Jólasveinar klóra sér í skegginu
Danir íhuga að setja lög sem hafa áhrif á konur sem vilja ganga með búrkur. Löggjöfin gæti einnig haft áhrif á jólasveina og mótorhjólakappa.
Kjarninn 28. janúar 2018
Umbúðirnar og varan galdurinn
Skyrævintýrið sem hófst í New York fyrir meira en áratug. Skyrsmakk á litlum bási vatt upp á sig, svo ekki sé meira sagt. Einhver ótrúlegasta frumkvöðlasaga Íslendings í seinni tíð er sagan af Siggi’s Skyr. Kjarninn náði tali af manninum bak við skyrið.
Kjarninn 27. janúar 2018
Baráttan um alþjóðaviðskiptin
Í Davos ræða valdamennt um stöðu efnahagsmála. Hagsmunabaráttan um þróunina í alþjóðaviðskiptum er augljóst. Donald Trump er í sviðsljósinu. Hvað vill hann í raun og veru?
Kjarninn 26. janúar 2018
#Metoo: Konur af erlendum uppruna stíga fram
Konur af erlendum uppruna segja frá kynferðisofbeldi, fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun í 34 frásögnum. Staða þeirra til að fá hjálp eða sækja réttlæti og öðlast betra líf er verri en margra annarra.
Kjarninn 25. janúar 2018
Nánast allir sem teljast ofurríkir eru karlmenn..
Ríkasta eitt prósentið tók til sín 82 prósent af nýjum auð í fyrra
42 ríkustu einstaklingar heims eiga nú jafn mikið og þeir 3,7 milljarðar mannkyns sem eiga minnst. Níu af hverjum tíu í hópi hinna ofurríku eru karlar og ríkasta eitt prósentið á nú meira en allir hinir til samans.
Kjarninn 23. janúar 2018
Allt er breytt - Hvað er Amazon að hugsa?
Byltingarkenndur nýr hugbúnaður í smásölu er kominn fram. Margar spurningar vakna um breytt landslag í smásölu.
Kjarninn 22. janúar 2018
United Silicon verður sett í þrot í dag
56 starfsmenn United Silicon munu mögulega missa starf sitt. Framtíð þeirra er nú í höndum skiptastjóra. Mögulegt að nýtt félag verði myndað um rekstur kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík en þrjá milljarða kostar að gera hana starfhæfa.
Kjarninn 22. janúar 2018
Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
Kjarninn 21. janúar 2018
Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Falsaðir reikningar, breyttir samningar og gervilén í fjárdráttarmáli Magnúsar
Fyrrverandi forstjóri United Silicon er talinn hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um 605 milljóna króna fjárdrátt.
Kjarninn 20. janúar 2018
Á tímabilinu 2000-2016 voru byggðar um 1.800 íbúðir að meðaltali á hverju ári á Íslandi. Miðað við vænta mannfjölgun þá þarf að byggja rúmlega 2.200 á ári til að mæta þörf.
Þörf á að byggja um 2.200 íbúðir á ári til að mæta eftirspurn
Íbúðalánasjóður vinnur að gerð líkans til að meta undirliggjandi þörf fyrir nýjar íbúðir. Fyrstu niðurstöður benda til þess að mikil mannfjölgun leiði til þess að skortur á nýjum íbúðum hafi verið vanmetinn.
Kjarninn 20. janúar 2018
Íslendingar eiga lífeyrissjóðina, sem hafa það meginhlutverk að tryggja íbúum landsins áhyggjulaust ævikvöld. En þeir eru líka langstærsti leikandinn í íslensku viðskiptalífi. Og eiga stóran hluta allra eigna hérlendis.
Íslenskir lífeyrissjóðir eiga um 33 prósent af fjármunum á Íslandi
Íslenskir lífeyrissjóðir áttu 70 prósent allra markaðsskuldabréfa og víxla og 41 prósent skráðra hlutabréfa hérlendis á árinu 2016. Einungis um 22 prósent eigna þeirra voru erlendis. Starfshópur vill að þeir auki vægi erlendra eigna.
Kjarninn 19. janúar 2018
Magnús Garðarsson er fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon.
Talinn hafa misnotað fjárfestingarleiðina sjálfum sér til hagsbóta
Í skýrslu KPMG, um meint efnahagsbrot fyrrverandi forstjóra United Silicon, kemur fram að grunur sé um að hann hafi misnotað fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Alls er maðurinn, Magnús Garðarsson, grunaður um fjárdrátt upp á 605 milljónir króna.
Kjarninn 19. janúar 2018
Lárus Welding, fyrrum forstjóri Glitnis, er einn hinna ákærðu.
Um hvað snýst markaðsmisnotkunarmál Glitnis?
Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmáli Glitnis stendur nú yfir. Fimm eru ákærðir í málinu. Hér að neðan er farið yfir ákæruna í málinu og helstu efnisatriði þess.
Kjarninn 18. janúar 2018
Telja að afnám stimpilgjalda muni ekki auðvelda fólki að koma þaki yfir höfuðið
Bæði Íbúðalánasjóður og Samtök atvinnulífsins eru þeirrar skoðunar að afnám stimpilgjalda muni leiða til frekari verðhækkunar á húsnæði. Því muni afnám þess ekki auðvelda fleira fólki að eignast íbúð.
Kjarninn 18. janúar 2018
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur og Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ.
Lægstu leikskólagjöldin í borginni en mest óánægja
Reykvíkingar greiða lægstu leikskólagjöldin en eru óánægðastir með þjónustuna. Í Garðabæ eru gjöldin hæst en íbúarnir ánægðastir allra með leikskólaþjónustu.
Kjarninn 17. janúar 2018
Vilja selja lífeyrissjóðum í Arion innan mánaðar – bónusar greiddir út í apríl
Ráðgjafar Kaupþings reyna nú að fá íslenska lífeyrissjóði til að kaupa hlut í Arion banka. Reynt verður að skrá bankann á markað í vor. Starfsmenn Kaupþings fá á næstu mánuðum háa bónusa greidda fyrir hámörkun á virði eigna félagsins.
Kjarninn 17. janúar 2018
Reykjavík neðst í þjónustukönnun Gallup
Reykjavíkurborg mælist langneðst í þjónustukönnun Gallup í samanburði við önnur sveitarfélög þegar kemur að þjónustu bæði leikskóla og grunnskóla, þjónustu við eldri borgara og þjónustu við fatlaða.
Kjarninn 17. janúar 2018
Björgólfur Thor tekur stökk á milljarðamæringalistanum - er eini Íslendingurinn
Milljarðamæringar heimsins hafa aldrei verið fleiri samkvæmt nýjustu úttekt Forbes. Bill Gates er enn og aftur ríkastur og Björgólfur Thor Björgólfsson er enn sem aftur eini Íslendingurinn sem komist hefur á listann.
Kjarninn 15. janúar 2018
Úr klósettinu í kranann
Okkur Íslendingum þykir sjálfsagt að vatn, bæði heitt og kalt, streymi úr krananum þegar skrúfað er frá. Þótt hrepparígur geti komið við sögu þegar rætt er um vatnið er neysluvatn á Íslandi undantekningarlaust gott. Sú er ekki raunin alls staðar.
Kjarninn 14. janúar 2018
Fjórir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks á móti Borgarlínu – einn fylgjandi
Þorri þeirra einstaklinga sem sækjast eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum eru á móti áformum um lagningu Borgarlínu. Áslaug Friðriksdóttir sker sig úr, hún segir að verkefnið sé „sjálfsagt.“
Kjarninn 13. janúar 2018
Bónus er stærsta matvöruverslanakeðja landsins. Og krúnudjásn Haga.
Vörusala Haga dróst saman um 5,6 milljarða á milli ára
Umtalsverður samdráttur varð í vörusölu Haga, stærsta smásala landsins, á fyrstu níu mánuðum uppgjörsárs félagsins. Kostnaður við rekstur lækkaði hins vegar á móti, meðal annars vegna styrkingu krónunnar. Hlutabréf í Högum lækkuðu um 33,8 prósent í fyrra.
Kjarninn 12. janúar 2018
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup þjóðkirkju Íslands.
Þúsundir gengu úr þjóðkirkjunni á síðustu mánuðum ársins 2017
Alls sögðu 3.738 íslenskir ríkisborgarar sig úr þjóðkirkjunni í fyrra. Þorri þeirra gerði það á síðustu mánuðum ársins eftir að biskup lét umdeild ummæli um notkun fjölmiðla á gögnum falla og kjararáð ákvað að hækka laun hennar um tugi prósenta.
Kjarninn 12. janúar 2018
Meginþorri Íslendinga var mikill andstæðingur verðtryggðra lána og verðtryggingar fyrir nokkrum árum. Samt taka Íslendingar fyrst og fremst verðtryggð lán.
83 prósent allra íbúðalána eru verðtryggð
Íslensk heimili eru að skuldsetja sig meira og taka fyrst og síðast verðtryggð lán. Örfá ár eru síðan að átta af hverjum tíu Íslendingum vildi afnema verðtryggingu, og þar með leggja af þau lán sem flestir þeirra taka.
Kjarninn 11. janúar 2018
„Ekki gert ráð fyrir því að ungir foreldrar eigi veik börn“
Þegar dóttir Tinnu Sifjar Guðmundsdóttur greindist með bráðahvítblæði síðastliðið sumar þurfti hún að taka ákvörðun um það hvort hún héldi áfram í námi eða ekki.
Kjarninn 11. janúar 2018
Lífeyrissjóðir lánuðu meira til íbúðarkaupa í fyrra en bankar
Lífeyrissjóðir lánuðu tæplega 50 prósent meira til íbúðarkaupa á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2017 en þeir gerðu allt árið 2016. Útlán þeirra voru hærri en útlán banka til heimila vegna íbúðarkaupa.
Kjarninn 10. janúar 2018
Enver Hoxha í ræðustól með fána albanska kommúnistaflokksins í baksýn.
Í þá tíð… Einangraði einræðisherrann
Enver Hoxha réði lögum og lofum í Albaníu, einu af fátækustu og einangruðustu ríkjum heims á tímum Kalda stríðsins. Hann var eindreginn Stalínisti sem lenti síðar upp á kant við Sovétríkin og í raun öll önnur ríki.
Kjarninn 7. janúar 2018
Enn verið að vinna úr gögnum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleiðina
Skattrannsóknarstjóri fékk í apríl 2016 gögn frá Seðlabankanum um einstaklinga sem nýttu sér fjárfestingaleið hans. Samkeyrsla sýndi að 21 einstaklingur sem kom fyrir í Panamaskjölunum sem íslenska ríkið keypti kom líka fyrir í gögnunum.
Kjarninn 7. janúar 2018
Byssurnar frá Stary Tekov
Þeir eru margir staðirnir í henni veröld sem nánast engir kannast við né vita hvar eru. Einn slíkra er smábærinn Stary Tekov í Slóvakíu. Enn færri kannast líklega við kaupmanninn Jozef Hostinsky og verslunina Tassat. Hostinsky er vopnasali, selur byssur.
Kjarninn 7. janúar 2018
Framlag til stjórnarflokka hækkar um 195 milljónir – hinir fá 137 milljónir í viðbót
Framlag úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka var hækkað um 362 milljónir á nýsamþykktum fjárlögum. Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti flokkur landsins, fær 93 milljónir í hækkun. Flokkarnir sem skrifuðu ekki upp á viðbótina fá samtals 58 milljónir krónum meira.
Kjarninn 6. janúar 2018
Tilfinningar eru sammannlegar – en birtingarmyndirnar ólíkar
Breytilegt er hvernig fólk tekst á við tilfinningar sínar, gleði og sorgir. Þetta á jafnt við í dag og á landsnámsöld eins og sjá má á mismunandi hegðun í norrænum ritum og suður-evrópskum.
Kjarninn 6. janúar 2018
Alls eru ellefu ráðherrar í ríkisstjórninni. Hver þeirra má ráða tvo aðstoðarmenn auk þess sem stjórnin má bæta þremur til viðbótar við þann fjölda.
Laun ráðherra og aðstoðarmanna 461 milljón í ár
Kostnaður vegna launa ráðherra og aðstoðarmanna þeirra hefur aukist um 82 prósent á nokkrum árum. Hækkanir Kjararáðs á launum þeirra og fjölgun aðstoðarmanna eru ástæðan. Hækkun á framlögum til stjórnmálaflokka um 127 prósent er í fjárlögum.
Kjarninn 5. janúar 2018
Tæknispá ársins 2018
Gervigreind, rafmyntir, persónuvernd, eignarhald á gögnum og fallvaltir bankar. Já og svo auðvitað geimferðir. Þetta verða aðalatriðin í tæknigeiranum á komandi ári samkvæmt árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
Kjarninn 4. janúar 2018
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Heimild veitt til að nota stöðugleikaeignir í lífeyrisskuldbindingar
Á fjáraukalögum vegna ársins 2017 var íslenska ríkinu veitt heimild til að ráðstafa stöðugleikaeignum til að lækka skuld ríkisins við B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR). Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs eru 611 milljarðar.
Kjarninn 3. janúar 2018
Stefnulaust rekald
Auður Jónsdóttir rithöfundur og Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, hittu Kára Stefánsson til að finna út hvað hann myndi gera ef hann væri heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 2. janúar 2018
Þetta gerðist á árinu 2017: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mynduð
Á árinu 2017 sátu þrír forsætisráðherrar. Í lok ársins mynduðu þeir saman ríkisstjórn eftir enn einar kosningarnar. Átta flokkar náðu inn á þing. Konum fækkaði og miðaldra körlum fjölgaði.
Kjarninn 1. janúar 2018
Þetta gerðist á árinu 2017: Uppreist æru og leyndarhyggja sprengdi ríkisstjórn
Það hefði engum dottið í hug að barátta þolenda kynferðisbrotamanna og aðstandenda þeirra fyrir því að fá að vita af hverju það væri verið að veita kvölurum þeirra uppreist æru og starfsréttindi myndi sprengja ríkisstjórn á árinu 2017.
Kjarninn 1. janúar 2018
Það sem gerðist árið 2017: Höft losuð á Íslandi
Eftir að hafa þurft að fara með flugmiða í bankann til að kaupa gjaldeyri fyrir sólarlandafríið í rúm átta ár voru fjármagnshöft loks losuð að mestu á almenning, lífeyrissjóði og fyrirtæki. Verr gekk þó að losa um aflandskrónuvandann.
Kjarninn 1. janúar 2018
Þetta gerðist árið 2017: Byltingu var hrundið af stað undir nafni myllumerkisins #metoo
Mikil vakning varð á Íslandi og í heimsbyggðinni allri varðandi kerfisbundið áreiti, ofbeldi og mismunun sem konur verða fyrir í störfum sínum. Þúsundir kvenna hér á landi hafa skrifað undir áskorun þar sem þær krefjast þess að hlustað sé á þær.
Kjarninn 31. desember 2017
Þetta gerðist árið 2017: Áframhaldandi neyðarástand á húsnæðismarkaði
Þrátt fyrir fordæmalaust efnahagslegt góðæri glímir stór hópur Íslendinga við þá stöðu að geta ekki komið viðunandi þaki yfir höfuð sér. Fólk býr á tjaldsvæðum, hjá vinum eða ættingjum eða er nauðugt þátttakendur á leigumarkaði.
Kjarninn 31. desember 2017
Brúðkaupseyjan
Íbúar dönsku smáeyjunnar Ærø þekkja líklega ekki íslenska máltækið „það dugir ekki að deyja ráðalaus“. Þeir hafa hins vegar ákveðið að deyja ekki ráðalausir og óvenjuleg „atvinnugrein“ skapar eyjarskeggjum umtalsverðar tekjur, og atvinnu.
Kjarninn 31. desember 2017
Þetta gerðist árið 2017: Ísland tryggði sér þátttökurétt á HM (staðfest)
Íslenska karlalandsliðið er komið á lokamót HM í Rússlandi eftir sigur á liði Kósóvó í Laugardalnum í október. Lið sem hefur þegar skráð sig á spjöld knattspyrnusögunnar bætti enn við þann kafla. Með gylltu letri.
Kjarninn 30. desember 2017
Hin harða pólitík í „stærsta sigri“ Trumps
Bandaríkjaforseti sagðist hafa fært Bandaríkjamönnum jólagjöfina í ár með skattkerfisbreytingunum. Pólitísk áhrif þeirra gætu orðið óvænt í hugum margra, þar sem mörg Demókrataríki munu njóta góðs af þeim. Eitt er víst; ójöfnuður mun aukast.
Kjarninn 29. desember 2017
Það sem gerðist árið 2017: Staðfest að Wintris greiddi ekki skatta í samræmi við lög
Í úrskurði yfirskattanefndar var staðfest að aflandsfélag fyrrverandi forsætisráðherra greiddi ekki skatta í samræmi við lög og reglur á Íslandi. Þar var einnig staðfest að óskað var eftir því að skattframtöl Wintris yrðu leiðrétt mörg ár aftur í tímann.
Kjarninn 29. desember 2017
Þetta gerðist árið 2017: Ráðherra brýtur lög við skipun dómara
Á lokametrum vorþings áttu sér stað átök um skipun 15 nýrra dómara við Landsrétt. Dómsmálaráðherra hafði þá vikið frá hæfnismati dómnefndar og tilnefnt fjóra dómara sem nefndin hafði ekki talið hæfasta, en fjarlægt aðra fjóra af listanum.
Kjarninn 28. desember 2017
Þetta gerðist árið 2017: Stærsta bankarán Íslandssögunnar upplýst
Einkavæðing ríkisbankanna markaði upphafið af því ástandi sem leiddi af sér bankahrunið 2008. Í mars 2017 var birt skýrsla um aðkomu þýsks banka að kaupunum á Búnaðarbanka þar sem sýnt var fram á að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar voru blekkt.
Kjarninn 27. desember 2017
Þetta gerðist árið 2017: Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem sat í átta mánuði
Í janúar 2017 var mynduð ríkisstjórn sem fáir vildu, en enn færri studdu. Hún rataði í hvert erfiðleikamálið á fætur öðru og á stundum virtist andstaða innan úr henni vera sterkari en sú sem minnihlutinn veitti.
Kjarninn 26. desember 2017
Á flótta með ástinni
Mitt í ölduróti #metoo-byltingarinnar á Íslandi hittu tvær mæður fjölskyldu á flótta þar sem lítill drengur er landlaus og móðir að flýja hættulegan heim. Spurningin vaknaði hvort raddir allra kvenna fái að heyrast í þessari miklu byltingu.
Kjarninn 26. desember 2017
Vesturstrandarhagkerfið
Það eru víða mikil vandamál í Bandaríkjunum, en á undanförnum árum hefur einstakt hagvaxtarskeið einkennt gang mála á Vesturströndinni.
Kjarninn 26. desember 2017
Þetta gerðist árið 2017: Tvær skýrslur undir stól
Í janúar voru tvær skýrslur sem áttu erindi við almenning dregnar undan stóli í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Báðar fjölluðu þær um mál sem voru á meðal stærstu mála síðustu ára, aflandseignir Íslendinga og skiptingu Leiðréttingarinnar.
Kjarninn 25. desember 2017
Norður-Kórea: Aðgerðir SÞ eins og „stríðsyfirlýsing“
Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja Sameinuðu þjóðirnar og Bandaríkin beita óréttlætanlegum aðgerðum.
Kjarninn 24. desember 2017