Nýjast í Kjarnanum Fréttaskýringar
Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins sér ekki hvernig flokkur hans eigi að ná saman við Vinstri græn um áframhaldandi stjórnarsamstarf.
Telur líklegra að Sjálfstæðisflokkur fari að vinna með Viðreisn en Vinstri grænum
Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að það muni reynast of erfitt að ná saman við Vinstri græn um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Hann telur stjórn með Framsókn og Viðreisn vænlegri kost.
6. október 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki ákveður að tryggja starfsfólki 80 prósent launa í fæðingarorlofi
Einn stærsti banki landsins ætlar að greiða starfsfólki sínu viðbótarstyrk ofan á greiðslur úr fæðingarorlofssjóði í sex mánuði. Aðgerðin er meðal annars til að hvetja feður frekar til að taka fæðingarorlof.
6. október 2021
Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR.
Forstjóri ÁTVR falaðist eftir viðbótarlaunum en fékk ekki
Samkvæmt svörum frá fjármálaráðuneytinu og ÁTVR hefur forstjóri ÁTVR undanfarin misseri verið í viðræðum við ráðuneytið um starfssamband sitt og launakjör. Af svari ráðuneytisins má ráða að hann hafi falast eftir viðbótarlaunum en ekki fengið.
6. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Ættleiðingar, námsdvöl í Ningbo og jarðfræði Kína
6. október 2021
Konur sögðu frá þjálfara sem áreitti þær um árabil
Fimleikasamband Íslands hefur ráðist í mikla vinnu til að bregðast við málum er varða kynferðislega áreitni eða ofbeldi á undanförnum árum. Fimm tilfelli hafa verið tilkynnt til sambandsins síðan árið 2016 og eru þau rakin hér.
6. október 2021
Stýrivextir hækkaðir í 1,5 prósent
Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka vexti sína um 0,25 prósentustig. Peningastefnunefnd bankans segir það vera áhyggjuefni að verðbólguvæntingar virðast hafa tekið að hækka á ný.
6. október 2021
Frances Haugen, fyrrverandi vörustjóri hjá Facebook.
Vandræðagangur og veikleikar Facebook
Facebook er í vandræðum. Þrír miðlar samfélagsmiðlarisans lágu niðri um tíma á mánudag. Bilunin kom á versta tíma, aðeins nokkrum dögum eftir gagnaleka þar sem fram kemur að Facebook hafi afvegaleitt almenning í gróðaskyni.
6. október 2021
Strandir við sunnanverða Kaliforníu eru lokaðar vegna olíumengunar.
Akkeri gataði eldgamla olíuleiðslu
Kalifornía var eitt sinn mikið olíuríki en nú eru aðeins leifar að þeirri vinnslu stundaðar í hafinu úti fyrir ströndinni. Leiðslurnar eru áratuga gamlar og ítrekað verið bent á að þær séu tifandi tímasprengjur. Og nú er ein þeirra sprungin.
5. október 2021
Maki stjórnarmanns selur í PLAY
Óbein ítök eins stjórnarmanna PLAY í félaginu minnkuðu eftir að eiginmaður hennar seldi hlutabréf í því í síðustu viku. Þó eru þau enn töluverð, en makinn á tæpt prósent í flugfélaginu.
5. október 2021
Björn Leví Gunnarsson
Ef málefnin myndu í alvöru ráða för
5. október 2021
Páll Matthíasson fráfarandi forstjóri Landspítala og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Hvorki Páll né Svandís segjast vita hver verði heilbrigðisráðherra í nýrri stjórn
Fráfarandi forstjóri Landspítala segir að ekki eigi að túlka orð hans um að Svandís Svavarsdóttir sé að fara að „láta af embætti“ heilbrigðisráðherra sem svo að hann viti til þess að hún verði ekki heilbrigðisráðherra í næstu ríkisstjórn.
5. október 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur telur „varhugavert að slaka meira á“
Sóttvarnastofnun Evrópu og Alþjóða heilbrigðisstofnunin spá aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar nú í byrjun vetrar „og hafa hvatt þjóðir til að viðhafa áfram nauðsynlegar sóttvarnir,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
5. október 2021
Við Ægisíðu 102 er í dag þjónustu- og bensínstöð á vegum N1.
Telja opnað fyrir óeðlilega mikið byggingarmagn við Ægisíðu 102
Íbúar í grenndinni við Ægisíðu 102, þar sem þjónustustöð N1 er í dag, telja að borgin sé að opna á of mikla uppbyggingu á lóðinni með breytingum á aðalskipulagi. Þeir furða sig einnig á að Festi hf. fái byggingaréttinn á lóðinni afhentan.
5. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Ljósmyndasöfn tveggja kvenna: „Að fanga þig og tímann“
5. október 2021
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala lætur af störfum í næstu viku.
Páll lætur af störfum sem forstjóri Landspítala
Heilbrigðisráðherra hefur orðið við ósk Páls Matthíassonar forstjóra Landspítala um að hann láti af starfi sínu. Páll lætur af embætti frá og með 11. október næstkomandi.
5. október 2021
Ræða þörf á örvunarskammti af Janssen-bóluefni
Sérfræðinganefnd Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna ætlar að koma saman til að ræða þörf á örvunarskammti af bóluefni Janssen. Framleiðandinn hefur þegar sótt um slíkt leyfi. Stofnunin hefur samþykkt að viðkvæmir geti fengið örvunarskammt af Pfizer.
5. október 2021
Fjórar tilkynningar um kynferðislega áreitni borist til RÚV
Brugðist hefur verið við fjórum tilkynningum um kynferðislega áreitni í samræmi við viðbragðsáætlun RÚV á síðustu fjórum árum.
5. október 2021
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Formaður Samfylkingar segir Vinstri græn og Framsókn ná meiri árangri í minnihlutastjórn
Logi Einarsson segir að fleiri mynstur séu í stöðunni en áframhaldandi ríkisstjórn. Vel sé hægt að styrkja hugmynd um myndun minnihlutastjórnar sem studd sé af Pírötum með aðkomu fleiri flokka.
5. október 2021
Námugröftur í Amazon verður sífellt umfangsmeiri.
Herjað á Amazon með námuvinnslu og mannréttindabrotum
Gervitunglamyndir staðfesta umfangsmikla ólöglega starfsemi í friðlöndum Amazon-frumskógarins. Heimamenn vilja fá viðurkenningu á náttúruverndarhlutverki sínu sem þeir sinna við erfiðar og oft og tíðum hættulegar aðstæður.
4. október 2021
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra málaflokksins.
Kalla eftir því að ráðherra undirriti reglugerð sem heimilar slit á félögum sem fyrst
Fimm ár eru síðan að ákvæði var sett í lög sem heimilaði slit á þeim félögum sem skiluðu ekki ársreikningi innan ákveðins tíma. Það hefur aldrei verið virkt þar sem reglugerð skorti. Umsagnarferli um slíka reglugerð lauk fyrir tveimur vikum.
4. október 2021
Á hinum svokallaða Heklureit sem stendur við Laugaveg stendur til að byggja fjölmargar íbúðir á næstu árum.
Lýsa áhyggjum af „skuggasundum“ og dimmum íbúðum á Heklureit
Tveir arkitektar gagnrýna þéttleika byggðar á hinum svokallaða Heklureit við Laugaveg og segja athugasemdir sínar raunar geta átt við um fleiri þéttingarreiti í borginni. Þeir segja þéttingu byggðar meðfram legu Borgarlínu ekki mega bitna á gæðum íbúða.
4. október 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Hverjir geta valið mismunandi kosti innan íslenska menntakerfisins?
4. október 2021
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks.
„Ekki hægt að fagna birtingu þessara skjala því þau hafa ekki verið birt“
Ritstjóri Wikileaks telur að gefa eigi almenningi kost á að leita í Pandóruskjölunum, einum stærsta gagnaleka sögunnar.
4. október 2021
Þolandi greindi frá 40 ára gömlu máli
Fyrir 10 árum var óskað eftir fundi með forsvarsfólki GSÍ vegna kynferðisofbeldis en um var að ræða einstakling sem hafði verið misnotaður um 40 árum áður af manni sem starfaði innan golfhreyfingarinnar.
4. október 2021
Mynd tekin fyrir utan N1-verslun að kvöldi 30. september 2021. Það var síðasti dagurinn til að nota ferðagjöfina. Landsmenn notuðu ferðagjafir til að kaupa eldsneyti hjá N1 fyrir 27 milljónir á þeim degi einum og sér.
Tíu fengu 40 prósent af seinni ferðagjöfinni – 226 milljónir runnu út síðasta daginn
Alls var rúmum milljarði króna ráðstafað úr ríkissjóði til fyrirtækja í gegnum síðari ferðagjöfina. Um 20 prósent ferðagjafarinnar var notuð á síðasta degi gildistíma hennar. Eldsneytissalar og skyndibitakeðjur fengu mest.
4. október 2021
Dótturbanki Kaupþings í Lúxemborg lék lykilhlutverk í Lindsor-málinu.
Von á niðurstöðu um hvort ákært verði í Lindsor-málinu næsta vor
Það liðu tæp tólf ár frá því að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf þar til að rannsókn á málinu lauk þar í landi. Ákvörðun um hvort fjórir einstaklingar verði ákærðir verður líklega tekin í vor.
4. október 2021
Fasteignir hafa hækkað hratt í verði undanfarið hér á landi líkt og annars staðar.
Þróun á fasteignamarkaði hér á landi keimlík þróuninni í nágrannalöndunum
Hraðar verðhækkarnir og mikil velta hafa einkennt fasteignamarkaðinn undanfarið, bæði hér á landi og í nágrannalöndum. Mörg lönd hafa beitt þjóðhagsvarúðartækjum með því að setja þak á lántökur og hlutfall greiðslubyrði af tekjum til að hindra bólur.
3. október 2021
„Til að fá ferðafólk út af þjóðvegi eitt þarf að hafa eitthvað sem vekur athygli“
Jóhanna Magnúsdóttir vinnur að uppbyggingu á menningar- og kaffihúsi á Bakkafirði. Hún safnar fyrir verkefninu á Karolina fund.
3. október 2021
Fasteignafélagið sem á verslunarhúsnæði Bauhaus vill fá leyfi til að byggja nýjan verslunarkjarna á lóðinni, sem liggur meðfram Vesturlandsvegi.
Vilja reisa nýtt verslunarhúsnæði á bílaplaninu við Bauhaus
Fasteignafélagið Lambhagavegur vill fá leyfi til þess að reisa nýjan 3-4.000 fermetra verslunarkjarna á bílaplaninu við Bauhaus. Félagið gerir ráð fyrir því að þar gæti verið matvöruverslun, auk annarrar þjónustu.
3. október 2021
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Píratar tilbúnir að styðja við minnihlutastjórn félagshyggjuflokka
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að Píratar séu tilbúnir að styðja ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Samfylkingar án þess að setjast í þá stjórn. Slík minnihlutastjórn nyti þá stuðnings 33 þingmanna, eða þremur fleiri en stæðu á móti henni.
3. október 2021
Tröllefldir kraftar hrista hinn trygga Keili
Hann er svo einstakur. Svo formfagur. Líkur konungsstól í salnum, líkt og Kiljan orti. Keilir hefur staðið keikur í mörg þúsund ár en nú gæti ein „höfuðskepnan“ – eldurinn – farið að hvæsa í hans næsta nágrenni.
3. október 2021
Flutningskerfi heimsins hefur raskast vegna kórónuveirufaraldursins. Það mun kom fram í hækkandi verðum til neytenda.
500 flutningaskip komast ekki leiðar sinnar
Þessa dagana sitja hundruð fullhlaðinna flutningaskipa föst vítt og breitt um heiminn. Afleiðingarnar eru þær að alls kyns varningur kemst ekki á leiðarenda. Og jólin nálgast.
3. október 2021
Mjódd og Norður-Mjódd verða að óbreyttu skilgreind sem uppbyggingarsvæði þar sem ráð er gert fyrir að hús geti verið 5-8 hæðir. Íbúar í Neðra-Breiðholti eru ekki par sáttir við það.
Fara fram á að nýbyggingar í Mjóddinni verði ekki hærri en fimm hæðir
Margir íbúar í Neðra-Breiðholti mótmæla skilgreindri viðmiðunarhæð nýrrar byggðar í Mjódd og Norður-Mjódd í breyttu aðalskipulagi Reykjavíkur. Íbúarnir segjast margir óttast að kvöldsól og útsýni muni heyra sögunni til, rísi háreist byggð á svæðinu.
2. október 2021
Örn Bárður Jónsson
Fjórða þorskastríðið
2. október 2021
Tilvik komu upp þar sem fatlað fólk fékk ekki að kjósa leynilega
Ekki var nægilega gott aðgengi fyrir fatlað fólk á kjörstöðum í nýafstöðnum kosningum, samkvæmt réttindagæslumanni fatlaðs fólks. „Þetta er ein af grunnstoðum lýðræðisins og ef þetta er ekki í lagi þá er það mjög mikið áhyggjuefni.“
2. október 2021
Gestir virða fyrir sér annan af þeim römmum sem Jens Haaning sendi nútímalistasafninu í Álaborg. Til stóð að ramminn væri fulllur af dönskum seðlum.
Hnuplaði 11 milljónum króna með aðstoð listagyðjunnar
Í stað þess að ramma peningaseðla inn fyrir sýningu í nútímalistasafninu í Álaborg þá stakk listamaðurinn Jens Haaning peningunum sem hann hafði fengið til verksins frá safninu einfaldlega í vasann. Sá gjörningur varð listaverkið og rammarnir hanga tómir.
2. október 2021
Bjarni Benediktsson lifir af enn ein pólitísku endalokin
Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki náð inn í ríkisstjórn eftir nýafstaðnar kosningar töldu margir að tími Bjarna Benediktssonar á formannsstóli væri liðinn. En nú er hann, eftir tólf og hálft ár á formannsstóli, að mynda fjórðu ríkisstjórn sína.
2. október 2021
Stefán Ólafsson
Fylgi flokka og fylgi blokka: Önnur sýn á stjórnmálin
2. október 2021
Er ekki bara best að vita hvort þingmenn séu réttkjörnir?
None
2. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Amazon Echo fyrir börn og framtíð rafíþrótta
2. október 2021
Óleyfilegt að auglýsa að mjólkurvörur bæti tannheilsu barna
Það má ekki segja hvað sem er í markaðssetningu matvæla. Strangar reglur gilda um heilsufullyrðingar og þær eru, miðað við skýrslu MAST og fleiri, þverbrotnar.
1. október 2021
Borgar Þór Einarsson.
Aðstoðarmaður utanríkisráðherra skipaður varaframkvæmdastjóri Uppbyggingarsjóðs EES
Borgar Þór Einarsson, sem verið hefur aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar frá árinu 2017, var tilnefndur sem varaframkvæmdastjóri Uppbyggingarsjóðs EES af íslenskum stjórnvöldum. Hann tekur við starfinu af fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar.
1. október 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hagnaðist um 7,8 milljarða króna í fyrra og á eigið fé upp á 78,8 milljarða
Annar helmingur Samherjasamstæðunnar, sem heldur utan um þorra innlendrar starfsemi hennar, hagnaðist vel á síðasta ári. Eignarhald á henni var fært að hluta til barna helstu stjórnenda Samherja á árinu 2019.
1. október 2021
Ragnheiður Sveinþórsdóttir
Kerfisuppfærsla óskast strax
1. október 2021
COVID-pillan gæti komið á markað innan skamms. Hún verður, að minnsta kosti fyrst í stað, aðeins gefin þeim sjúklingum sem eru í mestri áhættu á alvalegum veikindum.
COVID-pillan lofar góðu
Veirueyðandi lyf sem gefið er sjúklingum fljótlega eftir að þeir sýkjast af kórónuveirunni lofar góðu að sögn framleiðandans Merck. Rannsóknir á fleiri slíkum lyfjum standa yfir.
1. október 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Her voice: The health of women with foreign background
1. október 2021
Samanlagt rekstrartap Isavia á síðasta ári og fyrstu sex mánuðum þessa árs nemur 18,3 milljörðum króna.
Tap Isavia frá því að faraldurinn hófst nemur 18,3 milljörðum króna
Samanlagt rekstrartap samstæðu Isavia á síðasta ári og fyrstu sex mánuðum þessa árs nemur 18,3 milljörðum króna. Rekstrarafkoman á fyrri helmingi þessa árs var neikvæð um 5,1 milljarð.
1. október 2021
Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands.
Forseti ASÍ segist hafa fengið nafnlaus bréf með hjálparbeiðnum frá starfsfólki Play
Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir í pistli í dag að henni hafi undanfarnar vikur og mánuði borist nafnlaus bréf frá starfsmönnum Play, sem óttist afleiðingar af því að koma fram undir nafni, með ábendingum um slæman aðbúnað.
1. október 2021
Katrín og Guðni Th. á Bessastöðum í morgun.
Katrín sagði forseta frá gangi viðræðna við Bjarna og Sigurð Inga
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna hélt til Bessastaða á fund forseta Íslands í morgun.
1. október 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Hennar rödd: Heilsa kvenna af erlendum uppruna
1. október 2021