Ef 20 þúsund fara á hlutabætur þá kostar það 12,8 milljarða
Miklar breytingar hafa verið gerðar á frumvarpi sem er ætlað að gera fyrirtækjum í vanda kleift að minnka starfshlutfall starfsmanna en gera þeim kleift að sækja hlutabætur í Atvinnuleysistryggingasjóð á móti.
Kjarninn 19. mars 2020
Kanna hvaða áhrif COVID-19 faraldurinn muni hafa á borgina og íbúa hennar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri telur að Reykjavíkurborg hafi úr mjög sterkri stöðu að spila varðandi komandi þrengingar vegna COVID-19 faraldursins en hann segir að samstaðan skipti nú miklu máli því margir óvissuþættir séu til staðar varðandi ástandið.
Kjarninn 19. mars 2020
Versti dagur á Wall Street síðan á „Svarta mánudaginn“ árið 1987
Þrátt fyrir að bandaríski Seðlabankinn hefði lækkað vexti niður í nánast núll og heitið því að beita öllum sínum mætti til að örva efnahagslífið þá hrundi hlutabréfaverð í Bandaríkjunum í dag. Ný tegund af kreppu er staðreynd og gömlu meðölin virka ekki.
Kjarninn 16. mars 2020
Risapakki til að bjarga íslensku atvinnulífi kynntur í vikunni
Íslensk stjórnvöld munu á allra næstu dögum kynna nýjar aðgerðir, af áður óþekktri stærðargráðu, sem eiga að aðstoða íslensk fyrirtæki sem verða fyrir lausafjárskorti við að komast í gegnum fyrirsjáanlegar efnahagslegar aðstæður.
Kjarninn 16. mars 2020
Verða meistarar krýndir í heimsfaraldri?
Kórónuveiran er búin að lama íþróttaheiminn og framhaldið er óljóst, eins og svo margt annað. Mótshaldarar eru í erfiðri stöðu og fjárhagslegt tjón íþróttafélaga verður fyrirsjáanlega mikið, bæði hér heima og erlendis.
Kjarninn 15. mars 2020
Rasmus Paludan.
Glæpahundarnir gæta hans
Rasmus Paludan, umdeildasti stjórnmálamaður Danmerkur, vill breyta nafninu á flokki sínum til að geta boðið fram í næstu kosningum. Lögreglan, sem Rasmus kallar glæpahunda, gætir hans allan sólarhringinn, með ærnum tilkostnaði.
Kjarninn 15. mars 2020
Ríkin sem (virðast) hafa náð tökum á útbreiðslunni
Þó að enn sé of snemmt að fullyrða hvaða aðgerðir hafi reynst best í baráttunni gegn útbreiðslu COVID-19 er ljóst að róttækar aðgerðir nokkurra Asíuríkja virðast hafa skilað árangri.
Kjarninn 14. mars 2020
Ríkið seinkar því að innheimta 22 milljarða til að veita fyrirtækjum svigrúm
Fyrirtæki í landinu fá frest á helmingi tryggingagjalds og staðgreiðslu opinberra gjalda sem voru á gjalddaga í mars. Eindagi þeirra átti að vera á mánudag en verður frestað um mánuð.
Kjarninn 13. mars 2020
Svartasti dagurinn í Kauphöllinni frá bankahruni
Icelandair lækkaði um tæp 23 prósent og markaðsvirði þess er nú einn þriðji af eigin fé félagsins um síðustu áramót. Úrvalsvísitalan lækkaði meira en hún hefur gert frá því í hruninu. Krónan hefur veikst um sjö prósent innan árs.
Kjarninn 12. mars 2020
Forsætisráðherra segir allan þingheim þurfa að sýna forystu
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að íslenskt samfélag þyrfti að standa saman við þær aðstæður sem eru uppi í ræðu á þingi í dag. „ Við vitum að þetta verður erfitt, en staðan er góð, innviðirnir eru traustir“
Kjarninn 12. mars 2020
Ferðabann Bandaríkjaforseta mun hafa miklar efnahagslegar afleiðingar fyrir Ísland
Flestir ferðamenn sem heimsækja Ísland koma frá Bandaríkjunum. Í fyrra skiluðu þeir yfir tvö hundruð milljörðum króna í tekjum inn í íslenskt atvinnulíf.
Kjarninn 12. mars 2020
Að hægja á útbreiðslu veirunnar „mun bjarga mannslífum“
Ætti ekki bara að leyfa nýju kórónuveirunni að hafa sinn gang, að smitast milli sem flestra svo að faraldurinn fjari sem fyrst út? Stutta svarið er: Nei. Langa svarið er: Nei, alls ekki.
Kjarninn 11. mars 2020
Virði Icelandair undir 30 milljarða í fyrsta sinn í átta ár
Áföllin sem dunið hafa á Icelandair á undanförnum árum eru af ýmsum toga. Sum vegna rangra ákvarðana en önnur eru vegna ytri aðstæðna sem félagið getur lítið eða ekkert gert við.
Kjarninn 9. mars 2020
Baulið frá blikkbeljunum
Í Evrópu búa um það bil 140 milljónir fólks við heilsuspillandi hávaða frá farartækjum. Talið er að árlega látist 12 þúsund manns í álfunni fyrir aldur fram úr sjúkdómum tengdum hávaða frá umferð. Í Danmörku einni látast árlega um það bil 500 manns.
Kjarninn 8. mars 2020
Rúmlega þriggja milljarða króna greiðsla fer að óbreyttu í ríkissjóð
Útgerðarfélag Reykjavíkur var í vikunni dæmt til að greiða Glitni HoldCo tvo milljarða króna auk dráttarvaxta vegna afleiðusamninga sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins. Með dráttarvöxtum nemur upphæðin rúmum þremur milljörðum króna.
Kjarninn 7. mars 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra leggur frumvarpið fram.
Komið verður á fót miðlægri skrá um bankareikninga og eigendur þeirra
Víðtækri skrá um eigendur bankareikninga, umboðsaðila reikningseigenda og leigutaka geymsluhólfa verður komið á verði nýtt frumvarp að lögum. Þá verður gerður listi yfir háttsett opinber störf sem teljast tengjast áhættu vegna stjórnmálalegra tengsla.
Kjarninn 6. mars 2020
Djúp efnahagsleg dýfa, skarpt viðbragð en blindflug framundan
Síðasta vika var versta vikan á hlutabréfamörkuðum heims frá hruninu 2008. Mörg hættumerki eru uppi í efnahagskerfum heimsins sem gætu leitt til frekari niðursveiflu.
Kjarninn 4. mars 2020
Hvammsvirkjun er fyrirhuguð í neðri hluta Þjórsár. Myndað yrði lón í farvegi árinnar.
Ný virkjun í neðri hluta Þjórsár í forgangi hjá Landsvirkjun
Landsvirkjun hefur sett fimm virkjanahugmyndir í forgang. Ein þeirra er Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Tvær virkjanir til viðbótar eru svo fyrirhugaðar í ánni. Fyrirtækið áformar auk þess stækkun þriggja virkjana á hálendinu.
Kjarninn 3. mars 2020
Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Fylgi Miðflokksins hefur aukist um 150 prósent frá því að Klausturmálið kom upp. Sósíalistaflokkur Íslands er það stjórnmálaafl sem hefur tekið mest nýtt fylgi til sín frá síðustu kosningum. Allir stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi frá 2017.
Kjarninn 3. mars 2020
Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
52 þúsund erlendir ríkisborgarar greiddu skatta á Íslandi á árinu 2018
Um þriðjungur allra skattgreiðenda á milli tvítugs og fertugs á Íslandi eru erlendir ríkisborgarar. Aldrei áður hafa jafn margir útlendingar greitt skatta á Íslandi og gerðu það á árinu 2018.
Kjarninn 3. mars 2020
Átta virkjanir áformaðar á vatnasviði Hraunasvæðis
„Nýtt virkjanaáhlaup“ er hafið á Austurlandi að mati náttúruverndarsamtaka. Margar smávirkjanir eru fyrirhugaðar í ám austan Vatnajökuls sem áður voru hluti af stærri virkjanahugmyndum. Hamarsvirkjun er stærst og yrði önnur stíflan 50 metrar á hæð.
Kjarninn 2. mars 2020
Grundvallarbreyting gerð á eigendastefnu ríkisins gagnvart Landsbankanum
Málamiðlun virðist hafa náðst milli stjórnarflokkanna sem gerir það kleift að hægt verði að hefja sölu á Íslandsbanka á yfirstandandi kjörtímabili. Í henni felst grundvallarbreyting á eigendastefnu varðandi Landsbankann.
Kjarninn 2. mars 2020
„Enginn hefur sýnt annan eins forkastanlegan ásetning“
Það er til marks um „fúsk“ að Íslensk vatnsorka ehf., sem áformar virkjun við Hagavatn, reyni að „svindla sér fram hjá“ rammaáætlun. Forseti Ferðafélagsins segir fleiri nú reyna sama leik sem sýni að virkjanahugmyndir þeirra þoli ekki faglega skoðun.
Kjarninn 1. mars 2020
Að takast – eða ekki að takast – í hendur
Síðastliðinn þriðjudagur var hinn árlegi ríkisborgaradagur víða í Danmörku. Þá fá þeir ríkisborgararétt sem sótt hafa um, og uppfylla kröfurnar, með einu skilyrði. Það skilyrði er umdeilt.
Kjarninn 1. mars 2020
Kjarninn tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir að greina umrót og breytingar í íslensku efnahagslífi
Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson voru í gær tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands fyrir umfjöllun um íslenskt efnahagslíf í fyrra. Á meðal þess sem fellur þar undir eru fordæmalausar greiningar á stöðu íslensks sjávarútvegs.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Hlaðvarp, vísanir inn á Hringbraut og myndbönd grundvöllur milljarðakröfu Sýnar
Fyrrverandi eigendur þeirra miðla sem mynduðu einu sinni fjölmiðlasamsteypuna 365 hefur tekist að selja þá frá sér fyrir milljarða króna á síðustu árum. Nýir eigendur hafa lent í rekstrarerfiðleikum með miðlana.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins framkvæmdu ólögmæta breytingu á útreikningum á vöxtum á breytilegum verðtryggðum lánum í fyrra.
Sumir lántakar hjá sjóði verzlunarmanna að greiða vexti sem hafa ekki sést áður
Hópur lántakenda hjá næst stærsta lífeyrissjóði landsins, sem varð fyrir vaxtabreytingu, sem reyndist síðar óheimili fær brátt ofgreiddar greiðslur endurgreiddar. Vextir á lánum þeirra munu reiknast eftir fyrri reglu, og eru undir tveimur prósentum.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn leggst ekki gegn skipun rannsóknarnefndar um fjárfestingarleiðina
Í umsögn sem nýr seðlabankastjóri skrifar undir leggst Seðlabanki Íslands ekki sérstaklega gegn því að fram fari rannsókn á fjárfestingarleiðinni sem bankinn hélt úti milli 2011 og 2015. Alls voru 206 milljarðar króna ferjaðir inn í landið í gegnum hana.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Hagavatnsvirkjun: Frá stórhugmynd til smávirkjunar
Orkustofnun endurnýjaði í fyrra rannsóknarleyfi Íslenskrar vatnsorku ehf. vegna áforma um 18 MW virkjun við Hagavatn. Í nýrri tillögu er rætt um 9,9 MW virkjun, rétt undir þeim mörkum sem kalla á meðferð í rammaáætlun.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Íslendingar eiga saman mikinn fjársjóð í innlendum og erlendum eignum íslenska lífeyrissjóðakerfisins, sem byggir á sparnaði landsmanna.
Íslendingar eiga fimm þúsund milljarða króna í lífeyrissjóðunum sínum
Lífeyrissjóðir landsins, sem eru í eigu landsmanna og fjárfesta fyrir hönd þeirra, juku eignir sínar um 714 milljarða króna á árinu 2019. Meirihluti þeirrar aukningar, um 400 milljarðar króna, var í eignum erlendis.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Hvað gerði Manchester City eiginlega?
Eitt ríkasta knattspyrnufélag Evrópu, Manchester City, er í vandræðum. Evrópska knattspyrnusambandið hefur dæmt það í bann frá þátttöku í Meistaradeild Evrópu í tvö ár fyrir blekkingar í framsettum fjármálum félagsins.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Tengdar útgerðir fá tæp sex ár til að koma sér undir kvótaþak
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur kynnt drög að frumvarpi um breyttar skilgreiningar á því hvað teljist tengdir aðilar í sjávarútvegi. Þeir sem lagabreytingin hefur áhrif á munu hafa fram á fiskveiðiárið 2025/2026 til að koma sér undir kvótaþak.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Tapaði rifrildi og varð vegan
Samviskan er svo mikilvægt tól, hún er áttavitinn okkar, segir Eydís Blöndal, varaþingmaður VG. Hún segir okkur þurfa að endurskoða það sem við teljum lífsgæði og hætta að líta á jörðina eins og hún sé eingöngu til fyrir mannfólk.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Grænlenski olíudraumurinn lifir enn
Þrátt fyrir mikla leit að olíu og margar tilraunaboranir sem hafa engan árangur borið hyggst grænlenska landsstjórnin ekki leggja árar í bát. Landsstjórnin kynnir þessa dagana nýja olíuáætlun.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, sem þá leiddu ríkisstjórn, kynntu Fyrstu fasteign í ágúst 2016, nokkrum vikum fyrir haustkosningar það árið.
Rétt yfir fimm milljarðar króna hafa verið notaðar undir hatti „Fyrstu fasteignar“
Mun færri hafa nýtt sér úrræðið „Fyrsta fasteign“ en kynning á úrræðinu árið 2016 gaf til kynna að myndi gera það. Tekjuhærri hópar eru mun líklegri til að geta nýtt sér úrræðið, sem er skattfrjálst.
Kjarninn 15. febrúar 2020
Laun bankastjóranna á bilinu 3,6 til 4,7 milljónir króna á mánuði
Bankastjórar ríkisbankanna tveggja eru með mánaðarlaun sem eru í kringum fjórar milljónir króna á mánuði. Bankastjóri Arion banka er með enn hærri laun og aðstoðarbankastjórinn hans toppar alla æðstu stjórnendurna.
Kjarninn 14. febrúar 2020
Telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning Borgunar 2013
Matsmenn í máli Landsbankans gegn Borgun, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins og þeirra sem keyptu hlut bankans í Borgun árið 2014 segja að ársreikningur þess fyrir árið 2013 hafi ekki innihaldið upplýsingar um tilvist valréttar Borgunar í Visa Europe.
Kjarninn 12. febrúar 2020
Baráttan í borginni harðnar
Enn hafa ekki náðst samningar milli Eflingar og Reykjavíkurborgar og skella verkföll á í Reykjavík í dag. Ef ekki næst að semja fyrir 17. febrúar næstkomandi skellur á ótímabundið verkfall sem mun hafa víðtæk áhrif.
Kjarninn 11. febrúar 2020
Konan sem kom, sá og sigraði – Fyrirmynd um heim allan
Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaunin í nótt en um sögulegt augnablik er að ræða þar sem hún er fyrsti Íslendingurinn til að ná þessum árangri. Hún hvatti ungar konur sem aldnar að hefja upp raust sína og láta í sér heyra.
Kjarninn 10. febrúar 2020
Allir formenn stjórnarflokkanna tilbúnir að hefja sölu Íslandsbanka
Leiðtogar allra þeirra flokka sem standa að sitjandi ríkisstjórn hafa lýst yfir áhuga á að hefja söluferli á öðrum ríkisbankanum í nánustu framtíð. Ferlið gæti orðið flókið þar sem æskilegir kaupendur eru ekki sýnilegir.
Kjarninn 10. febrúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaunin
Hildur Guðnadóttir er fyrst Íslendinga til að vinna Óskarsverðlaunin.
Kjarninn 10. febrúar 2020