Síldarvinnslan borgaði 4,9 milljarða króna fyrir útgerðina Berg og kvótann hennar
Síldarvinnslan verður skráð á markað síðar í þessum mánuði. Þeir sem selja, aðallega Samherji og Kjálkanes, munu að óbreyttu fá nálægt 30 milljörðum króna fyrir það sem selt verður. Verðmætasta bókfærða eign Síldarvinnslunnar er kvóti upp á 29 milljarða.
Kjarninn 1. maí 2021
Slegist um átta pláss í sérdeildum grunnskóla Reykjavíkurborgar – Foreldrar búnir að fá nóg
Mikið færri komast að en vilja í sérdeildir í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Foreldrar 30 barna með einhverfu hafa fengið „fyrirhugaða synjun“ um pláss næsta skólaár. Mikið og erfitt ferli, segja foreldrar – og óskýrt og ruglingslegt.
Kjarninn 30. apríl 2021
Biden reynir að selja Bandaríkjunum að ríkisstjórnin geti gert mikilvæga hluti
Joe Biden hélt fyrstu stefnuræðu sína í gærkvöldi og fagnar 100 dögum í embætti Bandaríkjaforseta í dag. Hann hefur lagt fram tvo nýja efnahagsaðgerðapakka á vikum sem samanlagt eru verðmetnir á 4 billjónir dollara.
Kjarninn 29. apríl 2021
Marek segist ekki hafa tekið geðlyfin í hálft ár
Það er engin spurning um það „að ef sök sannast að hann var algjörlega ófær um að stjórna gerðum sínum,“ sagði einn þriggja geðlækna sem bar vitni í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg í dag.
Kjarninn 28. apríl 2021
Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar.
Síldarvinnslan hagnaðist um 5,3 milljarða í fyrra og er metin á næstum 100 milljarða
Síldarvinnslan verður skráð á markað í næsta mánuði. Hún er metin á allt að 99 milljarða króna og hluthafar sem munu selja fá allt að 29 milljarða króna. Stærstu eigendur hennar, Samherji og Kjálkanes, eru taldir líklegastir til að selja.
Kjarninn 28. apríl 2021
„Ég man allt saman. Þó að ég hafi verið veikur“
Tveimur tímum fyrir brunann á Bræðraborgarstíg kom Marek Moszczynski „trítilóður“ og „ör“ til vinnuveitanda síns sem hafði aldrei áður séð hann í því ástandi. Hann hafi einmitt ávallt verið vinnusamur og áreiðanlegur rólyndismaður,
Kjarninn 26. apríl 2021
Gagnrýni á Samherja flæðir úr öllum áttum en mbl.is birti auglýsingu fyrir áróðursmyndband
Á sama tíma og fjölmiðlafólk, listamenn og stjórnmálamenn stigu fram og fordæmdu árásir Samherja á Helga Seljan og RÚV seldi Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Samherja auglýsingu á vef sínum fyrir nýjasta áróðursmyndband sitt.
Kjarninn 26. apríl 2021
Eitt stærsta manndrápsmál sögunnar loks fyrir dóm
Fyrir 305 dögum var eldur kveiktur í 115 ára gömlu timburhúsi í hjarta Reykjavíkur með þeim afleiðingum að þrír ungir íbúar þess létust. Í dag, mánudag, hefjast réttarhöld yfir manninum sem grunaður er um íkveikjuna.
Kjarninn 25. apríl 2021
Bestseller og herforingjastjórnin í Myanmar
Getur hugsast að stærsti fataframleiðandi Danmerkur styðji, með óbeinum hætti, herforingjastjórnina, og mannréttindabrot í Myanmar? Ekki bara hugsanlegt, heldur staðreynd segir danski utanríkisráðherrann, sem varar fyrirtækið við.
Kjarninn 25. apríl 2021
Þingflokkur Vinstri grænna taldi það eitt af sínum mikilvægustu málum fyrr á kjörtímabilinu að takmarka arðgreiðslur í heilbrigðisþjónustu, en það hefur ekki verið á stefnuskrá stjórnvalda.
Er eðlilegt að hagnast vel á því að veita opinbera heilbrigðisþjónustu?
Pólitíska spurningin um arðgreiðslur úr heilbrigðisþjónustu hefur verið á ís, en dæmi eru um mikla arðsemi fyrirtækja sem veita þjónustu fyrir almannafé. Myndgreiningarsamstæða í eigu eins læknis hagnaðist um vel yfir 200 milljónir króna árið 2019.
Kjarninn 24. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Fótboltaheimurinn engist um vegna lokaðrar elítudeildar stórliða
Stuðningsmenn, stjórnmálamenn, keppinautar og æðstu valdabatterí knattspyrnuheimsins hafa gagnrýnt áform 12 evrópskra fótboltaliða um stofnun ofurdeildar fyrir útvalda. Þau eru sögð ganga gegn öllu því sem fótbolti sem íþrótt eigi að standa fyrir.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ásælast fjársjóðskistu Grænlands í nafni grænnar orku
Það var engin tilviljun að Donald Trump sagðist ætla að kaupa Grænland í ágúst árið 2019. Skömmu áður hafði aldraður, ástralskur jarðfræðingur mætt á fund í Hvíta húsinu til að kynna drauminn sinn: Risastóra námu í fornu fjalli við friðsælan fjörð.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hefði átt að afturkalla flugrekstrarleyfi WOW air í maí 2018
WOW air átti ekki fé til að standa við skuldbindingar sínar í maí 2018. Stjórnvöld efuðust verulega um getu Samgöngustofu til að sinna fjárhagseftirliti með flugfélaginu. Það virtist skorta á þekkingu til að vinna úr upplýsingum um fjárhagsstöðu WOW air.
Kjarninn 16. apríl 2021
„Andsetnar strategíur“ í stríðinu innan Alvogen
Frá lokum marsmánaðar hafa skeytasendingar gengið fram og til baka á milli fyrrverandi samstarfsmanna í framkvæmdastjórn lyfjafyrirtækisins Alvogen. Ásakanir eru alvarlegar og innihalda ávirðingar um ofbeldi, hótanir, trúnaðarbrot og græðgi.
Kjarninn 15. apríl 2021
Orlen er stærsta fyrirtæki Póllands og lýtur stjórn ríkisins, sem á í því 27,5 prósent hlut.
Ríkið, olíurisinn, Polska Press og umboðsmaðurinn
Á mánudag frysti dómstóll í Varsjá kaup olíufélagsins Orlen á einni stærstu fjölmiðlasamsteypu landsins. Sjálfstæður umboðsmaður þingsins kærði ákvörðun samkeppnisyfirvalda um viðskiptin og telur þau vega að fjölmiðlafrelsi í landinu. Það telja fleiri.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Komið í veg fyrir að Alþingi borgi fyrir akstur þingmanna í kosningabaráttu
Kostnaður vegna aksturs þingmanna, sem er greiddur úr ríkissjóði, hefur aukist í kringum síðustu þrjár kosningar. Það bendir til þess að skattgreiðendur hafi verið að borga fyrir kosningabaráttu sitjandi þingmanna. Nú á að taka fyrir þetta.
Kjarninn 12. apríl 2021
Ungi maðurinn og forna fjallið
Grænlendingar eiga að finna sína eigin styrkleika. Ekki láta stór alþjóðleg fyrirtæki stjórna ferðinni. Þessi skilaboð Múte Inequnaaluk Bourup Egede hafa heyrst hátt og skýrt um heimsbyggðina eftir úrslit þingkosninganna í síðustu viku.
Kjarninn 11. apríl 2021
Burger King-verslun á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn
Margt skrýtið í danska kýrhausnum
Der er noget galt í Danmark heitir þekkt danskt lag. Þessi titill ætti kannski vel við mál dansks athafnamanns sem fékk milljónir í styrki en var á sama tíma dæmdur í háar fjársektir, og fangelsi.
Kjarninn 11. apríl 2021
Af varamannabekknum inn í framkvæmdastjórn
Elísabet Grétarsdóttir þurfti að setjast á varamannabekkinn, eins og hún orðar það, á árinu 2020 eftir að hún greindist með krabbamein. Meinið er nú á bak og burt og Elísabet hefur snúið aftur til starfa í nýja stöðu hjá tölvuleikjafyrirtækinu DICE.
Kjarninn 10. apríl 2021
Lögfræðingur í forsætisráðuneytinu sagðist ekki telja vafa um lagaheimild vegna sóttvarnahúsa
Lögfræðingur í forsætisráðuneytinu sagði í minnisblaði til forsætisráðherra 29. mars að það léki ekki vafi á því að lagaheimild væri til staðar til þess að gera það sem Héraðsdómur Reykjavíkur sagði svo að mætti ekki.
Kjarninn 9. apríl 2021
Fjármálaeftirlitið segir lífeyrissjóðum að skýra hvort, hvernig og við hvaða aðstæður megi sparka stjórnarmönnum
Ætluð skuggastjórnun á lífeyrissjóðum hefur verið mikið til umræðu á síðustu árum. Verkalýðshreyfingin hefur ásakað atvinnulífið um hana og öfugt.
Kjarninn 8. apríl 2021
Tekjuhæsta eitt prósent landsmanna tók til sín næstum helming allra fjármagnstekna
Rúmlega þrjú þúsund Íslendingar voru með 142 milljarða króna í tekjur á árinu 2019. Af þeim tekjum voru 58 milljarðar króna fjármagnstekjur. Alls aflaði þessi hópur, tekjuhæsta eitt prósent landsmanna, 44,5 prósent allra fjármagnstekna.
Kjarninn 8. apríl 2021
New York-ríki í Bandaríkjunum hefur þegar kynnt snjallsímaforrit sem fólk á að geta notað til að sýna fram á að það sé bólusett.
Ónæmi eða neikvæð niðurstaða víða að verða aðgöngumiði að samfélaginu
Heimur þar sem þeir sem eru ónæmir eða þeir sem geta sannað að þeir séu ekki smitaðir af COVID-19 geta einir notið ákveðinnar þjónustu er handan við hornið. Þessu munu óhjákvæmilega fylgja deilur og ýmsar lögfræðilegar og siðferðilegar spurningar.
Kjarninn 7. apríl 2021
Hér sjást samherjarnir fyrrverandi í þingflokki Bjartrar framtíðar, Páll Valur Björnsson og Róbert Marshall (t.h.). Páli var hafnað ásamt fleirum af uppstillingarnefnd Samfylkingar en Róbert er einn nokkurra sem nú keppast um að leiða VG.
Óánægjugos hjá Samfylkingu og fjöldi í framboði fyrir Vinstri græn
Flokkarnir eru að búa sig til kosninga. Í Suðurkjördæmi hefur uppstillingarleið Samfylkingar verið harðlega gagnrýnd, hrúga af fólki vill leiða lista Vinstri grænna og oddviti Sjálfstæðisflokks tilkynnti snögglega á páskadag að hann ætli að hætta á þingi.
Kjarninn 5. apríl 2021
Narendra Modi, forseti Indlands, og Xi Jinping, forseti Kína.
Stórveldi sem berjast með naglaspýtum
Mannskæðar landamæradeilur á milli Kína og Indlands fyrr á árinu er ein birtingarmynd vaxandi spennu á milli stórveldanna tveggja, sem keppast um auðlindir og efnahagsleg ítök.
Kjarninn 5. apríl 2021
Steingrímur J. Sigfússon á forsetastóli. Hann er einn þriggja oddvita í Norðausturkjördæmi sem fara ekki fram að nýju.
Reynslumiklir oddvitar hverfa á braut og fylgi Miðflokks dvínar
Framboðslistar stærstu flokkanna í Norðausturkjördæmi munu sumir hverjir hafa nýja ásýnd í kosningunum í haust, en reynslumiklir þingmenn fara ekki fram að nýju. Fylgi Miðflokksins í kjördæmi formannsins er mun minna nú en árið 2017.
Kjarninn 4. apríl 2021
Xi Jinping forseti Kína fær hér lófatak á þingi kínverska kommúnistaflokksins árið 2018.
Alþjóðasamfélag sem byggir á lögum og reglum – en hverjir skrifa reglurnar?
Kína mun innan fárra ára sigla hraðbyri fram úr Bandaríkjunum sem mesta efnahagslega stórveldið. Það mun gera því kleift að taka fullan þátt í að setja reglurnar í alþjóðasamfélaginu og það verða Bandaríkjamenn að sætta sig við.
Kjarninn 4. apríl 2021
Sanna Marin, í miðjunni, ásamt fjórum ráðherrum finnsku stjórnarinnar. 12 af 19 ráðherrum eru konur.
Kassadama sem varð forsætisráðherra
Konur í áhrifastöðum mega iðulega sæta háðsglósum og niðurlægjandi umælum. Því hefur forsætisráðherra Finna, Sanna Marin, fengið að kynnast. Hún hefur verið kölluð kassadama, gleðikona, tík og fleira í svipuðum dúr.
Kjarninn 4. apríl 2021
Sókn Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur í oddvitasæti Haraldar Benediktssonar í Norðvesturkjördæmi hefur þegar valdið titringi í röðum flokksmanna.
Gæti ráðherra og varaformaður þurft að sætta sig við annað sæti á framboðslista?
Hvernig verða framboðslistarnir í Norðvesturkjördæmi í haust? Sumir þeirra eru orðnir nokkuð klárir, en aðrir ekki. Einhver innanflokksátök gætu verið framundan og titrings hefur þegar orðið vart. Kjarninn leit yfir stöðu mála.
Kjarninn 3. apríl 2021
Hálendisþjóðgarður „hefur í rauninni ýtt öllu öðru til hliðar“
„Mér finnst gott og blessað að eiga draum um miðhálendisþjóðgarð. En ég hefði viljað stíga styttri skref í einu og búa til net friðunarsvæða,“ segir Jón Gunnar Ottósson, fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar. „Vernda það sem er verndarþurfi.“
Kjarninn 3. apríl 2021
Þegar gígantískt skip strandar í skurði
Á þeim um það bil sex sólarhringum sem Ever Given sat pikkfast í Súes-skurðinum tókst því að setja alþjóða viðskipti í hnút, valda hundruð milljarða króna skaða og fá marga til að glotta í kampinn en samtímis klóra sér í hausnum og spyrja: Hv
Kjarninn 2. apríl 2021
Það er hægt að ákæra þá sem sviku undan skatti fyrir áratugum fyrir peningaþvætti
Niðurstaða Hæstaréttar í máli Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann var dæmdur fyrir peningaþvætti er verulega fordæmisgefandi.
Kjarninn 2. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti þingmaður Kragans.
Sjálfstæðisflokk vantar konur, kergja innan Samfylkingar og margir um hituna hjá VG
Suðvesturkjördæmi, Kraginn svokallaði, er fjölmennasta kjördæmi landsins. Þar eru í boði þrettán þingmenn í kosningunum í haust. Listar sumra flokka eru að taka á sig mynd og átök eru sýnileg víða.
Kjarninn 2. apríl 2021
Alda athugasemda við veg um „einn fegursta stað á jarðríki“
Áform um að leggja hringveginn milli þorps og strandar við Vík í Mýrdal mun vega beint að hagsmunum samfélagsins sem ferðamannastaðar, að mati tveggja sérfræðinga í ferðamálum.
Kjarninn 2. apríl 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Bankarnir byrjaðir að lána fyrirtækjum á ný
Íslenskir bankar lánuðu fyrirtækjum landsins minna á öllu síðasta ári í ný útlán en þeir gerðu í janúar og febrúar 2021. Lán með ríkisábyrgð sem voru í aðalhlutverki í fyrstu efnahagspökkum ríkisstjórnarinnar hafa nánast ekkert verið nýtt.
Kjarninn 1. apríl 2021
Enginn flokkur getur sagt „Reykjavík er okkar“
Níu flokkar gætu átt möguleika á að ná í þá 22 þingmenn sem í boði eru í Reykjavíkurkjördæmunum. Innan stærri flokka eru að eiga sér stað innanflokksátök og ráðherrar eiga á hættu að detta út af þingi. Kjarninn skoðar fylgi flokka eftir landssvæðum.
Kjarninn 1. apríl 2021
Samkeppniseftirlitið telur vísbendingar um yfirráð Samherja yfir Síldarvinnslunni
Að mati Samkeppniseftirlitsins eru veruleg tengsl milli stórra hluthafa í Síldarvinnslunni. Þrír af fimm stjórnarmönnum í Síldarvinnslunni eru skipaðir af eða tengdir þeim eigendum. Um er að ræða Samherja og Kjálkanes.
Kjarninn 1. apríl 2021
Stríðið í Alvogen: Morðhótanir, ofbeldi og misnotkun á fjölmiðlum
Einn nánasti samstarfsmaður Róberts Wessman hefur stigið fram sem uppljóstrari og gert stjórn lyfjafyrirtækisins Alvogen grein fyrir ýmiskonar ósæmilegri hegðun forstjóra þess.
Kjarninn 29. mars 2021
Íbúðalánum skóflað út en framboð á húsnæði dregst hratt saman
Húsnæðisverð hefur hækkað um rúmlega átta prósent á einu ári. Heimili landsins hafa tekið hátt í 300 milljarða króna í ný útlán til að kaupa sér húsnæði frá því að faraldurinn skall á. Á sama tíma er skortur á húsnæði framundan.
Kjarninn 28. mars 2021
Úr íbúðarhúsi í Pompei. Þarna hefur ekki verið skreytt með ódýrum veggspjöldum
Drápsgasið í Pompei
Árið 79 varð mikið gos í eldfjallinu Vesúvíusi á Ítalíu. Bærinn Pompei grófst undir ösku og tvö þúsund létust úr gaseitrun. Ný rannsókn sýnir að það tók gasið aðeins 17 mínútur að gera út af við íbúana.
Kjarninn 28. mars 2021
Hvar eru bóluefnin?
Bóluefni gegn COVID-19 voru þróuð á hraða sem jafnast á við kraftaverk í vísindunum. En hvar er kraftaverkið sem þarf til framleiðslu þeirra og dreifingar? Það þarf reyndar ekkert kraftaverk, aðeins einbeittan samstarfsvilja og mannúð.
Kjarninn 27. mars 2021
Kjarninn vann Blaðamannaverðlaunin fyrir umfjöllun um brunann á Bræðraborgarstíg
Ritstjórn Kjarnans vann Blaðamannaverðlaun ársins 2020 fyrir umfjöllun sína um brunann á Bræðraborgarstíg og margháttaðar afleiðingar hans. Hér er hægt að lesa umfjöllunina.
Kjarninn 26. mars 2021
Formenn stjórnmálaflokka leggja til bann við nafnlausum áróðri í aðdraganda kosninga
Áróðursefni þar sem reynt er að hafa áhrif á niðurstöðu kosninga án þess að nokkur gangist við ábyrgð á efninu eða að hafa borgað fyrir það, var áberandi í síðustu þingkosningum. Miklum fjármunum var kostað til við gerð þess og dreifingu.
Kjarninn 26. mars 2021
Mikil sala en lítill útflutningur hjá Ísey
Einungis 15 prósent af því skyri sem selt var undir merkjum Ísey erlendis í fyrra var framleitt á Íslandi. Rekstrarstjóri fyrirtækisins segir útgöngu Breta úr ESB hafa leitt til minni útflutnings á skyri, en unnið sé að því að auka hann aftur á þessu ári.
Kjarninn 25. mars 2021