Nýjast í Kjarnanum Fréttaskýringar
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
18. maí 2022
Forsætisráðuneytið metur ekki hvort afhenda eigi gögn um ESÍ og fjárfestingaleiðina
Fjármála- og efnahagsráðherra lagði „sjálfstætt mat“ á almannahagsmuni af birtingu lista yfir þá sem keyptu nýverið í Íslandsbanka. Forsætisráðuneytið telur það ekki hlutverk sitt að leggja sambærilegt mat á birtingu gagna frá Seðlabankanum.
18. maí 2022
Spáin gerir ráð fyrir því að ferðamenn geti orðið allt að 1,6 milljón í ár.
Spá því að stýrivextir fari í fimm prósent og verðbólgan verði 8,4 prósent í lok sumars
Greining Íslandsbanka spáir því að raunverð íbúða hækki um 13,1 prósent í ár á sama tíma og kaupmáttur launa dragist saman um 0,6 prósent. Nú vantar starfsfólk í mannaflsfrekar greinar og það mun að uppistöðu koma erlendis frá.
18. maí 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar segir að jafnræðis hafi verið gætt við bankasöluna
Bankasýsla ríkisins hefur birt minnisblað sem LOGOS gerði fyrir hana. Niðurstaða þess er að stofnunin hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu við sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars. Jafnt aðgengi hæfra fjárfesta hafi verið tryggt.
18. maí 2022
Straumhvörf í hagstjórn
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir skort á samstöðu, með ófriði á vinnumarkaði og miklum launahækkunum, og skort á samhæfingu peningastefnu og ríkisfjármála leiða til þess að vextir þurfi að hækka enn meira. Nú sé tími til að sættast.
17. maí 2022
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
16. maí 2022
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi í dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
16. maí 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Samfylkingin, Píratar og Viðreisn ætla að fylgjast að við meirihlutamyndun í Reykjavík
Þrír flokkar úr fráfarandi meirihluta ætla að fylgjast að í komandi meirihlutaviðræðum í Reykjavík. Þeir eiga tvo möguleika á meirihlutamyndun en haldi samfylgd flokkanna þá eru engir aðrir mögulegir meirihlutar án þeirra í stöðunni.
16. maí 2022
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
15. maí 2022
Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn og snúnar meirihlutaviðræður eru fram undan.
Lokaniðurstöður í stærstu sveitarfélögunum – Meirihlutinn fallinn í Reykjavík
Meirihlutinn er fallinn í Reykjavík en heldur í flestum nágrannasveitarfélögunum, nema Mosfellsbæ. Spennandi kosninganótt er lokið. Kjarninn tók saman lokaniðurstöður í nokkrum af stærstu sveitarfélögunum.
15. maí 2022
Vinir Kópavogs spruttu upp úr óánægju með skipulagsmál í Kópavogi og eru með 17,2 prósent eftir fyrstu tölur úr bænum.
Stórsigur Vina Kópavogs í takti við könnun sem framboðið lét framkvæma
Þegar félagið Vinir Kópavogs var að ákveða hvort það ætti að bjóða fram í bæjarstjórnarkosningum eða ekki lét það gera könnun, sem sýndi að rúm 17 prósent bæjarbúa gætu hugsað sér að kjósa sérframboð félagsins – sama fylgi og sést í fyrstu tölum.
14. maí 2022
Sjáið það sem bar hæst á kosninganótt
14. maí 2022
Systur: Sigga, Beta og Elín, verða átjándu á svið í úrslitum Eurovision í Tórínó á Ítalíu í kvöld.
Átta misáhugaverðar staðreyndir um Eurovision
25 lönd taka þátt í úrslitum Eurovision í Tórínó á Ítalíu í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Eurovision og kjördag í Alþingis- eða sveitarstjórnarkosningum ber upp á sama dag. Kjarninn tók saman nokkrar staðreyndir um keppni kvöldsins.
14. maí 2022
Lambhagafossar í Hverfisfljóti. Reisa á virkjun rétt undir 10 MW í ánni og mun rennsli í fossunum skerðast.
Í landi sem er „sprúðlandi af náttúrugæðum“ þarf að einblína á fleira en orkuskipti
„Við verndum ekki og virkjum sama fossinn,“ segir forstjóri Skipulagsstofnunar. „Þegar við ákveðum að fórna náttúruperlu í þágu orkuframleiðslu, hlýtur að vera forgangsatriði að sú ákvörðun skili samfélaginu sem bestri nýtingu viðkomandi orkulindar.“
14. maí 2022
Vík í Mýrdal.
Sveitarfélagið sé vísvitandi að útiloka ákveðna valkosti
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps slær nokkra valkosti á færslu hringvegarins út af borðinu með vísan til nýrra hverfa sem áformuð eru í Vík. Samtök íbúa segja stjórnina vísvitandi beita sér fyrir ákveðnum valkosti framkvæmdarinnar.
14. maí 2022
Kattakona, hornleikari, galdrakona, fuglaathugandi og knattspyrnukona eru meðal frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningunum.
Fjósamaður, fjöllistakona og frú í framboði
Rúmlega 70 lögfræðingar og lögmenn eru á lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Tæpur þriðjungur er í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sjö fangaverðir eiga sæti á listum og ein göldrótt tónlistarkona. Tvær Stellur eru í framboði.
14. maí 2022
Frá oddvitakappræðum í gærkvöldi.
Meirihlutinn í Reykjavík á tæpasta vaði – Framsókn á fleygiferð
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur á um helmingslíkur á því að halda velli, samkvæmt síðustu kosningaspá Kjarnans og Dr. Baldurs Héðinssonar. Framsókn virðist ætla að ná inn fjórum fulltrúum í borgarstjórn.
14. maí 2022
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Telur nauðsynlegt að vextir Seðlabankans verði hærri en verðbólgan á næstu mánuðum
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, segir í grein í Vísbendingu að það sé nauðsynlegt að raunvextir á Íslandi verði jákvæðir á næstu mánuðum. Hann segir einnig að nú sé tími til sátta á vinnumarkaði.
14. maí 2022
Sjáið það sem hæst bar í síðustu kappræðum oddvitanna
13. maí 2022
Auglýsingar frá Betri borg voru birtar í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun.
Meintur nafnlaus kosningaáróður reyndist hafa ábyrgðarmann
Áhöld voru um hvort auglýsingar frá Betri borg sem birtar voru í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í morgun væru nafnlaus kosningaáróður. Í ljós kom að nafn ábyrgðarmanns var rtiað með svo smáu letri að starfsfólk stjórnmálaflokka tók ekki eftir því.
13. maí 2022
Ástvaldur Lárusson
Viljum við henda verðmætum?
13. maí 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Heiðarleika umfram hentisemi
13. maí 2022
Árni Stefán Árnason
Hafnarfjörð úr viðjum refsistefnu íhaldsins og Framsóknarafturhalds
13. maí 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Sjálfstæðismenn gætu verið að sleppa því að svara skoðanakönnunum
Doktorsnemi í félagstölfræði telur ólíklegt að fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verði jafn lágt og kannanir sýna. Fyrir utan þætti eins og dræma kjörsókn ungs fólks, gæti Íslandsbankamálið hafa gert sjálfstæðisfólk afhuga skoðanakönnunum.
13. maí 2022
Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu aldrei verið styttri
Mikil ásókn er í íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu en í mars seldust yfir 60 prósent íbúða yfir ásettu verði miðað við þriggja mán­aða með­al­tal.
13. maí 2022
Fjarskiptastofa leggur áherslu á að koma upp 10 megabæta farneti á þjóðvegum landsins.
„Langþráður draumur“ um gagnkvæmt reiki milli fjarskiptafyrirtækja í augsýn
Áhersla verður lögð á að stoppa upp í þau göt þar sem ekki er netsamband og setja upp 10 megabæta internet á öllum þjóðvegum landsins. 24 af 31 tíðniheimildum falla úr gildi á næsta ári og verða endurnýjaðar til 20 ára. Fyrir þær fást 750 milljónir.
13. maí 2022