Forystusveit Sjálfstæðisflokksins sem var kosin á landsfundi 2018.
Sjálfstæðisflokkur styrkir stöðu sína sem fyrsti valkostur elstu og tekjuhæstu kjósendanna
Stærsti stjórnmálaflokkur landsins siglir nokkuð lygnan sjó samkvæmt könnunum og hefur ekki tapað á ríkisstjórnarsamstarfinu. Fylgi flokksins á Austurlandi hefur hríðlækkað og hann virðist aðallega vera að slást við Miðflokkinn um atkvæði.
Kjarninn 16. nóvember 2020
„Ég vakna enn á nóttunni og finnst ég finna brunalykt og heyra öskur“
„Þetta var hræðilegt og þetta er enn erfitt fyrir svo marga,“ segir Vasile Tibor Andor sem bjó á Bræðraborgarstíg 1 er eldsvoðinn mikli varð í sumar.
Kjarninn 15. nóvember 2020
Saga hússins á horninu: Frá himnaríki til heljar
„Bræðró“ var „himnaríki á jörðu“. Þannig lýsti fóstursonur hjóna sem lengi bjuggu að Bræðraborgarstíg 1, heimilinu. Í húsinu voru mörg hundruð brauð bökuð daglega og Vesturbæingar flykktust að til að versla við þá bræður Svein og Hjört Hjartarsyni.
Kjarninn 15. nóvember 2020
Deilur um peninga koma í veg fyrir að Bræðraborgarstígur 1 verði rifinn
Félagið sem á Bræðraborgarstíg 1 sættir sig ekki við mat VÍS á tjóninu sem bruni þess olli. Það vill hærri fjárhæð frá tryggingafélaginu. Nokkur ár gætu liðið þar til að rústirnar verði rifnar.
Kjarninn 15. nóvember 2020
„Viðbrögð mín við þessum stað voru bara tár – og niðurbrot“
Víða er pottur brotinn varðandi aðstæður erlends starfsfólks hér á landi og var bruninn á Bræðraborgarstíg 1 áminning þess. Pólsk kona sem bjó í húsinu árið 2015 lýsir örvæntingu sinni á sínum tíma og vanlíðan í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. nóvember 2020
Vildu bæta við hæð, byggja á milli og gera bílakjallara
Eigendur Bræðraborgarstígs 1 hafa á síðustu árum borið ýmsar tillögur að breytingum á húsinu undir borgina. Neikvætt var tekið í þær allar en engu að síður hafði notkun þess verið breytt er í því var kveikt í sumar.
Kjarninn 15. nóvember 2020
„Við vissum að það væru fleiri inni“
Bruninn á Bræðraborgarstíg er „það langversta“ sem Valur Marteinsson, slökkviliðsmaður til þrjátíu ára, hefur lent í. Er hann kom á vettvang blasti við skelfileg sjón, húsið orðið nær alelda og fólk í gluggum á efstu hæð að berjast fyrir lífi sínu.
Kjarninn 15. nóvember 2020
Sagan endurtekur sig – Borg á ný í spennitreyju
Mikill fjöldi fólks bjó á Bræðraborgarstíg 1, þrátt fyrir að húsið hafi ekki verið stórt og ekki í góðu ásigkomulagi. Hvers vegna bjuggu svona margir þar við slæmar aðstæður í einu af dýrustu hverfum landsins?
Kjarninn 15. nóvember 2020
„Ég þarf hjálp til að vinna úr þessu“
Eftir að hafa flúið Afganistan og sest að á Íslandi leigði Alisher Rahimi íbúð á Bræðraborgarstíg. Eitt síðdegið í sumar var hann heima að læra þegar hann heyrði hávaða og fann reykjarlykt. Hann leit út um gluggann og sá hóp fólks standa á götunni.
Kjarninn 15. nóvember 2020
Innflytjendur voru aflið að baki síðasta góðæri
Á örfáum árum hefur erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi fjölgað úr rúmlega 20 þúsund í rúmlega 50 þúsund. Flestir þeirra koma hingað til lands til að vinna. Samhliða hafa þeir mannað þau þúsundir starfa sem ferðaþjónustugóðærið kallaði á.
Kjarninn 15. nóvember 2020
„Ég á aldrei eftir að gleyma þessu“
„Þetta var ólýsanlegt,“ segir Sigurjón Ingi Sveinsson sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður sem var meðal þeirra fyrstu á vettvang brunans á Bræðraborgarstíg. „Það er mikill eldur,“ segir hann um það sem við blasti.
Kjarninn 15. nóvember 2020
Starfsmannaleigur á Íslandi: Frá Kárahnjúkum að Bræðraborgarstíg
Þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð voru í fyrsta sinn hundruð starfsmanna hér á landi á vegum starfsmannaleigna. Ljótar sögur þaðan urðu kveikjan að sérstakri löggjöf um þetta form ráðninga. Enn eru þó áhyggjur af réttindum og aðbúnaði starfsmanna.
Kjarninn 15. nóvember 2020
„Vissi að ég myndi bráðlega missa meðvitund ef ég kæmist ekki út“
„Reykur kom úr öllum áttum inn í herbergið,“ segir ungur maður sem greip til þess örþrifaráðs að stökkva út um glugga af rishæð hússins að Bræðraborgarstíg 1 er stórbruni varð þar í sumar.
Kjarninn 15. nóvember 2020
Því þetta eru ekki „við“ og „þau“ – þetta erum við öll
„Sú staðreynd stendur eftir að það er stór gjá í okkar samfélagi sem þarf að brúa,“ segir Ásta Olga Magnúsdóttir, formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar, um það sem bruninn hörmulegi á Bræðraborgarstíg afhjúpaði.
Kjarninn 15. nóvember 2020
Bruninn á Bræðraborgarstíg
Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg í sumar afhjúpaði þær slæmu aðstæður sem útlendingar búa hér oft við. „Þetta endurspeglar hræðilegan veruleika á Íslandi.“
Kjarninn 15. nóvember 2020
Flugfélagið Norwegian gæti orðið gjaldþrota á næstunni, en vörumerkið gæti lifað áfram.
Eru dagar Norwegian taldir?
Heimsfaraldurinn, MAX-vandamál og neitun um ríkisaðstoð hefur leitt lággjaldaflugfélagið Norwegian að barmi gjaldþrots. Sérfræðingar telja lífslíkur félagsins í núverandi mynd litlar sem engar, þótt mögulegt sé að nafn þess og vörumerki geti lifað áfram.
Kjarninn 14. nóvember 2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Framsókn með undir sex prósenta fylgi í Reykjavík og nágrenni
Framsóknarflokkurinn er að mælast með svipað fylgi og hann fékk þegar síðast var kosið. Hann hefur styrkt stöðu sína víða á landsbyggðinni en tapað fylgi á höfuðborgarsvæðinu þar sem flokkurinn er í hættu að fá enga menn þingmenn kosna.
Kjarninn 14. nóvember 2020
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna
Eftir Trump – Endurreisn Bidens
Við hverju má búast í utanríkisstefnu Bandaríkjanna þegar Joe Biden verður forseti?
Kjarninn 14. nóvember 2020
Kjötbollurnar unnu á tæknilegu rothöggi
Fyrir nokkru fékk danska ríkisstjórnin snjalla hugmynd sem hún vildi hrinda í framkvæmd. Gallinn var hins vegar sá að fáum öðrum þótti hugmyndin góð.
Kjarninn 14. nóvember 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu hefur hrunið frá síðustu kosningum
Fylgi Vinstri grænna, flokks forsætisráðherra, hefur ekki mælst lægra í könnunum MMR frá því í apríl 2013. Í síðustu kosningum var sterkasta vígi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Stuðningur við flokkinn þar hefur dregist verulega saman á kjörtímabilinu.
Kjarninn 13. nóvember 2020
Skoða þurfi í hverju og einu tilviki hvort einstaklingur geti talist „sjálfstæður framleiðandi“
Í nýju mati fjölmiðlanefndar er bent á að skilgreiningin á „sjálfstæðum framleiðendum“ í þjónustusamningnum við RÚV sé víðtækari en sú í fjölmiðlalögunum. Útvarpsstjóri telur að þetta þurfi „að sjálfsögðu að vera eins skýrt og kostur er“.
Kjarninn 12. nóvember 2020
Fólk á ekki að þurfa að reiða sig á hjálparstofnanir – Við hljótum að geta gert betur
Formaður BSRB hafnar því alfarið að Íslendingar eigi að lifa eftir þeirri hugmyndafræði að hver sé sinnar gæfu smiður. Það virki ekki svoleiðis.
Kjarninn 8. nóvember 2020
Dönskum minkabændum hefur verið gert að lóga öllum sínum dýrum.
Sautján milljón minkar slegnir af
Þessa dagana er verið að lóga öllum minkum á dönskum minkabúum, um 17 milljónum talsins. Ástæðan er nýtt afbrigði kórónuveiru, sem þegar hefur borist í menn. Óttast er að væntanlegt bóluefni virki ekki á veiruna.
Kjarninn 8. nóvember 2020
July Perry var drepinn og lík hans hengt fyrir framan hús dómara í Orlando.
Blóðbaðið í smábænum
Tilraun Mose Norman til að kjósa í forsetakosningunum í heimabæ sínum í Flórída fyrir heilli öld varð til þess að múgur hvítra manna réðst til atlögu við svarta íbúa bæjarins og úr varð blóðbað, það mesta sem orðið hefur á kosningadegi í landinu.
Kjarninn 7. nóvember 2020
Sara Elísa Þórðardóttir
„Þurfum að fá að spyrja heimskulegra spurninga án ótta við þöggun“
Varaþingmaður Pírata segir að Íslendingar þurfi að geta átt opið, einlægt og gegnsætt samtal um hliðaráhrif aðgerða vegna COVID-19 faraldursins á íslenskt samfélag.
Kjarninn 6. nóvember 2020
Áætlað mat aðgerðapakkanna var 232 milljarðar en áhrifin í dag eru 85 milljarðar
Beinn kostnaður ríkissjóðs vegna þeirra aðgerða sem kynntar hafa verið til leiks til að aðstoða fyrirtæki og heimili landsins er umtalsvert minni en kynnt var á blaðamannafundum ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 6. nóvember 2020
„Klasi 5“ ógnar lýðheilsu dönsku þjóðarinnar
Þegar í sumar greindist minkur á dönsku búi með kórónuveiruna. Í haust var stökkbreytt afbrigði minkaveirunnar greint en það var ekki fyrr en í fyrradag að ákveðið var að aflífa alla minka og einangra sveitarfélögin þar sem það hefur greinst í mönnum.
Kjarninn 6. nóvember 2020
Næstum þrjár af hverjum fjórum almennum íbúðum eru í Reykjavík
Fyrir nokkrum árum var ákveðið að end­­ur­reisa ein­hvern vísi að félags­­­lega hús­næð­is­­kerf­inu sem lagt var niður undir lok síðustu aldar. Nýja kerfið kallast almenna íbúðakerfið og því er ætlað að sjá fólki með lægri tekjur fyrir húsnæði.
Kjarninn 6. nóvember 2020
Íslenskum húsnæðislántakendum virðist reiknast til að verðtryggð lán hjá lífeyrissjóðum séu ekki það sem borgi sig í dag. Þeir hafa að uppistöðu rétt fyrir sér.
Enn heldur flóttinn úr verðtryggingunni og frá lífeyrissjóðunum áfram
Viðskiptavinir lífeyrissjóða hafa greitt upp 15,7 milljarða króna af verðtryggðum húsnæðislánum hjá sjóðunum á fjórum mánuðum. Langflestir eru að færa sig í viðskipti til banka og taka óverðtryggð lán.
Kjarninn 6. nóvember 2020
Munu hlutdeildarlán verka gegn skipulagsstefnu höfuðborgarsvæðisins?
Bæði Reykjavíkurborg og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lýsa yfir áhyggjum af þeim hvötum sem birtust í fyrstu útfærslu hinna nýju hlutdeildarlána, sem nú er hægt að sækja um. Ekki er búið að gefa út endanlega reglugerð.
Kjarninn 4. nóvember 2020
Algjör óvissa um hver sigraði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum
Donald Trump gekk mun betur en skoðanakannanir höfðu gefið til kynna og lýsti yfir sigri í nótt. Enn á þó eftir að telja milljónir atkvæða sem munu ráða því hvernig kjörmenn lykilríkja skiptast milli hans og Joe Biden.
Kjarninn 4. nóvember 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Joe Biden forsetaefni Demókrata
10 staðreyndir um kosninganóttina
Í nótt verður kjörstöðum lokað í Bandaríkjunum og hefst þá talning atkvæða fyrir forseta þar í landi. Kjarninn tók saman tíu staðreyndir sem gætu komið að notum fyrir kosninganóttina.
Kjarninn 3. nóvember 2020
Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka.
Engin bankakreppa
Ólíkt síðustu efnahagskreppu má ekki sjá samdráttarmerki í þremur stærstu bönkum landsins, sem hafa allir skilað milljarðahagnaði það sem af er ári. Hvernig má það vera?
Kjarninn 3. nóvember 2020
Röngum aðila stefnt, skaðabótakröfum Samherja hafnað en Þorsteinn Már var beittur órétti
Samherji vildi að Seðlabanki Íslands yrði látinn greiða sér um 316 milljónir króna í bætur vegna rannsóknar á sér. Héraðsdómur hefur hafnað þessari kröfu, segir röngum aðila stefnt og gefur lítið fyrir rökstuðning á mörg hundruð milljón króna kröfu.
Kjarninn 2. nóvember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram.
Mannanafnanefnd á móti frumvarpi sem myndi leggja niður mannanafnanefnd
Afar skiptar skoðanir eru á nýju frumvarpi sem eykur frelsi til að ráða eigin nafni og myndi leggja niður mannanafnanefnd. Sumir sérfræðingar telja málið mikla bót en aðrir að það sé firnavont.
Kjarninn 2. nóvember 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á kjörstað 2017. Margt hefur breyst í stuðningi flokks hennar síðan þá.
Frá kosningum til dagsins í dag: Svona hefur fylgi stjórnmálaflokkanna þróast
Þeir flokkar sem mynda ríkisstjórnina hafa tapað 12,4 prósentustigum frá kosningunum 2017 samkvæmt könnunum MMR. Fjórir stjórnarandstöðuflokkar hafa á sama tíma bætt við sig 11,1 prósentustigum.
Kjarninn 1. nóvember 2020
Fjölþáttahernaður og fjölþáttaógnir
Víða um heim er reynt að hafa áhrif á lýðræðislegar kosningar með ýmsum hætti, til dæmis með því að brjótast inn í kerfi, spilla með veirum, dreifa áróðri og fölsuðum upplýsingum. Hver er staða þessara mála á Íslandi?
Kjarninn 1. nóvember 2020
Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur.
NATO snuprar Dani
Dönsk stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd í nýrri skýrslu frá NATO. Þar segir að Danir hafi ekki staðið við loforð um framlög til varnarmála og herinn sé ófær um að gegna skyldum sínum innan Atlantshafsbandalagsins. Danski varnarmálaráðherrann er ósammála.
Kjarninn 1. nóvember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Frank Jensen, hélt blaðamannafund á Íslandsbryggju þar sem hann sagði af sér embætti yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar.
Þegar kóngur fellur
Hann hefur verið kallaður „konungur Kaupmannahafnar“. Var yfirborgarstjóri frá árinu 2010 og ekki á þeim buxum að hætta. Nú er Frank Jensen fallinn af stallinum. Fyrir eigin hendi, ef svo má segja.
Kjarninn 25. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Frá mótmælum flóttamanna sem sótt höfðu um vernd hérlendis sem fóru fram í febrúar 2019.
Stefnir í að umsóknir um vernd hérlendis verði færri en þær hafa verið frá 2015
Þótt fleiri flóttamenn fái nú vernd en áður á Íslandi þá hefur umsækjendum verið að fækka. Tæplega helmingur þeirra sem fá að vera hérlendis eftir að hafa hrakist hingað á flótta koma frá Venesúela eða Írak.
Kjarninn 23. október 2020