ASÍ gagnrýnir að skattalækkun til fjármagnseigenda sé í forgangi
Alþýðusamband Íslands segir að skattalækkun upp á 2,1 milljarða til fjármagnseigenda eigi ekki að vera í forgangi heldur eigi verkefni stjórnvalda að vera að tryggja afkomu fólks. Sambandið segir að atvinnuleysi megi ekki leiða til fátæktar og ójöfnuðar.
Kjarninn 21. október 2020
Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda.
Meirihluti hlynntur aðskilnaði og fjórðungur segist eiga mikla samleið með þjóðkirkjunni
Könnun sem framkvæmd var fyrr á þessu ári sýnir að yfir 54 prósent landsmanna er hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju en um fimmtungur þeirra er andvígur honum. Tæpur helmingur er á móti kristilegum trúarathöfnum, bænum eða guðsorði í leik- og grunnskólum.
Kjarninn 21. október 2020
Félagsmiðlarnir Facebook og Twitter lágu undir ámæli í vikunni sem leið fyrir að hefta dreifingu fréttar frá New York Post.
Hliðverðirnir sýna klærnar
Vafasöm frétt í New York Post um Biden-feðgana Joe og Hunter og viðbrögð Facebook og Twitter við henni hafa vakið upp umræðu um ægivald félagsmiðlanna yfir þeim upplýsingum sem almenningur hefur fyrir augum á internetinu.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Aukið líf á leigumarkaði
Leiguverð hefur lækkað á sama tíma og fleiri íbúðir eru lausar fyrir langtímaleigu eftir hrun í komu erlendra ferðamanna. Á sama tíma hefur virknin aukist, en september var metmánuður í þinglýsingu leigusamninga.
Kjarninn 18. október 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur alið á sundrungu og kynt undir ófriði á þeim tæpu fjórum árum sem liðin eru frá því að hann tók við embætti sínu.
Friðarsinninn Trump?
Donald Trump teflir því nú fram í kosningabaráttu sinni að hann hafi náð miklum árangri í friðarmálum. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós að raunveruleikinn er í algerri andstöðu við þá mynd sem hann vill mála upp.
Kjarninn 18. október 2020
Scandinavian Star hér við bryggju í Lysekil í Svíþjóð. Þangað var skipið dregið brennandi
Enn ein rannsóknin á brunanum í Scandinavian Star
Danskir þingmenn krefjast nú nýrrar rannsóknar á brunanum í farþega- og bílaferjunni Scandinavian Star árið 1990. Nýlega komu í ljós alvarlegar brotalamir varðandi rannsókn eldsvoðans sem kostaði 159 mannslíf.
Kjarninn 18. október 2020
„Við ætlum að fara með hann aftur heim“
Hópur fólks kom inn á safn í París í sumar, tók forngrip traustataki og var á útleið er öryggisverðir stöðvuðu hann. Fólkið segist ekkert hafa tekið ófrjálsri hendi því ekki sé hægt að stela frá þjófi. Gripurinn eigi ekki heima í Frakklandi.
Kjarninn 17. október 2020
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur kynnt nokkra efnahagspakka á síðustu mánuðum. Alls telja 42 prósent landsmanna að of lítið sé gert til að mæta efnahagsvandanum sem fylgir kórónuveirufaraldrinum.
Aldrei fleiri talið að ríkisstjórnin sé að gera of lítið í efnahagsmálum vegna COVID-19
Ríkisstjórnin hefur kynnt fjóra aðgerðarpakka til að mæta efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Skoðun landsmanna á aðgerðum til að mæta þeim áhrifum hefur reglulega verið mæld. Aldrei hafa fleiri talið of lítið gert.
Kjarninn 16. október 2020
Wall Street græðir á meðan Main Street blæðir
Ef þú ert milljarðamæringur, átt eignir, eða ert bara í góðri vinnu sem þú hélst í yfirstandandi kreppu og getur sinnt í innifötum af heimili þínu eru allar líkur á því að fjárhagur þinn sé að batna í yfirstandandi kreppu.
Kjarninn 16. október 2020
Skálað í kampavíni fyrir „hættulegum rökvillum“
Svokölluð Great Barrington-yfirlýsing, um markvissa vernd viðkvæmra hópa á meðan að veiran fengi að breiðast út á meðal hraustra, hefur verið til umræðu víða að undanförnu. Í bréfi sem birtist í Lancet er nálgunin sögð byggja á „hættulegri rökvillu“.
Kjarninn 15. október 2020
Móavegur í Reykjavík er eitt þeirra verkefna sem Bjarg hefur ráðist í á grundvelli laga um stofnframlög til byggingar á almennum íbúðum.
Ríkið greitt yfir tíu milljarða stofnframlög vegna 1.870 almennra íbúða í Reykjavík
Frá árinu 2016 hefur íslenska ríkið úthlutað alls 10,8 milljörðum króna í stofnframlög vegna almennra íbúða í Reykjavík. Þær íbúðir sem verða byggðar eða keyptar fyrir framlögin eru fleiri en allar íbúðir á Seltjarnarnesi.
Kjarninn 14. október 2020
Mótun samfélagsins þarf að vera á forsendum fólksins sjálfs – en ekki fjármagnsins
Kjarninn hitti fulltrúa bæði atvinnulífs og launafólks og fékk sýn þeirra á stöðu mála. Næstur í röðinni er Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Kjarninn 12. október 2020
Sérfræðingarnir hafa ýmsar hugmyndir til að berjast gegn nýlegri aukningu atvinnuleysis.
Vilja sértækar aðgerðir á vinnumarkaði
Sjö greinarhöfundar í Vísbendingu hafa kallað eftir sértækum aðgerðum til þess að bregðast við atvinnuleysi sem hefur náð sögulegum hæðum vegna efnahagsáhrifa kórónuveirunnar.
Kjarninn 11. október 2020
Útilokunarmenning: Hin réttláta útilokun eða múgæsingur?
Útilokunarmenning gengur út á það að útiloka einstaklinga sem brotið hafa gegn samfélagslegum gildum og hagsmunum þjóðfélagsins – ýmist með því að hafa tjáð sig á ákveðinn máta eða gert eitthvað á hlut annarra.
Kjarninn 11. október 2020
Morten Østergaard, fyrrverandi leiðtogi Radikale Venstre í Danmörku.
Að leggja hönd á læri
Það getur reynst dýrkeypt að leggja hönd á læri manneskju sem ekki kærir sig um slíkt. Og reyna mörgum árum síðar að leyna því. Slíkt athæfi kostaði danskan stjórnmálamann leiðtogasætið í flokki sínum.
Kjarninn 11. október 2020
Uppgefnar eignir Íslendinga erlendis jukust um 20 prósent á tveimur árum
Bein fjármunaeign innlendra aðila erlendis jókst um 58 milljarða króna í fyrra og var 666 milljarðar króna í lok þess árs. Tölur Seðlabanka Íslands segja að Íslendingar eigi einungis 21 milljónir króna á Tortóla.
Kjarninn 10. október 2020
Lögregla fór gegn lögum er upplýsingum um Aldísi Schram var miðlað til Jóns Baldvins
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu braut gegn persónuverndarlögum árið 2012 þegar Jón Baldvin Hannibalsson fékk afhentar upplýsingar um Aldísi Schram. Efni bréfsins sem hann fékk afhent stangast á við lögreglugögn sem Aldís hefur undir höndum.
Kjarninn 9. október 2020
Ólíkar leiðir stjórnarandstöðuflokka út úr kreppunni
Hvað eiga tillögur um að gera Akureyri að borg, um að byggja mislæg gatnamót á höfuðborgarsvæðinu í stað borgarlínu og um aukna fjárfestingu í lýðheilsu þjóðarinnar sameiginlegt?
Kjarninn 8. október 2020
Fjárlögin á mannamáli
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp vegna ársins 2021 í síðustu viku. Þau segja til um hvernig þjóðarheimilið er rekið. Í hvað erum við að eyða, hverjir borga mest fyrir það og þau nýju verkefni sem ráðast verður í.
Kjarninn 8. október 2020
Flótti lántakenda frá lífeyrissjóðunum og verðtryggðum lánum heldur áfram
Íslendingar eru farnir að sýna það í verki að þeir eru afar meðvitaðir um kjör húsnæðislána. Lægri stýrivextir og aukin verðbólga hafa leitt til þess að þúsundir hafa fært sig úr verðtryggðum lánum í óverðtryggð, og frá lífeyrissjóðum til banka.
Kjarninn 8. október 2020
Eigandi Fréttablaðsins keypti hlutabréf fyrir tæplega 600 miljónir króna í fyrra
Félag sem eignaðist útgáfufélag Fréttablaðsins í fyrra metur eignir sínar á 592,5 milljónir króna, eða sömu upphæð og það fékk lánað hjá tengdum aðila til að kaupa hlutabréf á árinu 2019. Einu þekktu viðskipti félagsins í fyrra eru kaup á fjölmiðlum.
Kjarninn 7. október 2020
Fólkið í eldlínunni: Þríeykið Þórólfur, Alma og Víðir ásamt Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, standa nú aftur í ströngu við að miðla upplýsingum til almennings og móta aðgerðir. Starfsfólk Landspítalans er aftur komið í hlífðarfatnaðinn.
221 dagur
Tæplega hundrað manns greindust með COVID-19 í gær og hafa ekki fleiri greinst á einum sólarhring í rúmlega hálft ár. Meirihlutinn var í sóttkví við greiningu. Fjórir liggja á gjörgæsludeild með sjúkdóminn.
Kjarninn 6. október 2020
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Eyþór segir ólíklegt að eignarhluturinn í Morgunblaðinu færist aftur til Samherja
Lán Samherja til félags í eigu Eyþórs Arnalds, sem veitt var til að kaupa hlut í Morgunblaðinu, er gjaldfallið. Eyþór segir að hann hafi ætlað sér að hagnast á viðskiptunum og telur að umræða um þau letji fólk frá því að vilja eiga í fjölmiðlum.
Kjarninn 5. október 2020
Ójöfn kreppa
Líklegt er að yfirstandandi efnahagskreppa komi til með að auka ójöfnuð á Íslandi, en hún hefur komið sérstaklega illa niður á tekjuminni hópum í samfélaginu.
Kjarninn 5. október 2020
Frá fundi Norðurlandaráðsins í fyrra
Aukið samstarf norrænu ríkjanna í öryggis- og utanríkismálum
Loftslagsmál, netárásir og dvínandi fjölþjóðahyggja eru helstu ógnirnar sem standa frammi fyrir Norðurlöndunum, samkvæmt nýrri skýrslu Björns Bjarnasonar um norrænt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Ísland getur lagt sitt af mörkum á þessu sviði.
Kjarninn 4. október 2020
Nord Stream gasleiðslurnar
Óvissan um stóra rörið
Þýskir þingmenn, með Merkel kanslara í broddi fylkingar eru foxillir út í Rússa vegna tilræðisins við Alexei Navalní og tala um að fresta jafnvel að taka nýja gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands í notkun. Það hefði mikil áhrif á efnahag Rússa.
Kjarninn 4. október 2020
„Upplifum í fyrsta sinn að hlustað sé á okkur“
Stjórnmálamenn eru ekki með á reiðum höndum hvernig takast eigi á við metoo-byltinguna sem nú ríður yfir Danmörku – en konur í stjórnmálum stigu fram í síðasta mánuði og greindu frá reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og ofbeldi.
Kjarninn 3. október 2020
Stjórnmálaflokkarnir sýna á spilin í upphafi kosningabaráttu
Í gær hófst síðasta þing yfirstandandi kjörtímabils, og með því kosningabarátta sem mun fara fram við óvenjulegar aðstæður vegna kórónuveirufaraldurs sem ógnar heilbrigði og efnahag þjóðarinnar.
Kjarninn 2. október 2020
Donald Trump er með COVID-19.
Aldur Trumps og ofþyngd stórir áhættuþættir
Læknar benda á að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé í áhættuhópi þegar komi að hættu á alvarlegum veikindum af COVID-19, sjúkdómnum sem hann hefur oftsinnis reynt að gera lítið úr en hefur nú sjálfur greinst með.
Kjarninn 2. október 2020
Miklu meiri fjárlagahalli en í nágrannalöndum
Ríkissjóður yrði rekinn með mun meiri halla hér á landi en á öðrum Norðurlöndum á næsta ári, verði nýbirt fjárlagafrumvarp samþykkt.
Kjarninn 2. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Þriðja bylgjan: „Þetta verður há tala, það er alveg ljóst“
Fleiri liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 en á sama tímapunkti í fyrstu bylgju faraldursins. Thor Aspelund líftölfræðingur segir allt eins líklegt að þriðja bylgjan vari í fimm vikur til viðbótar og jafnvel að önnur taki svo við í desember.
Kjarninn 1. október 2020
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson: „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir flóttamenn sem hafi komið til landsins nýverið muni „þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi“. Hann segir að fiskisagan um að á Íslandi fái fólk hæli hafi fengið byr undir báða vængi. Engar tölur styðja afstöðu þingmannsins.
Kjarninn 26. september 2020
Þrír af stærstu eigendum Eimskips með vinnubrögð félagsins til skoðunar
Lífeyrissjóðir landsins eiga meirihluta hlutafjár í Eimskip. Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir segjast allir vera með þau vinnubrögð félagsins, sem lýst var í fréttaskýringaþætti á fimmtudag, til skoðunar.
Kjarninn 26. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta
Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.
Kjarninn 24. september 2020
Aðstæður dýra sem búa við þauleldi „eru forkastanlegar“
Að hafa varphænur í búrum er slæmt en að bregðast við með því að stafla þeim á palla í sama þrönga rýminu er „aumkunarverð tilraun til málamynda,“ segir í athugasemd um áformaða framleiðsluaukningu Stjörnueggja. Sex þauleldibú eru starfrækt á Kjalarnesi.
Kjarninn 24. september 2020
Ríkustu tíu prósent landsmanna eiga tæplega þrjú þúsund milljarða í eigin fé
Frá lokum árs 2010 og út árið 2019 urðu til 3.612 milljarðar króna í nýju eigin fé á Íslandi. Af þeim fóru 1.577, eða 44 prósent, til þeirra tæplega 23 þúsund fjölskyldna sem mynda ríkustu tíu prósent landsmanna.
Kjarninn 23. september 2020