Nýjast í Kjarnanum Fréttaskýringar
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Biðlað til íþróttahreyfingarinnar um að fresta keppnishaldi fullorðinna
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að íþróttahreyfingin í landinu hafi verið beðin um að slá öllu keppnishaldi fullorðinna á frest til 10. ágúst, vegna hertra sóttvarnaráðstafana í samfélaginu. Knattspyrnusambandið ræður ráðum sínum.
30. júlí 2020
Víðir: Handþvottur og sprittun gildir núna sem aldrei fyrr.
Víðir: Verum heima með fjölskyldunni
„Þetta er auðvitað hundfúlt en samt að einhverju leyti það sem við gátum búist við,“ sagði Víðir Reynisson á blaðamannafundi dagsins. Þar með orðaði hann hugsanir okkar flestra: Frelsið var yndislegt en nú þurfum við að stíga skref aftur.
30. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Einungis 100 mega koma saman og tveggja metra fjarlægð verður skylda
Frá og með hádegi á morgun mega einungis 100 manns koma saman á sama stað. Tveggja metra nándarmörk milli ótengdra einstaklinga verða nú skylda.
30. júlí 2020
39 staðfest smit – aðgerðir hertar
Staðfest virk smit af kórónuveirunni eru nú orðin 39 hér á landi. Einn hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19. Tilfellum af COVID-19 hefur því fjölgað um tíu síðan í gær.
30. júlí 2020
Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala.
Sjúklingur lagður inn og Landspítali á hættustig
Einn einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítala með COVID-19. Þetta þýðir að spítalinn þarf að færa sig af viðbúnaðarstigi yfir á hættustig.
30. júlí 2020
Segja Sigmund verja valdakerfi sem hygli körlum
„Sigmundur [Davíð Gunnlaugsson] er að verja valdakerfi undir formerkjum „vestrænnar siðmenningar“, sem hyglir körlum eins og honum á kostnað jaðarsetts fólks,“ segir stuðningsfólk Black Lives Matter á Íslandi.
30. júlí 2020
Rósa Björk er formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og fráfarandi varaforseti þess.
Útganga Pólverja úr Istanbúlsamningnum ógni lífi og heilsu pólskra kvenna
Rósa Björk Brynjólfsdóttir ætlar að koma athugasemdum á framfæri við sendiherra Póllands á fundi þeirra á föstudag. Hún segir Istanbúlsamninginn vera eitt öflugasta tæki til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi, heimilisofbeldi og þvinguðum hjónaböndum.
30. júlí 2020
Hrædd um að almenningur bíði eftir bóluefni sem töfralausn
Kate Bingham, sem leiðir starfshóp breskra stjórnvalda sem ætlað er að styðja við þróun og framleiðslu bóluefnis gegn COVID-19, segist ekki bjartsýn á það takist að þróa bóluefni sem veitir varanlegt ónæmi gegn nýju kórónuveirunni.
29. júlí 2020
Rannsókn Wikborg Rein á starfsemi Samherja í Namibíu er lokið
Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji greinir frá því á vef sínum í dag að rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein sé lokið og að hún hafi verið kynnt fyrir stjórn félagsins.
29. júlí 2020
„Jákvæður viðsnúningur“ hjá Arion en COVID-óvissa framundan
Arion banki hagnaðist um 4,95 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi og var arðsemi eiginfjár 10,5 prósent á fjórðungnum, sem bankastjórinn segir sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að eiginfjárstaðan sé langt umfram kröfur eftirlitsaðila.
29. júlí 2020
Átta sækjast eftir tveimur lausum dómaraembættum við Hæstarétt
Átta lögfræðingar sækjast eftir tveimur lausum dómaraembættum við Hæstarétt Íslands. Í hópi umsækjenda eru fjórir dómarar við Landsrétt.
29. júlí 2020
Ragnar Þór segir samantekt sína kalla á óháða rannsókn
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sendi frá sér yfirlýsingu í dag hvar hann fer yfir málefni Icelandair, Landssímareitsins og Lindarvatns. Hann segir mörgum spurningum um viðskipti félaganna ósvarað.
29. júlí 2020
Jóhann Möller er nýr framkvæmdastjóri Stefnis.
Jóhann Möller ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis
Jóhann Möller hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sjóðstýringafyrirtækisins Stefnis, sem í eigu Arion banka. Fyrri framkvæmdastjóri hætti störfum í júní eftir einungis rúmt ár í starfi.
29. júlí 2020
Ragnar Þór Ingólfsson
Staðreyndir og spurningar um Icelandair, Landssímareitinn og Lindarvatn ehf.
29. júlí 2020
Vegagerðin hefur nú ákveðið að lækka veginn sem náttúruverndarfólk hefur m.a. gagnrýnt.
Vegagerðin stöðvar framkvæmdir við Hljóðakletta
Vegagerðin hefur ákveðið að gera hlé á vegaframkvæmdum um Vesturdal í nágrenni Ásbyrgis og Hljóðakletta. Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, SUNN, kærðu framkvæmdirnar í síðustu viku.
29. júlí 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Flokkurinn mælist nú með 13,1 prósent fylgi, rúmum þremur prósentustigum minna en fyrir röskum mánuði.
Píratar bæta við sig en Samfylkingin dalar í nýrri könnun MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun frá MMR. Píratar mælast með 15,4 prósent og eru næst stærstir en Samfylkingin dalar á milli mánaða og mælist með 13,1 prósent. Framsókn skýst upp fyrir Miðflokkinn og Viðreisn.
29. júlí 2020
Fjögur ný smit staðfest
Staðfest virk smit af kórónuveirunni eru nú orðin 28 hér á landi. 187 eru komnir í sóttkví. Öll nýju tilfellin eru innanlandssmit.
29. júlí 2020
Litla stúlkan með sérstæðu augun
Myndir af Madeleine McCann eru aftur komnar á forsíður blaða, þrettán árum eftir að hún hvarf sporlaust í Portúgal. Í þýskri borg er karlmaður í fangaklefa grunaður um að hafa rænt henni og skaðað – maður sem hefur ítrekað gerst sekur um kynferðisbrot.
29. júlí 2020
Gashitarar heyra brátt sögunni til á útisvæðum franskra kaffihúsa.
Útisvæði franskra kaffihúsa kólna á næsta ári
Ein af nýjustu aðgerðum Frakka í loftslagsmálum er að banna upphitun útisvæða á kaffihúsum og börum. Ekki má heldur setja upp nýja kola- eða olíuofna til húshitunar.
29. júlí 2020
Þegar faraldurinn stóð sem hæst í vetur lágu margir inni á gjörgæslu í einu. Þeir sem sýktir eru núna eru ekki alvarlega veikir.
Neyðarstig virkjað í vetur er fyrstu innanlandssmitin greindust
Daginn sem fyrstu innanlandssmitin voru staðfest hér á landi í vetur var viðbúnaður vegna faraldursins færður af hættustigi á neyðarstig. Undanfarið hafa fjórtán innanlandssmit verið staðfest og enn er viðbúnaður á hættustigi.
29. júlí 2020
Frá upplýsingafundi almannavarna og landlæknisembættisins í dag.
Til skoðunar að taka upp tveggja metra regluna á ný og þá sem „reglu“ en ekki tilmæli
Á fundi heilbrigðisráðherra með almannavörnum, landlækni, sóttvarnalækni og ríkislögreglustjóra síðdegis í dag var rætt hvort herða þyrfti gildandi samkomutakmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvarðanir verða teknar á morgun.
28. júlí 2020
Nú þegar margir vilja ekki nota almenningssamgöngur vegna smithættu hefur breska stjórnin gengið á lagið og boðar umfangsmikla uppbyggingu hjólastíga í borgum og bæjum landsins.
Boris Johnson boðar róttæka hjólreiðabyltingu í Bretlandi
Breska ríkisstjórnin kynnti í gær stórhuga áform um lagningu hágæða hjólastíga í borgum og bæjum. Boris Johnson forsætisráðherra segir að allir græði á því er einn hjóli, líka þeir sem eru á bílum.
28. júlí 2020
Ný spá alþjóðasamtaka flugfélaga um áhrif veirufaraldurins á fluggeirann var kynnt í dag. Útlitið er dekkra en gert var ráð fyrir í apríl.
Búast ekki við fullum bata flugbransans fyrr en árið 2024
Alþjóðasamtök flugfélaga hafa gefið út nýja spá um batahorfur í fluggeiranum eftir kórónuveirufaraldurinn. Hún lítur verr út en spá samtakanna frá því í apríl. Ekki er búist við því að jafn margir setjist upp í flugvél og fyrir COVID fyrr en árið 2023.
28. júlí 2020
Ólafur Arnalds hefur verið tilnefndur til Emmy-verðlauna.
Ólafur Arnalds tilnefndur til Emmy-verðlauna
Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur verið tilnefndur til Emmy-verðlauna fyrir þemalag sitt í sjónvarpsþáttunum Defending Jacob. Verðlaunin verða veitt 20. september næstkomandi.
28. júlí 2020
Flutningaskipið Mykines við bryggju í Þorlákshöfn.
Ný siglingaleið skapi aukin tækifæri í Þorlákshöfn
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi greinir frá því á vef sínum að Smyril Line ætli að bæta við sig skipi og hefja fraktsiglingar á milli Noregs og Hollands. Nýtt skip tekur við siglingum á milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku.
28. júlí 2020
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.
„Þessir fundir eru bara á hættutímum og við erum á hættulegu augnabliki“
Til skoðunar er að breyta samfélagsaðgerðum vegna fjölgunar sýkinga af COVID-19 hér á landi síðustu daga. Þá er einnig til skoðunar að hækka viðbúnað aftur á hættustig.Það var alvarlegur tónn í fulltrúum yfirvalda á upplýsingafundi í dag.
28. júlí 2020
Icelandair Group býst við að sækja tæpa 3,3 milljarða í uppsagnastyrki frá ríkinu
Samkvæmt uppgjöri Icelandair Group fyrir annan ársfjórðung ráðgerir fyrirtækið að sækja um tæplega 3,3 milljarða styrk í ríkissjóð til þess að greiða laun starfsmanna á uppsagnarfresti. Ekki er loku fyrir það skotið að upphæðin verði enn hærri.
28. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Tilslökunum á samkomutakmörkunum frestað
„Á undanförnum dögum hefur orðið sú breyting á faraldsfræði COVID-19 hér á landi að innflutt smit hafa greinst hér í vaxandi mæli og dreifing hefur orðið innanlands,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
28. júlí 2020
Uppsagnarfrestur um 700 flugfreyja og -þjóna klárast um mánaðamótin
Um 170 flugfreyjur og -þjónar fá endurráðningu hjá Icelandair og verða um 200 í stéttinni að störfum fyrir félagið í ágúst og september. Vegna mikillar óvissu er ekki hægt að segja til um hvort fleiri verða ráðin á næstu vikum.
28. júlí 2020
Smitum fjölgar enn: 24 með virk smit og í einangrun
Í gær greindust þrjú innanlandssmit til viðbótar hér á landi. Í heild eru því 24 með virk smit á landinu.
28. júlí 2020
Tíu staðreyndir um bóluefni gegn COVID-19
Hvenær má eiga von á bóluefni gegn COVID-19? Hvernig verður það búið til og hverjir munu fá það fyrstir? Heimsbyggðin bíður með krosslagða fingur eftir bóluefni gegn sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur.
28. júlí 2020
Gunnar Alexander Ólafsson
Á að selja grunninnviði?
28. júlí 2020
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti niðurstöðuna í máli Fossa síðasta föstudag.
Fjármálaeftirlitið sektaði Fossa fyrir að klæða kaupauka í búning arðgreiðslna
Fossar markaðir fengu fyrr í sumar 10,5 milljóna króna stjórnvaldssekt frá Fjármálaeftirlitinu fyrir arðgreiðslur til hluthafa úr hópi starfsmanna, sem FME segir ólögmætar. Fossar ætla að vísa málinu til dómstóla til þess að „eyða óvissu“ um framkvæmdina.
28. júlí 2020
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Enn stefnt að því að ljúka hlutafjárútboði í ágúst
None
28. júlí 2020
Verkamennirnir standa fyrir utan vinnubúðir sínar við grænmetis-  og ávaxtabýlið. Þar eru þeir allir í einangrun eða sóttkví.
Enn fleiri farandverkamenn sýktir í Þýskalandi
Að minnsta kosti 174 farandverkamenn sem vinna á ávaxtaökrum í nágrenni bæjarins Mamming í Þýskalandi hafa greinst með kórónuveirusmit. Hundruð annarra farandverkamanna sýktust í verksmiðjum í landinu fyrir nokkrum vikum.
27. júlí 2020
Icelandair tapaði 12,3 milljörðum á öðrum ársfjórðungi
Kostnaður vegna kórónuveirunnar er metinn á 30 milljarða króna í bókum Icelandair.
27. júlí 2020
Framlínustarfsmaður að störfum í Boston.
Framlínufólk sem sýktist við störf sín á rétt á bótum
Þúsundir opinberra starfsmanna í Bandaríkjunum hafa sýkst af COVID-19. Í upphafi faraldurs var skilgreint hvaða störf væru í framlínunni og þar með hverjir væru í mestri hættu á að smitast við störf sín.
27. júlí 2020
Veðurkort sem sýnir hita á norðurslóðum á laugardag.
Hlýrra á Svalbarða en í Ósló
Á laugardag mældist 21,7 stiga hiti á Svalbarða og því var hlýrra þar en í höfuðborg Noregs, Ósló. Þar með féll einnig fyrra hitamet eyjaklasans frá árinu 1979.
27. júlí 2020
Ragnar Þór segir að mótlæti hafi í gegnum tíðina eflt sig.
„Ef einhver sparkar í mig þá sparka ég þrisvar á móti“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, nýtti helgina í að fara yfir stöðuna með sínum lögmönnum og undirbúa varnir ef til málshöfðunar á hendur honum kemur. Von er á yfirlýsingu frá honum í dag eða á morgun.
27. júlí 2020
Icelandair hefur nú náð samningum við flugstéttirnar þrjár, flugmenn, flugvirkja og flugfreyjur og -þjóna.
Flugfreyjur samþykktu nýjan samning með miklum meirihluta
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair með 83,5 prósentum greiddra atkvæða, en rafrænni kosningu lauk kl. 12 á hádegi og hafði staðið yfir frá því á miðvikudag. Samningurinn er í gildi til fimm ára.
27. júlí 2020
Benedikt Bogason verður forseti Hæstaréttar
Benedikt Bogason hefur verið kjörinn forseti Hæstaréttar og Ingveldur Einarsdóttir varaforseti, en kosning fram fór á fundi dómara réttarins í dag. Þau taka við embættum sínum 1. september næstkomandi.
27. júlí 2020
Tíu smitast hér á landi síðustu daga
21 einstaklingur er með virkt kórónusmit á landinu sem þýðir að viðkomandi eru smitandi og í einangrun. Tíu þeirra smituðust hér á landi. Sex smit greindust í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir gríðarlega mikilvægt að sinna persónulegum sóttvörnum.
27. júlí 2020
21 einstaklingur er með staðfest smit af völdum kórónuveirunnar hér á landi.
21 staðfest smit hér á landi
Samtals er 21 með staðfest smit kórónuveirunnar hér á landi og 173 eru í sóttkví. Um ellefu aðskilin mál er að ræða samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum.
27. júlí 2020
Skólabörn í Bandaríkjunum fá fæst að ganga inn í skólabyggingar í haust heldur verður kennslan á netinu. Foreldrum líst ekki á blikun og þeir sem hafa efni á huga nú að því að ráða kennara og taka börn sín úr skólunum en koma þeim þess í stað í skólahópa.
Kæri nemandi, má bjóða þér félagslega einangrun eða farsótt?
Foreldrar víða um Bandaríkin hafa stofnað skólahópa og örskóla og ráðið kennara til að kenna börnum í litlum hópum. Þannig fái þau góða kennslu og félagslega örvun en séu í minni smithættu. En þessi þróun gæti skapað ný vandamál og ýtt undir mismunun.
27. júlí 2020
Bjarni M. Bjarnason
Storytel mætir HUH!
27. júlí 2020
Klakksvík íFæreyjum.
Hópsmit um borð í rússneskum togara sem lagði að bryggju í Færeyjum
Virk smit af kórónuveirunni í Færeyjum urðu skyndilega 26 um helgina eftir að 23 skipverjar á rússneskum togara greindust með veiruna.
27. júlí 2020
Hvers vegna eignumst við börn?
Ef allir Íslendingar byrjuðu í dag að setja barneignarákvarðanir sínar upp í Excel, þar sem þeir legðu saman mælanlegan bata og drægju frá honum mælanlegan kostnað, þá tæki það rétt rúmlega 100 ár fyrir þjóðina að þurrkast út.
26. júlí 2020
Unnið er að endurbótum á Tryggvagötu og fyrir framan mósaíkverk Gerðar Helgadóttur kemur torg.
Mósaíkverk Gerðar fær loks að njóta sín til fullnustu
Andlitslyfting er hafin á Tryggvagötunni í Reykjavík. Og í stað bílastæða beint fyrir framan stórfenglegt mósaíkverk Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu kemur torg svo verkið fái loks notið sín sem skyldi.
26. júlí 2020
Flaug frá Hornafirði til Höfðaborgar
Hefur þú séð rósastara? Þennan með bleika gogginn og eins og bleika svuntu? En grátrönu? Suðausturland er eins og trekt inn í landið frá Evrópu og þar er hentugt að fylgjast með fuglum sem hingað flækjast sem og hefðbundnari tegundum.
26. júlí 2020
Þrír greindust með COVID-19 í gær
Þrír einstaklingar greindust með COVID-19 innanlands í gær og eru tugir nú í sóttkví. Í einu tilfellinu er um að ræða afbrigði veirunnar sem ekki hefur áður komið fram í raðgreiningum Íslenskrar erfðagreiningar.
26. júlí 2020