Nýjast í Kjarnanum Fréttaskýringar
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
19. október 2021
Húsnæðisverð hér á landi hefur ekki hækkað mikið meira en í öðrum samanburðarríkjum okkar.
Svipaðar verðhækkanir hér og í nágrannalöndum
Mikil verðbólga og þrýstingur á fasteignamarkaði eru ekki séríslensk vandamál. Hvort sem litið er til neysluverðs eða húsnæðismarkaðarins hafa nýlegar hækkanir hér á landi verið á pari við það sem er að gerast í öðrum OECD-ríkjum.
18. október 2021
Péter Márki-Zay hefur verið borgarstjóri í Hódmezővásárhely frá árinu 2018.
Márki-Zay leiðir ungversku stjórnarandstöðuna gegn Orbán
Óflokksbundinn íhaldsmaður á miðjum aldri sem heitir því að berjast gegn spillingu í Ungverjalandi mun leiða sex flokka kosningabandalag ungverskra stjórnarandstæðinga gegn Viktori Orbán og Fidesz-flokki hans í vor.
18. október 2021
Eitt mál formlega komið á borð KKÍ
Körfuknattleikssamband Íslands hvetur þá sem telja á sér brotið að tilkynna um slík mál – öðruvísi sé ekki hægt að taka á þeim.
18. október 2021
Joe Biden ætlaði sér stóra hluti í umhverfis- og velferðarmálum. Nú kann babb að vera komið í bátinn.
Metnaðarfull áætlun Bidens í loftslagsmálum í uppnámi
Demókratar takast nú á um hvort aðgerðaleysi í loftslagsmálum muni að endingu kosta meira heldur en að taka stór skref í málaflokknum nú þegar.
18. október 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Hvernig stöndum við vörð um lýðræðið?
18. október 2021
Eignarhald á símamöstrum þriggja stærstu fjarskiptafyrirtækjanna hefur verið að færast úr landi á síðustu mánuðum.
Síminn vill selja Mílu til franskra fjárfesta
Síminn hefur undirritað samkomulag við franskt sjóðsstýringarfyrirtæki um einkaviðræður um sölu Mílu, sem sér um rekstur og uppbyggingu fjarskiptainnviða hér á landi.
18. október 2021
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
17. október 2021
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Það er ekki „bölvuð óheppni“ að vörurnar sem þú helst kýst hafi ekki verið til í IKEA undanfarið. Eikonomics rýnir í ástæðurnar.
17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
16. október 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi: Verðbólgan ekki vegna lóðaskorts
Meintur lóðaskortur á höfuðborgarsvæðinu er ekki ástæða þess að fasteignaverð hefur hækkað, að mati hagfræðiprófessors sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans.
16. október 2021
Siðferðislega gjaldþrota fyrirtæki með lýðræðið í lúkunum
None
16. október 2021
Lýðræðisveislan var ekki ókeypis
Kostnaður frambjóðenda sem tóku þátt í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins fyrr á árinu var á sjöunda tug milljóna. Mestu fé var varið í prófkjörin á höfuðborgarsvæðinu, en yfir 20 þúsund manns tóku þátt í því að stilla upp D-listum á landsvísu.
16. október 2021
Stórt gat fannst á sjókví  Midt-Norsk Havbruk AS við eyjuna Dolma í lok ágúst. Í henni voru um 140 þúsund laxar. Talið er að um 39 þúsund þeirra hafi synt út.
Tugþúsundir eldislaxa sluppu og leita upp í ár á stóru svæði
Þeir eru stórskaðaðir af laxalús og leita af þeim sökum í ferskvatn til að lina sársaukann. Yfirvöld hafa gefið út fordæmalausa heimild til veiða allra sem vettlingi geta valdið eftir að um 40 þúsund eldislaxar sluppu úr sjókví í Þrændalögum.
15. október 2021
Danir munu bjóða öllum sem hafa verið bólusettir tvisvar að koma í þriðja skammtinn þegar sex og hálfur mánuður hefur liðið frá öðrum skammtinum.
Sex mánuðir og 14 dagar talinn réttur tími fyrir þriðja skammtinn
Dönsk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um að bjóða öllum bólusettum landsmönnum að fá þriðja skammtinn þegar sex og hálfur mánuður hefur liðið frá því að fólk fékk annan skammtinn.
15. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Snjallheimilið, ljósaperur, ofnarofar og ryksugur
15. október 2021
Eitt mál borist til stjórnenda Vegagerðarinnar en ekkert á borð Samgöngustofu
Mál er varðar kynferðislega áreitni eða ofbeldi sem kom inn á borð stjórnenda Vegagerðarinnar var samkvæmt stofnuninni tekið mjög alvarlega og var fenginn utanaðkomandi ráðgjafi til að vinna úr málinu.
15. október 2021
IKEA segir framboðstruflanir geta varað fram á næsta ár
Hrávöruskortur og hökt í gámaflutningum hefur leitt til skorts á ýmsum neysluvörum um allan heim. Húsgögn eru þar á meðal, en samkvæmt IKEA mun taka marga mánuði að vinda ofan af yfirstandandi framboðstruflunum.
15. október 2021
Torg tapaði tæplega 600 milljónum á síðasta ári
Aðaleigandi Torgs, sem gefur meðal annars út Fréttablaðið, segir að fyrirtækið sé ekki til sölu. Hann segir jafnframt að tap síðasta árs hafi numið upp undir 600 milljónum króna.
15. október 2021
Kærir kosningarnar – Gat ekki dregið fyrir þegar hann kaus
Kæra hefur borist Alþingi vegna kosninganna í lok september. Á sama tíma og fatlaður maður greiddi atkvæði í Borg­ar­bóka­safni við Kringl­una gekk ókunnug mann­eskja fram hjá kjör­klef­anum sem hefði „aug­ljós­lega getað séð hvernig kær­andi kaus“.
15. október 2021
Kjarnanum flaug í hug að Seðlabankinn hefði einhverja vitneskju um umfang rafmyntaeignar eða -viðskipta innlendra aðila, eða hefði gert tilraun til að leggja mat á það, en svo er ekki.
Seðlabankinn veit ekki hvað Íslendingar eiga mikið af eða hafa hagnast mikið á rafmyntum
Samkvæmt svörum við spurningum Kjarnans veit Seðlabankinn ekki neitt um það hversu mikið af rafmyntum Íslendingar eiga, eða hversu mikið fé hefur komið inn í íslenskt hagkerfi vegna hagnaðar af fjárfestingum í rafmyntum.
15. október 2021
Leigjendur búa almennt við minna húsnæðisöryggi en þeir sem eiga það húsnæði sem þeir búa í, og þurfa þar af leiðandi að flytja oftar.
Helmingur leigjenda fær húsnæðisbætur
Þegar heimsfaraldur kórónuveiru skall á fjölgaði þeim sem fengu greiddar húsnæðisbætur umtaslvert. Fjöldi slíkra heimila var um 16.500 í fyrra en fjöldin fór vel yfir 17.000 á fyrstu mánuðum ársins 2021 eftir að frítekjumark húsnæðisbóta var hækkað.
15. október 2021
Farþegar geta að sjálfsögðu áfram valið að bera grímur um borð í flugvélum.
„Nú getur þú flogið án þess að fá móðu á gleraugun“
Flugfélög í Noregi hafa ákveðið að afnema grímuskyldu um borð í vélum sínum í flugi innan Skandinavíu. „Við hlökkum til að geta tekið á móti nýjum og gömlum farþegum okkar með stóru brosi á vör – án grímunnar. Velkomin um borð.“
14. október 2021
Af þeim samningum sem þegar hafa verið þinglýstir voru nær 900 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði með útgáfudag í ágúst. Þeir hafa ekki verið færri síðan í maí 2020.
Í fyrravor voru tæplega 4.000 íbúðir til sölu – Þær eru nú 1.400 talsins
Gríðarlegur samdráttur í framboði á íbúðum er meginástæða þess að fasteignamarkaðurinn er að kólna. Þar spilar þó líka inn í hærri vextir, miklar verðhækkanir og aðgerðir Seðlabankans til að draga úr skuldsetningu heimila til íbúðarkaupa.
14. október 2021
Frá Ármúla í Reykjavík.
Nú má heita Ármúla
Mannanafnanefnd samþykkti millinafnið Ármúla á fundi sínum á þriðjudag, en nafnið uppfyllti öll þau skilyrði sem millinöfn þurfa lögum samkvæmt að uppfylla til að hljóta samþykki nefndarinnar.
14. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 43. þáttur: Nunnusjóguninn III
14. október 2021
Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði í september athugasemdir við nokkra þætti í rekstri tveggja lífeyrissjóða.
Fjármálaeftirlitið hnýtir í tvo lífeyrissjóði eftir vettvangsathuganir
Í kjölfar vettvangsathugana Fjármálaeftirlitsins hjá Íslenska lífeyrissjóðnum og Eftirlaunasjóði FÍA fyrr á þessu ári voru gerðar nokkrar athugasemdir við ákveðna þætti í rekstri beggja sjóða.
14. október 2021
34 mínútur skelfingar
„Ég heyrði konu hrópa. Þetta eru verstu öskur sem ég hef heyrt á ævi minni.” Lýsingar sjónarvotta af því þegar Dani á fertugsaldri fór um gamla bæinn í Kongsberg vopnaður boga, örvum, hnífi og jafnvel fleiri drápstækjum, eru hrollvekjandi.
14. október 2021
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins á nýliðadegi í þinginu fyrr í vikunni.
Prófkjörsbarátta Diljár Mistar kostaði rúmar 4,5 milljónir króna
Diljá Mist Einarsdóttir náði miklum árangri sem nýliði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar og hafnaði í þriðja sæti. Hún varði 4,5 milljónum í prófkjörsbaráttu sína samkvæmt uppgjöri framboðs hennar.
14. október 2021
Horft frá bakgarði til vesturs.
Byggingin „lík virki“ og skýringarmyndir „fráhrindandi“
Skipulagsfulltrúi fellst ekki á að færa og snúa gömlu húsi á Bræðraborgarstíg, segir gólfsíða glugga áformaðrar nýbyggingar „einhæfa“, „stóreflis“ kvisti eins og húshlið að ryðjast upp á þak og framkomnar skýringarmyndir „fráhrindandi og kaldar“.
14. október 2021
Íslandsbanki var skráður á markað í júní.
Íslandsbanki nú 250 milljarða króna virði og hefur aldrei verið verðmætari
Virði hlutabréfa í Íslandsbanka hefur aldrei verið hærra en við lokun markaða í dag. Sá hlutur sem ríkið seldi í bankanum í júní hefur hækkað um 32,2 milljarða króna, eða 58 prósent.
13. október 2021
Guðrún Pétursdóttir
Liðhlaupar og kosningar
13. október 2021
Kristalina Georgieva er og verður áfram framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Gagnafárið í Alþjóðabankanum
Kristalina Georgieva framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður ekki beðin um að víkja úr starfi sínu þrátt fyrir ásakanir um að hún hafi beitt undirmenn þrýstingi um að fegra gögn um Kína í fyrra starfi sínu hjá Alþjóðabankanum.
13. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Hvað er kínverska?
13. október 2021
Friðrik krónprins Danmerkur heimsótti forsetahjónin Guðna Th. Jóhannesson og Elizu Reid í gær.
Eliza Reid gagnrýnir forsíðu Morgunblaðsins og spyr hvort konur séu til
Morgunblaðið birti mynd af forsetafrú Íslands taka í hönd krónprins Danmerkur á forsíðu sinni í dag, en nefndi ekki forsetafrúnna, Elizu Reid, á nafn.
13. október 2021
Tveimur málum lauk með sátt milli aðila – og eitt er nú í skoðun
Einn af skipherrum Landhelgisgæslunnar er kominn í leyfi á meðan frumrannsókn á samskiptum um borð í varðskipinu Tý fer fram. Ástæða rannsóknarinnar eru ábendingar sem bárust stjórnendum Landhelgisgæslunnar vegna gruns um kynferðislega áreitni.
13. október 2021
Sjúkraþjálfarar og sérfræðilæknar hafa undanfarin misseri starfað samkvæmt gjaldskrá SÍ og margir hverjir lagt á sérstök komugjöld sem ríkið tekur engan þátt í að greiða niður.
Sjúklingar rukkaðir um hátt á annan milljarð króna í sérstök komugjöld
Sjúkraþjálfarar og sérfræðilæknar sem starfa samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga innheimta hátt á annan milljarð árlega í sérstök komugjöld, samkvæmt mati hagfræðings sem ÖBÍ fékk til að leggja mat á umfang þessara gjalda.
13. október 2021
Er kreppan búin?
Samkvæmt nýjum hagtölum er vinnumarkaðurinn orðinn svipað stór og hann var áður en heimsfaraldurinn byrjaði í mars í fyrra. Þrátt fyrir það er yfirstandandi kreppa ekki alveg búin, að minnsta kosti ekki fyrir alla.
13. október 2021
Fjárfestingafélag Björgólfs Thors lánaði yfir einn milljarð til félagsins sem keypti DV
Aðkoma Novators að kaupum og rekstri DV og tengdra miðla haustið 2017 hefur reynst afar kostnaðarsöm. Miðlarnir runnu inn í Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, í fyrra og lítið sem ekkert mun greiðast til baka af lánunum.
12. október 2021