Nýjast í Kjarnanum Fréttaskýringar
Þrjú ný innanlandssmit í gær – öll í sóttkví við greiningu
Sýnin þrjú sem voru jákvæði í gær komu öll frá einstaklingum í sóttkví. Fjöldi einstaklinga í einangrun og sóttkví er sá sami í dag og í gær.
28. ágúst 2020
Björn Víglundsson.
Fyrrverandi framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn sest í forstjórastólinn hjá Torgi
Björn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri útgáfufélags Fréttablaðsins og tengdra miðla frá og með byrjun næsta mánaðar.
28. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Gylfi: Hætta á ferðum í þjóðfélögum þegar enginn þorir að standa upp
Prófessor í hagfræði segir merkilegt að sjá það pláss sem talsmönnum hagsmunasamtaka er gefið í fjölmiðlum dag eftir dag til að halda uppi áróðri. Hann segir hagfræðilegt tómarúm hafa verið til staðar frá því að Þjóðhagsstofnun var lögð niður.
28. ágúst 2020
Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri.
Varaseðlabankastjóri hefur áhyggjur af skuldsetningu heimila á breytilegum vöxtum
Íslensk heimili hafa flykkst í tökur á óverðtryggðum húsnæðislánum á breytilegum vöxtum síðustu mánuði, eftir skarpar vaxtalækkanir. Seðlabankinn hefur áhyggjur af því hvað gerist þegar vextir hækka að nýju.
28. ágúst 2020
Jón Óttar Ólafsson
Jón Óttar: Skilaboðin endurspegla „dómgreindarbrest af minni hálfu“
Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður segir að Samherji hafi ekki haft vitneskju um skilaboð sem hann sendi til Helga Seljan. Honum finnst miður að háttsemi hans sé bendluð við fyrirtækið. „Hún er alfarið á mína ábyrgð.“
27. ágúst 2020
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Mikilvægt að fá gögn um skammtímagistingu
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mjög mikilvægt að íslensk skattayfirvöld séu byrjuð að fá gögn um greiðslur vegna skammtímagistingar á borð við AirBnB. Hert eftirlit undanfarinna ára hafi einnig þegar skilað árangri.
27. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 16. þáttur: Ber er hver að baki sem bróður á
27. ágúst 2020
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar eltingaleikurinn endar
27. ágúst 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Rekstur borgarinnar á fyrri hluta árs rúmlega tíu milljörðum lakari en gert var ráð fyrir
Afkoma A-hluta Reykjavíkurborgar 3,8 milljörðum króna verri en fjármálaáætlun hennar hafði ætlað. Afkoma fyrirtækja í eigu borgarinnar var líka verulega neikvæð. Ástæðan er heimsfaraldur kórónuveiru.
27. ágúst 2020
Starfsmaður Samherja áreitti Helga Seljan mánuðum saman
Helgi Seljan hefur margsinnis orðið fyrir áreiti af hálfu starfsmanns Samherja og fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns síðan umfjöllun um viðskipti fyrirtækisins í Namíbíu fór í loftið. Annar forstjóra Samherja segir þetta ekki í umboði fyrirtækisins.
27. ágúst 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Smári: „Eiginlega galið“ hjá seðlabankastjóra að tjá sig um Sundabraut
Seðlabankastjóri sagði á opnum nefndarfundi á Alþingi í dag að honum fyndist „stórundarlegt og ámælisvert“ að Sundabraut hefði ekki verið byggð. Þingmaður Pírata segir ummæli hans eiginlega galin.
27. ágúst 2020
Munu beita „krafti ríkisfjármálanna“ til að skapa störf og fjárfesta í ólíkum verkefnum
Forsætisráðherra gaf munnlega skýrslu um stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru við upphaf fyrsta þingfundar á svokölluðum þingstubbi. Ríkisstjórnin mun kynna áframhaldandi fjárfestingarátak samhliða fjárlögum og fjármálaáætlun nú í haust.
27. ágúst 2020
Yfir þúsund manns eru nú í sóttkví.
Þrjú ný innanlandssmit og enginn lengur á spítala
Þrír einstaklingar greindust með COVID-19 innanlands í gær. Einn var þegar í sóttkví, en tveir ekki. Yfir þúsund manns eru nú í sóttkví.
27. ágúst 2020
Samdráttur í auglýsinga- og reikitekjum ráðandi í áframhaldandi tapi á rekstri Sýnar
Forstjóri Sýnar segir það fráleitt að takmarka aðgengi Íslendinga að besta 5G búnaðinum til þess að þóknast utanríkispólitík Donalds Trump. Þrátt fyrir mikinn taprekstur undanfarna ársfjórðunga sé það ætlun hans að skila fjármagni til hluthafa á næstunni.
27. ágúst 2020
Vísbendingar um að brottflutningur erlendra ríkisborgara muni aukast
Vinnumálastofnun gaf út metfjölda vottorða í júlí sem gefa einstaklingum kost á atvinnuleit innan EES án þess að missa bótarétt hér á landi. Fjöldi útgefinna vottorða gæti gefið til kynna aukinn brottflutning erlendra ríkisborgara að mati Seðlabankans.
27. ágúst 2020
ESA samþykkir ríkisábyrgð fyrir Icelandair – Gæti þurft að skila hluta af stuðningnum
Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið grænt ljós á ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair. Á næsta ári á Ísland að gera úttekt á tjóni félagsins vegna COVID-19 og ef ríkisstuðningurinn reynist hærri en tjónið á félagið að skila mismuninum.
27. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Mætti styðjast við greiningu Nýja-Sjálands við mat á kostnaði og ávinningi af sóttvörnum
Í minnisblaði ferðamálaráðherra sem lagt var fyrir ríkisstjórn í síðustu viku er segir að það sé samdóma álit stjórnsýslu ferðamála og forsvarsmanna greinarinnar að ólíklegt sé að ferðamenn komi eftir að takmarkanir á landamærum voru hertar.
27. ágúst 2020
Markmið ríkisábyrgðar Icelandair ekki að verja hag hluthafa eða lánardrottna
Ef Icelandair fer í gjaldþrot eftir að hafa nýtt sér lánalínur með ríkisábyrgð mun íslenska ríkið eignast vörumerkið, bókunarkerfi félagsins og lendingarheimildir.
26. ágúst 2020
Embætti skattrannsóknastjóra hefur fengið gögn um 30 prósent þeirra aðila sem fengu hæstar greiðslur vegna AirBnB-útleigu á Íslandi á árunum 2015-2018.
Fengu gögn um þá stóru en ekki þá mörgu smáu
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að gögn um 25 milljarða greiðslur til AirBnB-leigusala sem fengust afhent frá AirBnB á Írlandi nemi um 80 prósent heildargreiðslna, en varði einungis 30 prósent leigusala.
26. ágúst 2020
Peningamál Seðlabanka Íslands komu út í dag samhliða stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar.
Seðlabankinn gerir ráð fyrir sjö prósent samdrætti landsframleiðslu í ár
Samdráttur landsframleiðslu milli ára á öðrum ársfjórðungi er sá mesti frá upphafi ársfjórðungslegra þjóðhagsreikninga. Samdrátturinn er samt sem áður minni en gert hafði verið ráð fyrir í maí en uppfærð grunnspá SÍ var birt í Peningamálum í dag.
26. ágúst 2020
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Hlutabótaleiðin mun gilda út október og tekjutenging atvinnuleysisbóta lengd
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun þrjár aðgerðir sem eiga að mæta versnandi atvinnuástandi. Ein er sú að fólk í sóttkví getur sótt um greiðslur frá hinu opinbera, en það úrræði hefur ekki verið nýtt í samræmi við áætlanir hingað til.
26. ágúst 2020
Bryndís Kristjánsdóttir er skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri fær upplýsingar um 25 milljarða greiðslur í gegnum AirBnB
Skattrannsóknarstjóri hefur fengið send gögn frá AirBnB á Írlandi, um greiðslur sem komið hafa til vegna útleigu íbúða á Íslandi. Alls fékk embættið upplýsingar um greiðslur sem námu um 25,1 milljarði króna á árunum 2015-2018.
26. ágúst 2020
Nýtt brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar tekur til starfa á Sauðárkróki þann 1. október næstkomandi.
Nýtt brunavarnasvið HMS á Sauðárkróki nærri fullmannað
Búið er að ráða framkvæmdastjóra, forvarnafulltrúa og sérfræðinga í brunavörnum og slökkvistarfi á brunavarnasviði HMS sem tekur til starfa á Sauðárkróki 1. október. Enginn starfsmaður í deild brunavarna í Reykjavík mun starfa á nýju sviði á Sauðárkróki.
26. ágúst 2020
Sex ný innanlandssmit
Sex ný innanlandssmit greindust í gær, öll á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Fjögur af sex sem greindust voru þegar í sóttkví.
26. ágúst 2020
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Síminn er að skoða að fjármagna Mílu sérstaklega
Síminn er með það skoðunar að fjármagna dótturfélag sitt Mílu sérstaklega, í stað þess að fjármagna samstæðu fyrirtækisins sem eina einingu. Afkoma Símans á fyrri helmingi árs litast mjög af stjórnvaldssekt frá Samkeppniseftirlitinu vegna enska boltans.
26. ágúst 2020
Starfsfólk GRID.
GRID nær í 1,6 milljarða króna fjármögnun
Íslenskt fyrirtæki, sem stofnað var í ágúst 2018, hefur þegar náð í yfir tvo milljarða króna í fjármögnun. Einn virtasti framtaksfjárfestingasjóður heims leiðir nýjustu fjármögnunarlotu þess sem er sú stærsta sem tekjulaus íslenskur sproti hefur náð í.
26. ágúst 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Stýrivextir óbreyttir og verða áfram eitt prósent
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum sínum á sama stað og þeir hafa verið frá því í maí.
26. ágúst 2020
Jón Sigurðsson
Aðdráttaraflið minnkar
26. ágúst 2020
Björgólfur Jóhannsson, annar forstjóri Samherja.
Björgólfur: Ekki vafi á að Samherja mistókst að verja félög sín gegn brotum einstaklinga
Annar forstjóri Samherja birti í gær langt bréf á alþjóðlegri sjávarútvegsfréttasíðu. Þar segir að einstaklingar hafi framið brot í dótturfélögum Samherja og kvartað yfir því að uppljóstrarinn í málinu hafi ekki viljað ræða við rannsakendur fyrirtækisins.
25. ágúst 2020
Alexei Navalní var fluttur af sjúkrahúsi í Síberíu á laugardaginn og flogið til Berlínar þar sem honum er haldið sofandi.
Taugaeitur eða of lágur blóðsykur?
Rússneska andófsmanninum Alexei Navalní er enn haldið sofandi á spítala í Berlín, eftir að hann veiktist skyndilega í innanlandsflugi síðasta fimmtudag. Þýskir læknar telja allt benda til eitrunar, en rússneskir rekja veikindin til blóðsykurfalls.
25. ágúst 2020
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Atvinnulausir geta farið í nám og fengið áfram fullar bætur í eina önn
Fjármögnun hefur verið tryggð fyrir allt að þrjú þúsund atvinnuleitendur sem hafa verið án atvinnu í sem mánuði eða lengur til að vera áfram á fullum atvinnuleysisbótum þrátt fyrir að þeir skrái sig í nám.
25. ágúst 2020
Martin Eyjólfsson tekur við stöðu ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis
Martin Eyjólfsson, skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins, tekur við stöðu ráðuneytisstjóra þann 1. september næstkomandi. Núverandi ráðuneytisstjóri, Sturla Sigurjónsson, verður sendiherra í Lundúnum.
25. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra.
Ráðherrar og #samstarf eigi ekki samleið
Ráðherra fékk þau skilaboð í áliti frá skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu í síðustu viku að ekki væri mælt með því að hún tæki þátt í viðburðum sem væru kynntir sem auglýsing eða samstarf við einkaaðila í framtíðinni.
25. ágúst 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018. Nú virðast dagar þess sem skráðs félags vera taldir.
Heimavellir fara fram á afskráningu úr Kauphöll í annað sinn á rúmu ári
Búið er að senda erindi til Kauphallar Íslands um að leigufélagið Heimavellir verði afskráð úr henni. Einn hluthafi, norskt félag, á nú 99,45 prósent í Heimavöllum.
25. ágúst 2020
Skjáskot af skjalinu í Kastljósþættinum
Verðlagsstofa skiptaverðs finnur annað skjal
Verðlagsstofa skiptaverðs segist í dag hafa fundið, við frekari leit, þriggja blaðsíðna vinnuskjal um karfaútflutning. Þetta er skjalið sem sýnt var í Kastljósi á RÚV árið 2012. Samherji hefur fengið skjalið og birt það á vef fyrirtækisins.
25. ágúst 2020
Merki Kóps stéttarfélags.
Alþýðusambandið varar við nýju stéttarfélagi
Forseti ASÍ segir nýtt stéttarfélag, sem ber heitið Kópur og hefur einkum verið markaðssett til Pólverja sem búa hér á landi, hafi ekki nein tengsl við ASÍ. Varað er við því að launafólk afsali sér réttindum með því að ganga í félagið.
25. ágúst 2020
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
„Stígur illa í spínatið“
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar andmælir ummælum í grein Stefáns Ólafssonar, prófessors við HÍ og sér­fræð­ings hjá Efl­ing­u, um ferðaþjónustuna.
25. ágúst 2020
Fimm innanlandssmit greindust í gær
Virkum smitum fækkar frá því í gær en nú eru alls 114 í einangrun vegna COVID-19 samanborið við 117 í gær. Fólki í sóttkví heldur samt áfram að fjölga en í dag eru 989 í sóttkví. Þrjú þeirra sem greindust með kórónuveiruna í gær voru í sóttkví.
25. ágúst 2020
Icelandair Group- samstæðan samanstendur af nokkrum fyrirtækjum.
Ríkisábyrgð Icelandair verður beintengd við tap vegna flugreksturs
Stjórnvöld segja að hugað hafi verið sérstaklega að því að ríkisábyrgð á láni til Icelandair Group, sem á fjölda dótturfélaga, samrýmist reglum um ríkisaðstoð, enda eigi ráðstafanir hins opinbera ekki að fela í sér ótilhlýðilega röskun á samkeppni.
25. ágúst 2020
Stefán Ólafsson
Hvers vegna gerir ríkið ekki meira?
25. ágúst 2020
Ríkisstjórn Íslands.
Ráðherrar ekki smitaðir af kórónuveiru
Niðurstöður úr síðari skimun níu ráðherra í ríkisstjórn Íslands vegna kórunuveiru reyndust neikvæðar í öllum tilfellum.
24. ágúst 2020
Donald Trump hefur verið með þónokkra menn í kringum sig undanfarin ár sem síðan hafa á einn eða annan hátt lent í löngum faðmi laganna.
Sjö kónar Trumps
Fyrrverandi undirmenn Trump Bandaríkjaforseta virðast hafa einstakt lag á því að komast í kast við lögin. Í síðustu viku var Steve Bannon handtekinn og bættist þar með í hóp fyrrverandi Trump-liða sem ýmist hafa verið ákærðir eða dæmdir fyrir glæpi.
24. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Samþykkja að hefja undirbúning á Félagsdómsmáli gegn Icelandair
Á síðasta miðstjórnarfundi ASÍ samþykkti stjórnin bókun Drífu Snædal, forseta ASÍ, þess efnis að hafinn verði undirbúningur að Félagsdómsmáli gegn Icelandair vegna framgöngu félagsins í garð Flugfreyjufélags Íslands.
24. ágúst 2020
Valgerður G. Halldórsdóttir
Skapandi greinar: Undirstöðuatvinnuvegur til tíu ára
24. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk á ferðinni með einkenni
Mikilvægt er að fólk haldi sig heima ef það er með COVID-19 einkenni, fari í sýnatöku og haldi sig til hlés þar til niðurstaða er fengin, samkvæmt landlækni.
24. ágúst 2020
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.
„Gríðarleg dómínóáhrif af einu smiti“
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að ef fólk treysti sér ekki til þess að vera í ákveðnum aðstæðum þá sé best að það komi sér út úr þeim. Það eigi ekki að bjóða sér upp á aðstæður þar sem tveggja metra reglan sé ekki virt.
24. ágúst 2020
Kostnaður vegna vinnu eins manns veigamikill hluti af skaðabótakröfu Samherja
Samherji stefndi Seðlabankanum í fyrra til greiðslu á 316 milljónum króna í skaða- og miskabætur vegna rannsóknar bankans á fyrirtækinu. Hluti af skaðabótakröfunni er vegna vinnu eins manns á tveggja ára tímabili sem ekki fást upplýsingar um hver sé.
24. ágúst 2020
Sex ný innanlandssmit í gær
Fimm af þeim sex sem greindust með virkt smit innanlands í gær voru í sóttkví. Einstaklingum í sóttkví heldur áfram að fjölga og eru nú 919 talsins. Í einangrun eru 117.
24. ágúst 2020
Ari Trausti Guðmundsson
Þegar alvarlega bjátar á
24. ágúst 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín: Góður árangur í baráttu við veiruna getur orðið styrkleiki ferðaþjónustu
Forsætisráðherra segir að hagræn rök hnigi að því að herða beri aðgerðir á landamærum til þess að tryggja að innanlandshagkerfið verði ekki fyrir of miklu raski af hörðum sóttvarnaráðstöfunum. Óvíða í Evrópu hafi frelsi manna verið takmarkað minna en hér.
24. ágúst 2020