Sex þingmenn ganga inn á bar ... og voru teknir upp af Báru
Klaustursmálið er stærsta pólitíska hneykslismál þess árs sem nú er senn að ljúka. Pólitískar afleiðingar þess, að minnsta kosti til skamms tíma.
Kjarninn 24. desember 2018
Rúmlega hálfur milljarður króna til viðbótar úr ríkissjóði vegna flóttamanna
Heildarútgjöld vegna útlendingamála verða aðeins lægri í ár en 2017 þótt fyrir liggi að umsóknum um hæli hérlendis muni fækka umtalsvert. Á fjáraukalögum er rúmlega hálfum milljarði króna ráðstafað í málaflokkinn.
Kjarninn 23. desember 2018
Danskir sjómenn uggandi
Fátt hefur verið fyrirferðarmeira í fréttum síðustu vikur og mánuði en útganga Breta úr Evrópusambandinu, Brexit. Sú ákvörðun Breta að segja skilið við ESB mun hafa margháttaðar afleiðingar fyrir danska sjómenn, sem eru mjög uggandi varðandi framtíðina.
Kjarninn 23. desember 2018
Þjóðkirkjan er hluti af íslenska ríkinu. Þess vegna ganga Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hlið við hlið við þingsetningu.
Þjóðkirkjan fær 857 milljónir króna viðbótarframlag á fjáraukalögum
Ríkið greiðir þjóðkirkjunni hátt í milljarð króna til viðbótar við þá tæpu 4,6 milljarða sem þegar hafði verið ráðstafað til hennar á fjárlögum. Þingmaður Pírata segir að ríkið þyrfti að greiða laun 80 presta þó allir segðu sig úr þjóðkirkjunni.
Kjarninn 22. desember 2018
The Winner takes it all – ábyrgðarlaus hugleiðing um blygðunarfrelsið
Rithöfundarnir Auður Jónsdóttir og Ragnar Helgi Ólafsson voru leynilega tekin upp í karíókísveiflu nú á dögunum þegar þau sungu The Winner Take It All.
Kjarninn 22. desember 2018
Árið 2018: Bræðurnir sem eiga Dekhill Advisors
Ágúst og Lýður Guðmundssynir voru umtalsvert í fréttum á árinu. Þeir eru nú í 187. sæti yfir ríkustu menn Bretlands eftir að hafa komist aftur yfir Bakkavör, lánuðu sjálfum sér milljarða til að kaupa eign sem þeir þegar áttu.
Kjarninn 21. desember 2018
Tekist á um milljarða almannahagsmuni
Átök Landsbankans og Borgunar, og fyrrverandi forsvarsmanna félagsins, fyrir dómstólum, hafa að miklu leyti farið leynt þar sem málsaðilar hafa neitað að láta af hendi upplýsingar um málaferlin.
Kjarninn 21. desember 2018
Bragginn við Nauthólsveg 100.
Víða pottur brottinn í braggamálinu samkvæmt Innri endurskoðun
Niðurstöður Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar benda eindregið til þess að kostnaðareftirliti hafi verið ábótavant og hlítni við lög, innkaupareglur, starfslýsingar, verkferla, ábyrgð og forsvar hafi ekki verið nægjanleg.
Kjarninn 20. desember 2018
Tveir af hverjum þremur telja að margir eða allir íslenskir stjórnmálamenn séu spilltir
Fjöldi þeirra sem telja marga eða alla stjórnmálamenn á Íslandi viðriðna spillingu hefur næstum því tvöfaldast frá árinu 2016. Fleiri treysta Alþingi ekkert en áður. Það sem er líklegast til að auka traust eru tíðari afsagnir þingmanna.
Kjarninn 20. desember 2018
RÚV er langstærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins. Og það eina sem er á fjárlögum.
RÚV fær 222 milljónir króna á fjáraukalögum
RÚV fær viðbótarframlag á fjáraukalögum. Framlagið er leiðrétting á lögbundnu framlagi úr ríkissjóði til RÚV, sem fékk fyrir tæplega 4,2 milljarða króna úr honum.
Kjarninn 20. desember 2018
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram en tillagan um breytingar á hæfisskilyrðum fyrir stjórnarmenn FME kom frá fjármálaráðuneytið Bjarna Benediktssonar.
Brotamenn fá ekki að setjast í stjórn Fjármálaeftirlitsins
Allsherjar- og menntamálanefnd felldi út ákvæði úr frumvarpi sem átti að heimila dæmdum mönnum að setjast í stjórn Fjármálaeftirlitsins fimm til tíu árum eftir að þeir hlutu dóma.
Kjarninn 19. desember 2018
Fyrrverandi borgarfulltrúi dæmdur fyrir peningaþvætti
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur verið dæmdur fyrir peningaþvætti. Hann hafði viðurkennt skattalagabrot við rannsókn málsins en það var fyrnt.
Kjarninn 18. desember 2018
Sjálfstæðisflokkurinn fékk of háa styrki árum saman
Sjálfstæðisflokkurinn fékk styrki sem voru umfram lögbundið hámark frá tengdum aðilum árin 2013, 2015, 2016 og 2017. Ríkisendurskoðun hefur far
Kjarninn 18. desember 2018
Stóri lottó - ekki - vinningurinn
Hvað gerir sá sem telur sig hafa hlotið stóran vinning í lottó, en getur ekki sýnt miðann? Jú, hann berst fyrir að sanna mál sitt. Það er einmitt það sem danskur maður hefur gert, en hann taldi sig fá ,,þann stóra“ fyrir 16 árum.
Kjarninn 16. desember 2018
Ríkisstjórnarflokkarnir græða mikið fylgi á Klaustursmálinu
Samanlagt fylgi þeirra þriggja flokka sem mynda ríkisstjórn jókst um 8,6 prósentustig eftir Klaustursmálið. Mesta fylgisaukningin er hjá Framsókn. Frjálslynda stjórnarandstöðublokkin bætir líka við sig.
Kjarninn 15. desember 2018
Stakksberg telur íbúakosningu um stóriðju í Helguvík ólögmæta og geta leitt til bótaskyldu
Stakksberg, félag í eigu Arion banka, hefur sent Reykjanesbæ bréf þar sem félagið segir sveitarfélagið skaðabótaskylt ef komið verður í veg fyrir starfsemi kísilmálmverksmiðjunar sem áður var í eigu United Silicon.
Kjarninn 14. desember 2018
Græðgi og spilling kemur enn upp í huga almennings - Bankasala framundan
Kannanir sem gerðar voru fyrir starfshóp stjórnvalda sem skilaði af sér Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið benda til þess að hrun fjármálakerfisins sé enn ferskt í minni almennings.
Kjarninn 14. desember 2018
Eina leiðin til að bjarga WOW air
WOW air hefur sagt upp hundruð starfsmanna, hættir að fljúga til Indlands og Los Angeles og mun hafa fækkað vélum sínum úr 24 í 11 á mjög skömmum tíma. Forstjórinn viðurkennir að rangar ákvarðanir í rekstri séu ástæða stöðunnar.
Kjarninn 13. desember 2018
Horft til þess að nýta skráðan markað til að selja hluti í ríkisbönkunum
Í Hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið kemur fram að vantraust á fjármálakerfinu sé enn „djúpstætt“. Langan tíma muni taka að ná upp trausti á því á nýjan leik.
Kjarninn 10. desember 2018
Frederik Skøt og Toke Suhr.
Morðtól í tómstundabúð
Þegar tveir ungir menn, Toke Suhr og Frederik Skøt, opnuðu verslun í Kaupmannahöfn, fyrir tveim árum, grunaði þá ekki að vörur sem þeir hefðu til sölu yrðu notaðar til árása og manndrápa í Írak.
Kjarninn 9. desember 2018
Boða áframhaldandi skoðun á óeðlilegum tilraunum til að hafa áhrif á kosningar
Nafnlaus áróður var áberandi í kosningunum 2016 og 2017. Nýtt frumvarp bannar flokkum og frambjóðendum þeirra að borga beint fyrir slíkan áróður, þótt enginn slíkur hafi orðið uppvís af því að gera slíkt hingað til. Það voru aðrir sem borguðu.
Kjarninn 8. desember 2018
Stjórnmálaflokkarnir sammála um að fá meira rekstrarfé úr ríkissjóði
Allir flokkar á þingi standa að nýju frumvarpi um breytingar á lögum um stjórnmálastarfsemi. Í því verður fjármögnun stjórnmálaflokka á nafnlausum áróðri bannaður með lögum og geta einkaaðila til að gefa þeim pening aukin .
Kjarninn 7. desember 2018
Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Aflandskrónueigendum hleypt út - Mokgræða á þolinmæðinni
Þolinmóðir aflandskrónueigendur sjá ekki eftir því að hafa beðið með að fara út úr íslensku hagkerfi með krónurnar sínar. Þeir geta nú fengið 37 prósent meira fyrir þær en Seðlabanki Íslands bauð sumarið 2016.
Kjarninn 7. desember 2018
Sterk og viðkvæm staða í senn
Ekki er hægt að segja annað en að hagtölurnar úr íslenska hagkerfinu séu frekar jákvæðar þessi misserin. Engu að síður er staðan viðkvæm, eins og miklar sveiflur á gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði gefa til kynna. Þar skiptir staða flugfélaganna lykilmáli.
Kjarninn 7. desember 2018
Miðflokkurinn næði ekki inn manni á þing – Mælist með 4,3 prósent fylgi
Frjálslyndu flokkarnir þrír í stjórnarandstöðu eru sterkasta blokkinn í íslenskri pólitík eftir Klaustursmálið samkvæmt nýrri könnun. Vart mælanlegur munur á fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
Kjarninn 5. desember 2018
Konur hafa frelsi til að reyna við – og karlar sem vilja Klaustra konur
Það er kúl að kona reyni við karl – þá þorir hún að vera!
Kjarninn 3. desember 2018
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra, skipaði starfshópinn sem vann hvítbók um fjármálakerfið í febrúar.
Hvítbók um fjármálakerfið kynnt í vikunni
Ákvarðanir um hvort og hvernig hlutir ríkisins í Landsbankanum og Íslandsbanka verði seldir munu verða teknar eftir umfjöllun Alþingis um hvítbók um fjármálakerfið. Sú hvítbók verður kynnt í þessari viku.
Kjarninn 3. desember 2018
Áreiðanleikakönnun gaf til kynna að fjárþörf WOW air væri meiri
Greiningar og áreiðanleikakannanir sem gerðar voru á stöðu WOW air sýndu að þær forsendur sem gerðar voru í kaupsamningi Icelandair stóðust ekki. Samkomulag við kröfuhafa og leigusala lá ekki fyrir og fjárþörf WOW air var meiri en gert var ráð fyrir.
Kjarninn 30. nóvember 2018
Startup-stemmning hjá risanum
Stærsta skráða fyrirtæki landsins, Marel, er sannkallað flaggskip íslenskrar nýsköpunar. Fyrirtækið er nú að renna inn í mikið vaxtarskreið, miðað við kynnt áform.
Kjarninn 30. nóvember 2018
Persónuvernd bannar birtingu Tekjur.is á upplýsingum úr skattskrá
Stjórn Persónuverndar hefur komist að þeirri niðurstöðu að það megi ekki birta upplýsingar úr skattskrá landsmanna, þar sem bæði launa- og fjármagnstekjur eru aðgengilegar, rafrænt á vefnum. Tekjur.is hefur verið lokað.
Kjarninn 29. nóvember 2018
Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk of háa styrki frá Ísfélagsfjölskyldunni
Þrjú félög í eigu fjölskyldu Guðbjargar Matthíasdóttur, eigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, styrktu Sjálfstæðisflokkinn um rúmlega tvöfalda þá upphæð sem lög heimila tengdum aðilum að gera. Hluti styrkjanna hafa verið endurgreiddir.
Kjarninn 28. nóvember 2018
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, leggur fram frumvarpið um breytingu á lögum um Bankasýslu ríkisins.
Bráðabirgðaákvæði afnemur tímaramma utan um starfsemi Bankasýslu ríkisins
Upphaflega átti Bankasýsla ríkisins að starfa í fimm ár. Þau eru nú löngu liðin en stofnunin starfar enn. Nú hefur verið lagt fram frumvarp sem segir að stofnunin verði fyrst lögð niður þegar hlutverki hennar er lokið.
Kjarninn 28. nóvember 2018
Óvissa um jafnræði fjárfesta vegna kaupa á WOW air
Hver veit hvað um kaup Icelandair á WOW air? Af hverju sendi Fjármálaeftirlitið út dreifibréf til þess að brýna fyrir ráðuneytum og stofnunum að fylgja lögum um innherjaupplýsingar?
Kjarninn 27. nóvember 2018
Víðtæk vandræði Íslandspósts
Íslandspóstur hefur farið fram á 1,5 milljarða króna neyðarlán frá ríkissjóð en fjárlaganefnd hefur áhyggjur af endurgreiðslu lánsins. Póstþjónusta Íslandspósts hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár en fyrirtækið tapaði háum fjárhæðum á árinu.
Kjarninn 26. nóvember 2018
Bakkavararbræður lánuðu sjálfum sér til að kaupa eign sem þeir þegar áttu
Félögin sem Ágúst og Lýður Guðmundssynir nýttu til að ferja fjármagn til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands hafa verið í umfangsmiklum viðskiptum við hvort annað. Þau viðskipti hafa skilið eftir milljarða í bókfærðan söluhagnað.
Kjarninn 26. nóvember 2018
Svíþjóð: Ný stjórn í fæðingu – eða nýjar kosningar
Kosið var til þings í Svíþjóð 9. september. Þrátt fyrir nokkrar tilraunir hefur ekki tekist að mynda ríkisstjórn úr þeim niðurstöðu þeirra. Af hverju er það? Hvað veldur því að Svíar geta ekki „hugsað út fyrir boxið“?
Kjarninn 26. nóvember 2018
Svarti kaupasýkidagurinn
„Galdurinn er að gera alltaf eitthvað nýtt og helst gera það að hefð.“ Þetta var svar breska verslunareigandans Harry Gordon Selfridge, þegar hann var spurður um verslunarrekstur, snemma á síðustu öld. Löngu fyrir daga þess sem nú nefnist Black Friday.
Kjarninn 25. nóvember 2018
Orkupakkinn skekur stjórnmálin
Nokkuð óvænt varð þriðji orkupakki Evrópusambandsins að miklum pólitískum bastarði á Íslandi. Titringurinn varð ljós í Valhöll þar sem kom saman hópur Sjálfstæðismanna, aðallega eldri karla, og ályktaði á þann veg að það væri óskynsamlegt að taka hann upp
Kjarninn 23. nóvember 2018
Búið að birta útdrátt úr ársreikningum sjö af átta stjórnmálaflokkum á þingi
Fjárhagsstaða íslenskra stjórnmálaflokka er mismunandi. Allir flokkar skiluðu ársreikningi fyrir 1. október líkt og lög gera ráð fyrir, en ekki er búið að birta útdrátt úr reikningi Sjálfstæðisflokks. Ríkisframlög til þeirra aukast um 127 prósent í ár.
Kjarninn 18. nóvember 2018
Þegar orðin skortir – bókin um Kim Wall
Fyrir réttri viku kom út, í Svíþjóð, og fleiri löndum, bók sem foreldrar sænsku blaðakonunnar Kim Wall hafa skrifað. „Við óskum þess að heimurinn muni eftir dóttur okkar, en ekki bara manninn sem tók hana frá okkur.“
Kjarninn 18. nóvember 2018
„Þessi banki á sig sjálfur“
Kaupþing var allra banka stærstur á Íslandi fyrir bankahrun. Og dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að helstu stjórnendur hans hafi framið fordæmalausa efnahagsglæpi á meðan að bankinn var á lífi. Í nýrri bók, Kaupthinking.
Kjarninn 16. nóvember 2018
Morðið í Istanbul, valdatafl í Sádí-Arabíu og hrun á olíuverði
Að undanförnu hefur orðið algjör kúvending á olíuverði. Mikill þrýstingur var á yfirvöld í Sádí-Arabíu í haust, frá Bandaríkjunum, um að auka framleiðslu. Það hefur nú gengið eftir.
Kjarninn 14. nóvember 2018
Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna.
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist undir 40 prósent í fyrsta sinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með undir 20 prósent fylgi í fyrsta sinn á kjörtímabilinu. Allir fimm stjórnarandstöðuflokkarnir hafa bætt við sig fylgi frá síðustu kosningum en ríkisstjórnarflokkarnir mælast með sífellt minni stuðning.
Kjarninn 13. nóvember 2018
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Brotamönnum gert kleift að sitja í stjórn FME tíu árum eftir dóm
Í tillögum dómsmálaráðherra um breytingar á lögum vegna uppreist æru er lagt til að menn sem hafa framið alvarleg lögbrot verði sjálfkrafa hæfir til að sitja í stjórn Fjármálaeftirlitsins tíu árum eftir að þeir voru dæmdir. Tillagan er ekki rökstudd.
Kjarninn 13. nóvember 2018
Verðbólgudraugurinn versti óvinur fasteignamarkaðarins
Blikur eru nú á lofti á fasteignamarkaði en töluvert hefur hægst á verðhækkunum. Þá stefnir í að verðbólga fari hækkandi á næstunni. Fasteignafélög munu lítið annað geta gert en að hækka leiguna.
Kjarninn 11. nóvember 2018
Andrés Önd hleypir lífi í túrismann
Á forsíðu nýjasta Andrésblaðsins (6.11.2018) sést frægasta önd í heimi, ásamt þeim Ripp, Rapp og Rupp, við þekkta kirkju á Jótlandi í Danmörku. Reynslan sýnir að forsíðumynd af þessu tagi dregur að fjölda ferðamanna.
Kjarninn 11. nóvember 2018
229 íslenskar fjölskyldur eiga 237 milljarða króna
Á örfáum árum hafa íslenskar fjölskyldur eignast 2.538 nýja milljarða. Þeir milljarðar hafa skipst mismunandi niður á hópa. Og flestar nýjar krónur lenda hjá ríkasta lagi þjóðarinnar.
Kjarninn 10. nóvember 2018
Dauðastríð mánuðum saman
Icelandair keypti WOW air í upphafi viku. Kaupverðið er langt frá því verði sem til stóð að fá fyrir helmingshlut í WOW air fyrir tæpum tveimur mánuðum. Um björgunaraðgerð var að ræða sem átti sér skamman aðdraganda.
Kjarninn 9. nóvember 2018
Uppskrift að stéttastríði
Það hefur verið góðæri á Íslandi á undanförnum árum. Birtingarmyndir þess eru margskonar. Því er þó mjög misskipt hvernig afrakstur góðærisins hefur haft áhrif á lífsgæði landsmanna. Þeir sem eiga húsnæði hafa til að mynda aukið eign sína gífurlega mikið.
Kjarninn 9. nóvember 2018
Þrjár af hverjum fjórum félagslegum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu í Reykjavík
Alls eru 76 prósent félagslegra íbúða á höfuðborgarsvæðinu í Reykjavík. Nær öll fjölgun sem verður á þeim á svæðinu á sér stað þar. Í Garðabæ eru alls 29 félagslegar íbúðir og þeim fækkar milli ára samkvæmt talningu Varasjóðs húsnæðismála.
Kjarninn 7. nóvember 2018