Fárviðri suðvestanlands – við hverju má búast?
Illviðrið sem gekk yfir Suðvesturland í febrúar árið 1991 og olli gríðarlegu tjóni á höfuðborgarsvæðinu kom að óvörum því ekki hafði tekist að spá fyrir um hversu svakalegt það yrði. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur fjallar um hamfaraveðrið.
Kjarninn 21. febrúar 2021
Þrátt fyrir að njósnir séu aldagamalt fyrirbæri eru alþjóðalög um þær harla óljós og takmörkuð.
Eru njósnir leyfilegar? – Um mikilvægi upplýsinga
Njósnir eru ekki bara milliríkjamál því upplýsingar varða almenning. Því er mikilvægt að styrkja regluverk um upplýsingaöflun og miðlun þeirra – bæði innan ríkja og alþjóðlega.
Kjarninn 21. febrúar 2021
Þotuhreyflar sem keyrðir eru á fullu afli í flugtaki mynda mikinn sogkraft og geta sogað að sér hluti sem liggja á brautinni. Og flugbrautarljósin sjálf, ef ekki er tryggilega gengið frá þeim.
Hvað vissi ráðherrann?
Danskir þingmenn vilja fá að vita hvort samgönguráðherra landsins hafi haustið 2019 sagt þinginu allt sem hann vissi um öryggismál á Kastrup flugvelli. Málið snýst um biluð flugbrautarljós sem hefðu getað valdið stórslysi.
Kjarninn 21. febrúar 2021
„Það er ekki þannig að heimurinn verði alveg eins“
Þegar ég hef fengið bólusetningu, get ég þá lagst í ferðalög um heiminn? Hætt að bera grímu, farið að knúsa fólk – jafnvel á Tene? Kjarninn ræddi við líftölfræðinginn Jóhönnu Jakobsdóttur um áleitnar spurningar sem vaknað hafa með tilkomu bóluefna.
Kjarninn 20. febrúar 2021
Facebook í sögulegri störukeppni við áströlsk stjórnvöld og fjölmiðla
Ef einhver velktist í vafa um það ægivald sem Facebook hefur yfir miðlun upplýsinga í heiminum í dag þá ætti vafinn að vera algjörlega úr sögunni eftir nýjustu vendingar í deilu fyrirtækisins við áströlsk stjórnvöld.
Kjarninn 18. febrúar 2021
Upplýsingafulltrúar ráðuneyta og undirstofnana kosta hátt í 400 milljónir króna á ári
Launakostnaður upplýsingafulltrúa ráðuneyta hefur aukist um 40 prósent á þessu kjörtímabili. Fyrir utan þá eru margar undirstofnarnir ráðuneyta með starfsmenn sem sinna upplýsinga- og kynningarmálum.
Kjarninn 17. febrúar 2021
Sjö fróðleiksmolar um Borgarlínu
Af hverju er aftur verið að ráðast í þetta borgarlínuverkefni? Hvernig líta næstu áfangar þess út? Og hvað vitum við um væntan kostnað? Kjarninn tók saman nokkra mola um sögu og framtíð Borgarlínu.
Kjarninn 16. febrúar 2021
40 ár frá Engihjallaveðrinu 16. febrúar 1981
Fjörutíu ár eru liðin frá fárviðri sem olli því að „þakplötur fóru eins og skæðadrífa yfir Kópavoginn“ og „nokkur hús í Austurbænum voru yfirgefin þar sem þakið var að mestu horfið og rúður brotnar“. Einar Sveinbjörnsson rifjar upp Engihjallaveðrið.
Kjarninn 14. febrúar 2021
Semlur seljast sem heitar lummur í þeim dönsku bakaríum sem hafa þær á boðstólum.
Sænska bolluinnrásin
Danir hafa sjaldnast litið upp til Svía þegar kemur að matargerð. Þess vegna kemur það kannski mörgum spánskt fyrir sjónir að sænskar bolludagsbollur eiga vaxandi vinsældum að fagna meðal Dana.
Kjarninn 14. febrúar 2021
Mikill samdráttur í byggingaframkvæmdum vegna ferðaþjónustu, t.d. í tengslum við byggingu hótela, hefur vigtað inn í aukið atvinnuleysi.
Tæplega tólf þúsund manns hafa verið án atvinnu í meira en hálft ár
Þeim sem hafa verið atvinnulausir í að minnsta kosti hálft ár hefur fjölgað um 200 prósent á einu ári. Þeim fjölgaði um rúmlega 900 í janúar. Alls eru 26.403 án atvinnu að öllu leyti eða hluta hérlendis.
Kjarninn 13. febrúar 2021
Laun ráðherra og aðstoðarmanna áætluð 681 milljónir króna í ár
Samkvæmt fjárlögum ársins 2018, sem var fyrsta heila árið sem núverandi ríkisstjórn starfaði, átti kostnaður við rekstur ríkisstjórnar Íslands og aðstoðarmanna hennar að vera 461 milljónir króna, en reyndist mun meiri.
Kjarninn 13. febrúar 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, Birna Einarsdóttir og Benedikt Gíslason
10 staðreyndir um uppgjör þriggja stærstu bankanna
Þrír stærstu bankarnir skiluðu milljarðahagnaði í fyrra, þrátt fyrir virðisrýrnun á útlánasafni þeirra. Hagnaðurinn var meðal annars til kominn vegna útlánaaukningar og fækkun 260 stöðugilda. Kjarninn tók saman tíu staðreyndir úr reikningum bankanna.
Kjarninn 12. febrúar 2021
Skjálfandafljót rennur í flúðum um hið fyrirhugaða framkvæmdasvæði Einbúavirkjunar.
Ætla að ræða betur framtíð Skjálfandafljóts frá „upptökum til ósa“
Í ljósi athugasemda sem komu fram í kjölfar kynningar á skipulagsáformum vegna Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti hefur sveitarstjórn Þingeyjarsveitar ákveðið að kæla málið og ræða það betur. Engin virkjun er í fljótinu í dag.
Kjarninn 12. febrúar 2021
Paul Richard Horner, Renier Lemmens, Liv Fiksdahl, Herdís Dröfn Fjeldsted (varaformaður), Brynjólfur Bjarnason (formaður), Steinunn Kristín Þórðardóttir og Gunnar Sturluson skipa stjórn Arion banka.
Arion banki væntir þess að skila hluthöfum sínum meira en 50 milljörðum á næstu árum
Til stendur að greiða hluthöfum Arion banka út 18 milljarða króna í ár. Stjórn bankans áskilur sér rétt til að greiða enn meira út þegar líður á árið. Áform eru uppi um að skila hluthöfum tugum milljarða króna á næstu árum.
Kjarninn 11. febrúar 2021
Án nýrrar lántöku yrði lausafé Strætó á þrotum innan fárra vikna
Blikur eru á lofti í rekstri Strætó út af faraldrinum. Samkvæmt nýlegri fjármálagreiningu frá KPMG verður ekki hægt að endurnýja vagnaflotann í takt við þarfir nema með stórauknu framlagi eigenda, sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 11. febrúar 2021
Síldarvinnslan gæti verið nálægt 100 milljarða króna virði
Stefnt er að því að Síldarvinnslan, eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, verði skráð á hlutabréfamarkað fyrir mitt þetta ár.
Kjarninn 10. febrúar 2021
Ris stökkbrigðanna
Hvaða þýðingu munu ný afbrigði kórónuveirunnar hafa í baráttunni gegn COVID-19? Var viðbúið að veiran myndi stökkbreytast með þessum hætti? Kjarninn leitaði svara við þessum spurningum og fleirum hjá Arnari Pálssyni erfðafræðingi.
Kjarninn 10. febrúar 2021
Starfsmenn Arion banka gera kaupréttarsamninga upp á 1,9 milljarða króna
Á síðustu misserum hefur Arion banki ýtt úr vör bæði kaupaukakerfi og kaupréttaráætlun fyrir starfsfólk sitt. Verðið sem starfsfólkið getur keypt bréf á er 14 prósent undir núverandi markaðsvirði bankans.
Kjarninn 10. febrúar 2021
Kona á gangi fyrir framan veggmynd í Teheran þar sem valdatafli Bandaríkjanna er mótmælt.
Tekst Biden að endurnýja kjarnorkusamkomulagið við Íran?
Bandaríkjastjórn vinnur nú að því að ganga aftur inn í kjarnorkusamkomulagið við Íran um leið Joe Biden reynir að gera utanríkisstefnuna faglegri. Spurningin er hvort Bandaríkin séu föst í gömlu fari sem muni verða Biden fjötur um fót.
Kjarninn 7. febrúar 2021
Støjberg var ráðherra innflytjendamála í stjórn Lars Løkke Rasmussen 2015–2019. Hún er fylgjandi harðri stefnu í málefnum flóttafólks og hælisleitenda.
Kveður Venstre en hvað svo?
Inger Støjberg er umdeildasti stjórnmálamaður Danmerkur nú um stundir. Eftir að meirihluti á danska þinginu, þar á meðal hennar eigin flokkssystkin, samþykkti að stefna henni fyrir landsdóm sagði hún skilið við flokkinn. Verður utanflokkaþingmaður.
Kjarninn 7. febrúar 2021
Afsönnuðu að VG væri „eitthvað lopapeysulið“ í eyðimerkurgöngu – sem myndi aldrei nein áhrif hafa
Ýmsar illspár voru uppi þegar Vinstrihreyfingin grænt framboð var stofnuð í lok 20. aldarinnar og nú, rúmum tuttugu árum síðar, segir stofnandi hreyfingarinnar að hann hafi alltaf séð fyrir sér að hún yrði flokkur sem myndi vilja axla ábyrgð.
Kjarninn 6. febrúar 2021
Baráttan um bóluefnin býður hættunni heim – um allan heim
Þegar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hótaði að setja hömlur á útflutning bóluefna sem framleidd eru innan þess afhjúpaðist það sem margir höfðu spáð: Þótt þjóðir hafi lýst yfir vilja til að dreifa bóluefnum jafnt hugsar hver um sig þegar á reynir.
Kjarninn 6. febrúar 2021
Hvernig breytir Borgarlínan götunum?
Frumdrög að fyrstu lotu Borgarlínu hafa verið birt. Þar fæst skýrari mynd en áður hefur komið fram um hvernig fyrirséð er að Borgarlínan breyti samgönguskipulaginu á þeim götum sem hún fer um. Tillaga er gerð um einstefnu á Hverfisgötu.
Kjarninn 5. febrúar 2021
Ein spillingarmæling sker sig úr og dregur Ísland niður listann hjá Transparency International
Mat tveggja íslenskra fræðimanna sem fjalla reglulega um stöðu íslensks stjórnkerfis fyrir þýska hugveitu er að spillingarvarnir á Íslandi komi ekki í veg fyrir mögulega spillingu. Hin Norðurlöndin koma betur út í sambærilegu mati eigin sérfræðinga.
Kjarninn 4. febrúar 2021
Neysla Íslendinga minnkaði samdráttinn í hagkerfinu í fyrra
Einstaklingar og fyrirtæki minnkuðu samdráttinn
Seðlabankinn telur nú að samdrátturinn í landsframleiðslu hafi ekki verið jafnmikill í fyrra og búist var við fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ekki er það þó hinu opinbera að þakka, heldur neyslu og fjárfestingu einstaklinga og fyrirtækja.
Kjarninn 3. febrúar 2021
Erlendu eigendur Arion banka selja sig niður en íslenskir lífeyrissjóðir kaupa sig upp
Á síðustu fjórum mánuðum hafa vogunarsjóðir sem myndað hafa nokkurs konar kjölfestu í eignarhaldi Arion banka flestir minnkað stöðu sína í bankanum umtalsvert. Íslenskir lífeyrissjóðir hafa á sama tíma aukið eign sína um fjórðung.
Kjarninn 3. febrúar 2021
Þegar súrefnið þrýtur
Það er búið að taka fleiri fjöldagrafir. Yngra fólk er að sýkjast alvarlegar núna en í fyrstu bylgjunni. Fyrstu bylgjunni sem var svo skæð að vísindamenn sögðu að hjarðónæmi hefði myndast í borginni. Það var rangt.
Kjarninn 2. febrúar 2021
Ábendingum vegna peningaþvættis hefur fjölgað um 70 prósent á tveimur árum
Peningaþvættisvarnir íslenskra fjármálafyrirtækja hafa verið hertar á undanförnum árum eftir að hafa verið í ólagi árum saman. Alls bárust yfirvöldum rúmlega tvö þúsund ábendingar um mögulegt peningaþvætti í fyrra. Um 96 prósent þeirra voru frá bönkum.
Kjarninn 31. janúar 2021
Styttan af Hans Egede í Nuuk
Minningarhátíð í uppnámi
Mikil hátíðahöld sem fyrirhuguð voru í Nuuk, höfuðstað Grænlands í sumar eru í uppnámi. Minnast átti þess að 300 ár eru síðan Hans Egede kom til landsins og kristnaði þjóðina. Sumir Grænlendingar telja hann þjóðhetju, aðrir segja hann nýlenduherra.
Kjarninn 31. janúar 2021
Viðvaningarnir sem klekktu á vogunarsjóðunum
Áhugafjárfestum er kennt um stærstu dýfu þriggja mánaða í hlutabréfaverði vestanhafs vegna umfangsmikilla kaupa í leikja- og afþreyingarfyrirtæki. Hvernig gerðist þetta?
Kjarninn 29. janúar 2021
Smitum hefur fækkað mikið síðustu daga.
Smit á einni viku ekki færri síðan í júlí
Á sjö dögum hafa þrettán greinst með kórónuveiruna innanlands. Undanfarna sex daga hafa allir verið í sóttkví við greiningu. Á þeim 333 dögum sem liðnir eru frá því fyrsta tilfelli COVID-19 var greint á Íslandi hafa 78 dagar reynst smitlausir.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Einná ferð á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi.
Ísland fyrst Schengen-ríkja til að gefa út rafræn bólusetningarvottorð
Lönd sunnarlega í Evrópu vilja svör við því hvort að samræmd bólusetningarvottorð séu væntanleg á næstunni. Annað sumar án ferðamanna myndi hafa skelfilegar afleiðingar.
Kjarninn 26. janúar 2021
Betra er fyrir alla bóluefnum sé dreift jafnt um allan heiminn, samkvæmt rannsókninni
Iðnríkin myndu tapa á því að hamstra bóluefni
Ný rannsókn sýnir að heimsbúskapurinn gæti orðið fyrir miklu framleiðslutapi ef þróunarlönd verða ekki bólusett fyrir COVID-19 á sama tíma og ríkari lönd. Hér á landi gæti tapið numið allt að 3,7 prósentum af landsframleiðslu.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Leið evrópskra fótboltamanna til Englands þrengdist vegna Brexit
Frjálst flæði evrópsks vinnuafls til Bretlands heyrir sögunni til. Það á einnig við um fótboltamenn, sem nú þurfa að uppfylla ákveðnar gæðakröfur til að fá atvinnuleyfi. Leið ungra leikmanna til Englands er orðin þrengri. Kjarninn rýndi í breytingarnar.
Kjarninn 21. janúar 2021
Umfram eigið fé Íslandsbanka er tæplega 58 milljarðar króna
Kannað verður hvort það sé hagkvæmt að greiða út það eigið fé sem Íslandsbanki á umfram kröfur Fjármálaeftirlitsins áður en að bankinn verður seldur. Það er rétt tæplega þriðjungur af öllu eigin fé bankans, sem er alls 182,6 milljarðar króna.
Kjarninn 20. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Vill að litið verði á fíkniefnaneytendur sem sjúklinga en ekki afbrotamenn
Svandís Svavarsdóttir hefur kynnt áform um lagasetningu sem felur í sér afglæpavæðingu vörslu neysluskammta af fíkniefnum. Verði frumvarpið að lögum mun stórt skref verða stigið í átt frá refsistefnu í málaflokknum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er meðal vatnsmestu lindáa landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómsalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómsal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021