Er fjórflokkurinn hruninn?
Tveir þriðju hlutar kjósenda ætla að kjósa einhvern fulltrúa fjórflokksins í kosningum eftir eina viku. Fjórflokkurinn hefur að jafnaði fengið 87% í Alþingiskosningum síðan 1963.
Kjarninn 22. október 2017
Arðgreiðslur til eigenda í sjávarútvegi 66 milljarðar frá 2010
Samanlagt hefur hagur sjávarútvegsfyrirtækja vænkast um 366,8 milljarða króna á örfáum árum. Eigendur þeirra hafa notið góðs af því í gegnum háar arðgreiðslur. frá 2011 hafa veiðigjöld numið 45,2 milljörðum króna.
Kjarninn 22. október 2017
Erfið staða á húsnæðismarkaði – Mörg verkefni framundan
Þriðji hver leigjandi borgar meira en helming af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu og fáir tekjulágir leigjendur geta safnað sér sparifé. Mikill áhugi er á að búa í öruggu leiguhúsnæði sem er ekki rekið í hagnaðarskyni.
Kjarninn 21. október 2017
Hundruðir þúsunda kvenna hafa skrifað undir myllumerkinu #metoo og lýst kynferðisáreiti eða -ofbeldi af einhverju tagi.
Enn önnur netbyltingin skekur heimsbyggðina
Eftir að leikkonur í Hollywood stigu fram og greindu frá kynferðisáreiti af hendi valdamikils framleiðanda þar í bæ hafa samfélagsmiðlar verið undirlagðir af frásögnum kvenna hvaðanæva að undir myllumerkinu #metoo.
Kjarninn 21. október 2017
Vafi um fjölmiðlafrelsi á Íslandi
Lögbann á fréttaflutning, hótanir valdamanna um málsóknir í miðri kosningabaráttu, óvarleg umræða um hlutverk fjölmiðla og kerfislægar ákvarðanir sem leiða af sér erfitt rekstrarumhverfi og hefur spekileka í för með sér.
Kjarninn 20. október 2017
40% líkur á að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn geti myndað stjórn
Stærstu flokkarnir í kosningaspánni gátu myndað 32 manna meirihluta í aðeins 40% tilvika 100.000 sýndarkosninga í þingsætaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar.
Kjarninn 19. október 2017
Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri.
Góðar horfur þrátt fyrir allt
Helsti áhættuþátturinn í hagkerfinu er ef kemur til niðursveiflu í ferðaþjónustu. Fátt bendir til þess að slíkt sé í kortunum, en stoðirnar í hagkerfinu eru traustar nú eftir sjö ára samfellt hagvaxtarskeið.
Kjarninn 19. október 2017
Konur í meirihluta í efstu 5 sætum en karlar leiða flesta lista
Fleiri konur en karlar sitja í efstu fimm sætum framboðslista en karlar leiða flesta lista. Meira en helmingur allra frambjóðenda í Alþingiskosningunum 28. október eru karlar.
Kjarninn 17. október 2017
Bill Skarsgård í hlutverki Pennywise í It (2017).
Enn trekkir sagnaheimur Stephen King að
Á meðan Konungur hrollvekjunnar fagnar sjötugsafmæli gengur sagan hans um trúðinn sem nærist á ótta barna í endurnýjun lífdaga.
Kjarninn 16. október 2017
Uppbygging er víða á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir því að allt að níu þúsund nýjar íbúðir komi út á markaðinn á næstu fimm árum.
Fasteignaverðið hækkar og hækkar...hvað svo?
Undanfarin ár hafa einkennst af nær fordæmalausum hækkunum á fasteignamarkaði, sé litið til sögulegrar þróunar á Íslandi. Á undanförnum tólf mánuðum hefur fasteignaverðið á höfuðborgarsvæðinu hækkað að meðaltali um rúmlega 19 prósent.
Kjarninn 16. október 2017
Frjáls viðskipti með vörur milli landa eru að verða erfiðari en þau voru áður.
Fríverslunarviðræður í auknum mæli háðar stjórnmálalegri hagsmunagæslu
Fríverslunarviðræður eru í auknum mæli háð stjórnmálalegri hagsmunagæslu ríkja og endurspeglast það í að fríverslun, aðgengi að mörkuðum og viðskiptaþjónustu hafa fengið aukið vægi í hlutverki utanríkisþjónustu, einnig á Íslandi.
Kjarninn 15. október 2017
8% líkur á meirihluta Vinstri grænna og Samfylkingar
Þingsætaspáin reiknar líkur á því hvaða meirihluta verður hægt að mynda að loknum kosningum. Vinstristjórn er líklegri en hægri stjórn.
Kjarninn 14. október 2017
Paolo Macchiarini
Niðurstaða komin í plastbarkamálið í Svíþjóð
Paolo Macchiarini verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Fyrsti sjúklingurinn sem hann framkvæmdi plastbarkaaðgerð á Karolinska-sjúkrahúsinu var á vegum íslenskra heilbrigðisyfirvalda.
Kjarninn 13. október 2017
Misskipting auðs heldur áfram að aukast á Íslandi
Ríkustu 20 þúsund fjölskyldur þjóðarinnar tóku til sín um helming þess eigin fjár sem varð til á Íslandi í fyrra. Hin 90 prósent þjóðarinnar skiptu með sér hinum helmingnum. Tvær þjóðir búa saman í einu landi.
Kjarninn 12. október 2017
Íslendingar áttu, og eiga, mikið magn eigna í þekktum skattaskjólum. Grunur leikur á um að hluti þeirra eigna hafi ratað aftur inn í íslenskt hagkerfi í gegnum fjárfestingarleiðina.
Ekki upplýst um hverjir fengu að nýta sér fjárfestingarleiðina
Hvorki fjármála- og efnahagsráðuneytið né Seðlabanki Íslands telja sér heimilt að upplýsa um hvaða einstaklingar og lögaðilar nýtt sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Kjarninn hefur kært málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.
Kjarninn 10. október 2017
Það er staðfest...Ísland fer á HM!
Íslenska karlalandsliðið er komið á lokamót HM í Rússlandi eftir sigur á liði Kósovo í Laugardalnum í kvöld. Lið sem hefur þegar skráð sig á spjöld knattspyrnusögunnar bætti enn við þann kafla í kvöld. Með gylltu letri.
Kjarninn 9. október 2017
Sagan af Sjóði 9 og hinum peningamarkaðssjóðunum
Sjóður 9 hringir bjöllum hjá mörgum en þeir átta sig kannski ekki á af hverju það er. Hann sneri aftur í umræðuna þegar fréttir voru sagðar af viðskiptum forsætisráðherra með eignir í sjóðnum. En hvað var Sjóður 9? Og af hverju er hann svona alræmdur?
Kjarninn 9. október 2017
Skapandi eyðilegging í hægra hólfi stjórnmála
Frjálslyndir miðjuflokkar eru við það að detta út af þingi og þjóðernissinnaðir popúlistaflokkar sem sækja fylgi til hægri virðast ætla að taka þeirra stað. Umrótið sem hefur verið til vinstri og á miðju undanfarið er nú að eiga sér stað í hægra hólfinu.
Kjarninn 9. október 2017
Hugh Hefner keypti gamla nektarmynd af Marilyn Monroe og birti í fyrsta eintaki tímaritsins Playboy án hennar samþykkis. Hann mun nú vera lagður við hlið hennar hinstu hvílu.
Hugh Hefner - Skúrkur eða hetja?
Misjöfn viðbrögð hafa verið við fregnum af andláti stofnanda Playboy-tímaritsins. Sumir dásama arfleifð hans og aðrir fordæma hana. Hann mun hvíla við hlið konunnar sem kom honum á toppinn án þess að hafa nokkurn tímann hitta hann í lifanda lífi.
Kjarninn 8. október 2017
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans.Nýr sameinaður stjórnarandstöðuflokkur undir forystu hins vinsæla borgarstjóra Tókýó, Yuriko Koike, gæti komið Abe á óvart en hann hefur tilkynnt að hann muni segja af sér ef hann fær ekki meirihluta á þingi.
Abe boðar til þingkosninga í Japan
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, hefur rofið þing og efnt til nýrra þingkosninga sem haldnar verða 22. október. Þær munu, að sögn Abe, gefa almenningi tækifæri til að meta viðbrögð ríkisstjórnarinnar við vaxandi spennu á Kóreuskaga.
Kjarninn 8. október 2017
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 8. október 2017
Sjálfstæði Katalóníu – Eða borgarstyrjöld sem þarf að gera upp
Katalónía er í sjálfstæðisbaráttu. Auður Jónsdóttir rithöfundur veitir innsýn í þessa flóknu og djúpu deilu, þar sem blóði drifin saga valdabaráttu er ekki langt undan.
Kjarninn 7. október 2017
Hafnir og flugvellir eiga erfitt með að standa undir viðhaldi
Flestar hafnir Íslands munu eiga erfitt með að standa undir viðhaldi og þeim framkvæmdum sem nauðsynlegar eru á næstu árum og ljóst er að ekki verður komið til móts við áætlaða viðhalds- og fjárfestingarþörf á flugvöllum ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 5. október 2017
Fjárfesta þarf í vegakerfi landsins 110 til 130 milljörðum króna til að koma því upp í ágætiseinkunn.
Fráveitur og vegir í versta ástandinu
Samkvæmt nýrri skýrslu um innviði samfélagsins og stöðu einstakra þátta fá fráveitur og vegagerð lélegustu ástandseinkunnina. Í henni kemur fram að mikil þörf sé á endurbótum í lagnakerfum og stór hluti vegakerfisins sé kominn á líftíma.
Kjarninn 5. október 2017
1% líkur á 27 þingmönnum Vinstri grænna
Mestar líkur eru á að Vinstri græn muni verða stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningar. 69 prósent líkur eru á að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn munu samanlagt geta myndað meirihluta á þinginu. Annars eru meirihlutar þriggja flokka líklegastir.
Kjarninn 4. október 2017
Refresco er hollenskur drykkjavöruframleiðandi.
Nýtt yfirtökutilboð komið í Refresco – Íslenskir fjárfestar gætu grætt milljarða
Hópur sem keypti stóran hlut í Stoðum, áður FL Group, í vor mun hagnast mikið á fjárfestingu sinni ef tilboði í einu eign félagsins, Refresco, verður tekið. Hann er m.a. samansettur af hluthöfum í TM og mönnum sem áður gegndu lykilstöðum hjá FL Group.
Kjarninn 3. október 2017
Flestir framboðslistar verða tilbúnir eftir næstu helgi
Nokkrir flokkar eru búnir að raða niður á lista hjá sér fyrir komandi alþingiskosningar og enn sem komið er eru konur í minnihluta.
Kjarninn 3. október 2017
Vildu „tryggja samfellu“ í eignaumsýslunni
Stjórnarformaður Lindarhvols og Ríkisendurskoðandi eru bræður, og því ákvað Sveinn Arason Ríkisendurskoðandi að víkja í endurskoðunarhlutverki fyrir Lindarhvol. Ákveðið var að semja við Íslög um eignaumsýslu fyrir ríkissjóð.
Kjarninn 3. október 2017
Hryllingurinn í Las Vegas
Enn ein skotárásin í Bandaríkjunum. Ein sú alvarlegasta í sögu Bandaríkjanna. Meira en 50 létust og 500 særðust í byssukúluregni af 32. hæð hótelbyggingar í nágrenni við tónleika. Ólýsanleg skelfing, sagði lögreglustjórinn í Vegas.
Kjarninn 2. október 2017
Sífellt fleiri styðja Vinstri græn
Vinstri græn eru nú með 26,1 prósent fylgi miðað við kosningaspána og eru að ná forskoti á Sjálfstæðisflokkinn. Samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins eru með minnstan stuðning allra framboða sem mælast í könnunum.
Kjarninn 2. október 2017
Wintris greiddi ekki skatta í samræmi við lög og reglur
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og eiginkona hans sóttust eftir því að fá breyta skattframtölum sínum eftir að Wintris-málið kom upp. Í bréfi til skattyfirvalda sögðu þau að ekki væri „útilokað að réttara hefði verið að haga skattskilum“ með öðrum hætti.
Kjarninn 2. október 2017
 Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
„Brexit er ekki framtíð Evrópu“
Jean-Claude Juncker útlistaði metnaðarfullar áherslur fyrir sambandið á næstu árum í árlegri ræðu sinni í Evrópuþinginu. Þetta var í fyrsta sinn í langan tíma sem Juncker gat bent á jákvæðar hagtölur og tilkynnti að Brexit væri ekki framtíð Evrópu.
Kjarninn 1. október 2017
Umdeild þjóðaratkvæðagreiðsla í Katalóníu
Til stendur að þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu fari fram 1. október í óþökk spænskra stjórnvalda. Atkvæðagreiðslan brýtur í bága við stjórnarskrá og hefur ríkisstjórn Spánar lýst yfir að hún muni koma í veg fyrir hana.
Kjarninn 1. október 2017
Skipasmiðirnir hans Kim Jong-un
Yfirmaður rannsóknarnefndar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna segir það brot á alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu að Norðurkóreskir verkamenn í tugþúsundatali vinni víða um heim og laun þeirra renni í ríkissjóð heimalandsins.
Kjarninn 1. október 2017
Vilja kappakstur í Kaupmannahöfn árið 2020
Stjórnvöld í Danmörku og forsvarsmenn Formúlu 1 hafa tekið vel í hugmyndir um að halda umferð í Formúlu 1 í Kaupmannahöfn frá og með árinu 2020.
Kjarninn 30. september 2017
Hástökk Sigmundar Davíðs í kosningaspánni
Tveir flokkar njóta mests stuðnings í aðdraganda kosninganna. Framboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mælist í fyrsta sinn í kosningaspánni.
Kjarninn 30. september 2017
Engin sýnileg ríkisstjórn í kortunum
Klofningsframboð úr Framsóknarflokknum virðist helst taka fylgi frá honum og Sjálfstæðisflokki. Samanlagt fylgi Framsóknarblokkarinnar yrði þriðja versta kosningarniðurstaða flokksins frá upphafi.
Kjarninn 29. september 2017
Ferðaþjónustan orðin að stoðvirki í hagkerfinu
Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur umbreytt henni í afar mikilvæga stærð fyrir íslenskan efnahag. Því fylgja tækifæri en líka hættur. Er flugfélögin orðin að kerfisáhættuþætti svipað og bankastarfsemi? Í hverju liggja tækifærin?
Kjarninn 29. september 2017
Vinstri græn græddu mest á falli ríkisstjórnarinnar
Vinstri græn hafa vaxið mest í kosningaspánni síðan ríkisstjórnin sprakk 15. september síðastliðinn. Flokkurinn er nú vinsælastur allra stjórnmálaflokka á Íslandi, þegar rétt rúmur mánuður er til kosninga.
Kjarninn 27. september 2017
Mikil óvissa um hvort greiddur sé skattur af Airbnb-leigu
Heimagisting í gegnum Airbnb velti um 6,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2017. Talið er að slík gisting sé með 50 prósent markaðshlutdeild. Og vafi er á hvort skattur sé greiddur af tekjum af henni.
Kjarninn 26. september 2017
Maður klýfur flokk
Djúpstæður ágreiningur um Sigmund Davíð Gunnlaugsson hefur klofið hinn 100 ára gamla Framsóknarflokk. Átökin virðast ekki snúast að neinu leyti um málefni heldur um persónu Sigmundar Davíðs. Hann ætlar að stofna flokk utan um þá persónu.
Kjarninn 26. september 2017
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verður eflaust áfram kanslari en stuðningurinn hefur minnkað.
Bandalag Merkel stærst en stuðningurinn minni
Angela Merkel leiðir enn stærsta stjórnmálaaflið í Þýskalandi eftir þingkosningar. Stuðningurinn hefur hins vegar minnkað og öfgahægriflokkur hefur náð góðri fótfestu.
Kjarninn 25. september 2017
Tíu milljarðar farnir í Hörpu frá 2011
Þegar tap Hörpu frá árinu 2011 er lagt saman við framlög ríkis og borgar vegna skulda hennar og rekstrarframlags eigenda þá er samtalan um tíu milljarðar króna. Þegar hefur tæpur hálfur milljarður í viðbót verið settur inn á þessu ári.
Kjarninn 25. september 2017
Umhverfisverndar- og mannréttindasamtök hafa mótmælt framkvæmdum á Sardar Sarovar-stíflunni. Stíflan var vígð 56 árum eftir að hornsteinninn var lagður.
Ein umdeildasta stífla í sögu Indlands vígð
Framkvæmdum á einu umdeildasta mannvirki Indlands er lokið eftir áratugavinnu. Tugþúsundir manna hafa þurft að flytjast búferlum og umhverfisáhrif eru geysimikil. Mótmælendur létu sig ekki vanta á vígslu stíflunnar.
Kjarninn 24. september 2017
Sparibaukurinn í útrýmingarhættu
Plastkort hafa komið í stað sparibauka og sparnaðurinn er orðinn að tölum á blaði í stað seðla og smámyntar. Borgþór Arngrímsson kannar hvað hafi orðið um sparibaukinn og hvað tapast með útrýmingu hans.
Kjarninn 24. september 2017
Lengi hefur verið beðið eftir að NPA verði sett í lög en þingmenn hafa sýnt áhuga að afgreiða þann lið nýs frumvarps fyrir næstu kosningar.
NPA veitir fólki tækifæri til að lifa sjálfstæðu og virku lífi
Frumvarp um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir var sett fram á síðasta þingi og í því er notendastýrð persónuleg aðstoð lögfest. Mikill vilji hefur verið fyrir því að afgreiða þann lið sem snýr að NPA fyrir kosningar.
Kjarninn 23. september 2017
Pólitísk óvissa veldur hræðslu á mörkuðum
Breytt landslag í stjórnmálunum hefur haft töluverð áhrif á fjármagnsmörkuðum. Markaðsvirði hefur fallið, væntingar um aukna verðbólgu í framtíðinni sjást og erlendir fjárfestar spyrja sig að því hvað sé eiginlega að gerast á Íslandi.
Kjarninn 20. september 2017
Spilar blak við bílinn.
Núllið er framtíðin
Framtíðin er til sýnis á bílasýningunni í Frankfurt.
Kjarninn 20. september 2017
Í takt við umhverfið – Klappir grænar lausnir hf. á markað
Hlutabréf í upplýsingatæknifyrirtækinu Klöppum verða tekin til viðskipta á First North markaði Kauphallarinnar á morgun.
Kjarninn 20. september 2017
Öll gögnin um uppreist æru
Kjarninn birtir öll gögnin sem dómsmálaráðuneytið hefur afhent Kjarnanum. Gögnin má finna hér.
Kjarninn 18. september 2017