Austur-Evrópa og Evrópusambandið
Staða efnahagsmála er margslungin í Evrópu um þessar mundir. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, skrifaði ítarlega grein um stöðu mála í álfunni í Vísbendingu sem kom til áskrifenda 2. nóvember, síðastliðinn.
Kjarninn 6. nóvember 2018
Erlendum ríkisborgurum fjölgað um 5.480 það sem af er ári
Á 21 mánuði hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað um 43 prósent á Íslandi. Hlutfallslega er aukningin mest í Reykjanesbæ þar sem útlendingar er nú nánast fjórðungur íbúa. Fjöldi þeirra hefur nær fjórfaldast á innan við sjö árum.
Kjarninn 6. nóvember 2018
Kaupin á WOW air björgunaraðgerð sem átti sér skamman aðdraganda
Lánardrottnar WOW air, sem breyttu víkjandi lánum í hlutafé nýverið fá 1,8 prósent hlut í Icelandair. Það fer eftir niðurstöðu áreiðanleikakönnunar hvað Skúli Mogensen fær í sameinuðu félagi. Hann gæti fengið ekkert til viðbótar.
Kjarninn 5. nóvember 2018
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þak á endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar hækkað en ekki afnumið
Þak á endurgreiðslu ríkisins vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar verður ekki afnumið líkt og ríkisstjórnin stefndi að samkvæmt stjórnarsáttmála. Þess í stað verður hámarksupphæðin tvöfölduð.
Kjarninn 5. nóvember 2018
Rafmögnuð spenna fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum
Demókratar hafa lagt áherslu á að fólki nýti kosningaréttinn. Repúblikanar horfa til hagtalna og segja; sjáið, okkur gengur vel, kjósið okkur.
Kjarninn 5. nóvember 2018
Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, tekur hér í höndina á Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Forseti Framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Juncker, fylgist með.
Störukeppni milli Ítalíu og ESB
Hvorki ítölsk stjórnvöld né yfirstjórn ESB virðast ætla að gefa sig í deilu um fjármál Ítalíu á næsta ári. Sérfræðingar eru uggandi yfir stöðunni, en þeir telja hana geta stefnt Evrópusamstarfi í hættu og styrkt málstað þjóðernissina víða um álfuna.
Kjarninn 4. nóvember 2018
Svona var umhorfs hjá 200 filippseyskum bílstjórum í gámunum í Padborg.
Evrópskt þrælahald
Það var miður skemmtileg sjón sem fyrir nokkrum dögum blasti við dönskum lögregluþjónum við húsrannsókn hjá flutningafyrirtæki í Padborg. Þar búa tugir flutningabílstjóra frá Sri Lanka og Filippseyjum við ömurlegar aðstæður og smánarlaun.
Kjarninn 4. nóvember 2018
Ömurlegar aðstæður í grískum flóttamannabúðum
Flóttamannastefna Evrópusambandsins hefur fært byrði hælisleitenda yfir til Grikklands frá öðrum sambandslöndum. Grískar flóttamannabúðir hafa stækkað ört á síðustu árum, en starfsmenn þeirra segja að neyðarástand blasi þar við í geðheilbrigðismálum.
Kjarninn 3. nóvember 2018
Í átt að nýrri þjóðarsátt
28 ár eru liðin frá svokallaðri þjóðarsátt á íslenskum vinnumarkaði sem lækkaði verðbólgu og jók samráð milli verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og ríkisstjórnarinnar. Hversu líklegt er að sambærileg sátt náist í næstu kjarasamningum?
Kjarninn 3. nóvember 2018
Sýn missir enska boltann
„Niðurstaðan var hins vegar að ofurtilboð barst úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna,“ sagði Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn.
Kjarninn 2. nóvember 2018
Raunveruleikinn bankar á dyrnar
Alþjóðamál koma öllum við með einum eða öðrum hætti. Ísland er þar ekki eyland, þrátt fyrir einangraða landfræðilega eyríkisstöðu í Atlantshafinu. Miklar sviptingar í alþjóðastjórnmálum og alþjóðaviðskiptum koma upp að Íslandsströndum.
Kjarninn 2. nóvember 2018
Icelandair hagnast á lykilmánuðum en mikill samdráttur á hagnaði milli ára
Icelandair skilaði hagnaði á þriðja ársfjórðungi en sá hagnaður var mun minni en á síðasta ári. Hagnaður félagsins var 43 sinnum meiri á fyrstu níu mánuðum ársins 2017 en á sama tímabili í ár. Verið er að semja við skuldabréfaeigendur félagsins.
Kjarninn 31. október 2018
Nefnd um dómarastörf hefur rætt ráðgjöf Davíðs Þórs Í Landsréttarmálinu
Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari hefur upplýst nefnd um dómaramál um ráðgjafastörf sín í Landsréttarmálinu. Það gerði hann sama dag og bréf var sent til ríkislögmanns þar sem spurst var fyrir um aukastörf hans.
Kjarninn 31. október 2018
Ríkið hafnar því að skipun í Landsrétt hafi verið gölluð eða spillt
Ríkislögmaður hefur skilað greinargerð inn til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna kæru sem tengist skipan dómara við Landsrétt. Í henni er tveimur spurningum dómstólsins svarað í löngu máli.
Kjarninn 29. október 2018
Stjórnmálamenn telja RÚV hlutlausast en Morgunblaðið sýna mesta hlutdrægni
Frambjóðendur til Alþingis telja að fagmennska og óhæði fjölmiðla á Íslandi sé að aukast en frambjóðendur til sveitarstjórna telja að bæði sé að dragast saman. Afgerandi munur er á skoðun stjórnmálamanna á hlutleysi fjölmiðla.
Kjarninn 29. október 2018
Munu Íslendingar breyta matarvenjum sínum í von um að bjarga jörðinni?
Ein af þeim aðgerðum sem talið er að gætu haft úrslitaáhrif í baráttunni gegn hlýnun jarðar eru breyttar neysluvenjur fólks. Stefna íslenskra stjórnvalda varðandi kolefnisspor matvæla á Íslandi, allt frá framleiðslu til neyslu, er hins vegar óljós.
Kjarninn 28. október 2018
Milljarðaklúður
Breytingar sem gerðar voru á fyrirkomulagi álagningar og innheimtu skatta í Danmörku fyrir 13 árum hefur kostað danska ríkið milljarða í töpuðum tekjum. Stofnun SKAT í Danmörku sögð mistök í nýrri skýrslu.
Kjarninn 28. október 2018
Eystrasaltslöndin
Skuggsælt í skjóli stórra ríkja
Eystrasaltslöndin eru enn að finna fyrir afleiðingum alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Ríkin þrjú höfðu ekki val um gengisfellingu og þurfti í stað þess að beita hörðum niðurskurð á kostnað almennings.
Kjarninn 27. október 2018
Fólkið í landinu kýs sér nýja verkalýðsforystu
Miklar sviptingar hafa verið innan verkalýðshreyfingarinnar á síðustu misserum og búast má við miklum átökum í komandi kjaraviðræðum vetrarins.
Kjarninn 27. október 2018
Fyrrverandi stjórnarformaður VÍS vildi verða stjórnarformaður á ný
Enn og aftur eru átök í stjórn VÍS. Í gær fór fyrrverandi stjórnarformaður félagsins, sem er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara í máli sem snýst um meint umboðssvik, mútubrot og peningaþvætti, fram á að taka aftur við formennsku.
Kjarninn 26. október 2018
Eftirlit Íslendinga með peningaþvætti fær falleinkunn
Árum saman starfaði einn maður á peningaþvættisskrifstofu Íslands. Alþjóðlegur framkvæmdahópur hefur gert margháttaðar athugasemdir við eftirlit með peningaþvætti hérlendis og krafist úrbóta.
Kjarninn 26. október 2018
Ef skipan dómara hefði verið lögmæt hefðu Eiríkur og Jón verið skipaðir í Landsrétt
Héraðsdómur samþykkti að greiða tveimur mönnum sem urðu af embætti dómara í landsrétti vegna saknæmrar og ólögmætrar ákvörðunar dómsmálaráðherra um að skipa þá ekki í Landsrétt. Annar gerði kröfu um 31 milljónir króna í skaðabætur en fékk 4 milljónir.
Kjarninn 25. október 2018
Kvennafrídagurinn 1975
Breytum ekki konum, breytum samfélaginu – Baráttan heldur áfram
Kvennafrídagurinn er haldinn í fimmta sinn í dag og eru konur hvattar að leggja niður vinnu kl. 14.55. Barátta kvenna fyrir launajafnrétti hefur nú staðið yfir í tugi ára.
Kjarninn 24. október 2018
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Inngrip seðlabankans vekja upp spurningar
Gengi krónunnar hefur veikst skarpt að undanförnu gagnvart helstu alþjóðlegu myntum og greip Seðlabanki Íslands inn í gjaldeyrismarkað í dag, til að vega á móti skarpri veikingu.
Kjarninn 23. október 2018
Agnes M. Sigurðardóttir mælist með minnst traust allra biskupa frá því að mælingar hófust.
Meirihluti vill aðskilnað ríkis og kirkju og traust á biskup aldrei mælst lægra
Einungis þriðjungur þjóðarinnar ber mikið traust til þjóðkirkjunnar og mikill meirihluta hennar vill aðskilnað ríkis og kirkju. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eru hrifnastir af kirkjunni og biskupnum.
Kjarninn 23. október 2018
Mikill vöxtur í ferðaþjónustu og byggingaiðnaði hefur skapað mikla eftirspurn eftir vinnuafli á Íslandi. Þeirri eftirspurn mætir erlent vinnuafl sem flyst hingað til lands.
Innflytjendum mun fjölga um 12 til 30 þúsund hið minnsta innan fimm ára
Mannfjöldaspá Hagstofu Íslands gerir ráð fyrir því að mun fleiri muni flytja til landsins en frá því frá byrjun þessa árs og til loka árs 2022. Sú aukning er fyrst og fremst vegna þess að erlendir ríkisborgarar flytja hingað.
Kjarninn 23. október 2018
Uppgefnar eignir Íslendinga dragast saman
Bein fjármunaeign innlendra aðila erlendis dróst saman í fyrra um rúmlega 100 milljarða króna. Tölur Seðlabanka Íslands segja að Íslendingar eigi einungis 20 milljónir króna á Tortóla.
Kjarninn 22. október 2018
Glæpamenn í jakkafötum
„Þeir ganga um í jakkafötum en eru glæpamenn“. Þetta er lýsing danska forsætisráðherrans á mönnum sem hafa orðið uppvísir að einhverju stærsta skattsvikamáli sem sögur fara af. Um er að ræða jafngildi um það bil tíu þúsund milljarða íslenskra króna.
Kjarninn 21. október 2018
Flestir þeirra kvótaflóttamanna sem koma til Íslands eru Sýrlendingar sem dvelja í Líbanon. Á meðan að kvótaflóttamönnum fjölgar fækkar þeim sem koma hingað á eigin vegum til að sækja um hæli.
Mun færri flóttamenn hafa sótt um hæli í ár en árin á undan
Miðað við þann fjölda flóttamanna sem sótt hefur um hæli hérlendis það sem af er ári mun þeim sem sækja hér um hæli fækka um rúmlega 40 prósent milli ára. Til stendur að borga flóttamönnum fyrir að draga umsóknir til baka.
Kjarninn 19. október 2018
Upp og niður
Fasteignaverð er eitthvað sem fólk hefur jafnan augun á enda er sparnaður fólks oft bundinn í húsnæði. Mikill uppgangur hefur verið á fasteignamarkaði á undanförnum árum, en nú er verulega farið að hægja á hækkun fasteignaverðs.
Kjarninn 19. október 2018
Eigendur húsnæðis hafa hagnast um tvö þúsund milljarða en staða leigjenda versnar
Húsnæðisverð hefur hækkað næst mest í heiminum á Íslandi á síðustu árum. Það hefur skilað eigendum húsnæðis mikilli verðmætaaukningu. Á sama tíma hefur aldrei verið erfiðara að kaupa fyrstu eign og flestir á leigumarkaði af illri nauðsyn frekar en vilja.
Kjarninn 17. október 2018
Skiptastjóri félags Björgólfs Thors og Róberts stefnir Glitni
Björgólfur Thor Björgólfsson ábyrgist greiðslu kostnaðar í riftunarmáli félags sem á engar eignir gegn Glitni HoldCo. Hann er annar af tveimur kröfuhöfum sem lýstu samtals 13,9 milljörðum króna í búið. Hinn er stefndi í málinu, Glitnir HoldCo.
Kjarninn 16. október 2018
„Braggablúsinn“ ekki kominn að lokanótunni
Náðhús, höfundaréttavarin strá, hönnunarljósakrónur og kostnaðaráætlun sem fór langt yfir öll mörk eru hluti af þeim farsa sem einkennir endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsveg 100 sem Reykjavíkurborg stóð fyrir. Kjarninn fer yfir málið.
Kjarninn 14. október 2018
Hávaði er hættulegur heilsunni
Í nýrri skýrslu frá Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, kemur fram að milljónir Evrópubúa búa við hávaða sem getur haft alvarleg áhrif á heilsu þeirra. Í Danmörku einni býr á aðra milljón við slíkar aðstæður.
Kjarninn 14. október 2018
Tekjuhæstu Íslendingarnir borga ekki endilega hæstu skattana
Árum saman hafa yfirvöld birt lista yfir þá landsmenn sem greiða hæstu skattana. Það eru þó ekki endilega sömu einstaklingar og höfðu mestu tekjurnar það árið.
Kjarninn 12. október 2018
Húsnæðiseigendur miklu líklegri til að geta sparað en leigjendur
Þeim leigjendum sem geta lagt fyrir sparifé fækkaði á milli áranna 2017 og 2018 á meðan að húsnæðiseigendum sem leggja fyrir hélt áfram að fjölga. Bilið milli húsnæðiseigenda og leigjenda sem geta sparað hefur breikkað umtalsvert á undanförnum árum.
Kjarninn 11. október 2018
Hrunið: Þegar Glitnir í Noregi var seldur á slikk
Á sama hátt og Íslendingar voru ekki með hagsmuni útlendinga að leiðarljósi í sínum aðgerðum eftir hrunið var útlendingum nokkuð sama um hagsmuni Íslendinga eða kröfuhafa þeirra. Þeir gátu bent á mjög gott dæmi máli sínu til stuðnings: Glitni í Noregi.
Kjarninn 7. október 2018
Hrunið: Þegar bankarnir endurskipulögðu atvinnulífið
Þótt búið væri að endurskipuleggja bankana eftir hrun var fjöldi annarra vandamála óleystur. Hvaða viðmið átti að hafa við endurskipulagningu fyrirtækja?
Kjarninn 7. október 2018
Hærra bensínverð eykur árlegan kostnað heimila um milljarða
Verð á eldsneyti hefur hækkað um 14 prósent frá áramótum. Ríkið tekur til sín rúmlega helming af hverjum seldum lítra.
Kjarninn 7. október 2018
Hrunið: Kröfuhafar komu til að berjast gegn „operation fuck the foreigners“
Haustið 2008, í kjölfar bankahrunsins fylltist allt á Íslandi af útlendingum í jakkafötum. Sumir voru viðskiptahákarlar sem skynjuðu neyðina og vildu kanna hvort þeir gætu keypt verðmætar eignir á brunaútsölu til að skapa sér skammtímagróða.
Kjarninn 7. október 2018
Hrunið: Lagt til að ríkið keypti öll þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki í vanda
Rúmlega ⅔ hlutar íslensks atvinnulífs þurfti á endurskipulagninu að halda eftir bankahrunið. Ýmsar hugmyndir voru uppi um hvernig ætti að fara að því.
Kjarninn 6. október 2018
Hrunið: Bankarnir endurreistir og Deutsche Bank bauðst til að leysa Icesave
Gríðarleg endurskipulagning blasti við í íslensku efnahagslífi eftir bankahrunið. Það þurfti til að mynda að endurskipuleggja bankanna. Og reyna að leysa Icesave.
Kjarninn 6. október 2018
Hrunið: Lukkuriddarar og hrægammar
Fjölmargir athafnamenn sáu sér leik á borði eftir hrunið til að eignast eignir á Íslandi á slikk. Nokkrir gengu mun lengra en aðrir í viðleitni sinni til að verða sér úti um skjótfenginn gróða.
Kjarninn 6. október 2018
Olíuverð hækkar og hefur áhrif á nánast allt á Íslandi
Efnahagur Íslands er hluti af alþjóðavæddum heimi viðskipta, þar sem olía er áhrifamesta hrávaran. Eftir mikið góðæri undanfarin ár gæti hröð verðhækkun á olíu vakið verðbólgudrauginn.
Kjarninn 5. október 2018
Í byrjun árs 1981 varð gjaldmiðilsbreyting á Íslandi og nýir peningaseðlar voru gefnir út, þar á meðal 10 krónu seðillinn.
Þegar verðbólgan fór mest upp í 85,7 prósent
Verðbólga hefur lengið plagað íslenskt samfélag og var árið 1983 einstaklega erfitt í því sambandi en þá voru ýmis Íslandsmet slegin. Kjarninn rifjar upp hvaðan orðið kemur og hvernig ástandið var árið 1983.
Kjarninn 4. október 2018
Tæplega 45 þúsund útlendingar borguðu skatt á Íslandi í fyrra
Nálægt 90 prósent allra nýrra skattgreiðenda á Íslandi í fyrra voru erlendir ríkisborgarar. Þeir eru nú 15,1 prósent þeirra sem greiða hér til samneyslunnar. Samhliða mikilli fjölgun útlendinga hafa greiðslur vegna félagslegrar framfærslu hríðlækkað.
Kjarninn 3. október 2018
Lágvaxtaumhverfi áskorun fyrir lífeyrissjóði - Um 26 prósent eigna erlendis
Heildareignir íslenskra lífeyrissjóða nema nú rúmlega 4 þúsund milljörðum króna. Neikvæð tryggingarfræðileg staða nemur yfir 700 milljörðum.
Kjarninn 2. október 2018
Framsóknarflokkurinn ekki mælst með minna fylgi
Vinsældir ríkisstjórnarinnar halda áfram að dala. Um 40 prósent kjósenda Vinstri grænna og Framsóknar hafa yfirgefið flokkanna en Sjálfstæðisflokkurinn heldur kjörfylgi.
Kjarninn 2. október 2018
Hröð hækkun olíuverðs sligar flugfélög
Flugfélög á Íslandi eiga í vandræðum. Ein ástæðan er hækkun olíuverðs sem sligar mörg félög sem ekki eru vel fjármögnuð. Erfiðleikar fyrirséðir á næstunni. Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Salman Arabíukónung og heimtað meiri framleiðslu.
Kjarninn 1. október 2018
Luigi Di Maio, atvinnuráðherra Ítalíu og leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar, síðasta fimmtudagskvöld.
„Fátæktinni útrýmt“ með nýjum fjárlögum
Fyrsta fjármálafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar Ítalíu verður tekið fyrir á þingi næstu dagana. Samkvæmt formanni eins ríkisstjórnarflokksins mun frumvarpið marka útrýmingu fátæktar í landinu, en aðrir eru ekki jafnsannfærðir um það.
Kjarninn 30. september 2018