Okkur ber að varðveita víðernin
Auður Jónsdóttir rithöfundur heimsótti Maríu Guðmundsdóttur, fyrrum ofurfyrirsætu og tískuljósmyndara, í Árneshreppi og fékk sér maltsopa og kleinu með henni meðan þær ræddu um víðernin og verndun hinnar ósnortnu náttúru.
Kjarninn 28. maí 2018
Tímarnir eru að gjörbreytast í Reykjavíkurborg
Konur verða ráðandi í Reykjavík næstu fjögur árin. Aldrei áður hefur borgarstjórn endurspeglað fjölbreytileika borgarbúa með jafn skýrum hætti og í þeim átta framboðum sem kjörin voru.
Kjarninn 27. maí 2018
Friðrik danaprins.
Friðrik krónprins fimmtugur
Á örfáum árum hefur danska ríkisarfanum tekist að gjörbreyta ímynd sinni í huga dönsku þjóðarinnar. Danir eru stoltir af prinsinum og telja hann fullkomlega færan um að taka við krúnunni, þegar þar að kemur. Friðrik varð fimmtugur í gær, 26. maí.
Kjarninn 27. maí 2018
Svona eru líkur þeirra sem sækjast eftir kjöri í borgarstjórn á að komast inn
Áttundi maður Samfylkingar er í meiri hættu en sjöundi maður Sjálfstæðisflokks. Einungis brotabrot úr prósenti munar á líkum oddvita Framsóknar, sem mælist inni, á að ná kjöri og öðrum manni á lista Vinstri grænna.
Kjarninn 26. maí 2018
Meirihlutinn fallinn og Sjálfstæðisflokkur í sókn
Borgarstjórnarmeirihlutinn er naumlega fallinn samkvæmt nýjustu kosningspánni. Lítið vantar þó upp á að hann haldi. Níu flokkar mælast með mann inni og Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig á lokasprettinum. Vinstri græn stefna í afhroð.
Kjarninn 26. maí 2018
Nær enginn munur á fylgi Sósíalistaflokks og Flokks fólksins en bara annar nær inn
Engar breytingar eru á skiptingu borgarfulltrúa á milli kosningaspáa. Samfylkingin heldur áfram að bæta lítillega við sig og Sjálfstæðisflokkurinn þokast upp á við í fyrsta sinn í nokkrar vikur.
Kjarninn 25. maí 2018
Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar.
Fyrirtæki uppfæra persónuverndarskilmála sína í gríð og erg
Margir hafa undanfarið fengið ógrynni af tilkynningum frá fyrirtækjum sem eru í óða önn við að uppfæra öryggis- og persónuverndarkerfi og þurfa samþykki notenda fyrir breyttum skilmálum. Ástæðan er ný persónuverndarreglugerð tekur gildi í Evrópu í dag.
Kjarninn 25. maí 2018
Ríkið er stærsti lánveitandi Heimavalla
Stór hluti þeirra eigna sem stærsta leigufélagið á almennum markaði, Heimavellir, á voru áður í eigu félaga eða stofnana í eigu ríkisins. Rúmlega helmingur allra vaxtaberandi skulda félagsins eru við Íbúðalánasjóð.
Kjarninn 25. maí 2018
Annmarkar Sigríðar ekki nægir til að breyta niðurstöðunni
Með staðfestingu Hæstaréttar á dómi Landsréttar í dag í máli þar sem tekist var á um hæfi dómara við Landsrétt er mikilli óvissu í íslensku réttarkerfi eytt - í það minnsta tímabundið.
Kjarninn 24. maí 2018
Mikill vöxtur í ferðaþjónustu og byggingaiðnaði hefur skapað mikla eftirspurn eftir vinnuafli á Íslandi. Þeirri eftirspurn er mætt erlendis frá.
Erlendir ríkisborgarar á Íslandi orðnir um 40 þúsund
Fjöldi útlendinga sem flutt hafa til Íslands hefur nánast tvöfaldast á rúmum sex árum. Aldrei hafa fleiri slíkir flutt til landsins á fyrstu þremur mánuðum árs en í upphafi 2018. Flestir setjast að í Reykjavík og í Reykjanesbæ.
Kjarninn 24. maí 2018
Svona eru líkur frambjóðenda á því að komast í borgarstjórn
Kjarninn og Dr. Baldur Héðinsson birta nú í fyrsta sinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna þær líkur sem hver og einn frambjóðandi í efstu sætum á listum flokkanna í Reykjavík eiga á að komast að.
Kjarninn 23. maí 2018
Sósíalistaflokkurinn étur af Vinstri grænum sem stefna í verri útkomu en 2014
Samfylkingin er að bæta við sig fylgi á síðustu vikum kosningabaráttunnar og er komin í nánast kjörfylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er á hinn bóginn að dala á síðustu metrunum. Átta framboð næðu inn og meirihlutinn heldur örugglega velli.
Kjarninn 23. maí 2018
Trump rekst á kínverskan múr
Tollastríði Bandaríkjanna og Kína hefur verið frestað í bili. Mikill vöxtur í Kína vinnur með Bandaríkjunum.
Kjarninn 21. maí 2018
Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund.
Framhaldsskólum refsað fyrir góðan árangur
Bóknámsskólar hafa ekki komið vel út úr fjárveitingum ríkisins síðastliðin misseri, að mati rektors Menntaskólans við Sund en framlag til nemenda er mjög mismunandi eftir skólum.
Kjarninn 21. maí 2018
Bensínverð ekki verið hærra í tæp þrjú ár
Bensínverð hefur hækkað um tæplega tíu prósent frá áramótum. Verðið hefur ekki verið hærra frá því í ágúst 2015. Ríkið tekur til sín 56,44 prósent af söluandvirði hvers lítra en hlutdeild olíufélaganna er 17,66 prósent.
Kjarninn 20. maí 2018
Allt sem þú vildir vita um brúðkaup ársins í dag
Harry Bretaprins mun í dag ganga að eiga bandarísku leikkonuna Meghan Markle í Windsor á Englandi. Kjarninn tók saman allt sem þú þarft að vita um daginn og fyrirkomulag á hátíðarhaldanna, sem og brúðhjónin sjálf.
Kjarninn 19. maí 2018
Hverjir kaupa Arion banka og hvað mun gerast í kjölfarið?
Að minnsta kosti 25 prósent hlutur í Arion banka verður seldur í útboði. Íslenska ríkið hefur fallið frá forkaupsrétti í útboðinu. Bankinn ætlar að auka arðsemi eigin fjár úr tæplega fjórum prósentum í yfir tíu prósent.
Kjarninn 17. maí 2018
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með lægsta fylgi sitt í sögunni en meirihlutinn rígheldur
Sósíalistaflokkurinn mælist í fyrsta sinn með mann inni, Samfylkingin nálgast kjörfylgi og Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að dala. Hörð barátta er milli Sósíalistaflokksins, Flokks fólksins, Framsóknar og Viðreisnar um tvo síðustu menn inn.
Kjarninn 17. maí 2018
Hagsmunaskráning aðstoðarmanna og nokkurra ráðuneytisstjóra gerð opinber
GRECO samtök gegn spillingu beindu því til stjórnvalda að ástæða sé til hagsmunaskráningar aðstoðarmanna vegna nálægðar við vald og eðli starfanna. Sumir sinna plötusnúðastörfum, aðrir eru fasteignaeigendur eða stjórnarmenn opinberra fyrirtækja.
Kjarninn 17. maí 2018
Heimilum sem fá fjárhagsaðstoð sveitarfélaga fækkar enn
5.142 heimili þurftu á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga að halda í fyrra. Þeim hefur fækkað á hverju ári síðan 2013. Skattgreiðendur í Reykjavík greiða 74 prósent kostnaðar vegna slíkrar sem veitt er á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 16. maí 2018
Ógnvænlegur sóknarher Argentínu
Ísland stendur frammi fyrir erfiðu verkefni á HM í Rússlandi, þegar kemur að því að hemja sóknarlínu Argentínu.
Kjarninn 15. maí 2018
Þeim hefur fækkað mjög á undanförnum árum leigjendunum sem telja sig eiga möguleika á því að fara út af leigjendamarkaði og kaupa sér eigið húsnæði.
Tíu staðreyndir um íslenska leigumarkaðinn
Íbúðalánasjóður birti í byrjun mánaðar ítarlega skýrslu um könnun sem Zenter vann fyrir stofnunina um íslenska leigumarkaðinn. Hér á eftir fylgja helstu staðreyndir um niðurstöðu hennar auk viðbótar staðreynda sem Kjarninn hefur safnað saman.
Kjarninn 14. maí 2018
Andrea Nahles flytur ræðu 1. maí síðastliðinn.
Að sætta sig við framtíðina
Að sætta sig við framtíðina er hlutskipti nýs formanns þýskra jafnaðarmanna, Andreu Nahles, fyrstu konunnar í því embætti.
Kjarninn 13. maí 2018
Afdrifaríkur dómur
Þrettán sinnum, á þrettán mánuðum, hefur danska lögreglan komið í heimsókn í útlendingafangelsið í Ellebæk og spurt hvort íraskur fangi sé tilbúinn að fara aftur til Írak.
Kjarninn 13. maí 2018
Nova og Vodafone bæði orðin stærri en Síminn á farsímamarkaði
Tvö af hverjum þremur símakortum Íslendinga eru nú 4G kort. Notkun Íslendinga á gagnamagni í gegnum farsímakerfið hefur rúmlega 1oofaldast frá árslokum 2009. Þrjú fyrirtæki skipta markaðnum bróðurlega á milli sín.
Kjarninn 12. maí 2018
Martin Schulz má með réttu kalla sveiflukóng.
Karl Marx og kratakrísan
Þýskir kratar hafa glímt við margháttuð vandræði í vetur. Þótt formannsskipti hafi átt sér stað blása enn naprir vindar um flokkinn.
Kjarninn 11. maí 2018
Síðustu tvær alþingiskosningar, sem fóru fram með árs millibili 2016 og 2017, áttu sér stað vegna þess að almenningur þrýsti mjög á breytingar. Í báðum kosningunum er rökstuddur grunur um að farið hafi verið á svig við lög um fjármál stjórnmálaflokka.
Engin eftirlitsstofnun rannsakar mögulegt kosningasvindl á Íslandi
Fjölmörg atvik áttu sér stað í kringum síðustu tvær alþingiskosningar þar sem grunur leikur á um að farið hafi verið á skjön við lög um fjármál stjórnmálasamtaka til að reyna að hafa áhrif á niðurstöðu kosninga. Engin rannsókn hefur farið fram á þeim.
Kjarninn 11. maí 2018
Í fréttum í Berlín er þetta helst ... Gamalgróin dagblaðamenning Berlínarbúa
Kannski má segja að margir Berlínarbúar næri sig daglega með dagblöðum eins og Íslendingar taka lýsi á morgnana. Í lestunum má sjá fólk lesa dagblöð og standa með þau undir arminum þegar troðningurinn er sem mestur.
Kjarninn 10. maí 2018
Frú Guðrún Lárusdóttir
Minningu og arfleifð Guðrúnar Lárusdóttur haldið á lofti
Frú Guðrún Lárusdóttir afrekaði mikið um ævina en hún endaði snögglega þegar Guðrún lenti í bílslysi með dætrum sínum tveimur. Kjarninn rifjaði upp sögu Guðrúnar.
Kjarninn 9. maí 2018
Bein útsending: Verða lífeyrissjóðirnir of stórir fyrir Ísland?
Kjarninn 9. maí 2018
Fylgi Sjálfstæðisflokks ekki mælst lægra á þessu ári
Framsókn mælist ekki lengur með mann inni og Viðreisn myndu nú ná tveimur inn. Metfjöldi framboða virðist fyrst og síðast hafa neikvæð áhrif á fylgi íhaldssamari flokka en treysta stöðu meirihlutans í borginni. Þetta kemur fram í nýjustu kosningaspánni.
Kjarninn 8. maí 2018
Hinir alltumlykjandi lífeyrissjóðir
Íslenskir lífeyrissjóðir eiga um þriðjung af heildarfjármunum á Íslandi og það hlutfall mun halda áfram að vaxa á næstu árum. Þeir eiga tæplega helming allra hlutabréfa og sjö af hverjum tíu skuldabréfum.
Kjarninn 8. maí 2018
Íslensk nýsköpun ferjuð milli landa
Nýverið fengu sex íslensk fyrirtæki stóra styrki frá Evrópusambandinu en það sem færri vita er að þau fengu öll hjálp frá aðilum sem sérhæfa sig í að undirbúa styrkumsóknir.
Kjarninn 7. maí 2018
Fylgi annarra flokka en eru á þingi hefur fjórfaldast
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur virðast föst í sessi sem hryggjarstykkið í sitthvorri fylkingunni í borginni. Saman eru þessir tveir höfuðandstæðingar að fara að fá 65 prósent borgarfulltrúa miðað við nýjustu kosningaspánna.
Kjarninn 6. maí 2018
Magasin du Nord, Den gamle dame, 150 ára
Íslendingar ættu flestir að þekkja Magasín du Nord úr heimsóknum sínum til Kaupmannahafnar og frá þeim tíma sem íslenskir athafnamenn áttu þessa sögufrægu verslun um stutt skeið. Hún á stórafmæli í ár.
Kjarninn 6. maí 2018
Karl Marx.
Afmælisbarn dagsins: Karl Marx
Í dag eru liðin 200 ár frá fæðingu Karl Marx. Hver er arfleifð eins umdeildasta heimspekings síðari ára?
Kjarninn 5. maí 2018
Kaninn kann þetta: Nýliðavalið í NFL 2018
Liðin í ameríska fótboltanum völdu sér nýja leikmenn um síðustu helgi. Venju samkvæmt var nokkuð um dramatík og tveggja klúta sögur einstakra leikmanna.
Kjarninn 5. maí 2018
Meðal stéttarfélaga sem breytt hafa um áherslur síðustu mánuði er VR, með Ragnar Þór Ingólfsson í fararbroddi.
Hverju mun nýr tónn í kjarabaráttunni áorka?
Nýir formenn VR og Eflingar krefjast kerfisbreytinga í íslensku efnahagslífi. Að hversu miklu leyti má búast við að þær kröfur nái fram að ganga?
Kjarninn 4. maí 2018
Íslenskir stúdentar eru lengur að klára háskólanám en stúdentar í Evrópu
Í nýrri skýrslu EUROSTUDENT kemur fram að háskólanemar á Íslandi vinna hvað mest með námi og námstími háskólanema er lengri. Elísa Björg Grímsdóttir lánasjóðsfulltrúti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir LÍN ekki styðja nógu vel við háskólanema.
Kjarninn 3. maí 2018
Tíu staðreyndir um Reykjavíkurborg
Framundan eru borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Þegar litið er framhjá málefnaskylmingum stjórnmálaflokka, og áherslumun þeirra við stjórnun höfuðborgarinnar, þá standa eftir naktar staðreyndir.
Kjarninn 3. maí 2018
Dyrnar opnar upp á gátt að mesta hávaxtarsvæði Bandaríkjanna
Icelandair hóf að fljúga milli Seattle og Keflavíkur árið 2009, þegar SAS hætti með flugleiðina. Með leiðinni hefur opnast á sterk viðskiptatengsl Íslands við þetta mesta hávaxtarsvæði Bandaríkjanna.
Kjarninn 3. maí 2018
Leigukakan stækkar hratt
Um 50 þúsund manns eru nú á leigumarkaði og hefur fjölgunin verið hröð, samhliða mikilli spennu á fasteignamarkaði. Sárlega vantar fleiri eignir á markað.
Kjarninn 2. maí 2018
Um hvað er kosið í Reykjavík?
Sautján listar hafa boðað framboð í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Ótrúlegur fjöldi fólks gefur kost á sér. Kosningarnar virðast ætla að snúast mest megnis um samgöngu- og húsnæðismál, auk skólamálanna og síðan einstökum áherslum flokkanna sjálfra.
Kjarninn 2. maí 2018
Allt í járnum í Reykjavík
Þótt meirihlutinn í borgarstjórn haldi eins og staðan er í dag þá stendur það mjög tæpt. Líklegast er að átta borgarfulltrúar muni dreifast á sex flokka. Þetta er niðurstaða nýjustu sætaspár Kjarnans.
Kjarninn 2. maí 2018
Óboðnir rússneskir gestir á baðherberginu
Tæknin gerir öðrum kleift að fylgjast með þeim sem á, eða notar, símann. Hlustað á símtöl, séð við hvern er talað og hve lengi, hverjum símaeigandinn sendir smáskilaboð, hvar símaeigandinn er staddur hverju sinni o.fl.
Kjarninn 29. apríl 2018
Allt sem þú vildir vita um Kóreufundinn
Kim Jong-un og Moon Jae-in hittust á hlutlausa svæðinu á landamærum Kóreuríkjanna tveggja í gær. Undirrituðu þeir Panmunjeom-sáttmálann sem felur í sér að eyða kjarnavopnum af Kóreuskaganum. Fundurinn hafði mikið táknrænt gildi.
Kjarninn 28. apríl 2018
Þeim sem ætla að kjósa „önnur“ framboð fjölgar hratt
Meirihlutinn í Reykjavík myndi halda, Samfylkingin yrði stærsti flokkurinn en Viðreisn gæti lent í oddastöðu. Þeim fjölgar hratt sem ætla að kjósa aðra flokka en þá sem eiga fulltrúa á Alþingi í dag. Þetta er niðurstaða nýjustu kosningaspárinnar.
Kjarninn 28. apríl 2018
Ríki og borg lögðu Hörpu til 400 milljónir til viðbótar
Harpa hefur tapað 3,4 milljörðum króna frá árinu 2011. Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg lögðu tæplega 1,6 milljarð króna framlag í fyrra til að borga af lánum og brúa reksturinn. Í janúar var samþykkt að veita Hörpu 400 milljóna króna rekstrarframlag.
Kjarninn 28. apríl 2018
Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 61 prósent á tveimur árum
Núverandi bankastjóri Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir, er með rúmlega 60 prósent hærri laun en Steinþór Pálsson hafði árið 2015. Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað hlutfallslega meira en laun nokkurs annars stórs fyrirtækis frá 2015.
Kjarninn 27. apríl 2018
Fólk fagnar í Suður-Kóreu fundi leiðtoganna tveggja.
Jákvætt skref fram á við í samskiptum Kóreuríkjanna tveggja
Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu munu hittast á morgun í þorpinu Panmunjom. Samskipti ríkjanna hafa ekki alltaf verið góð og enn er ekki búið að undirrita friðarsáttmála síðan Kóreustríðinu lauk.
Kjarninn 26. apríl 2018