Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
VR ætlar að skipta út öllum stjórnarmönnum sínum í Lífeyrissjóði verzlunarmanna
Stjórn VR hefur samþykkt tillögu um að afturkalla umboð allra stjórnarmanna félagsins sem sitja í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Ástæðan er trúnaðarbrestur vegna hækkunar á vöxtum á húsnæðislánum. Tillagan verður tekin fyrir á morgun.
Kjarninn 19. júní 2019
Engin sérfræðinganefnd um þriðja orkupakkann en samið um þinglok
Allar þrjár blokkir þingsins telja sig hafa unnið sigra með því þinglokasamkomulagi sem liggur fyrir. Ríkisstjórnin fékk nær öll sín mál í gegn og mun afgreiða orkupakkann í ágúst.
Kjarninn 18. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Katrín Jakobsdóttir voru í aðalhlutverkum í samningaviðræðum um þinglok í gærkvöldi.
Þinglok strönduðu á Sjálfstæðisflokknum
Samkomulag náðist við Miðflokkinn um þinglok í gær. Áður hafði meirihluti stjórnarandstöðu náð slíku samkomulagi við ríkisstjórnina. Á endanum strandaði samkomulagið á Sjálfstæðisflokknum. Hluti þingmanna hans vildi ekki samþykkja það.
Kjarninn 14. júní 2019
Ráðuneyti framsóknarmanna
Framsóknarmenn hafa stýrt félagsmálaráðuneytinu í samtals 17 ár frá árinu 1995. Framsóknarmenn gegna í dag margskonar störfum fyrir ráðuneytið en tæpur þriðjungur nefnda, faghópa og ráða á vegum ráðuneytisins eru skipuð formönnum með tengsl við flokkinn.
Kjarninn 14. júní 2019
Síminn aftur orðinn stærstur á farsímamarkaði
Eðli fjarskiptaþjónustu hefur breyst hratt á undanförnum árum. Áður fyrr snerist hún um að selja símtöl. Nú eru verð á farsímamarkaði hérlendis með þeim lægstu í heimi og arðsemin liggur í annarri þjónustu.
Kjarninn 13. júní 2019
Stefnir í að frelsi fjölmiðla til að segja fréttir úr dómsal verði skert
Fagfélög blaða- og fréttamanna mótmæltu bæði harðlega ákvæði í frumvarpi sem dregur úr heimild fjölmiðla til að greina frá því sem fram fer í dómsal. Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar taldi gagnrýnina ekki eiga rétt á sér og styður breytinguna.
Kjarninn 12. júní 2019
Stoltenberg: Ísland hefur mikilvægu hlutverki að gegna innan NATO
Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Ísland hafa mikilvægu hlutverki að gegna innan bandalagsins. Nýjar ógnir kalli á samvinnu allra bandalagsríkja.
Kjarninn 12. júní 2019
Eftirlit með fjölmörgum stéttum sem starfa í aðstæðum þar sem peningaþvætti gæti átt sér stað hefur verið eflt til muna hérlendis síðustu mánuði.
Lögmenn vildu að lögmenn hefðu eftirlit með lögmönnum
Lögmannafélag Íslands taldi eðlilegt að eftirlit með því hvort að lögmenn væru að fara eftir nýjum lögum sem tengjast peningaþvættisvörnum væri í höndum þess, en ekki Ríkisskattstjóra líkt og frumvarpið gerði ráð fyrir.
Kjarninn 12. júní 2019
25 ára Reykjanesbær stendur betur en nokkru sinni fyrr
Reykjanesbær var fyrir nokkrum árum skuldsettasta sveitarfélag landsins og skuldir þess námu um 250 prósent af reglulegum tekjum þess. Á örfáum árum hefur orðið mikil viðsnúningur.
Kjarninn 11. júní 2019
Game of Thrones? Nei, Róm: Verstu Rómarkeisarar sögunnar
Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur og listamaður, heldur áfram að rýna í söguna og spor hennar. Hér er I. hluti í umfjöllun um Rómarkeisara.
Kjarninn 9. júní 2019
Hvað er „Belti og braut“?
Innviða- og fjárfestingaverkefni kínverskra stjórnvalda er opið öllum ríkjum og nær nú til norðurslóða.
Kjarninn 9. júní 2019
Mette Frederiksen faðmar stuðningsmann á kosninganótt. Hún verður nær örugglega næsti forsætisráðherra Danmerkur.
Skin og skúrir í dönskum stjórnmálum
Danska stjórnin féll í þingkosningunum 5. júní þrátt fyrir að fylgi Venstre, flokks Lars Løkke Rasmussen fráfarandi forsætisráðherra ykist verulega. Stjórnarmyndunarviðræður eru hafnar, en þær gætu reynst snúnar.
Kjarninn 9. júní 2019
Fyrir einu ári síðan: Handtökur og húsleitir vegna Skeljungsmálsins
Embætti héraðssaksóknara réðst fyrir einu ári í umfangsmiklar aðgerðir vegna Skeljungsmálsins svokallaða.
Kjarninn 8. júní 2019
Brexit áhættan magnast
Allra augu eru nú á Bretlandi. Hvernig mun útgangan úr Evrópusambandinu teiknast upp? Eða verður hætt við hana? Óvissan ein og sér er álitin mikil efnahagsleg áhætta þessi misserin.
Kjarninn 7. júní 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Mýta að rafmagnsbílar séu óumhverfisvænni
Rafbílavæðing er mikilvæg til að standast skuldbindingar Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu, segir for­maður starfs­hóps­ um orkuskipti í samgöngum.
Kjarninn 7. júní 2019
Þrátefli á óvenjulegu Alþingi
Miðflokkurinn gengur hvorki í takt við stjórn né meirihluta stjórnarandstöðu. Ríkisstjórnarflokkarnir telja að það sé á ábyrgð hinna stjórnarandstöðuflokka að ná samkomulagi við Miðflokkinn um þinglok en þeir telja sig enga ábyrgð bera á Miðflokknum.
Kjarninn 4. júní 2019
Einn af fimm dómurum ekki óhlutdrægur í Al Thani-málinu en málsmeðferð annars eðlileg
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð íslenskra dómstóla í Al Thani-málinu hafi í meginatriðum verið eðlileg. Einn af fimm dómurum Hæstaréttar sem dæmdi í málinu hafi hins vegar ekki verið óhlutdrægur.
Kjarninn 4. júní 2019
Hetjurnar frá Chernobyl
Chernobyl slysið var atburður sem er þrykktur í minni margra. Um þessar mundir er verið að sýna sjónvarpsþætti um atburðina.
Kjarninn 3. júní 2019
Forystumenn flokka í Kryddsíld Stöðvar 2 um síðustu áramót.
Orkupakka- og þungunarrofsumræður hreyfa ekki fylgi flokka
Þrátt fyrir hörð átök á pólitíska sviðinu þá hreyfist fylgi blokka á Alþingi varla milli mánaða. Það hefur raunar haldist mjög stöðugt í lengri tíma og mesta hreyfingin frá síðustu kosningum hefur verið fylgisaukning frjálslyndra miðjuflokka.
Kjarninn 3. júní 2019
Borgaði sjálfri sér milljarða
Hvernig getur venjulegur ríkisstarfsmaður árum saman stungið undan háum fjárhæðum úr opinberum sjóði án þess að upp komist? Þessari spurningu hafa margir Danir velt fyrir sér, en ekki fengið svar við.
Kjarninn 2. júní 2019
Hellisheiðarvirkjun
Föngun koltvísýrings að verða raunhæfari
Árni Snævarr spjallaði við Sigurð Reyni Gíslason, forsprakka CarbFix verkefnisins á Hellisheiði, en hann segir að í raun sé siðlaust að fanga ekki og binda koltvísýring í útblæstri iðnaðar og orkuvera áður en hann blandast andrúmsloftinu.
Kjarninn 1. júní 2019
FME gerði fjölmargar athugasemdir við aðgerðir Arion banka gegn peningaþvætti
Athugun FME á aðgerðum Arion banka gegn peningaþvætti leiddi í ljós fjölmargar brotalamir að mati eftirlitsins. Niðurstaða athugunarinnar lá fyrir í janúar en var ekki birt fyrr en á miðvikudag. Arion banki segist hafa brugðist við öllum úrbótakröfum.
Kjarninn 31. maí 2019
Telja að virði Heimavalla sé tvöfalt hærra
Skráning Heimavalla á markað hefur ekki gengið sem skyldi. Lítill áhugi hefur verið á félaginu hjá lífeyrissjóðum landsins, það hefur sætt gagnrýni fyrir áhrif sín á húsnæðismarkað og ómögulegt hefur reynst að losna undan arðgreiðslubanni.
Kjarninn 31. maí 2019
Sótt að ríkisstjórn og umhverfismálin fengu meira vægi en oft áður
Fjörugar eldhúsdagsumræður á Alþingi sýndu skarpar línur í íslenskum stjórnmálum. Frjálslyndi og íhaldssemi virðast tveir pólar þessi misserin, frekar en hægri og vinstri.
Kjarninn 30. maí 2019
Íslenskra stjórnvalda að ákveða hvort strengur verði lagður til Íslands
Edmund Truell, sem vill leggja sæstreng til Íslands, segir það ekki mögulegt né æskilegt að leggja hann án samþykkis íslenskra stjórnvalda. Hann segist hafa hitt ráðherra í núverandi ríkisstjórn til að kynna verkefnið en engir samningar liggi fyrir.
Kjarninn 30. maí 2019
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Tug milljarða aðlögun fram undan hjá ríkissjóði til að mæta samdrætti
Endurskoðuð fjármálaáætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir því að umfang þeirra ráðstafana sem þurfi að grípa til til að bæta afkomu ríkissjóðs vegna samdráttar geti numið sjö milljörðum króna á næsta ári og 25 milljörðum króna að þremur árum liðnum.
Kjarninn 30. maí 2019
Frá Seattle.
Ofurborgir að stinga af
Virtir hagfræðingar segja að hið opinbera verði að hugsa meira um þá þjóðfélagshópa sem verði útundan, á sama tíma og borgir stækki stöðugt og fjárfesting utan þeirra dregst saman.
Kjarninn 29. maí 2019
Atvinnuþátttaka innflytjenda mun hærri hér á landi
Ísland er eina ríki Norðurlandanna þar sem atvinnuþátttaka erlendra ríkisborgara er hlutfallslega meiri en innlendra. Aðgengi innflytjenda að íslenskum vinnu­mark­að­i þykir almennt gott en verra gengur að aðlaga innflytjendur að íslensku skólakerfi.
Kjarninn 29. maí 2019
Neyðarlánið sem átti aldrei að veita
Seðlabanki Íslands hefur birt skýrslu um veitingu 500 milljón evra neyðarláns til Kaupþings sama dag og neyðarlög voru sett á Íslandi, þann 6. október 2008. Skýrslan hefur verið rúm fjögur ár í vinnslu.
Kjarninn 28. maí 2019
Alkóhólistar á Alþingi
Auður Jónsdóttir rithöfundur rabbaði við Kára Stefánsson um alkóhólisma á Alþingi. Benda viðbrögð Klausturþingmanna til þess að þeir séu alkóhólistar og er eðlilegt að þjóðkjörnir fulltrúar séu drukknir á almannafæri?
Kjarninn 27. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Neyðarástand eða ekki – Eitthvað þarf að gera
Krafa hefur verið uppi í samfélaginu um að stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en þau hafa ekki enn séð ástæðu til þess að gera það. Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur þó ekki útilokað það og boðar jafnframt aðgerðir í loftslagsmálum.
Kjarninn 25. maí 2019
Getur aldrei verið sjálfstætt markmið flokks að lifa af
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir nýja flokka koma og í slíku umróti skipti flokkar sem feykist ekki um í „örvæntingarfullri leit að vinsældum“ máli.
Kjarninn 25. maí 2019
Fíknivandinn breiðir úr sér
Lítið hefur gengið að vinna gegn útbreiðslu fíkniefna. Það er óhætt að segja að það sé ekki íslenskt vandamál, því stríðið gegn fíkniefnum virðist með öllu óvinnandi. Á Íslandi hefur fjöldi ungs fólks fallið frá úr of stórum skammti á skömmum tíma.
Kjarninn 24. maí 2019
Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.
Kjarninn 23. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun – Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: Verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Breyttar matarvenjur Íslendinga ókunnar – Hafa loftslagsbreytingar áhrif?
Hér á landi virðast sífellt fleiri sleppa dýra­af­urðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Gífurleg aukning hefur orðið á framboði á sérstökum vegan-vörum og sjá má margfalda aukningu í sölu á jurtamjólk og íslensku grænmeti.
Kjarninn 21. maí 2019
Áhætta á fasteignamarkaði
Nýjasta spá Hagstofu Íslands um þróun mála í efnahagslífinu bendir til þess að fasteignamarkaðurinn gæti átt erfitt uppdráttar á næstu misserum.
Kjarninn 19. maí 2019
Sagan af því hvernig Valur varð ríkasta íþróttafélag á Íslandi
Knattspyrnufélagið Valur er ríkasta íþróttafélag á Íslandi. Sú staða gerir Val kleift að bjóða upp á aðstöðu, aðstæður og launagreiðslur sem önnur íþróttafélög geta illa eða ekki keppt við.
Kjarninn 17. maí 2019
Búið að nota 56 milljarða af skattfrjálsri séreign inn á húsnæðislán
Þeir sem nota séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán njóta ýmissa gæða umfram aðra landsmenn. Atvinnurekendur þeirra og ríkið taka þátt í að greiða niður húsnæðislánið þeirra. Samt nýttu einungis 23 þúsund einstaklingar sér úrræðið í fyrra.
Kjarninn 16. maí 2019
Starfslok stjórnenda Sýnar kostuðu 137 milljónir
Bókfærður söluhagnaður vegna sameiningar dótturfélags skilaði Sýn réttu megin við á fyrsta ársfjórðungi. Samdráttur var í tekjum hjá flestum tekjustoðum félagsins. Brottrekstur þorra framkvæmdarstjórnar félagsins var dýr.
Kjarninn 15. maí 2019
Sakborningarnir fimm sem sýknaðir voru af öllum ákærum af Hæstarétti í september á síðasta ári, ásamt Erlu Bolladóttur.
Ekki enn farið að sjást til lands í sáttaviðræðum
Á síðustu dögum hefur verið kallað eftir því að stjórnvöld sýni ábyrgð í sáttaviðræðum við fyrrum sakborninga og aðstandendur þeirra í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, sérstaklega þegar kemur að fjárhæð skaða- og miskabóta.
Kjarninn 15. maí 2019
Sigríður Á. Andersen
Staðan óbreytt varðandi Sigríði Á. Andersen
Ekki liggur fyrir hvenær afstaða verður tekin til starfa fyrrverandi dómsmálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Kjarninn 15. maí 2019