Af hverju er himininn blár?
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata ræðir af hverju hann hefur lagt fram meira en 100 fyrirspurnir á nýliðnu þingi, hvernig hann með þrautseigju og ítrekuðum spurningum kom upp um misnotkun á akstursgreiðslum til þingmanna.
Kjarninn 7. júlí 2018
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Hvers vegna hefur kjarabaráttan harðnað?
Harka er komin í kjarabaráttu ljósmæðra í kjölfar hópuppsagna og birtingu fjármálaráðuneytisins á launaþróun stéttarinnar. Hvers vegna munar enn svo miklu milli sjónarmiða ríkisstjórnarinnar og ljósmæðra?
Kjarninn 3. júlí 2018
Fyrsta plastbarkaígræðslan – Tilraunaaðgerð á fölskum forsendum
Tómas Guðbjartsson vísar úrskurði Karolinska-stofnunarinnar um vísindalegt misferli á bug en þar kemur m.a. fram að ástand Andemariams Beyene hafi ekki réttlætt tilraunaaðgerðina.
Kjarninn 3. júlí 2018
Sautján aðstoðarmenn verða á þingi
Til stendur að auka enn frekar aðstoð við þingflokka og þingmenn en í henni felst m.a. hærra framlag vegna rekstrar og kaupa á sérfræðiþjónustu. Þingmaður Pírata telur breytingarnar vera til batnaðar.
Kjarninn 2. júlí 2018
Frá fjármálahverfinu Wall Street í New York.
Er efri millistéttin hluti af vandamálinu?
Umræðan um vaxandi ójöfnuð í Bandaríkjunum hefur gjarnan beinst að miklum tekjuhækkunum millljarðamæringa. Samkvæmt tveimur fræðimönnum er einangrun efri millistéttarinnar hins vegar aðalvandamálið.
Kjarninn 1. júlí 2018
Mette Bock, menningarmálaráðherra Danmerkur.
Myrkraverk eða aðlögun
Skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sl. föstudags kynnti danski menningarmálaráðherrann fjölmiðlasamkomulag stjórnarinnar og Danska Þjóðarflokksins. „Sannkallað myrkraverk,“ segir stjórnarandstaðan, „aðlögun í breyttu fjölmiðlalandslagi,“ segir ráðherrann.
Kjarninn 1. júlí 2018
Eitt dómsmálanna tengist meintum umboðssvikum í Skeljungi.
Umsvifamiklir fjárfestar með stöðu sakbornings
Fjórir fjárfestar sem hafa stöðu sakbornings eiga stóra hluti í mikilvægum fjármálafyrirtækjum hérlendis og auka við sig á meðan að rannsókn stendur yfir á málum þeirra.
Kjarninn 29. júní 2018
Þegar kona er gott stöff
Auður Jónsdóttir rithöfundur settist niður með Ísoldu Uggadóttur kvikmyndaleikstjóra sem hlaut fyrir örfáum dögum áhorfendaverðlaun HBO fyrir kvikmyndina Andið eðlilega.
Kjarninn 29. júní 2018
Kári Árnason, leikmaður íslenska landsliðsins.
Sjöunda viðureign Íslands og Króatíu
A-landslið Íslands í fótbolta mun mæta Króatíumönnum í kvöld, í sjöunda skiptið á 13 árum.
Kjarninn 26. júní 2018
Tómas Guðbjartsson
Plastbarkamálið enn og aftur til skoðunar
Ný skýrsla Karolinska-stofnunarinnar liggur nú fyrir og munu Landspítalinn og Háskóli Íslands fara yfir hana í kjölfarið, sem og önnur gögn sem fram hafa komið. Tómas vísar því alfarið á bug að hafa vísvitandi sett fram staðhæfingar gegn betri vitund.
Kjarninn 26. júní 2018
Recep Tayyip Erdogan fagnar með stuðningsmönnum sínum í gær.
Erdogan lýsir yfir sigri – „Allir ríkisborgarar landsins sigurvegarar“
Recep Tayyip Erdogan var kjörinn forseti Tyrklands í gær en hann fékk 52,5 prósent atkvæða. En hvaða atburðarás leidda upp að þessu augnabliki? Kjarninn kannaði málið.
Kjarninn 25. júní 2018
Gamla ráðhúsið í Randers
Danskur eftirlíkingarmiðbær í Kína
Er nokkuð 1. apríl sagði Anne Mette Knattrup framkvæmdastjóri ferðamála í Randers á Jótlandi þegar hún frétti að í Kína stæði til að reisa nákvæma eftirlíkingu miðbæjarins í Randers. En þetta var ekki 1. aprílfrétt og Kínverjum er full alvara.
Kjarninn 24. júní 2018
Áhrif Bláu plánetunnar láta á sér kræla
Eftir frumsýningu heimildaþátta BBC um lífríkið í hafinu hefur fólk í Bretlandi og víðar tekið við sér og ákveðin vitundarvakning virðist hafa átt sér stað. Sir David Attenborough segist vera furðulostinn yfir viðbrögðunum.
Kjarninn 23. júní 2018
Sama hver lausnin á vandamálum leigumarkaðsins er mun ekkert breytast nema að afstaða Íslendinga til húsnæðisleigu breytist.
Hvernig er hægt að gera leigumarkaðinn öruggari?
Leigumarkaðurinn á Íslandi er óstöðugur og hefur hækkað hratt á undanförnum árum. Hvaða ástæður liggja að baki því og hvernig getum við bætt hann að mati sérfræðinga?
Kjarninn 23. júní 2018
Tíu staðreyndir um strákana okkar
Strákarnir okkar hafa vakið mikla athygli á heimsmeistaramótinu í Rússlandi, hvort sem er fyrir glæsilega frammistöðu, miðað við og án höfðatölu, útlit Rúriks eða skemmtilega aðdáendur. Kjarninn tók saman tíu tölulegar staðreyndir um strákana okkar.
Kjarninn 23. júní 2018
Gamla góða samstaðan flytur fjöll - Áfram Ísland
Ísland mætir Nígeríu í dag, og getur með sigri komist í kjörstöðu fyrir lokaleikinn í riðlinum gegn Króötum.
Kjarninn 22. júní 2018
Skrifstofa forsetans greiddi einnig fyrir ferð embættismanns með Elizu
Forsetaskrifstofan greiddi fyrir annan embættismann sem fór með Elizu Reid forsetafrú í ferð hennar til Rússlands á heimsmeistaramótið í knattspyrnu þar sem hún fylgdist með leik íslenska landsliðsins til Argentínu.
Kjarninn 20. júní 2018
Næsta mál: Nígería í Volgograd
Eftir frækinn „sigur“ á Argentínu þar sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gerði jafntefli við lið Argentínu í gær í ótrúlegum fyrsta leik liðsins á þessu stærsta sviði knattspyrnunnar í heimi er komið að því að einbeita sér að næsta verkefni.
Kjarninn 17. júní 2018
Rigshospitalet
Myglusveppur og sjúklingar á göngunum
Það er víðar en á Íslandi sem sjúkrahús eru í fréttum vegna þrengsla og lélegs viðhalds húsakostsins. Flest dönsku sjúkrahúsanna eru árið um kring yfirfull, hundruð sjúklinga neyðast til að liggja á göngunum og byggingarnar líða fyrir skort á viðhaldi.
Kjarninn 17. júní 2018
Fagnað í Hljómskálagarðinum – Rigningin stöðvaði ekki aðdáendur íslenska landsliðsins
Íslenska landsliðið í fótbolta gerði jafntefli við Argentínu fyrr í dag og er ekki ofsögum sagt af því að Íslendingar hafi fagnað vel þeim úrslitum út um allt land og á samfélagsmiðlum. Ljósmyndari Kjarnans leit við í Hljómskálagarðinum á meðan leik stóð.
Kjarninn 16. júní 2018
Liverpool-aðdáendur eiga erfiðan HM-dag í vændum
Aðdáendur enska knattspyrnuliðsins Liverpool á Íslandi, sem eru miðað við höfðatölu, líklega flestir í heimi, eiga tilfinningalega erfiðan HM dag fyrir höndum. Leikmennirnir Luis Suarez og Mo Salah mætast nú í hádeginu og síðar í dag Ronaldo og Ramos.
Kjarninn 15. júní 2018
EM 2016: Árið sem landsliðið bjargaði þjóðinni frá sjálfri sér
Árið 2016 náði Ísland eiginlega að vinna EM án þess að vinna það raunverulega. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans var á mótinu og skrifaði ítarlega um það sem fram fór, áhrif þess á íslenskt samfélag og allt hitt sem skiptir öllu en samt engu máli.
Kjarninn 15. júní 2018
Glitnir var einn þeirra þriggja íslensku banka sem féllu með látum haustið 2008. Fjölmörg skaðabótamál voru höfðuð vegna ákvarðana sem teknar voru innan bankans í aðdraganda hrunsins. Þeim er nú öllum lokið og verða ekki til umfjöllunar í dómsölum.
Búið að fella niður eða semja um öll skaðabótamál Glitnis
Íslenska ríkið átti að fá eignir sem Glitnir innheimti í íslenskum krónum. Þar á meðal var mögulegur ávinningur af skaðabótamálum sem höfðuð voru gegn m.a. fyrrverandi eigendum, stjórnendum og viðskiptavinum. Þau hafa nú verið felld niður eða samið um þau
Kjarninn 15. júní 2018
Spekingar spá í opnunarleikinn á HM - Olíuleikur tveggja landa ójafnaðar
Opnunarleikur heimsmeistaramótsins í knattspyrnu fer fram nú á eftir þar sem mætast gestgjafaþjóðin Rússar og lið Sádi-Arabíu. Kjarninn fékk tvo fótbolta- , fjármála- og geopólitíska sérfræðinga til að spá í spilin fyrir þennan fyrsta leik mótsins.
Kjarninn 14. júní 2018
Hverju lofar nýr meirihluti í Reykjavík?
Nýr meirihluti Reykjavíkurborgar var kynntur í morgun og samhliða var meirihlutasáttmála þeirra fjögurra flokka sem hann mynda dreift. Kjarninn hefur tekið saman það helsta í sáttmálanum sem beinlínis er lofað.
Kjarninn 12. júní 2018
Hvernig getur Ísland unnið Argentínu?
Ég hef verið forhertur stuðningsmaður Argentínu á HM alla tíð. Þar til nú. Okkar menn mæta Argentínu 16. júní, eins og þjóðin veit öll og bíður eftir í ofvæni. Hvernig er hægt að vinna þessa sögufrægu fótboltaþjóð?
Kjarninn 11. júní 2018
Ekkert ólöglegt við nafnlausan áróður í þingkosningum
Engir flokkar eru ábyrgir fyrir nafnlausum áróðri hulduaðila í aðdraganda kosninga og stjórnvöld telja sig ekki geta grafist um hverjir standi á bak við slíkan áróður.
Kjarninn 11. júní 2018
Tíu staðreyndir um íslenskan sjávarútveg og veiðigjaldið
Umræðu um umdeilt frumvarp um veiðigjöld var í vikunni frestað fram á næsta haust. Lækka átti veiðigjöld um 1,7 milljarð alls í ríkiskassann. Kjarninn fer yfir staðreyndri um íslenskan sjávarútveg, hið umdeilda frumvarp og málamiðlunina sem náðist.
Kjarninn 10. júní 2018
Rússagrýlan skýtur Svíum skelk í bringu
Flestir Íslendingar þekkja þjóðvísuna um hana Grýlu gömlu sem dó eftir að hafa gefist upp á rólunum. Og enginn syrgði. En þær eru fleiri grýlurnar og að minnsta kosti ein þeirra hefur hreint ekki gefist upp á rólunum, nefnilega rússagrýlan.
Kjarninn 10. júní 2018
Skeljungsfléttan sem gerði fimm einstaklinga ofurríka
Embætti héraðssaksóknara réðst í umfangsmiklar aðgerðir í síðustu viku vegna Skeljungsmálsins svokallaða.
Kjarninn 9. júní 2018
Bónus, stærsta verslunarkeðja landsins, er krúnudjásnið í Hagasamstæðunni.
Sala í matvöruverslunum Haga dróst saman um 6,8 prósent milli ára
Hagar seldi vörur fyrir 6,6 milljörðum minna á síðasta rekstrarári en árið áður. Stærsta ástæðan er breytt umhverfi með tilkomu Costco. Til stendur að kaupa Olís á 10,4 milljarða. Stærstu eigendur sátu hjá við atkvæðagreiðslu um starfskjarastefnu.
Kjarninn 8. júní 2018
Afglöp Rauða krossins draga dilk á eftir sér
Eftir mistök hjá lögfræðingi Rauða krossins gefst Nargizu Salimova ekki tækifæri til að kæra úrskurð Útlendingastofnunar en hún sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi í september síðastliðnum.
Kjarninn 8. júní 2018
Birgit Guðjónsdóttir að störfum.
Íslensk kvikmyndatökukona fær heiðursverðlaun Þýsku kvikmyndaverðlaunanna
Birgit Guðjónsdóttir hefur verið verðlaunuð fyrir framúrskarandi störf á ferli sínum.
Kjarninn 6. júní 2018
Mikið mæðir á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hún þarf að höggva á hnútinn í veiðigjaldamálinu til að farvegur fyrir lok þingstarfa skapist.
Tilboð liggur fyrir um lausn á veiðigjaldadeilunni
Líklegasta niðurstaða í deilunni um veiðigjaldafrumvarpið er sú að fallið verði frá lækkun veiðigjalda og núgildandi ákvæði framlengd. Nýtt frumvarp um breytingar á innheimtu þeirra verði svo lagt fram í haust.
Kjarninn 6. júní 2018
Sagan öll: Þetta er það sem verið er að rannsaka í Skeljungsmálinu
Hjón sem keyptu olíufélag með dönskum fasteignum, maðurinn sem vann hjá banka við að selja þeim félagið en varð síðar ráðinn forstjóri þess, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og færeyskt olíufélag koma við sögu í Skeljungsfléttunni.
Kjarninn 5. júní 2018
Lág verðbólga einungis tryggð með einhverskonar „stéttasátt“
Nefnd um endurskoðun peningastefnu Íslands gengur út frá því að krónan verði áfram gjaldmiðill íslensku þjóðarinnar, leggst gegn myntráði, leggur til víðtækar breytingar á hlutverki Seðlabankans og vill afnema bindiskyldu á mögulega vaxtamunaviðskipti.
Kjarninn 5. júní 2018
Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum í síðasta mánuði.
Hefur lánað 18,4 milljarða til félaga sem eiga ekki að vera rekin í hagnaðarskyni
Íbúðalánasjóður hefur lánað 25 félögum vel á annað tug milljarða á grundvelli reglugerðar sem heimilar bara lán til aðila sem ekki eru reknir í hagnaðarskyni. Þorri þeirra lána fór til Heimavalla, sem var skráð á markað í maí og ætlar sér að greiða arð.
Kjarninn 5. júní 2018
Dagur B. Eggertsson hefur verið borgarstjóri í Reykjavík frá árinu 2014.
Líkur aukast á því að Dagur verði áfram borgarstjóri
Ekki er samhljómur innan Viðreisnar um að það yrði krafa að Dagur B. Eggertsson yrði ekki áfram borgarstjóri. Erfiðlega hefur gengið að finna hentugan kandídat og líkurnar á því að Dagur sitji áfram aukast dag frá degi.
Kjarninn 4. júní 2018
Hlutfallslega flest sjálfsvíg á Vestfjörðum á síðasta ári
Hlutfallslega tóku flestir eigið líf á Vestfjörðum árið 2017 en flest sjálfsvíg miðað við íbúafjölda síðustu tíu ár hafa verið framin á Suðurnesjum. Óttar Guðmundsson segir erfitt að segja til um hvað valdi sveiflum í tíðni sjálfsvíga milli ára.
Kjarninn 4. júní 2018
Hin fjögur fræknu ræða bókmenntirnar blaðamennsku
Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir og blaðamaðurinn Bára Huld Beck spjalla við Reyni Traustason, Kolbrúnu Bergþórsdóttur, Jakob Bjarnar Grétarson og Eirík Jónsson, gamalreynda sjóræningja sem voru til í smá pallborðsumræður í hádeginu á Bergsson.
Kjarninn 3. júní 2018
Nokkrar konur íklæddar niqab yfirgefa danska þingið eftir að lögin voru samþykkt.
Búrkubannið
Það er ekki á hverjum degi sem danska þingið, Folketinget, fjallar um klæðnað fólks, og enn sjaldnar að þingið samþykki lög sem banni tiltekinn fatnað. Slíkt gerðist þó fyrir nokkrum dögum þegar þingið samþykkti lög, sem almennt kallast búrkubannið.
Kjarninn 3. júní 2018
Karnival-stemning út á Granda – Margra ára hugmynd orðin að veruleika
Grandi Mathöll hefur nú göngu sína en markmiðið með henni er að búa til svokallaða „street-food-menningu“ á Íslandi. Kjarninn leit við í vikunni sem leið en þá voru iðnaðarmenn í óða önn við að klára undirbúning fyrir opnun mathallarinnar.
Kjarninn 2. júní 2018
Fá 187föld lágmarkslaun fyrir þrotavinnu
Þeir sem vinna við að sjá um eftirstandandi eignir föllnu bankanna Glitnis, Kaupþings og Landsbanka Íslands þiggja ofurlaun fyrir. Átta slíkir starfsmenn eru á meðal hæstu skattgreiðenda á landinu og þeir sem eru með hæstu launin fá 56 milljónir á mánuði.
Kjarninn 1. júní 2018
Stór hlutur í Arion banka seldur langt undir bókfærðu eigin fé
Gengi bréfa í Arion banka í hlutafjárútboði sem hefst í dag verður 0,6 til 0,7 krónur fyrir hverja krónu af bókfærðu eigin fé. Miðað við þetta er bankinn metinn á 123-143 milljarða króna. Tveir erlendir sjóðir hafa skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 31. maí 2018
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Fimm aðrir þingmenn mynda meirihluta í nefndinni.
Leggja til að lækka tekjur vegna veiðigjalda um 1,7 milljarð
Meirihluti atvinnuveganefndar hefur lagt fram frumvarp um að lækka tekjur ríkisins af veiðigjöldum úr tíu milljörðum í 8,3 milljarða. Versnandi afkoma sjávarútvegs er sögð ástæðan. Hagur sjávarútvegsfyrirtækja vænkaðist um 365,8 milljarða á nokkrum árum.
Kjarninn 31. maí 2018
Hin umdeilda Roseanne
Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur tekið sjónvarpsþátt Roseanne Barr af dagskrá eftir svívirðilega rasískt tíst sem Roseanne sendi frá sér. Leikkonan hefur alltaf verið umdeild og Kjarninn rifjaði upp nokkur atvik þar sem Roseanne kom sér í vandræði.
Kjarninn 30. maí 2018
Tíu staðreyndir um íslenskan vinnumarkað
Hræringar á vinnumarkaði undanfarin misseri hafa vart farið framhjá neinum. Íslenskur vinnumarkaður er smár í alþjóðlegu samhengi en hér er hátt hlutfall starfandi og sterk verkalýðssamstaða. Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um íslenskan vinnumarkað.
Kjarninn 30. maí 2018
Nýr meirihluti veltur á að Dagur gefi eftir stólinn
Hægt verður að ganga frá myndun nýs meirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hratt ef Samfylkingin felst á þá kröfu að ráðinn verði borgarstjóri.
Kjarninn 30. maí 2018
20 leigufélög krafin skýringa á hækkun á húsaleigu
Íbúðalánasjóður er stærsti lánveitandi hagnaðardrifinna leigufélaga á Íslandi. Hann hefur sent 20 slíkum bréf þar sem kallað er eftir upplýsingum um miklar hækkanir á húsaleigu.
Kjarninn 29. maí 2018
Verið að máta saman nýjan meirihluta
Meirihlutasamstarf Viðreisnar við sitjandi meirihluta í Reykjavík er í skoðun. Viðreisn mun fara fram á aðra áferð en hefur verið og leggja m.a. áherslu á málefni atvinnulífsins og menntamál. Vilji er til að mynda nýjan meirihluta sem fyrst.
Kjarninn 28. maí 2018