Nýjast í Kjarnanum Fréttaskýringar
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Hátt í sex hundruð fyrirtæki hafa sótt um rúma 5 milljarða í stuðningslán
Alls hafa 567 fyrirtæki sótt um 5,1 milljarð króna í stuðningslán, en umsóknir 237 þeirra hafa afgreiddar verið til þessa. Einungis eitt brúarlán hefur verið veitt, samkvæmt því sem fjármálaráðuneytið best veit.
19. ágúst 2020
Ólafur Helgi Kjartansson
Ólafur Helgi flyst frá Suðurnesjum í dómsmálaráðuneytið
Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum mun taka við starfi í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. Deilur hafa staðið um störf hans innan lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu.
19. ágúst 2020
Nú þurfa allir farþegar sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun eða sæta tveggja vikna sóttkví.
Fjögur innanlandssmit greindust í gær
Fjögur ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær en alls voru 465 sýni tekin til greiningar á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Virk smit í samfélaginu standa í stað og eru 122.
19. ágúst 2020
Lögreglan hefur fengið auknar heimildir til þess að sekta fólk og forsvarsmenn fyrirtækja fyrir brot gegn sóttvarnalögum, í takt við nýjar reglur sem stjórnvöld hafa sett.
Lögreglan má nú sekta einstaklinga fyrir að vera ekki með grímu
Lögreglan hefur fengið auknar sektarheimildir vegna brota á sóttvarnalögum og reglum þeim tengdum, samkvæmt nýjum fyrirmælum frá ríkissaksóknara. Nú má sekta einstaklinga fyrir að vera ekki með grímu á þeim stöðum þar sem grímuskylda er í gildi.
19. ágúst 2020
Icelandair segist spara sér 61 milljarð með samningum við kröfuhafa
Icelandair hefur birt innihald þeirra samninga sem félagið hefur gert við kröfuhafa og aðra hagaðila. Langmestu munar um samning við Boeing um að losna undan kaupskyldu á flugvélum og afslátt sem fæst á þeim vélum sem Icelandair mun samt þurfa að kaupa.
19. ágúst 2020
Í fyrra námu tekjur ríkisins af virðisaukaskatti frá sölu á lyfseðilsskyldum lyfjum rúmum 4,4 milljörðum króna.
19 milljarða virðisaukaskattstekjur af sölu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu fimm árum
Í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar kemur fram að virðisaukaskattstekjur af sölu lyfseðilsskyldra lyfja á síðasta ári hafi numið rúmum 4,4 milljörðum króna.
19. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís ætlar ekki að afhenda kvittanir
Ráðherra ferðamála segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að persónuleg útgjöld hennar séu opinber gögn. Kjarninn óskaði eftir því að fá að sjá kvittanir fyrir því sem hún greiddi sjálf í vinkonuhittingi um liðna helgi.
19. ágúst 2020
Danir sú þjóð sem eyddi mestu á Íslandi í júlí
Erlend kortavelta í júlí var um þriðjungur af því sem hún var í sama mánuði í fyrra, fór úr 31 milljarði niður í 10 milljarða. Kortavelta Dana hérlendis í mánuðinum nærri tvöfaldaðist á milli ára.
18. ágúst 2020
Þórdís ekki talin hafa brotið siðareglur en biðst afsökunar
Þátttaka Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í vinkonuhittingi um liðna helgi var ekki talið brot á siðareglum ráðherra. Hún segist hafa greitt uppsett verð. Ráðherrar eigi þó að haga gerðum sínum þannig að þær séu hafnar yfir vafa.
18. ágúst 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Eitthvað einstaklega mannfjandsamlegt“ við andstöðu SA við hækkun atvinnuleysisbóta
Drífa Snædal forseti ASÍ segir að það sé „eitthvað einstaklega mannfjandsamlegt“ við það að Samtök atvinnulífsins „séu beinlínis í herferð gegn hækkun atvinnuleysisbóta“. Hún segist efast um að aðildarfyrirtæki SA styðji almennt þessa stefnu.
18. ágúst 2020
Sigrún Edda Sigurjónsdóttir
Hey, slaka smá!
18. ágúst 2020
Langur hali alþjóðasamninga bíður birtingar í Stjórnartíðindum
Síðustu 12 ár er áætlað að um 300 alþjóðasamningar hafi verið fullgiltir af íslenskum stjórnvöldum, án þess að auglýsing um fullgildingu hafi birst í Stjórnartíðindum. Utanríkisráðuneytið ætlar að vinna þetta upp á þremur árum.
18. ágúst 2020
Icelandair fær ríkisábyrgð á lánalínu upp á 16,5 milljarða
Samkomulag hefur náðst um að Icelandair fái ríkisábyrgð á lánum frá ríkisbönkum. Alþingi þarf að samþykkja ábyrgðina.
18. ágúst 2020
Íslendingar hafa verið að ferðast innanlands í sumar. Og eyða umtalsverðum fjármunum.
Landsmenn settu Íslandsmet í eyðslu í júlí – Kortavelta aldrei verið hærri
Íslendingar settu met í eyðslu í síðasta mánuði, þegar fjölmargir þeirra ferðuðust innanlands og eyddu fjármunum þar sem alla jafna hefur verið eytt erlendis. Verslun í mánuðinum var á pari við það sem gerist í desember.
18. ágúst 2020
Tæplega 400 sýni voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær.
Þrjú innanlandssmit greindust í gær
Þrjú ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, en alls voru 383 sýni tekin til greiningar á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Fjöldi fólks í sóttkví er kominn undir 500.
18. ágúst 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair lækkað um 42 prósent í morgun – Verðið nú við vænt útboðsgengi
Virði hlutabréfa í Icelandair hefur hríðfallið í morgun í kjölfar þess að félagið opinberaði að það ætlaði sér að selja nýtt hlutafé á eina krónu á hlut, eða langt undir gengi sínu við lok dags í gær.
18. ágúst 2020
Vínbúð ÁTVR í Borgartúni.
Engin áform um að láta ÁTVR aðgreina tóbak og áfengi frekar í reikningum sínum
Fjármálaráðuneytið hefur engin áform um að skylda ÁTVR til þess að breyta framlagningu ársreikninga sinna, en skoðar þó hvernig mætti auka gagnsæi í rekstri stofnunarinnar, sem sögð hefur verið niðurgreiða áfengissölu með tóbakssölu.
18. ágúst 2020
Samherji greiddi hærra hlutfall af virði afla í veiðigjöld í Namibíu árið 2018 en á Íslandi
Veiðigjöld hækkuðu umtalsvert í Namibíu árið 2018. Fram að þeim tíma hafði Samherji einungis greitt í kringum eitt prósent af söluandvirði afla í veiðigjöld. Á Íslandi hefur þróunin hins vegar verið að mestu öfug.
18. ágúst 2020
Icelandair hyggur á nýtt flugtak. Til þess þarf félagið að safna nýju hlutafé.
Icelandair frestar hlutafjárútboði fram í september – Gengið verður ein króna á hlut
Icelandair Group hefur lækkað þá upphæð sem félagið ætlar sér að sækja í verðandi hlutafjárútboði í 20 milljarða króna. Selja á hlutina á genginu ein króna á hlut.
17. ágúst 2020
Þórdís: Myndatakan ekki brot á reglum en var óþarfi og það hefði ekki átt að taka hana
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir að hún hafi talið sig vera að fylgja reglum um nálægðartakmarkanir þegar hún var mynduð í mikilli nálægð með vinkonum sínum. Henni þykir leitt að myndatakan hafi átt sér stað.
17. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðisráðuneytið: Öllum á að vera ljóst að tveggja metra reglan er mikilvæg
Heilbrigðisráðuneytið segir að öllum ætti að vera að ljóst að tveggja metra reglan sé mjög mikilvæg sóttvarnaaðgerð, en einnig að hún sé ekki ótvíræð skylda á milli einstaklinga af mismunandi heimilum, samkvæmt gildandi auglýsingu um takmörkun á samkomum.
17. ágúst 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Telur rétt að skoða hvort stofna eigi vettvang til að vakta íslenskar kosningar
Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra er ekki kunnugt um að erlend ríki hafi reynt að hafa áhrif á íslenskar kosningar með beinum hætti, en telur að rétt sé að skoða hvort stofna eigi vettvang til að vakta kosningar hér á landi.
17. ágúst 2020
Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Segir „svikalogn sumarsins“ vera að renna sitt skeið á enda
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir það „hreinan barnaskap“ að halda að ferðamenn sem dvelji að meðaltali sjö til átta nætur á landinu komi til að „dúsa innilokaðir“ megnið af ferðinni. Hún telur atvinnustig verða miklu verra en óttast var.
17. ágúst 2020
„Kannski hefði mátt passa betur upp á tveggja metra regluna“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason að hann héldi að Þórdís Kolbrún hefði ekki brotið sóttvarnalög. Hann sagði það á ábyrgð hvers og eins að halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni.
17. ágúst 2020
Áhrifavaldhafar og upplýsingaóreiða
None
17. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit
Einstaklingum í einangrun og sóttkví fækkar á milli daga en nú eru 116 einstaklingar í einangrun og 528 í sóttkví. Níu einstaklingar bíða mótefnamælingar eftir sýnatöku á landamærum.
17. ágúst 2020
Sigurður Erlingsson hefur störf hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga á næstu dögum.
Fyrrverandi forstjóri Íbúðalánasjóðs verður sparisjóðsstjóri
Sigurður Erlingsson hefur verið ráðinn forstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, sem er með sína aðalstarfsstöð á Laugum í Reykjadal. Hann var forstjóri Íbúðalánasjóðs á árunum eftir hrun.
17. ágúst 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnulausir: Helstu fórnarlömb Kóvid-kreppunnar
17. ágúst 2020
Frá mótmælagöngu í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gær
Framtíð Lúkasjenkó óviss
Vaxandi mótmæli í Hvíta-Rússlandi og þrýstingur frá nágrannalöndum tefla framtíð forseta landsins, Alexander Lúkasjenkó, í tvísýnu. Nú hefur Pútín boðist til þess að senda rússneska herinn inn í landið ef þörf krefur.
17. ágúst 2020
Erlend kortavelta í kaupum á bensíni og bílaviðgerðum nam 100 milljónum króna í apríl og maí samtals. Í sömu mánuðum í fyrra nam veltan 1,7 milljörðum.
Samdráttur í eldsneytissölu það sem af er ári nemur milljörðum
Í árshlutareikningum olíufélaga sést að sala eldsneytis hefur dregist saman um milljarða frá fyrra ári. Erlend kortavelta í kaupum á bensíni og bílaviðgerðum dróst saman um 2,2 milljarða á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra.
16. ágúst 2020
Sjónrænt og segulmagnað skipulag fyrir börn með einhverfu
Safnað fyrir umhverfisvænni og fallega lausn á sjónrænu skipulagi fyrir einhverf börn þar sem búlduleitar fígúrur eru handmálaðar á 100% náttúrulega viðarsegla.
16. ágúst 2020
Dr. Guðmundur Guðmundsson
Mun sementsframleiðsla aftur verða tekin upp á Íslandi?
16. ágúst 2020
Dæmigerð veðurkort sumarsins.
Tíu staðreyndir um sumarveðrið 2020
Það hafa vissulega skipst á skin og skúrir í sumar og meðalhitinn ekki verið sérstaklega hár víðast hvar. En fleiri sólarstunda höfum við fengið að njóta en oft áður og úrkoman hefur meira að segja reynst undir meðallagi. Og ágúst lofar góðu.
16. ágúst 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már hafnar ásökunum um mútugreiðslur Samherja
Engar mútur hafi verið greiddar í Namibíumálinu þótt Samherji hafi greitt einhverjar greiðslur til ráðgjafa, samkvæmt forstjóra fyrirtækisins.
16. ágúst 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Segir Seðlabankann og RÚV hafa unnið saman gegn Samherja
Forstjóri Samherja telur Seðlabankann og RÚV hafa skipulagt Seðlabankamálið svokallaða gegn Samherja í þaula.
16. ágúst 2020
Ekkert bendir til að kostnaður við Borgarlínu sé vanmetinn
Að undanförnu hafa ýmsir fullyrt að kostnaðurinn við uppbyggingu Borgarlínu verði mun meiri en kostnaðaráætlun frá árinu 2017 segir til um. Ekkert bendir þó til þess, segja starfsmenn Verkefnastofu Borgarlínu sem Kjarninn ræddi við í vikunni.
16. ágúst 2020
Kafbáturinn Kursk á siglingu
Þegar Pútín hélt hann gæti þagað
Að morgni 12. ágúst árið 2000 sýndu skjálftamælar, í Noregi og víðar, að eitthvað hafði gerst á botni Barentshafs. Fljótlega kom í ljós að þarna hafði orðið slys sem kostaði 118 manns lífið.
16. ágúst 2020
Ekki má lengur reykja á almannafæri á Spáni nema að hægt sé að tryggja fjarlægð milli fólks. Þetta á líka við um verandir veitingastaða.
Fjölgun smita hefur kallað á ýmsar aðgerðir
Grímuskylda. Reykingabann. Lokun næturklúbba og skimun við landamæri. Eftir að tilfellum af COVID-19 hefur farið fjölgandi á ný eftir afléttingu takmarkana hafa mörg ríki gripið til harðari aðgerða.
15. ágúst 2020
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
15. ágúst 2020
Voru gerð mistök í sumar?
Grein Gylfa Zoega, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands, sem birtist í Vísbendingu 7. ágúst síðastliðinn vakti mikla athygi og viðbrögð. Hún er hér birt í heild sinni.
15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
14. ágúst 2020
Fjöldi erlenda ríkisborgara starfar við mannvirkjagerð á Íslandi.
Atvinnuleysi útlendinga á Íslandi komið yfir 20 prósent
Heildaratvinnuleysi á Íslandi mældist 8,8 prósent um síðustu mánaðamót. Atvinnuleysi er miklu hærra á meðal erlendra ríkisborgara en íslenskra. Rúmlega helmingur allra atvinnulausra útlendinga eru frá Póllandi.
14. ágúst 2020
Þorsteinn Kristinsson
Lærdómar frá Taívan
14. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir á fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu fyrr í ár.
Ákvörðunin „vonbrigði í sjálfu sér“
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði það skipta miklu máli að aðgerðir á landamærum væri stöðugt til endurskoðunar hjá stjórnvöldum. Hún sagði stjórnvöld vera heppin með sóttvarnayfirvöld sem hjálpi til við ákvarðanatöku.
14. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir á fundi stjórnvalda í Safnahúsinu í apríl.
Samfélag er „ekki bara hagtölur“
„Það er svo óendanlega mikils virði að samfélagið virki þannig að okkur líði vel í því,“ sagði heilbrigðisráðherra á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Á fundinum voru kynntar hertar aðgerðir á landamærunum.
14. ágúst 2020
Frá Keflavíkurflugvelli
Allir komufarþegar eiga að fara í skimun og 4-5 daga sóttkví
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að allir sem til Íslands koma þyrftu frá og með 19. ágúst að fara í skimun á landamærum, svo í sóttkví í 4-5 daga og að því búnu aftur í skimun.
14. ágúst 2020