Ekki ráðist að rót vandans – Þurfum að krefjast breytinga
Framkvæmdastjóri Landverndar segir að ekki sé hægt að stefna á endalausan vöxt í heimi þar sem náttúruauðlindir eru endanlegar. Beita þurfi öðrum leiðum til að mæla velsæld og stemma stigu við loftslagsvandann.
Kjarninn 6. janúar 2020
Hagkerfi á tímamótum
Hvað þarf að gerast til að Ísland geti haldið samkeppnishæfni til framtíðar litið? Sigríður Mogensen hefur víðtæka reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hún segir brýnt að Ísland móti langtímaatvinnustefnu.
Kjarninn 5. janúar 2020
Bókavörðurinn blés á Kínverjana
Þegar Norðmenn buðu 40 kínverskum skíðamönnum að æfa fyrir vetrarólympíuleikana sem fara fram í Kína 2022, fékk norskur bókavörður kínverska embættismenn í heimsókn. Það var ekki kurteisisheimsókn.
Kjarninn 5. janúar 2020
Stjórnunarhættir ört að nálgast það ástand sem var fyrir bankahrunið
Rússíbanareiðum íslensks efnahagslífs er ekki lokið, samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar á hvort að stjórnunarhættir á Íslandi hafi breyst eftir hrunið 2008. Þvert á móti eru hlutirnir að nálgast það ástand sem þá ríkti.
Kjarninn 4. janúar 2020
Fordæmalausir fólksflutningar undir blóðrauðum himni
„Hræðilegur dagur“ er í uppsiglingu í Ástralíu þar sem gríðarlegir gróðureldar hafa geisað mánuðum saman. Tugþúsundum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín.
Kjarninn 3. janúar 2020
Peningaþvættisvarnir stóðust prófið fyrir nokkrum árum en féllu á því í fyrra
Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á peningaþvættisvörnum allra viðskiptabanka fyrir nokkrum árum. Niðurstöður voru birtar 2016 og 2017. Þær sögðu að staðan væri í lagi. Í fyrra voru birtar nýjar niðurstöður, eftir nýjar athuganir.
Kjarninn 3. janúar 2020
Færri vilja fjölga innflytjendum nú en áður
Tæplega þriðjungur landsmanna vill fjölga komum innflytjenda til landsins en nánast sama hlutfall vilja draga úr fjöldanum. Meirihluti landsmanna telur þó að innflytjendur hafi góð áhrif á efnahag landsins og auðgi menningu.
Kjarninn 2. janúar 2020
Mennska og miðill dansa tangó
Sumir segja að veruleikinn sé í fleiri víddum en margir aðrir trúa. Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti Önnu Birtu Lionaraki en hún upplifir látnar manneskjur, verur af ýmsum toga, atburði sem enn hafa ekki átt sér stað og hið liðna í lífi ókunnugs fólks.
Kjarninn 2. janúar 2020
Formenn og talsmenn þeirra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi nú í kappræðum í sjónvarpssal í aðdraganda kosninganna 2017.
Mikill munur á fylgi frjálslyndu flokkanna eftir könnunum
Maskína mælir stöðu Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata mun sterkari en hún mælist í könnunum MMR og Gallup. Fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælist hins vegar svipað hjá Maskínu og hjá MMR.
Kjarninn 2. janúar 2020
Árið þar sem áhyggjur af peningaþvætti flutu upp á yfirborðið á Íslandi
Árið 2019 var árið þegar Íslendingar fóru að hafa verulegar áhyggjur af því að hér gæti mögulega verið stundað umfangsmikið peningaþvætti. Ástæðan var sú að allar hefðbundnar varnir landsins við slíkri óværu voru í ólagi.
Kjarninn 1. janúar 2020
Árið 2019: Endalok GAMMA
Fjármálafyrirtækið GAMMA var mikið til umfjöllunar í haust vegna þess að hluti sjóða þess reyndust ekki jafn burðugir og áður hafði verið greint frá.
Kjarninn 31. desember 2019
Heilt ár á Hótel Tindastól
Brexit í fimm þáttum með óvæntum sveiflum og óvissum endi.
Kjarninn 31. desember 2019
Hverju á eiginlega að treysta?
Á tímum samfélagsmiðla, falsfrétta og endalauss upplýsingaflæðis getur verið vandasamt að átta sig á hvaða vitneskju við eigum að taka til okkar og hverju við eigum að treysta. Kjarninn spjallaði við Finn Dellsén, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands.
Kjarninn 31. desember 2019
Árið 2019: Allir ríkisstjórnarflokkar fengu fé frá sjávarútvegnum í fyrra
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír fengu allir hámarksstyrki frá ýmsum sjávarútvegsfyrirtækjum í fyrra. Um helmingur styrkjanna fyrirtækja úr þeim geira til ríkisstjórnarflokka fór til Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 30. desember 2019
Árið 2019: Neyðarlánið loks útskýrt fyrir almenningi
Seðlabanki Íslands birti í maí skýrslu um veitingu 500 milljón evra neyðarláns til Kaupþings sama dag og neyðarlög voru sett á Íslandi, þann 6. október 2008. Skýrslan hafði verið rúm fjögur ár í vinnslu.
Kjarninn 29. desember 2019
Hvað verður um Bang & Olufsen?
Fjárhagsstaða danska sjónvarps- og hljómtækjaframleiðandans Bang & Olufsen er nú svo alvarleg að vafasamt er að fyrirtækið geti starfað áfram, í óbreyttri mynd. Þetta er mat danskra sérfræðinga.
Kjarninn 29. desember 2019
Árið 2019: Ráðherra vill styðja flesta einkarekna fjölmiðla en nokkrir Sjálfstæðismenn á móti
Mennta- og menningarmálaráðherra lagði loks fram frumvarp um stuðningskerfi við einkarekna fjölmiðla snemma árs, en aðgerðirnar hafa verið í undirbúningi frá lokum árs 2016. Málið er erfitt innan ríkisstjórnarflokkanna og illa gekk að mæla fyrir því.
Kjarninn 28. desember 2019
Árið 2019: Þegar WOW air fór á hausinn
WOW air og forstjóri þess flugu hátt um nokkurra ára skeið og ætluðu sér að verða heimsmeistarar í flugrekstri. Draumurinn brotlenti harkalega í lok mars 2019 þegar flugfélagið fjólubláa fór í þrot, með þrjár milljónir króna inni á reikningum sínum.
Kjarninn 27. desember 2019
Árið 2019: Aðskilnaður ríkis og kirkju kemst rækilega á dagskrá
Ráðherra kirkjumála, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sagði í lok árs að sjálfstæð kirkja, óháð ríkisvaldinu, samrýmist betur trú- og skoðanafrelsi en sérstaðan sem þjóðkirkjan njóti í íslenskri stjórnskipan.
Kjarninn 27. desember 2019
Árið 2019: Þegar Seðlabankinn sagði það ekki sitt að útdeila réttlæti
Seðlabanki Íslands birti skýrslu um umdeilda fjárfestingaleið sína í sumar. Þar viðurkenndi hann margar neikvæðar afleiðingar hennar en sagði tilganginn hafa helgað meðalið. Þingmenn úr fjórum flokkum vilja rannsóknarnefnd um leiðina.
Kjarninn 26. desember 2019
Skúrkur eða stórmenni?
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor, skrifar um kosningasigur Boris Johnson í Bretlandi. Greinin birtist fyrst í Vísbendingu, vikuriti um efnahagsmál og viðskipti.
Kjarninn 26. desember 2019
Bankarnir bentu aldrei á neina alvöru viðskiptavini
Á árunum fyrir hrun, þegar framin voru stórfelld efnahagsbrot í bankakerfinu og víðar, var Helgi Magnús Gunnarsson yfir efnahagsbrotadeild landsins. Hann segir að peningaþvættistilkynningar hafi flestar borist frá gjaldkerum.
Kjarninn 26. desember 2019
Árið 2019: Greta Thunberg breytti óljósum áhyggjum í alþjóðlega hreyfingu
Sænski unglingurinn Greta Thunberg hefur aldeilis náð að setja mark sitt á umræðu um loftslagsmál í heiminum öllum. Ekki er nema rúmt ár síðan hún fór í fyrsta verkfallið sitt, ein fyrir framan þinghúsið í Stokkhólmi.
Kjarninn 25. desember 2019
Árið 2019: Lífskjarasamningar undirritaðir
Eftir harkalegar kjaradeilur, þar sem gífuryrði um vitfirru og ásakanir um lélegt andlegt heilbrigði fengu að fljúga, var samið um frið á stærstum hluta íslensks vinnumarkaðar í byrjun apríl.
Kjarninn 25. desember 2019
Fleiri Pólverjar atvinnulausir á Suðurnesjum en Íslendingar
Atvinnuleysi á Íslandi hefur ekki verið jafn hátt og það mælist nú síðan vorið 2013. Aukið atvinnuleysi bitnar harðast á erlendum ríkisborgurum sem hingað hafa flust. Þeir eru 39 prósent þeirra. Atvinnuleysið er hæst á Suðurnesjum.
Kjarninn 24. desember 2019
Varnir Kviku gegn peningaþvætti í lagi árið 2017 en í ólagi árið 2019
Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt tvær athuganir á peningaþvættisvörnum Kviku banka frá árinu 2017. Í þeirri fyrri var niðurstaðan að bankinn hefði staðist prófið. Í þeirri nýju féll hann á því.
Kjarninn 23. desember 2019
Ásmundur Friðriksson orðinn dýrastur í akstri á ný
Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019 hafa þingmenn fengið um 25 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturs. Ásmundur Friðriksson hefur endurheimt toppsætið yfir þá þingmenn sem kosta mest vegna aksturs. Níu þingmenn fá 63 prósent allra endurgreiðslna.
Kjarninn 23. desember 2019
Brotalamir í peningaþvættisvörnum allra íslensku bankanna
Hjá öllum fjórum viðskiptabönkunum voru brotalamir í peningaþvættisvörnum þeirra, þótt þær séu mismunandi miklar. Innan þeirri allra skorti á að upplýsingar um raunverulega eigendur félaga eða fjármuna hafi almennt verið metnar með sjálfstæðum hætti.
Kjarninn 22. desember 2019
Kínverjar hafa í hótunum við Þjóðverja
Ef Þjóðverjar útiloka kínverska fyrirtækið Huawei frá því að taka þátt í útboði vegna 5G háhraðanets í Þýskalandi gætu Kínverjar svarað með því að banna innflutning á þýskum vörum, t.d. bílum, til Kína.
Kjarninn 22. desember 2019
Nafnlausi áróðurinn gegn Vinstri grænum og „Skatta-Kötu“ virkaði
Í nýrri bók sagnfræðings er sögð 20 ára saga Vinstri grænna. Þar er meðal annars fjallað ítarlega um tímabilið frá þingkosningunum í október 2016 og fram til febrúar 2019 og rætt við marga stjórnmálamenn um hvernig það tímabil hafi verið.
Kjarninn 21. desember 2019
Óverðtryggðu lánin sækja á
Hlutfallslega eru óverðtryggð stærri hluti af húsnæðislánakökunni hjá bæði lífeyrissjóðum og innlánsstofnunum nú en þau hafa verið áður í sögunni. Hjá innlánsstofnunum, bönkum og sparisjóðum, er hlutfall verðtryggðra lána komið niður í 63 prósent.
Kjarninn 18. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Birta niðurstöðu athugana á peningaþvættisvörnum ríkisbanka fyrir jól
Fjármálaeftirlitið mun birta niðurstöðu athugana á peningaþvættisvörnum Landsbankans og Íslandsbanka, sem báðir eru í ríkiseigu, og Kviku banka, sem er einkabanki, á næstu tveimur vikum. Áður hefur eftirlitið birt niðurstöðu Arion banka.
Kjarninn 9. desember 2019
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins.
Segir lýðskrumara vilja umbylta fiskveiðistjórnarkerfinu vegna spillingarmáls í Namibíu
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins gagnrýnir þá sem vilja nota Samherjamálið til að breyta fiskveiðisstjórnunarkerfinu. Frumvarp var lagt fram á föstudag sem umbyltir því og forsætisráðherra berst fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 9. desember 2019
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
Kjarninn 8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
Kjarninn 8. desember 2019
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
Kjarninn 8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Mótmælendur á Möltu í lok nóvember 2019
„Við megum ekki hægja á okkur“
Íslensk kona búsett á Möltu til margra ára segir að ekki megi hægja á mótmælum þar í landi en margir krefjast þess að forsætisráherrann segi af sér nú þegar vegna spillingar.
Kjarninn 7. desember 2019
Þrír flokkar leggja til þrjár leiðir sem brjóta upp tangarhald á sjávarútvegi
Verði nýtt frumvarp að lögum verður tangarhald nokkurra hópa á íslenskum sjávarútvegi brotið upp. Allar útgerðir sem halda á meira en eitt prósent kvóta verða að skrá sig á markað og skilyrði um hvað teljist tengdir aðilar þrengd mjög.
Kjarninn 7. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lagi voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Fjögurra flokka ríkisstjórn líklegust ef kosið yrði í dag
Sitjandi ríkisstjórn er ansi langt frá því að ná nægjanlegu fylgi til að hafa meirihluta kjósenda á bakvið sig miðað við nýjustu Gallupkönnun. Hún hefur tapað fimmtungi af fylgi sínu. Fjögurra flokka ríkisstjórn virðist í kortunum að óbreyttu.
Kjarninn 4. desember 2019
Marc Veyrat
Ostur eða saffran?
Franskur matreiðslumaður hefur stefnt útgefendum Michelin veitingastaðahandbókarinnar og segir þá saka sig um vörusvik. Hann hafi, að sögn Michelin, notað breskan cheddar ost í vinsælan rétt í stað franskra osta. Málaferlin hófust síðastliðinn miðvikudag.
Kjarninn 1. desember 2019
Arion banki á breytingaskeiðinu
Einn kerfislægt mikilvægur banki, samkvæmt formlegri skilgreiningu stjórnvalda, er í einkaeigu. Það er Arion banki.
Kjarninn 29. nóvember 2019
Tvö þrotabú banka sömdu við endurskoðendur um bætur – Eitt gerði það ekki
Það var niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að endurskoðendur föllnu bankanna hefðu brugðist og að rannsaka ætti þá sérstaklega. Engin endurskoðandi var hins vegar ákærður vegna reikninga bankanna.
Kjarninn 25. nóvember 2019