Koma gangandi inn á gjörgæslu eftir að hafa verið marga daga í öndunarvél
„Eitt af því sem ég minnist sérstaklega þegar ég lít til baka er hvað allir voru hræddir,“ segir Þóra Gunnlaugsdóttir, aðstoðardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans. Hún segir magnað að fá fólk sem veiktist alvarlega í heimsókn á deildina.
Kjarninn 26. júní 2020
„Þetta frumvarp eykur líkur á því að ríkið fremji mannréttindabrot“
Undanfarið hefur verið í skoðun á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga og atvinnuréttindi þeirra. Við leituðum svara um álitamál í frumvarpinu hjá Claudie Ashonie Wilson, lögmanni og meðeiganda á lögmannsstofunni Rétti.
Kjarninn 25. júní 2020
Breyttar ferðavenjur eitt lykilatriðið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
Aukin grænmetisframleiðsla, breyttar ferðavenjur, vistvænir bílaleigubílar og aðgerðir til að draga úr ropi búfénaðar eru meðal þeirra aðgerða sem munu verða til þess að Ísland nái alþjóðlegum markmiðum í losun gróðurhúsalofttegunda – og gott betur.
Kjarninn 23. júní 2020
Styttur bæjarins
Í þekktu lagi söng Spilverk Þjóðanna um stytturnar „sem enginn nennir að horfa á“. Í dag yrði kannski frekar sungið um styttur og götunöfn sem enginn vill vita af og helst af öllu fjarlægja. Þar á meðal í Danmörku.
Kjarninn 21. júní 2020
Íslendingar búnir að fá nóg af sjálftöku elítunnar
Kjarninn talaði við fulltrúa í stjórnarandstöðunni til þess að kanna hvernig þeir sæju framtíðina fyrir sér – og hvaða leiðir væru bestar út úr þessu ástandi. Að þessu sinni er rætt við formann Flokks fólksins, Ingu Sæland.
Kjarninn 20. júní 2020
Trump heldur fyrsta fundinn á slóðum fjöldamorðs
Donald Trump heldur í dag sinn fyrsta kosningafund frá því að faraldur kórónuveirunnar braust út. Fundurinn fer fram í borg sem á sér blóðuga fortíð er farið hefur hljótt í að verða heila öld.
Kjarninn 20. júní 2020
Ráðuneytið lét héraðssaksóknara vita af eigendabreytingum hjá Samherja
Samherji sendi upphaflega tilkynningu um eignarhald erlends aðila í félaginu á rangan ráðherra, Kristján Þór Júlíusson. Erlendi aðilinn, Baldvin Þorsteinsson, á 20,5 prósent beinan hlut í Samherja.
Kjarninn 19. júní 2020
Norrænu ráðuneytin svara því ekki hvað þeim þótti um afstöðu Íslands
Kjarninn er búinn að fá svör frá fjármálaráðuneytum Finnlands, Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs vegna máls Þorvaldar Gylfasonar, sem íslenska ráðuneytið sagði að væri of virkur í pólitík til að viðeigandi væri að hann ritstýrði fræðatímariti.
Kjarninn 18. júní 2020
Tilkynnt um erlenda fjárfestingu í Samherja nokkrum dögum fyrir Kveiksþáttinn
Samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu eru miklar hömlur á því hvað erlendir aðilar mega kaupa í íslenskum sjávarútvegi. Allar slíkar fjárfestingar þarf að tilkynna sérstaklega til atvinnuvegaráðuneytisins. Ein slík tilkynnt barst 4. nóvember 2019.
Kjarninn 18. júní 2020
Bókstafleg túlkun orðsins kyn færir hinsegin fólki mikla réttarbót
Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp ákvörðun á mánudag sem fer á spjöld réttindasögu hinsegin fólks í landinu. Með bókstaflegum lestri löggjafar frá 1964 komst sex dómara meirihluti að þeirri niðurstöðu að bannað væri að reka fólk á grundvelli kynhneigðar.
Kjarninn 17. júní 2020
Engin sátt um hlutdeildarlánin hjá stjórnarmeirihlutanum
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setti fram marglaga gagnrýni á hin svokölluðu hlutdeildarlán á þingi á föstudag. Formaður VR hefur sagt að ef frumvarpið verði ekki samþykkt séu lífskjarasamningarnir fallnir.
Kjarninn 17. júní 2020
Þorvaldur Gylfason fékk starfstilboð á samnorrænum vettvangi sem ekki var heimilt að veita honum, áður en fjármála- og efnahagsráðuneytið lagðist gegn ráðningu hans á pólitískum forsendum.
Bjuggust ekki við mótbárum gegn hæfum manni sem var til í starfið
Sænski hagfræðiprófessorinn Lars Calmfors segir að norræni stýrihópurinn sem annast útgáfu tímaritsins NEPR hafi verið kominn í tímaþröng með að finna nýjan ritstjóra er Þorvaldi Gylfasyni var boðið starfið.
Kjarninn 15. júní 2020
Það þarf að hlusta á ákall um breytingar – og ekki „tipla á tánum í kringum þetta gamla“
Kjarninn talaði við fulltrúa í stjórnarandstöðunni til þess að kanna hvernig þeir sæju framtíðina fyrir sér – og hvaða leiðir væru bestar út úr þessu ástandi. Næstur er formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Kjarninn 14. júní 2020
Jóakim ásamt eiginkonu sinni Marie í fyrrahaust.
Danaprins verður varnarmálasérfræðingur
Dönum þykir sjaldnast fréttnæmt þótt nýr starfsmaður sé ráðinn í danskt ráðuneyti. Flestir, ef ekki allir, danskir fjölmiðlar greindu þó frá nýjum starfsmanni utanríkisráðuneytisins. Starfsmaðurinn er ekki einhver „Jón úti í bæ“ heldur prins.
Kjarninn 14. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, lagði fram frumvarpið um hlutabótaleiðina á sínum tíma.
Fjöldi þeirra sem nýta hlutabótaleiðina hefur næstum helmingast
Atvinnuleysi dróst mikið saman í síðasta mánuði, sérstaklega vegna þess að fjöldi þeirra sem voru á hinni svokölluðu hlutabótaleið dróst verulega saman. Þeim sem fengu greitt vegna úrræðisins fækkaði um 16.424 í maí.
Kjarninn 12. júní 2020
Vill láta fjalla um „önnur rannsóknarúrræði“ en rannsóknarnefnd
Forseti Alþingis vill að kannað sé hvort að „önnur rannsóknarúrræði“ en rannsóknarnefnd Alþingis dugi ekki til að rannsaka fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands.
Kjarninn 11. júní 2020
Þótt samkomubann hafi dregið úr útlánum tímabundið virðist fasteignamarkaðurinn enn vera á fleygiferð, enda vaxtakjör í dag einstök í Íslandssögunni.
Lífeyrissjóðirnir hafa ekki lánað jafn lítið á einum mánuði í tæp fimm ár
Í fyrsta sinn frá því í október 2015 lánuðu íslenskir lífeyrissjóðir undir einum milljarði króna á einum mánuði til húsnæðiskaupa í apríl síðastliðnum. Þar skiptir samkomubann lykilmáli en hraðar vaxtalækkanir hafa líka þurrkað út forskot sjóðanna.
Kjarninn 9. júní 2020
Eigendur íslenskra lífeyrissjóða er fólkið sem borgar í þá, almenningur í landinu.
Eignir íslenskra lífeyrissjóða jukust um 223 milljarða króna í apríl
Eignir íslenska lífeyrissjóðakerfisins hafa aldrei aukist jafn mikið í einum mánuði og þær gerði í apríl, í miðjum heimsfaraldri. Mestu munar um hækkandi hlutabréfaverð erlendis og veikingu krónunnar.
Kjarninn 8. júní 2020
Alvarlegt ef Íslendingar ætla að „ræsa vélina óbreytta“
Kjarninn talaði við fulltrúa í stjórnarandstöðunni til þess að kanna hvernig þeir sæju framtíðina fyrir sér – og hvaða leiðir væru bestar út úr þessu ástandi. Næstur er formaður Samfylkingarinnar, Logi Einarsson.
Kjarninn 8. júní 2020
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
Kjarninn 7. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Meiri ánægja mælist störf kvenna en karla í ríkistjórn Íslands í nýrri könnun frá Gallup.
Konurnar við ríkisstjórnarborðið þykja standa sig betur í starfi en karlarnir
Þeir fjórir ráðherrar sem mest ánægja er með á meðal þjóðarinnar eru konur. Svo koma tveir karlar. Síðan fimmta konan. Og fjórir karlar verma botnsætin. Mynstrið er svipað og þegar ánægja með frammistöðu ráðherranna var mæld í fyrra.
Kjarninn 28. maí 2020
Hvítir karlar fóru „á veiðar“ og skutu svartan pilt
„Það er svartur maður að hlaupa niður götuna,“ segir móður og másandi maður við neyðarlínuna. Nokkrum mínútum síðar liggur ungur karlmaður í blóði sínu á götunni. Hann hafði verið skotinn þrisvar.
Kjarninn 27. maí 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
„Á hvaða plánetu eru þeir?“ – Boris Johnson í vanda vegna ráðgjafa sem braut útgöngubann
Dominic Cummings, hinn umdeildi en óumdeilanlega áhrifaríki, ráðgjafi Boris Johnson virðist hafa brotið gegn útgöngubanni á sama tíma og bresk stjórnvöld sögðu öllum þegnum: „Þið verðið að vera heima.“ Gríðarlegur þrýstingur er á Johnson að reka Cummings.
Kjarninn 25. maí 2020
Neysla á afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Sífellt færri eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu sem notast við myndlykla
Þeim landsmönnum sem kaupa áskriftir að sjónvarpsþjónustu sem þarf að nota myndlykil til að miðlast hefur fækkað um tæplega tíu prósent á tveimur árum. Sýn hefur tapað tæplega fjórðungi áskrifenda á tveimur árum.
Kjarninn 24. maí 2020
Í samskiptum við nemendur á nóttunni
Kristín Marín Siggeirsdóttir kennari í Kvennaskólanum ímyndað sér að hún gæti prjónað og bakað meðfram störfum í samkomubanni. En eitthvað varð lítið úr því. Vinnudagarnir urðu langir og hún vann stundum langt fram á nótt.
Kjarninn 24. maí 2020
Í mars 2017 fagnaði Inger Støjberg því sérstaklega að þá hefði hún, síðan hún varð ráðherra eftir kosningarnar 2015, samtals 50 sinnum hert reglur um málefni hælisleitenda og flóttafólks.
Rjómaterturáðherrann
Umdeild ákvörðun sem Inger Støjberg fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku tók árið 2016 er nú til sérstakrar rannsóknar. Hún er varaformaður Venstre og kjör hennar í það embætti gæti reynst flokknum dýrkeypt í næstu kosningum.
Kjarninn 24. maí 2020
Síminn eykur við forskotið á farsímamarkaði hjá þjóð sem er óð í meira gagnamagn
Á áratug hefur gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti 225faldast. Síminn hefur á undanförnum árum endurheimt fyrsta sætið á listanum yfir það fjarskiptafyrirtæki sem er með flesta viðskiptavini í farsímaþjónustu, en mest gagnamagn flæðir um kerfi Nova.
Kjarninn 23. maí 2020
Fjarvinnan eftir faraldurinn gæti orðið þáttur í að byggja upp hagkerfi Íslands til framtíðar
Fjölmargir sérfræðingar í alþjóðlegum tæknifyrirtækjum fá núna leyfi til þess að vinna fjarvinnu til frambúðar. Þetta fólk ætti Ísland að reyna að sækja til búsetu í skemmri eða lengri tíma, segir Kristinn Árni L. Hróbjartsson, ritstjóri Northstack.
Kjarninn 23. maí 2020
Hélt lengi í vonina um að hitta þau síðar á önninni
„Mér finnst mjög merkilegt hvað skólafólki á Íslandi hefur tekist vel upp, bæði starfsfólki skólanna og nemendum,“ segir Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir, íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri, um fjarnámið sem þó hentar ekki öllum.
Kjarninn 21. maí 2020
Versta kreppa á Íslandi frá árinu 1920
Útlit er fyrir að farsóttin sem nú geisar muni valda „þjóðarbúinu langvinnum skaða.“ Ekki er von á fleiri ferðamönnum til landsins í ár, sjávarútvegur mun upplifa sinn mesta samdrátt frá því snemma á níunda áratugnum.
Kjarninn 20. maí 2020
Ólafur Þór Hauksson er héraðssaksóknari.
Hundruð milljóna króna undanskot vegna fjárfestingarleiðar vísað til héraðssaksóknara
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands er farið frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara, sem mun taka ákvörðun um refsimeðferð í málinu.
Kjarninn 19. maí 2020
Tugmilljarða framsal á hlutum í Samherja er fyrirframgreiddur arfur og sala
Stærstu eigendur Samherja greindu frá því í síðustu viku að þeir hefðu framselt hlutabréf í innlendri starfsemi sjávarútvegsrisans til barna sinna. Um er að ræða fyrirtæki sem heldur, beint og óbeint, á 16,5 prósent af úthlutuðum kvóta á Íslandi.
Kjarninn 19. maí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, gerði samningin við Lindarhvol um umsýslu stöðugleikaeigna.
Ríkisendurskoðun gerir engar athugasemdir við rekstur Lindarhvols
Lindarhvoll, félag sem sá um að koma stöðugleikaframlagseignum í verð, starfaði frá því í apríl 2016 og fram í febrúar 2018. Upphaflega var gert ráð fyrir að eignir þess væru 384 milljarða króna virði en á endanum skiluðu þær 460 milljörðum króna.
Kjarninn 18. maí 2020
Bakkavararbræður falla niður listann yfir ríkustu menn Bretlands
Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir sitja saman í 320. sæti á lista yfir þá íbúa Bretlands sem eiga mestan auð. Undirstaða hins mikla auðs þeirra eru hlutabréf í Bakkavör. Þau hafa hríðfallið í verði það sem af er árinu 2020.
Kjarninn 17. maí 2020