Aukning á töku óverðtryggðra lána hjá lífeyrissjóðunum
Alls lánuðu lífeyrissjóðir landsins sjóðsfélögum sínum 18,5 prósent meira til íbúðarkaupa á fyrstu þremur mánuðum ársins en þeir gerðu á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Nú taka landsmenn hins vegar í auknu máli óverðtryggð lán.
Kjarninn 14. maí 2019
Björgólfur Thor metinn á 263 milljarða króna
Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal 100 ríkustu manna í Bretlandi. Auður hans hefur vaxið hægt og bítandi síðustu ár eftir að staða hans var tvísýn eftir bankahrunið.
Kjarninn 13. maí 2019
Bakkavararbræður metnir á 89 milljarða króna
Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru á meðal ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýlegri úttekt. Undirstaða hins mikla auðs þeirra eru hlutabréf í Bakkavör, sem þeir misstu frá sér um tíma til íslenskra lífeyrissjóða og fjármálafyrirtækja.
Kjarninn 13. maí 2019
Hjartahlaupararnir
Fimmtíu þúsund Danir eru dag og nótt fúsir að hlaupa af stað og aðstoða fólk sem fengið hefur hjartaáfall. Slík aðstoð getur skipt sköpum meðan beðið er eftir sjúkrabíl og lækni.
Kjarninn 12. maí 2019
Hægist á góðærinu: Hagstofan spáir samdrætti í ár í fyrsta sinn frá 2010
Gangi ný þjóðhagsspá, sem birt var í dag, eftir mun verða samdráttur í landsframleiðslu á Íslandi í ár. Spáin gerir þó ráð fyrir að hagvöxtur verði aftur strax á næsta ári. Ástæðan fyrir þessu er aðallega tvíþætt: Gjaldþrot WOW air og loðnubrestur.
Kjarninn 10. maí 2019
Dýrkeypt leynimakk Boeing
Íslenskur flugiðnaður gengur nú í gegnum mikla erfiðleika. Gjaldþrot WOW air og kyrrsetning á 737 Max vélum Boeing hafa leitt til dramatískrar niðursveiflu sem ekki sér fyrir endann á.
Kjarninn 10. maí 2019
Flóttamaðurinn sem er að skrifa nýjan kafla í sögu NBA
Giannis Antetokounmpo er þjóðhetja í Milwaukee. Saga hans er þyrnum stráð. Ótrúlegt er að hugsa til þess að honum sé að takast að komast á toppinn í NBA.
Kjarninn 7. maí 2019
Þriðji orkupakkinn og kjarasamningar hafa lítil áhrif á fylgi flokka
Engar merkjanlegar breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokka milli mánaða, þrátt fyrir að kjarasamningum við rúmlega helming vinnumarkaðar hafi verið lokið og að þriðji orkupakkinn hafi átt hið pólitíska svið vikum saman.
Kjarninn 6. maí 2019
Skuggahliðar íþróttanna
Þjálfarar keppnisfólks í íþróttum beita ýmsum aðferðum við þjálfunina. Krafan um árangur hefur iðulega skuggahliðar sem lítið er talað um og jafnvel reynt að þegja í hel.
Kjarninn 5. maí 2019
Tindur Snæfellsjökuls
Rýrnun íslenskra jökla helsta afleiðing hlýnandi loftlags
Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt á síðustu tuttugu árum og er rýrnun þeirra skýr vitnisburður um hlýnun jarðar. Jöklafræðingur Veðurstofu Íslands telur að Snæfellsjökull, einn þekktasti jökull Íslands, verði að öllum líkindum að mestu horfinn árið 2050.
Kjarninn 4. maí 2019
Styrkur ríkisfyrirtækis við WOW air tapast
Í gær komst dómstóll að því að leigusali WOW air þurfi ekki að greiða skuld hins gjaldþrota félags við ríkisfyrirtækið Isavia. Því virðast skattgreiðendur, eigendur Isavia, sitja uppi með það tap sem verður.
Kjarninn 3. maí 2019
Tilvistarkrísa hins góða neytanda
Plastið er orðið tákn þeirrar umhverfisvár sem íbúar jarðarinnar glíma við og hefur gríðarleg vitundarvakning átt sér stað á síðustu misserum og árum. Með miklu upplýsingaflæði geta ákvarðanir þeirra sem vilja vera meðvitaðir neytendur flækst fyrir þeim.
Kjarninn 3. maí 2019
Tekjur Reykjavíkurborgar vegna fasteignaskatta aukast þrátt fyrir að skattprósentan lækki
Reykjavíkurborg fékk rúmlega tveimur milljörðum krónum meira í innheimta fasteignaskatta í fyrra þrátt fyrir að hafa lækkað fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði um tíu prósent og aukið afslætti aldraðra og öryrkja.
Kjarninn 1. maí 2019
Neyðarlánið var veitt í kjölfar símtals milli Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde.
Neyðarlánsskýrslan frestast um tvær vikur – Verður birt 14. maí
Skýrsla um neyðarlánið sem Kaupþing veitti haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum, sem boðuð var í febrúar 2015, átti að vera birt í dag. Útgáfu hennar hefur verið frestað til 14. maí næstkomandi.
Kjarninn 30. apríl 2019
WOW air varð gjaldþrota í lok mars.
Verðbólga hækkar skarpt milli mánaða - Flugfargjöld hækkuðu um 20 prósent
Verðbólga mælist nú 3,3 prósent og hækkar umtalsvert á milli mánaða. Gjaldþrot WOW air hefur þar mikil áhrif en verð á flugfargjöldum hækkaði um 20,6 prósent á milli mánaða.
Kjarninn 29. apríl 2019
Spennan farin úr fasteignamarkaðnum
Staðan á fasteignamarkaðnum íslenska hefur breyst mikið á skömmum tíma. Eftir miklar hækkanir eru blikur á lofti. Er að taka við tími verðlækkana?
Kjarninn 28. apríl 2019
Réttindalaus með kápuna á báðum öxlum
Réttindalaus læknir hefur um 24 ára skeið verið yfirmaður þeirrar deildar dönsku Umferðarstofunnar sem hefur umsjón með heilbrigðisskoðun flugmanna, flugliða og flugumferðarstjóra. Læknirinn hefur jafnframt rekið fyrirtæki sem annast slíka skoðun.
Kjarninn 28. apríl 2019
Þrjár konur vinsælustu ráðherrarnir á Íslandi
Ný könnun sýnir sterka stöðu þriggja kvenna sem sitja í ríkisstjórn landsins, og umtalsverðar óvinsældir hinna tveggja kvennanna sem þar hafa setið. Hún sýnir líka að í tveimur tilvikum eru varaformenn stjórnarflokka vinsælli en formennirnir.
Kjarninn 27. apríl 2019
Það er eitthvað að gerast í Arion banka
Miklar breytingar hafa orðið hjá stærsta bankanum sem er einkaeigu á skömmum tíma. Innlendir einkafjárfestar, með sögu sem teygir sig aftur fyrir bankahrun, eru orðnir stórir eigendur í Arion banka.
Kjarninn 26. apríl 2019
Safna á upplýsingum um menntun Íslendinga sem flytja til annarra landa
Á níu af síðustu tíu árum hafa fleiri Íslendingar flutt frá landinu en til þess óháð því hvort að það sé kreppa eða góðæri. Getgátur hafa verið uppi um að þarna fari vel menntað fólk og því sé spekileki frá landinu. Nú á að komast að því hvort svo sé.
Kjarninn 23. apríl 2019
Það helsta hingað til: Ríkisforstjórarnir og þingmennirnir á háu laununum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Eitt það fyrirferðamesta hefur snúist um miklar launahækkanir sem æðstu embættismenn og ríkisforstjórar hafa fengið á undanförnum árum.
Kjarninn 22. apríl 2019
Ritað undir kjarasamninganna 3. apríl 2019.
Það helsta hingað til: Samið um vopnahlé í stéttastríði
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins voru harðar kjaradeilur og fordæmalausir samningar sem undirritaðir voru 3. apríl.
Kjarninn 21. apríl 2019
Ekkert nýtt úr gömlu
Ekkert lát er á mótmælum almennings í Alsír. Eftir að forsetinn lét af völdum hefur reiði mótmælenda beinst að ráðherrum og öðrum valdamönnum.
Kjarninn 21. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir kynnti fjölmiðlafrumvarpið 31. janúar 2019.
Það helsta hingað til: Frumvarp um ríkisstyrki til einkarekinna fjölmiðla
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Þar á meðal er fjölmiðlafrumvarpið, sem verður líklegast lagt fyrir ríkisstjórn fyrir mánaðamót.
Kjarninn 19. apríl 2019
Sigríður Á. Andersen þegar hún yfirgaf sinn síðasta ríkisráðsfund. Að minnsta kosti í bili.
Það helsta hingað til: Afsögn Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Eitt mál sem stendur þar upp úr er afsögn dómsmálaráðherra og dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 18. apríl 2019
Forsetinn sem varð til í beinni útsendingu á RÚV og þjóðin elskar
Á meðan að traust hríðfellur gagnvart Alþingi og borgarstjórn, og mælist undir 20 prósent, er einn þjóðkjörinn fulltrúi sem flestir landsmenn eru ánægðir með. Það er forseti landsins sem nýtur trausts 83 prósent landsmanna.
Kjarninn 18. apríl 2019
Setja spurningamerki við Boeing flugflotann
Margvísleg áhrif af kyrrsetningunni á 737 Max vélunum frá Boeing, í kjölfar tveggja flugslysa, eru nú komin fram. Flugmenn hjá Southwest flugfélaginu spyrja sig af því hvers vegna er veðjað jafn mikið á Boeing og raun ber vitni.
Kjarninn 16. apríl 2019
Arion banki var skráður á markað í fyrra.
Arion banki lækkar hlutafé – Virði þess um 14 milljarðar króna
Arion banki hefur lækkað útgefið hlutafé sitt um 9,3 prósent, eða þá eign sem bankinn átti í sjálfum sér. Við það eykst virði hlutafjár annarra hluthafa um 14,2 milljarða króna. Þeir fá líka tíu milljarða króna arðgreiðslu í ár.
Kjarninn 16. apríl 2019
Lífeyrissjóðirnir í lykilstöðu í HS Orku og Reykjanesbær fær milljarða
Viðbúið er að Reykjanesbær fái á fjórða milljarð króna í sinn hlut vegna sölu á hlut fjárfestingarsjóðsins ORK í HS Orku. Samlagsfélagið Jarðvarmi, í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða, verður með tögl og hagldir í HS Orku.
Kjarninn 16. apríl 2019
Evrópuráðsþingið í Strassborg
Ráðist á konur í stjórnmálum fyrir það eitt að vera konur
Evr­ópu­ráðs­þingið hefur samþykkt þings­á­lyktun og til­mæli til aðilda­rríkja Evrópuráðs­ins um aðgerðir til þess að berj­ast gegn kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi í póli­tík í álfunni. Kjarninn leit betur á þetta stóra og mikilvæga mál.
Kjarninn 16. apríl 2019
Unnið er að því að reyna að koma WOW air aftur í loftið. Til þess er fundað stíft með allskyns fjárfestum.
Allskyns mögulegir fjárfestar voru boðaðir á endurreisnarfund WOW air fyrir viku
Á meðal þeirra sem sátu fund Arctica Finance um mögulega endurreisn WOW air á mánudag fyrir viku voru Pálmi Haraldsson, fyrrverandi eigandi Iceland Express, og Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir. Pt Capital á ekki í viðræðum um að endurreisa WOW air.
Kjarninn 15. apríl 2019
Fylgið flakkar milli flokka sem tilheyra sömu hólfum stjórnmála
Eftir Klaustursmálið hækkaði fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um 7,7 prósent á sama tíma og fylgi Miðflokks og Flokks fólksins lækkaði um 7,6 prósent. Nú þegar fylgi Miðflokksins er að aukast lækkar fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.
Kjarninn 15. apríl 2019
William Kvist og Victor Fischer að keppa fyrir danska landsliðsins.
Hommahróp á vellinum
Þegar nokkrir danskir áhorfendur á fótboltaleik kölluðu „Victor Fischer er homo“ á leikmann andstæðinganna grunaði þá tæpast að það hefði eftirmál. Þar skjátlaðist þeim illilega.
Kjarninn 14. apríl 2019
Sífellt fleira ungt fólk með neysluskuldir á bakinu
Vaxandi hópur ungs fólk er að hefja fjármálasögu sína á vanskilaskrá hér á landi. Umboðsmaður skuldara segir að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða vegna vaxandi vanda skyndilána.
Kjarninn 13. apríl 2019
Mikil verðmæti í fangi almennings
Eftir hrun fjármálakerfisins hefur átt sér stað mikil umbreyting á íslenska hagkerfinu. Eitt af því sem gerst hefur, er að eignir íslenska ríkisins – þar með talið eignarhlutir í fyrirtækjum – hafa margfaldast.
Kjarninn 12. apríl 2019
Vandi Boeing teygir sig af þunga til Íslands
Kyrrsetning á Max vélum Boeing hefur veruleg áhrif á flugfélög sem gerðu ráð fyrir vélunum í leiðakerfum sínum. Icelandair er eitt þeirra. Ljóst er að félagið er í kappi við tímann, um að útvega vélar sem geta leyst Max af hólmi.
Kjarninn 11. apríl 2019
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Fjármálaráð segir stjórnvöld í „spennitreyju eigin stefnu“
Fjármálaráð segir í nýbirtri álitsgerð að lög um opinber fjármál heimili ekki að stefnumið fjármálastefnu um afkomu og skuldir séu brotin.
Kjarninn 11. apríl 2019
Losun vegna flugferða ráðuneytanna hátt í þúsund tonn í fyrra
Í loftlagsstefnu Stjórnarráðsins má finna aðgerðir um hvernig ráðuneytin ætla að kolefnisjafna starfsemi sína. Þar á meðal hvernig draga megi úr losun vegna flugferða starfsmanna en þær eru 70 prósent af heildarlosun Stjórnarráðsins.
Kjarninn 10. apríl 2019
Stoðir langstærsti íslenski einkafjárfestirinn í Arion banka
Félag sem starfar enn á gömlu kennitölu FL Group, og var tekið yfir af hópi sem samanstendur meðal annars af mörgum fyrrverandi lykilmönnum þess félags, er nú orðið stærsti einkafjárfestirinn í Arion banka með 4,22 prósent hlut.
Kjarninn 10. apríl 2019
Fjöldi erlendra ríkisborgarar sem flutt hefur til landsins hefur aukist mikið á síðustu árum samhliða bættu efnahagsástandi. Þannig er um helmingur félagsmanna Eflingar fólk af erlendum uppruna.
Innflytjendur þiggja minna af félagslegum greiðslum en aðrir íbúar
Þeir íbúar Íslands sem eru flokkaðir sem innlendir þiggja mun meiri félagslega framfærslu en innflytjendur, hvort sem miðað er við meðaltalsgreiðslur eða miðgildi. Samhliða mikilli fjölgun innflytjenda hafa meðaltalsgreiðslur til þeirra dregist saman.
Kjarninn 8. apríl 2019
Avedøre orkuverið í Kaupmannahöfn.
Deilt um rafmagnskapla
Fjórir flokkar á danska þinginu, Folketinget, hafa komið í veg fyrir að ríkisstjórnin geti selt hluta orkudreifingarfyrirtækisins Radius. Formenn flokkanna segja sporin hræða og grunnþjónusta eigi að vera í eigu ríkisins.
Kjarninn 7. apríl 2019
Hildur Björnsdóttir, sem sat í öðru sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, greiddu atkvæði með mismunandi hætti.
Sjálfstæðisflokkur þríklofinn gagnvart þjóðaratkvæði um Reykjavíkurflugvöll
Greidd voru atkvæði um umsögn borgarlögmanns um að leggjast gegn þjóðaratkvæði um Reykjavíkurflugvöll í borgarráði í gær. Einn borgarráðsmaður Sjálfstæðisflokks studdi umsögnina, annar var á móti og þriðji sat hjá.
Kjarninn 5. apríl 2019
Hentistefnuflokkur íslenskra stjórnmála
Miðflokkurinn er að marka sérstöðu í íslenskum stjórnmálum með getu sinni til að taka flókin mál, smætta þau niður í einfaldar lausnir og stilla sér upp sem varðmanni fullveldis og almennings í þeim.
Kjarninn 5. apríl 2019
Vextir þurfa að lækka um 0,75 prósentustig til að kjarasamningar haldi
Meginvextir Seðlabanka Íslands þurfa að fara niður í 3,75 prósent fyrir september 2020, annars eru forsendur kjarasamninga brostnar. Um þetta var gert hliðarsamkomulag sem aðilar kjarasamninga eru meðvitaðir um.
Kjarninn 4. apríl 2019
Allt sem þú þarft að vita um kjarasamningana
Kjarasamningar fyrir um 110 þúsund manns, rúmlega helming íslensks vinnumarkaðar, voru undirritaðir í gær. Hér er að finna öll aðalatriði þeirra samninga, forsendur þeirra og hvað stjórnvöld þurfa að gera til að láta þá ganga upp.
Kjarninn 4. apríl 2019
90 þúsund króna launahækkun á tæpum fjórum árum en lítil hækkun í ár
Í nýgerðum kjarasamningum, sem eru til tæplega fjögurra ára, er uppsagnarákvæði sem virkjast ef Seðlabanki Íslands lækkar ekki stýrivexti. Launahækkanir sem koma til framkvæmda í ár verða mjög lágar.
Kjarninn 3. apríl 2019
Ríkisstjórnin metur framlag sitt til „lífskjarasamninga“ á 100 milljarða króna
Tíu þúsund króna aukning á ráðstöfunartekjum lægsta tekjuhóps, hækkun skerðingarmarka barnabóta, nýjar leiðir til stuðnings við fyrstu íbúðakaupendur með nýtingu lífeyrisgreiðslna og uppbygging í Keldnalandi.
Kjarninn 3. apríl 2019
Miðflokkurinn nálgast kjörfylgi sitt á ný
Áhrif Klausturmálsins á fylgi stjórnmálaflokka virðast vera að ganga til baka og Miðflokkurinn, sem var í aðalhlutverki í því máli, mælist nú með nákvæmlega sama fylgi og Framsókn. Erfitt gæti verið að mynda meirihlutastjórn miðað við fylgi flokka í dag.
Kjarninn 2. apríl 2019