Seðlabanki Íslands.
Áhrif Seðlabankans á gengi krónunnar
Seðlabankinn hefur haft töluverð áhrif á gengi íslensku krónunnar eftir afnám gjaldeyrishafta, að sögn aðila á fjármálamarkaði.
Kjarninn 19. ágúst 2017
Eyðslumet verður sett í Englandi...og verðmiðarnir eiga bara eftir að hækka
Ensku úrvaldsdeildarfélögin hafa eytt um 1.100 milljónum punda í leikmenn og hafa enn tvær vikur til að bæta við. Fjögur lið hafa eytt yfir 130 milljónum punda og tíu lið hafa bætt eyðslumet sitt. Ekkert bendir til þess að bólan sé að springa.
Kjarninn 19. ágúst 2017
Skýrsla: Vaðlaheiðargöng geta ekki talist einkaframkvæmd
Gerð Vaðlaheiðarganga er ríkisframkvæmd sem kynnt var sem einkaframkvæmd til að komast fram hjá því að lúta forgangsröðun samgönguáætlunar. Dýrara þarf að vera í göngin en Hvalfjarðargöng ef ríkið á að fá endurgreitt. Þetta kemur fram í úttektarskýrslu.
Kjarninn 18. ágúst 2017
Myndi kosta 1,9 milljarða að bæta sauðfjárbændum tapið
Offramleiðsla er á lambakjöti á Íslandi. Engin eftirspurn er sem stendur eftir kjötinu á erlendum mörkuðum og því sitja bændur uppi með tap vegna hennar. Það tap vilja þeir að ríkið bæti þeim.
Kjarninn 17. ágúst 2017
Kaldur pólitískur vetur framundan
Stór pólitísk átakamál, sem stjórnarflokkarnir eru í grundvallaratriðum ósammála um, eru á dagskrá í vetur. Óvinsældir ríkisstjórnarinnar og hverfandi fylgi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar munu reyna á samstöðu hennar á kosningavetri.
Kjarninn 17. ágúst 2017
Húsnæðisverð lækkaði en útlán lífeyrissjóða jukust
Lífeyrissjóðir landsins hafa lánað þrefalt meira til sjóðfsélaga sinna á hálfu ári en þeir gerðu allt árið 2015. Vextir á verðtryggðum lánum þeirra eru komnir undir þrjú prósent. Og þeir taka sífellt stærri hluta af markaðnum.
Kjarninn 16. ágúst 2017
Helguvíkurmartröðin heldur áfram
Arion banki á 16 prósent í United Silicon og er helsti lánadrottinn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga einnig hlut, Landsvirkjun selur verksmiðjunni rafmagn, ÍAV á inni hjá henni milljarð og Reykjanesbær reiknaði með tekjum vegna hennar.
Kjarninn 15. ágúst 2017
Frá loftslagsráðstefnunni í París í fyrra.
Ísland langt frá því að uppfylla Parísarsáttmálann
Ísland er órafjarri því að ná settu marki í minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda í takti við Parísarsáttmálann. Samfélagslegur kostnaður vegna kaupa losunarheimilda í framtíðinni er metinn á rúmlega 220 milljarða.
Kjarninn 15. ágúst 2017
David Berkovitz
Í þá tíð... Sonur Sáms og illvirki hans
David Berkowitz hélt New York-búum í heljargreipum í rúmt ár þegar hann drap sex ungmenni og særði önnur sjö. Hann sagðist hafa verið að hlýða skipunum frá hundi nágranna síns.
Kjarninn 13. ágúst 2017
Aukinn áhugi á rafbílum hefur skilað sér til löggjafa í Bretlandi og Bandaríkjunum.
Löggjafar beggja vegna Atlantshafsins fókusa á sjálfkeyrandi bíla
Stjórnvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum íhuga lagabreytingar til þess að liðka fyrir komu sjálfkeyrandi bíla í framtíðinni. Hallgrímur Oddsson fjallar um framtíð samgangna á vef sínum, Framgöngur.
Kjarninn 13. ágúst 2017
Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan.
Ísland austursins
Forsætisráðherra Pakistan sagði af sér nýlega vegna Panamalekans. Hann er annar þjóðarleiðtoginn sem hefur þurft að víkja úr embætti vegna gagnabirtingarinnar, en hinn var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Kjarninn 13. ágúst 2017
Dustin Hoffman.
Lágvaxni stórleikarinn
Þegar hann var 16 ára, bólugrafinn, með spangir og hættur að stækka (167 sentimetrar á hæð) datt líklega engum í hug að sá sem hér er lýst yrði einn af stórleikurum sögunnar, síst af öllu honum sjálfum. Dustin Hoffman er orðinn áttræður.
Kjarninn 13. ágúst 2017
Eitt myndrit: Fráviksárin
Stundum er sagt að ein mynd geti sagt meira en þúsund orð. Þetta myndrit segir mikið um loftslagsbreytingar í heiminum.
Kjarninn 12. ágúst 2017
Hækkun á húsnæðisverði étur upp vaxtabætur en eykur skattbyrði
Frá árinu 2010 hafa vaxtabætur lækkað um 7,7 milljarða króna og þeim fjölskyldum sem eiga rétt á þeim fækkað um 30 þúsund. Á sama tíma hafa fasteignagjöld skilað Reykjavíkurborg 50 prósent meiri skatttekjum.
Kjarninn 11. ágúst 2017
Grænlenska stjórnarskrárnefndin sagðist vilja leita til sérfræðihjálpar á Íslandi vegna uppbyggingu nýrrar stjórnarskrár.
Munu Færeyingar og Grænlendingar fá nýja stjórnarskrá?
Svo virðist sem að Færeyingar og Grænlendingar gætu eignast nýja stjórnarskrá á næstu árum og stigið þannig mikilvægt skref í átt að sjálfstæði frá Danmörku.
Kjarninn 10. ágúst 2017
Tvö prósent fjölskyldna skiptu með sér tug milljarða söluhagnaði
3.682 fjölskyldur, tæplega tvö prósent fjölskyldna, fengu hagnað vegna hlutabréfasölu í fyrra upp á 28,7 milljarða króna. Tekjur vegna hlutabréfasölu jukust um 38,3 prósent milli ára en fjölskyldum sem nutu slíks hagnaðar fjölgaði einungis um 3,7 prósent.
Kjarninn 10. ágúst 2017
Borgun sektað vegna ólöglegra bónusgreiðslna
Borgun hefur gert sátt við Fjármálaeftirlitið og greitt sekt vegna bónusgreiðslna sem allt starfsfólk fyrirtækisins fékk í fyrrahaust vegna þess mikla vaxtar og viðgangs sem Borgun hefur gengið í gegnum.
Kjarninn 9. ágúst 2017
Bónus, stærsta verslunarkeðja landsins, er krúnudjásnið í Hagasamstæðunni. Alls reka Hagar 50 verslanir innan fimm smásölufyrirtækja og fjögurra vöruhúsa.
Stærstu lífeyrissjóðirnir ekki með tapstöðu í Högum
Stærstu lífeyrissjóðir landsins eiga rúmlega þriðjungshlut í Högum. Þeir keyptu stærstan hluta bréfa sinna þegar gengi Haga var mun lægra en það er í dag.
Kjarninn 9. ágúst 2017
Pútín er ber að ofan í sumarfríi... aftur
Framundan er kosningavetur í Rússlandi og þess vegna tók Pútín ljósmyndarann sinn með í sumarfríið.
Kjarninn 8. ágúst 2017
Tekjur vegna fasteignagjalda í Reykjavík 50 prósent hærri en 2010
Reykjavíkurborg hefur notið góðs af gríðarlegri hækkun fasteignaverðs á undanförnum árum. Innheimt fasteignagjöld borgarinnar hafa aukist um 50 prósent frá 2010. Á milli 2016 og 2017 skiluðu þau 18,2 milljörðum í tekjum í borgarsjóð.
Kjarninn 8. ágúst 2017
Hvað gerist þegar ég like-a á Facebook?
Við höfum öll gert það, en hvað gerist eiginlega þegar ég smelli á „like“?
Kjarninn 7. ágúst 2017
Henrik drottningarmaður. Og eiginkona hans Margrét Þórhildur.
Maðurinn sem vildi verða kóngur
Henrik prins, eiginmaður Danadrottningar, hefur aldrei sætt sig við stöðu sína sem maki þjóðhöfðingja. Fréttir af ummælum hans hafa komið á óvart en engar þó eins og sú nýjasta: hann vill ekki hvíla við hlið eiginkonunnar þegar hérvistinni lýkur.
Kjarninn 6. ágúst 2017
Rentusókn meðal frumkvöðla er vandamál, samkvæmt greinarhöfundum.
Frumkvöðlastarfsemi eða rentusókn?
Bandaríkin hafa alið af sér ranga tegund frumkvöðla á síðustu árum, samkvæmt nýrri grein í Harvard Business Review.
Kjarninn 6. ágúst 2017
Norska rapphljómsveitin Karpe Diem.
Innflytjendur blása lífi í norska tónlistarmenningu
Margir vinsælustu tónlistarmenn Noregs eru af erlendum uppruna, en tónlist flestra þeirra er afsprengi hip-hop bylgju innflytjenda í Austur-Osló.
Kjarninn 5. ágúst 2017
Kol eru notuð til þess að framleiða 40 prósent af raforku heimsins. Þau eru ódýrari en flestir aðrir orkugjafar en hafa alvarlegustu afleiðingarnar.
Eru til „hrein kol“?
„Hrein kol“ er hugtak sem við heyrum sífellt oftar. Eru kol ekki bara kol eða eru hrein kol einhver sérstök tegund?
Kjarninn 5. ágúst 2017
Donald Trump, Bandaríkjaforseti
Eru góð efnahagsskilyrði í Bandaríkjunum Trump að þakka?
Svo virðist sem efnahagshorfur í Bandaríkjunum hafi batnað töluvert á þessu ári. Gæti nýkjörinn Bandaríkjaforseti átt heiðurinn af því?
Kjarninn 5. ágúst 2017
Fjarskipti skuldbinda sig til að reka miðla 365 í þrjú ár
Í drögum að skilyrðum sem Fjarskipti hafa sent Samkeppniseftirlitinu vegna kaupa á flestum miðlum 365 kemur fram að félagið skuldbindi sig til að reka þá í þrjú ár. Þar er einnig að finna skilyrði sem á að tryggja sjálfstæði ritstjórna miðlanna.
Kjarninn 3. ágúst 2017
Sprenging í fjölgun erlendra ríkisborgara
Greina má stefnubreytingu í fjölda aðfluttra umfram brottfluttra erlendra ríkisborgara á Íslandi, en fjöldi þeirra á vormánuðum 2017 er sá langmesti í sjö ár.
Kjarninn 2. ágúst 2017
Hluthafar Árvakurs lánuðu félaginu 179 milljónir
Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, skuldaði hluthöfum sínum 179 milljónir í lok síðasta árs. Hlutaféð var hækkað um 200 milljónir í sumar og Kaupfélag Skagfirðinga lagði til stærstan hluta þess. Viðskiptavild bókfærð vegna kaupa á útgáfu Andrésblaða.
Kjarninn 1. ágúst 2017
ÁTVR greinir ekki á milli munntóbaks og neftóbaks
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins framleiðir grófkornað neftóbak. Kannanir sýna að langflestir nota það sem munntóbak. Samkvæmt lögum er neftóbak löglegt en munntóbak ólöglegt. Enn eitt sölumetið var sett í fyrra.
Kjarninn 1. ágúst 2017
Seðlabankinn birtir skýrslu um neyðarlán Kaupþings á næstu mánuðum
Skýrsla sem boðuð var í febrúar 2015 af Seðlabanka Íslands, og fjallar um tildrög þess að Kaupþing fékk 500 milljóna evra neyðarlán í október 2008, verður birt á næstu mánuðum. Hún mun einnig fjalla um söluferli FIH.
Kjarninn 31. júlí 2017
Of mikið stuð
Íbúar í miðborg Kaupmannahafnar eru orðnir þreyttir á hávaða og áreiti sem fylgir verslunum og þjónustu í borgarhlutanum.
Kjarninn 30. júlí 2017
Erna Gísladóttir forstjóri BL, umboðsaðila rafmagnsbílsins Nissan Leaf.
Eru rafbílar hagkvæmir á Íslandi?
Rafbílar hafa verið áberandi í umræðunni og hlutdeild þeirra í bílaflota Íslendinga eykst jafnt og þétt. En borgar sig fyrir alla Íslendinga að eiga svona bíl?
Kjarninn 29. júlí 2017
Bretar ætla að senda tvö glæný flugmóðurskip í Suður-Kínhaf til þess að tryggja réttmæti alþjóðlegra hafréttarlaga.
Suður-Kínahaf: Um hvað snýst deilan?
Bretland ætlar að senda tvö glæný flugmóðurskip í Suður-Kínahaf og kanna hver þolinmæði Kínverja er.
Kjarninn 27. júlí 2017
Audi tekur forystu með tækni sem margir keppinautar vilja komast hjá
Nýr Audi verður sjálfstýrður upp að vissu marki og reiðir sig á inngrip mannlegs ökumanns við sérstakar aðstæður. Slík sjálfstýring er umdeild og eitthvað sem keppinautar Audi hafa reynda að koma sér undan að reyna.
Kjarninn 26. júlí 2017
Reykjavíkurflugvöllur er miðstöðu innanlandsflugs á Íslandi. Þar lenda einnig margar einkaþotur erlendra einstaklinga og fyrirtækja.
Flugvellir í göngufjarlægð
Þegar ferðast er milli flugvalla og miðborgar er ekki gert ráð fyrir að hægt sé að ganga. Slíkt mundi taka of langan tíma fyrir lúna ferðalanga. Í Reykjavík er gangan hins vegar innan við hálftími.
Kjarninn 25. júlí 2017
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Sænska ríkisstjórnin í kröppum dansi
Ráðherrar innan sænsku ríkisstjórnarinnar hafa sætt harðri gagnrýni vegna aðgerðarleysi þrátt fyrir vitneskju um alvarleg brot á persónuverndarlögum.
Kjarninn 25. júlí 2017
Morðtíðni hefur aukist mikið í Mexíkó undanfarin misseri vegna innbyrðis átaka glæpagengja. Hér sjást íbúar smábæjar í landinu hylja andlit sín og undirbúa sig undir komu glæpagengis.
Þrjú morð á klukkustund: Eiturlyfjastríðið í Mexíkó verður blóðugra
Fleiri og smærri glæpagengi, aukin eftirspurn eftir ópíum og ríkisstjórabreytingar skýra meðal annars þriðjungs aukningu í fjölda morða í Mexíkó. Oddur Stefánsson fjallar um eiturlyfjastríðið.
Kjarninn 24. júlí 2017
Ted-fyrirlestur Teds Halstead síðan í maí síðastliðnum
Loftslagsvandinn leystur?
Ted Halstead segist vera búinn að finna lausnina á loftslagsvanda heimsins.
Kjarninn 23. júlí 2017
Danir íhuga nú að kippa stærsta seðlinum sem til er í dönskum krónum úr umferð.
Stóru seðlarnir
Verðmiklir peningaseðlar eru víðar umtalsefni en á Íslandi. Í Evrópu verður stærsti evruseðillinn brátt tekinn úr umferð og í Danmörku er hafin umræða um að taka 1.000 krónurnar úr umferð enda nota fáir þessa seðla nema í svarta hagkerfinu.
Kjarninn 23. júlí 2017
Tesla er eitt þeirra nýju fyrirtækja sem framleiða eingöngu rafbíla.
Gömlu bílarisarnir í kröppum dansi með nýju, flottu krökkunum
Hvað eiga rótgrónu bílarisarnir að gera í nýjum og kúl bílaframleiðendum? Hallgrímur Oddsson fjallar um framtíð samgangna á vefnum Framgöngur.
Kjarninn 22. júlí 2017
Michelle Bachelet, forseti Síle.
Hvers vegna hafa vonarstjörnur þróunarlandanna dofnað?
Hagvöxtur í Síle og Suður- Afríku hefur verið lítill undanfarin ár, en löndin voru bæði þekkt fyrir mikla velsæld í fátækum heimshlutum. Hvað veldur efnahagslægð þeirra?
Kjarninn 22. júlí 2017
Norður-Kórea er kjarnorkuríki og það þarf að meðhöndla það sem slíkt. Kostir alþjóðasamfélagsins eru fáir, og allir slæmir, þegar kemur að þessu vandamáli.
Kóreska vandamálið: Hvað er til ráða?
Síðasti hluti þrískiptrar umfjöllunar um ógnina á Kóreuskaga. Norður-Kórea verður eldfimara vandamál með hverri hernaðartilrauninni sem Kim Jong-un gerir.
Kjarninn 18. júlí 2017
Úrskurðir kjararáðs hafa sett kjaraviðræður í uppnám
Mikil launahækkun hjá ráðamönnum þjóðarinnar hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður.
Kjarninn 18. júlí 2017
Kim Jong-un stýrir nú kjarnorkuveldi.
Kóreska vandamálið: Allt hefur mistekist
Annar hluti þrískiptrar umfjöllunar um ógnina á Kóreuskaga. Norður-Kórea verður eldfimara vandamál með hverri hernaðartilrauninni sem Kim Jong-un gerir. Allar aðgerðir sem alþjóðasamfélagið hefur ráðist í til að hefta Norður-Kóreu hafa mistekist.
Kjarninn 17. júlí 2017
Sádí-Arabar eru leiðandi í viðskiptabanni við Katar.
Hvernig varð Katar að einangruðu ríki?
Viðskiptabann níu Mið-Austurlandaríkja við Katar hefur nú staðið yfir í rúman mánuð. Hvers vegna var því komið á og hverjir bera ábyrgð á því?
Kjarninn 17. júlí 2017
Elon Musk: Hröð innreið gervigreindar kallar á betra regluverk
Frumkvöðullinn Elon Musk heldur áfram að vara við því, ef regluverk um gervigreind verður ekki unnið nægilega vel og af nákvæmni, áður en hún fer að hafa enn meiri áhrif á líf okkar.
Kjarninn 16. júlí 2017
Leiðtogar Norður-Kóreu hafa alltaf treyst vald sitt með áróðri.
Kóreska vandamálið: Hvers vegna er ástandið svona?
Fyrsti hluti þrískiptrar umfjöllunar um ógnina á Kóreuskaga. Norður-Kórea verður eldfimara vandamál með hverri hernaðartilrauninni sem Kim Jong-un gerir. Norðurkóresk kjarnorkusprengja drífur nú alla leið til Bandaríkjanna.
Kjarninn 16. júlí 2017
Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur leik á EM 2017 í dag.
Fimm hlutir sem þú þarft að vita um EM 2017
Íslenska landsliðið mætir Frökkum í fyrsta leik sínum á EM 2017. Hér eru praktískar upplýsingar sem gott er að hafa áður en poppið er sett í örbylgjuna.
Kjarninn 16. júlí 2017
Rúmenskir verkamenn sækja margir út fyrir landamæri Rúmeníu til að fá vinnu.
Að lifa á betli
Rómani er ekki Rúmeni. Margir rúmenskir verkamenn starfa í Danmörku og senda fé heim. Þeir eru orðnir þreyttir á þeim misskilningi að þeir séu rómanar.
Kjarninn 16. júlí 2017