni um þróunaráætlun á landi Kadeco til ársins 2050 hefst í apríl.
Njóta góðs af fáum framkvæmdum á erlendum flugvöllum
Kadeco efnir til alþjóðlegrar samkeppni um þróunaráætlun til ársins 2050 á landi félagsins í grennd Keflavíkurflugvallar. Framkvæmdastjóri finnur fyrir miklum áhuga en minna farþegaflug hefur leitt af sér minni framkvæmdir á flugvöllum heimsins.
Kjarninn 16. mars 2021
Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins.
Hildur og Marta hafa sætaskipti í ráðum borgarinnar
Hildur Björnsdóttir fer í skóla- og frístundaráð og Marta Guðjónsdóttir í skipulags- og samgönguráð. Hildur segir við Kjarnann að þetta sé gert að hennar beiðni. Marta hlakkar til að takast á við skipulagsmálin.
Kjarninn 15. mars 2021
Fækkað verður í stjórn Arion banka á aðalfundinum á morgun, úr sjö í fimm. Í staðinn stendur til að hækka laun þeirra sem eftir verða.
Tveir lífeyrissjóðir leggjast gegn hækkun á stjórnarlaunum í Arion banka
Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi mótmæla báðir tillögum um að hækka laun stjórnarmanna í Arion banka. Verði tillagan samþykkt verða grunnlaun stjórnarformanns 1,2 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 15. mars 2021
Það þyrfti líklega um 17.500 rafbíla fyrir alla þá sem nýttu sér strætó að jafnaði á degi hverjum áður en faraldurinn skall á.
Hve marga rafbíla þyrfti að kaupa fyrir alla notendur Strætó?
Hópur sem telur Borgarlínu of dýra framkvæmd og vill byggja meira undir einkabíla viðraði nýlega þá hugmynd að færa öllum notendum Strætó lítinn rafbíl að gjöf. Það væri ódýrara og betra fyrir loftslagið. Kjarninn skoðaði hversu marga rafbíla þyrfti til.
Kjarninn 15. mars 2021
Ålesund í Noregi
Spá 9 prósenta hækkun fasteignaverðs í Noregi
Líkt og á Íslandi hefur fasteignaverð hækkað hratt á síðustu mánuðum, að öllum líkindum vegna mikilla vaxtalækkana og aukins sparnaðar. Hagstofa Noregs spáir áframhaldandi hækkun fasteignaverðs í ár, þrátt fyrir að vextir gætu hækkað aftur.
Kjarninn 15. mars 2021
Samtökin Access Now hafa tekið saman 155 tilvik um heftan aðgang borgara að internetinu árið 2020.
Ríkin sem rugla í netinu
Indland var það ríki sem oftast takmarkaði internetaðgang borgara sinna árið 2020, samkvæmt nýlega útgefinni skýrslu. Hvíta-Rússland truflaði rafræn samskipti í 121 dag samfleytt eftir umdeildar forsetakosningar í ágúst.
Kjarninn 15. mars 2021
Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar.
Nauðsynlegt að nýta lærdóminn af faraldrinum í þágu loftslagsmála
Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir heimsfaraldurinn hafi sýnt hversu hratt sé hægt að breyta hefðum og verklagi þegar mikið liggur við. Nauðsynlegt sé að nýta þennan lærdóm í þágu loftslagsmála.
Kjarninn 14. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (t.v.) og Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Umhugsunarefni „ef keppnin um Miðflokksfylgið“ er orðin svona hörð innan Sjálfstæðisflokksins
Rósa Björk Brynjólfsdóttir tók „pólitískt spark“ á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og hvatti hana til að seilast ekki of langt í því að sækja Miðflokksfylgi. Áslaug sagði skotið ódýrt og benti á að hún vildi halda „mörgum boltum á lofti“.
Kjarninn 14. mars 2021
Helgi Magnússon, aðaleigandi Torgs.
Lestur Fréttablaðsins dregist saman um 15 prósent frá því að nýir eigendur keyptu það
Lestur Morgunblaðsins hjá fólki undir fimmtugu fór í fyrsta sinn síðan mælingar hófust undir tveggja stafa tölu í síðasta mánuði. Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug.
Kjarninn 13. mars 2021
Björn Leví, Þórhildur Sunna og Álfheiður.
Björn Leví, Þórhildur Sunna og Álfheiður efst í prófkjörum
Úrslit í prófkjörum Pírata í þremur kjördæmum er lokið. Sameiginlegt prófkjör var í Reykjavík en Björn Leví Gunnarsson þingmaður hefur valið að leiða í Reykjavík suður.
Kjarninn 13. mars 2021
Albert Bourla, forstjóri Pfizer.
Netanyahu hringdi þrjátíu sinnum í forstjóra Pfizer
Forstjóri Pfizer segist hafa rætt við nokkra þjóðhöfðingja og að ísraelski forsætisráðherrann hafi verið mjög ýtinn og að lokum sannfært hann um að Ísrael væri rétti staðurinn til að gera rannsókn á virkni bóluefnisins á.
Kjarninn 13. mars 2021
Búðardalur er stærsti byggðarkjarninn í Dalabyggð.
Vilja kanna sameiningu við annað hvort Húnaþing eða Stykkishólm og Helgafellssveit
Sveitarstjórn Dalabyggðar ætlar að þreifa fyrir sér með mögulega sameiningu við Húnaþing vestra annars vegar og Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit hins vegar. Er það í takti við niðurstöðu íbúafundar um málið.
Kjarninn 13. mars 2021
Lægri hámarkshraði myndi kalla á fleiri strætisvagna
Strætó segir í umsögn við frumvarp Andrésar Inga Jónssonar um lækkun hámarkshraða í þéttbýli að það myndi auka öryggi gangandi vegfarenda. En einnig ferðatíma strætófarþega og kostnað Strætó, nema gripið yrði til mótvægisaðgerða.
Kjarninn 13. mars 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór ætlar ekki fram í næstu kosningum
Óvinsælasti ráðherra landsins ætlar að hætta á þingi. Hann segir umræðuna um sjávarútveg „því miður oft litast af vanþekkingu eða fordómum“.
Kjarninn 13. mars 2021
Fimm milljónir manna í Evrópu hafa fengið bóluefni AstraZeneca.
AstraZeneca mætir áfram andstreymi
Ekkert bendir til þess að blóðtappi sé algengari hjá fólki sem fengið hefur bóluefni AstraZeneca en vænta má í samfélagi almennt. Ísland er í hópi landa sem stöðvað hafa bólusetningu með efninu þar til ítarrannsókn Lyfjastofnunar Evrópu liggur fyrir.
Kjarninn 12. mars 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, getur brosað yfir stöðu flokksins í könnun MMR.
Framsóknarflokkurinn hefur ekki mælst stærri í rúm tvö ár
Framsókn hefur aukið fylgi sitt um 67 prósent frá því í byrjun desember í könnunum MMR. Á sama tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn tapað 22,5 prósent af fylgi sínu.
Kjarninn 12. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, beindi fyrirspurn sinni til mennta- og menningarmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag.
Segir persónulegar skoðanir ráðherra ráða för en ekki hagsmuni ríkisins
Þingmaður Viðreisnar spurði mennta- og menningarmálaráðherra út í ákvarðanatöku um áfrýjun til Landsréttar í dómsmáli ráðherrans vegna ráðningar ráðuneytisstjóra. Faglega að öllu staðið að mati ráðherrans.
Kjarninn 12. mars 2021
Katrín Jakobsdóttir og Ásmundur Einar Daðason kynntu átakið á blaðamannafundi í dag.
Vilja skapa allt að 7.000 tímabundin störf með 4,5-5 milljarða aðgerðum
Nýtt atvinnuátak ríkisstjórnarinnar útvíkkar ráðningarstyrkina sem hafa verið til staðar til að mæta afleiðingum heimsfaraldursins. Áhersla er lögð á að skapa hvata fyrir fyrirtæki til að ráða fólk sem hefur verið lengi án atvinnu.
Kjarninn 12. mars 2021
Ragnar Þór hefur verið formaður VR frá árinu 2017.
Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR
Formaður VR var endurkjörinn í formannskjöri sem lauk í dag. Þátttaka í formannskjöri hefur aldrei verið jafn mikil og nú.
Kjarninn 12. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra stefndi dóttur sinni og fjölmiðlamanni fyrir ummæli í viðtali um meint kynferðisbrot hans.
Sigmar sýknaður en tvenn ummæli Aldísar um Jón Baldvin dæmd ómerk
Tvenn ummæli Aldísar Schram um að Jón Baldvin Hannibalsson væri haldinn barnagirnd eru dæmd dauð og ómerk. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður var sýknaður í meiðyrðamáli Jóns Baldvins gegn honum og Aldísi.
Kjarninn 12. mars 2021
Stjórn Arion banka hefur gert tillögu um starfskjarastefnu fyrir bankans. Stærsti eigandi bankans er á móti þeirri stefnu.
Stærsti eigandi Arion banka leggst gegn bónusum og kaupréttum innan bankans
Gildi segir að laun stjórnenda Arion banka séu, að teknu tilliti til árangurstengdra greiðslna, kauprétta og áskriftarréttinda, hærri „en það sem gengur og gerist hjá öðrum íslenskum bönkum og skráðum fyrirtækjum.“
Kjarninn 12. mars 2021
Katrín Jakobsdóttir þurfti að svara spurningum um ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur um að áfrýja niðurstöðu í máli sínu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Lilja verður til svara í þinginu á morgun.
Málaferli ríkisins kasti rýrð á önnur og betri verk ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum
Spurningum var beint til forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma vegna áfrýjunar Lilju Alfreðsdóttur á niðurstöðu í máli sínu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur til Landsréttar. Þingmaður Miðflokksins spurði hvort meðferð málsins skyldi flýtt.
Kjarninn 11. mars 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
VÍ og VR ósammála um hlut heimila í efnahagsviðbrögðum ríkisins
VR hefur haldið því fram að stuðningsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í kreppunni hafi fyrst og fremst verið fyrir atvinnulífið, á meðan Viðskiptaráð segir heimilin í landinu vera þungamiðja úrræðana. Hvort er það?
Kjarninn 11. mars 2021
Boeing 737 MAX-vélarnar voru kyrrsettar um heim allan í nærri tvö ár.
Tæpur helmingur Íslendinga segist viss um öryggi MAX-vélanna
Um það bil einn af hverjum fimm Íslendingum telur óöruggara að fljúga með Boeing 737 MAX en öðrum farþegaþotum. Það er svipað hlutfall og sagðist í könnun í Bandaríkjunum árið 2019 ekki ætla að fljúga með þotunum um leið og kyrrsetningu yrði aflétt.
Kjarninn 11. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið
Sóttvarnalæknir segir að notkun bóluefnis frá AstraZeneca hafi tímabundið verið hætt hér á landi vegna tilkynninga um alvarlegar aukaverkanir í nokkrum Evrópulöndum.
Kjarninn 11. mars 2021
Vill tryggja aðgengi að leiðsöguhundum
Í nýju lagafrumvarpi Ingu Sæland er lagt til að framboð leiðsöguhunda fyrir sjónskerta sé tryggt með fjárframlagi ríkissjóðs. Nú eru 18 á biðlista eftir slíkum hundum, sem ræktaðir eru í Noregi, en hver hundur kostar á bilinu fjórar til fimm milljónir.
Kjarninn 11. mars 2021
Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.
Greiðslur úr Ábyrgðarsjóði virðast ólöglegar
Vinnumálastofnun segir að greiðslur til fjögurra fyrrverandi starfsmanna Manna í vinnu virðist ekki hafa verið í samræmi við lög.
Kjarninn 10. mars 2021
Óverðtryggð lán eru nú vinsælli en verðtryggð lán.
Óverðtryggð lán sækja í sig veðrið
Samhliða lækkun vaxta og aukinni verðbólgu hafa óverðtryggð lán orðið vinsælli á meðal heimila. Hlutfall þeirra af heildarlánum hefur aukist úr 4 prósentum í 56 prósent á ellefu árum.
Kjarninn 10. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar telur þetta óvænta vendingu.
Efling fer ekki lengra með málið gegn Eldum rétt og Mönnum í vinnu
Stéttarfélagið Efling hyggst ekki styðja framhald dómsmála á hendur Eldum rétt og starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu. Ábyrgðarsjóður launa hefur fallist á að greiða vangreidd laun fjögurra rúmenskra félagsmanna Eflingar.
Kjarninn 10. mars 2021
Guðjón Auðunsson forstjóri Reita og Dagur B. Eggertson borgarstjóri undirrituðu samkomulag um uppbyggingu Orkureitsins í gær.
Heimilislausir handan Suðurlandsbrautar virðast ekki ætla að stöðva áform Reita
Samkomulag hefur verið undirritað um uppbyggingu 440 íbúða á Orkureitnum. Reitir sögðust í fyrra áskilja sér rétt til þess að hætta við áformin ef smáhýsi fyrir heimilislausa yrðu byggð í nágrenninu. Forstjórinn segir oftúlkun að kalla það hótun.
Kjarninn 10. mars 2021
Mikill fjöldi sýna hefur verið tekinn innlands síðustu sólarhringa.
194 í sóttkví og 17 í einangrun
Ekkert innanlandssmit af kórónuveirunni greindist í gær. Tæplega 200 manns eru nú í sóttkví vegna nokkurra smita sem staðfest hafa verið síðustu daga.
Kjarninn 10. mars 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Guðmundur Andri: „Þórunn mun sem sagt leiða listann og það styð ég“
Fyrrverandi þingmaður og ráðherra Samfylkingarinnar mun leiða lista flokksins í Kraganum. Núverandi oddviti sest í annað sætið.
Kjarninn 10. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Vill heildarlög um gjaldeyrismál í takt við ný viðhorf
Fjármálaráðherra segir efasemdir vera uppi um hvort sjálfstæð peningastefna geti átt samleið með algjörlega frjálsu og óheftu flæði fjármagns í nýju frumvarpi sem innihalda heildarlög um gjaldeyrismál.
Kjarninn 10. mars 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji sagður hafa greitt laun í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu
Í nýrri heimildarmynd sem sýnd verður í Færeyjum í kvöld segir færeyskur skattasérfræðingur að launagreiðslufyrirkomulag Samherja í gegnum þarlent félag, til sjómanna sem unnu í Namibíu, sé augljóst brot á færeyskum lögum.
Kjarninn 9. mars 2021
Það var margt um manninn í Hörpu síðasta föstudagskvöld. Gestir tónleika sem þar voru haldnir í Eldborgarsal eru hvattir til að mæta aftur í sýnatöku.
Tónleikagestum föstudagsins boðið í aðra skimun og þeir hvattir til að fara varlega
Ákveðið hefur verið að bjóða öllum þeim sem voru á tónleikum í Hörpu síðastliðið föstudagskvöld að mæta í aðra skimun fyrir COVID-19, til öryggis. Hópurinn er hvattur til að takmarka samskipti við aðra þar til niðurstaða liggur fyrir.
Kjarninn 9. mars 2021