Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Hvað er svona merkilegt við það að vera Íslendingur?
Íslensk sjálfsmynd er sannarlega brotthætt, sem sýndi sig og sannaði í kringum efnahagshrunið 2008. Prófessor í mannfræði við HÍ spjallaði við Kjarnann um nýútkomna bók um mótun þjóðernishugmynda á Íslandi.
Kjarninn 13. október 2019
Er sandurinn í heiminum að klárast?
Þeim sem leið eiga um sunnlensku sandana eiga kannski erfitt með að trúa því að sandur sé auðlind, hvað þá takmörkuð auðlind. En þótt nóg sé af þeim svarta Mýrdalssandi og fleiri slíkum er víða skortur á þessu mikilvæga efni.
Kjarninn 13. október 2019
Hluti þjóðarinnar hefur tekjur af fjármagni.
Fjármagnstekjur lækkuðu milli ára – Voru 138 milljarðar króna
Fjármagnstekjur Íslendinga drógust saman í fyrra frá árinu 2017, þegar þær náðu síðan hæsta punkti frá bankahruni. Á árinu 2018 voru þær um helmingur þess sem þær voru á toppi gamla góðærisins 2007.
Kjarninn 12. október 2019
Fólk myndi taka þessu miklu alvarlegar ef lýst væri yfir neyðarástandi
Daði Víðisson, ungur aðgerðasinni í loftslagsmálum, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hittust og ræddu um loftslagsmál. Þau sammæltust um að nauðsynlegt væri að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum.
Kjarninn 12. október 2019
Ef allir borguðu lægstu íbúðalánavexti þá myndu lántakendur spara tugi milljarða
Stýrivextir hafa lækkað hratt undanfarna mánuði. Íslensku viðskiptabankarnir hafa lækkað sína vexti undanfarna daga en lækkanir þeirra hafa ekki fylgt þeim takti sem Seðlabankinn hefur sett.
Kjarninn 11. október 2019
Hlupu hratt, uxu mikið en hrösuðu á endanum
Fjármálafyrirtækið GAMMA hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarið vegna þess að hluti sjóða þess reyndust ekki jafn burðugir og áður hafði verið greint frá.
Kjarninn 11. október 2019
Verðlækkun í miðborginni í kortunum
Allt stefnir í að mikið framboð af húsnæði verði í boði á næstunni, á tíma þar sem eftirspurn er að gefa nokkuð eftir. Fjallað er um stöðuna á fasteignamarkaði í Fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands.
Kjarninn 9. október 2019
Tæpur helmingur alls nýs auðs sem skapast fer til ríkustu Íslendinganna
Ríkustu tíu prósent landsmanna, rúmlega 22 þúsund fjölskyldur, áttu 58 prósent af öllu eigin fé á Íslandi um síðustu áramót. Frá 2010 hefur skráður auður þeirra aukist um um 1.379 milljarða króna, en allra annarra landsmanna um 1.800 milljarða króna.
Kjarninn 8. október 2019
Hvaða leiðir koma til greina við sölu ríkisins á hlutabréfum í bönkum?
Formaður Sjálfstæðisflokksins vill setja það ferli af stað, að selja hlutabréf í Íslandsbanka. Deildar meiningar eru um þessi mál, meðal stjórnarflokkanna. Að mörgu er að hyggja þegar kemur að sölu á eignarhlut í bönkum, eins og Íslendingar þekkja vel.
Kjarninn 7. október 2019
António Costa og flokkur hans á fjöldafundi þann 4. október 2019.
Hræringar í Portúgal – Munu Sósíalistar halda völdum?
Portúgalar ganga að kjörkössum í dag en almennur stöðugleiki hefur ríkt á undangengnu kjörtímabili samanborið við árin þar á undan. Nú mun koma í ljós hvort vinstri blokkin haldi eður ei.
Kjarninn 6. október 2019
Jöfnuður engin ógn við efnahaginn – Þvert á móti stuðlar hann að hagsæld
Alexander Guschanski og Rafael Wildauer, lektorar í hagfræði við Greenwhich háskóla, voru staddir á Íslandi á dögunum og spjölluðu við Kjarnann um óhefðbundnar hagfræðikenningar.
Kjarninn 6. október 2019
Fræg pósa leikkonunnar Julie Andrews úr kvikmyndinni Sound of music.
Söngvaseiður 60 ára
Í byrjun nóvember verða 60 ár síðan einn vinsælasti söngleikur allra tíma Sound of Music, Söngvaseiður, var fyrst sýndur á sviði. Kvikmynd með sama nafni, frumsýnd árið 1965 sló öll aðsóknarmet.
Kjarninn 6. október 2019
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður fimmtugur í byrjun næsta árs. Hann færist þá upp úr neðri hópnum í þann efri, þar sem fylgi flokks hans er ívið meira.
Kjósendur Miðflokks flestir yfir fimmtugt en Pírata undir þeim aldri
Mikill munur er á fylgi þriggja flokka þegar kjósendum er skipt upp í tvennt eftir aldri, yfir fimmtugt og undir þeim aldri. Miðflokkurinn og Samfylkingin er mun sterkari i eldri hópnum en Píratar í þeim yngri.
Kjarninn 5. október 2019
Áferð kjósenda íslenskra stjórnmálaflokka
Hverjir eru það sem kjósa hvaða stjórnmálaflokka? Og eiga kjósendur innan hverrar blokkar eitthvað sérstakt sameiginlegt? Kjarninn hefur fengið aðgang að miklu magni gagna úr síðustu könnunum MMR sem sýna hver líklegasta áferð meðalkjósanda.
Kjarninn 4. október 2019
Bankar ekki líklegir til gefa hagkerfinu viðspyrnu
Þrátt fyrir vaxtalækkanir hjá Seðlabanka Íslands að undanförnu þá er ólíklegt er að kjör í bönkum batni verulega á útlánum. Þungur rekstur og óhagkvæmni er helsta fyrirstaðan.
Kjarninn 3. október 2019
Aðgengi hluta landsmanna að hagstæðum lánum hefur verið skert með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Lífeyrissjóður verzlunarmanna þrengir lánsskilyrði – Geta ekki lánað mikið meira
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins er hættur að lána nýjum lántökum á breytilegum verðtryggðum vöxtum, hefur þrengt lánareglur sínar mjög og lækkað hámarkslán sem hann veitir. Færri munu geta nálgast hagstæð lán fyrir vikið.
Kjarninn 3. október 2019
Erlendir aðilar hafa keypt mikið af eignum á Íslandi.
Erlendir aðilar áttu 1.063 milljarða á Íslandi um síðustu áramót
Eigið fé erlendra aðila á Íslandi hefur ekki verið meira frá árinu 2007. Einstaklingar eða félög í Lúxemborg og Hollandi eiga mest.
Kjarninn 3. október 2019
Sterk króna setur þrýsting á útflutningsgreinar
Útlit er fyrir að gengi krónunnar geti orðið áfram nokkuð sterkt gagnvart helstu viðskiptamyntum, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. Það mun reyna á samkeppnishæfni þjóðarbússins.
Kjarninn 2. október 2019
Hvað gerðist eiginlega hjá GAMMA?
Tveir sjóðir í stýringu GAMMA færðu niður virði eigna sinna um milljarða króna. Fleiri sjóðir á vegum félagsins hafa verið í vandræðum. Kaupendur af skuldabréfum sem gefin voru út í byrjun sumars eru fokillir með upplýsingarnar sem þeim voru gefnar.
Kjarninn 1. október 2019
Eigið fé sjóðs GAMMA þurrkaðist nánast út
Eigið fé GAMMA: Novus, sjóðs í stýringu hjá GAMMA sem á fasteignafélagið Upphaf, var metið á 4,4 milljarða króna um síðustu áramót. Eftir að eignir sjóðsins voru endurmetnar er eigið féð 40 milljónir króna.
Kjarninn 30. september 2019
Rannsóknir sýna stórfelld skattsvik í 64 Panamamálum
Búið er að vísa 64 málum sem tengjast Panamaskjölunum til héraðssaksóknara til refsimeðferðar. Alls er rannsókn lokið í 96 málum sem tengjast skjölunum og sjö mál er enn í ferli.
Kjarninn 30. september 2019
Barnið sem benti á að keisarinn væri ekki í neinum fötum
Sænski unglingurinn Greta Thunberg hefur nú aldeilis náð að setja mark sitt á umræðu um loftslagsmál í heiminum öllum. Ekki er nema ár síðan hún fór í fyrsta verkfallið sitt, ein fyrir framan þinghúsið í Stokkhólmi.
Kjarninn 29. september 2019
Verða kýrnar horfnar eftir tvo til þrjá áratugi?
Í nýrri skýrslu frá bandarískri hugveitu er því spáð að eftir tiltölulega fá ár verði nautgripir að miklu leyti horfnir af yfirborði jarðar. Gangi þetta eftir er um að ræða mestu byltingu í matvælaframleiðslu heimsins um mörg þúsund ára skeið.
Kjarninn 29. september 2019
Hvað er eiginlega að gerast í hagkerfinu?
Það má til sanns vegar færa að staðan í íslenska hagkerfinu sé góð, eins og stjórnmálamenn hafa haldið fram að undanförnu. En það er líka ekki gott að átta sig á því hvernig staðan er í raun og veru.
Kjarninn 27. september 2019
Sjávarútvegur hefur hagnast um tæpa 400 milljarða á áratug
Arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfyrirtækja hafa numið 92,5 milljörðum króna frá árinu 2010. Á sama tímabili hafa þau greitt 65,6 milljarða króna í veiðigjöld. Eigið fé geirans er nú 276 milljarðar króna.
Kjarninn 26. september 2019
Eðlisbreyting á akstursgreiðslum til þingmanna eftir að þær voru gerðar opinberar
Greiðslur til þingmanna vegna aksturs hafa dregist verulega saman eftir að ákveðið var að birta þær á vef Alþingis. Í ár nema greiðslur vegna notkunar eigin bifreiðar 14 prósent af því sem þær námu árið 2017.
Kjarninn 25. september 2019
Ólafur Ólafsson, einn þeirra sem hlutu dóm í Al Thani-málinu.
Mannréttindadómstóllinn spyr spurninga vegna Al Thani-málsins
MDE hefur tekið kæru Ólafs Ólafssonar vegna fjárfestinga hæstaréttardómara til skoðunar. Hann hefur sent spurningar til málsaðila og m.a. farið fram á upplýsingar um umfang fjárfestinga. Auk þess hafa þeir verið hvattir til að leita sátta.
Kjarninn 25. september 2019
Ný ríkisstjórnarmynstur í kortunum
Sjálfstæðisflokkurinn er í frjálsu falli í könnunum MMR og hefur aldrei mælst með minna fylgi. Flokkurinn er samt stærstur allra, en möguleikar hans í ríkisstjórnarstarfi virðast ekki margir.
Kjarninn 24. september 2019
Miklar breytingar hafa orðið hjá Arion banka á undanförnum árum. Útibúaþjónustu bankans hefur meðal annars verið breytt mikið og hlutur stafrænnar þjónustu aukinn.
Búist við stóru hagræðingarskrefi hjá Arion banka
Arion banki stefnir opinberlega að því að minnka rekstrarkostnað sinn þannig að kostnaðarhlutfall bankans fari undir 50 prósent og að arðsemi geti nálgast markmið sitt um arðsemi. Búist er við því að stórt skref í þess átt verði stigið fljótlega.
Kjarninn 23. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Það á ekki lengur að vera hægt að fela hver sé raunverulegur eigandi félaga sem skráð eru á Íslandi.
Raunverulegir eigendur félaga eiga ekki lengur að geta falið sig
Hérlendis hefur verið hægt að komast upp með það að fela raunverulegt eignarhald félaga með ýmsum hætti. Margir nýttu sér það, meðal annars til að komast hjá uppgjöri á kröfum eða skattgreiðslum. Þessi leikur á ekki að vera gerlegur lengur.
Kjarninn 16. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Netreikningar Kaupþings, Kaupthing Edge, nutu mikilla vinsælda enda voru greiddir háir vextir fyrir þau innlán sem lögð voru inn á þá.
Breska ríkið búið að selja síðustu kröfuna á Kaupþing
Ríkissjóður Bretlands hefur selt eftirstandandi kröfur sínar á Kauþing Singer & Friedlander, dótturbanka hins íslenska Kaupþings. Kröfurnar voru tilkomnar vegna Edge-netreikninganna.
Kjarninn 14. september 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn aðaleigenda Samherja.
Eigið fé Samherja var 111 milljarðar króna í lok síðasta árs
Samherjasamstæðunni var skipt upp á árinu 2018 í tvö félög. Samanlagður hagnaður þeirra í fyrra var um tólf milljarðar króna og samstæðan hefur hagnast alls um 112 milljarða króna á átta árum. Samherji er að uppistöðu í eigu þriggja einstaklinga.
Kjarninn 14. september 2019
Stóru sjávarútvegsrisarnir verða stærri
Óhætt er að segja að það hafi gengið á ýmsu hjá Brimi, áður HB Granda, undanfarin misseri. Lífeyrissjóðurinn Gildi seldi hlutabréf sín, meðal annars vegna óánægju með stjórnarhætti í félaginu.
Kjarninn 13. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er einn af flutningsmönnum skýrslubeiðninar.
Miðflokkurinn vill skýrslu um kosti og galla EES-samningsins
Allir þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir að skýrslu um kosti og galla aðildar Íslands að EES. Þeir segja að norsk skýrsla hafi vakið upp alvarlegar spurningar „um skort á lýðræði og afsal á fullveldi Noregs vegna EES-samningsins.“
Kjarninn 13. september 2019
Allir þurfa að eiga heima einhversstaðar. Nú er ódýrara en nokkru sinni fyrr að taka húsnæðislán á Íslandi.
Lægstu húsnæðislánavextir komnir niður í 1,77 prósent
Almenni lífeyrissjóðurinn hefur haldið sig við það viðmið að láta verðtryggð lánakjör þróast í takt við ávöxtunarkröfu ákveðins skuldabréfaflokks. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hætti því í sumar. Í kjölfarið hafa vextir Almenna lækkað enn frekar.
Kjarninn 10. september 2019
Peningaþvættisvörnum hefur verið ábótavant á Íslandi árum saman.
Ísland hefur uppfyllt 70 prósent tilmæla FATF að öllu eða mestu leyti
Ísland er enn í eftirfylgni vegna varna sinna gegn peningaþvætti. Miklar úrbætur hafa orðið síðastliðið ár vegna hótana um að setja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki og varnirnar styrktar.
Kjarninn 9. september 2019