Rúmlega 60 prósent líkur á því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi meirihluta
Kjarninn birtir líkur flokka á því að koma manni inn á þing og spá um hvaða ríkisstjórnir eru líklegastar. Líkurnar eru fengnar með því að framkvæma 100 þúsund sýndarkosningar.
Kjarninn 10. ágúst 2021
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur hækkað umtalsvert í launum á kjörtímabilinu.
Laun ráðherra á Íslandi hafa hækkað um 874 þúsund á fimm árum
Laun þingmanna hafa hækkað um 80 prósent frá fyrri hluta árs 2016. Laun ráðherra hafa hækkað um 70 prósent en samt um 300 þúsund krónum meira en laun þingmanna. Hækkanirnar eru í engu samræmi við almenna launaþróun.
Kjarninn 9. ágúst 2021
Meira þurfi til en papparör til þess að bjarga jörðinni
Skiptar skoðanir eru á papparörum sem tekið hafa við af plaströrum á drykkjarfernum í kjölfar Evróputilskipunar sem innleidd var í júlí en með henni er lagt bann við ýmsum einnota hlutum úr plasti. Fólk skiptist í tvo hópa og er ýmist með eða á móti
Kjarninn 8. ágúst 2021
Morten Messerschmidt kemur hér fyrir rétt í Lyngby í vikunni.
Vandræðin í danska þjóðarflokknum
Það blæs ekki byrlega fyrir danska þjóðarflokkinn um þessar mundir. Fylgið hrynur og margir vilja skipta um karlinn í brúnni. Morten Messerschmidt, sem verið hefur helsta vonarstjarna flokksins, er nú fyrir rétti, ákærður fyrir svindl og misnotkun á fé.
Kjarninn 8. ágúst 2021
Dulkóðað drif með tölvupóstum Samherja frá Íslandi til Namibíu
Í tölvupóstsamskiptum sem lögð hafa verið fram af hálfu ákæruvaldsins í Namibíu kemur fram að Aðalsteinn Helgason viðraði möguleika á mútugreiðslum til namibískra áhrifamanna við Jóhannes Stefánsson og Ingvar Júlíusson í desember árið 2011.
Kjarninn 7. ágúst 2021
Stjórnarkreppa í kortunum eftir kosningar
Allt bendir til þess að það verði erfitt að mynda ríkisstjórn að óbreyttu. Þeir flokkar sem geta hugsað sér að starfa saman ná ekki nægjanlegum styrk til að gera það þannig að góður meirihluti yrði að baki hinnar nýju ríkisstjórnar.
Kjarninn 6. ágúst 2021
Ólafur Ólafsson þegar hann kom fyrir stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd vegna málsins.
Ólafur Ólafsson vildi fá á fjórða tug milljóna vegna lögmannskostnaðar og miska
Ólafur Ólafsson taldi sig hafa orðið fyrir orðsporsmissi og tilfinningalegu tjóni vegna vinnu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans og vildi bætur fyrir. Hann fór einnig fram á að íslenska ríkið greiddi umtalsverðan lögmannskostnað hans.
Kjarninn 6. ágúst 2021
Hyldýpið sem hægt var að brúa
Í heimsfaraldri þar sem barist hefur verið um bóluefni með peninga að vopni hefur heil heimsálfa verið skilin eftir með sárt ennið. Þetta eru ekkert annað en svik, segir forstjóri WHO.
Kjarninn 5. ágúst 2021
Andrew Cuomo hyggst ekki segja af sér sem ríkisstjóri New York ríkis í kjölfar skýrslu saksóknara sem fjallar um áreitni ríkisstjórans í garð kvenna.
Áreitni sögð hafi þrifist vel í eitraðri vinnustaðamenningu á skrifstofu ríkisstjórans
Ný skýrsla saksóknara segir Andrew Cuomo hafa áreitt ellefu konur en fyrstu áskanirnar á hendur honum litu dagsins ljós í desember. Stuðningur samflokksmanna hans fer þverrandi og Bandaríkjaforseti er á þeirri skoðun að hann eigi að stíga til hliðar.
Kjarninn 4. ágúst 2021
Nokkur fjöldi fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans í janúar 2016 vegna Borgunarmálsins. Ári síðar stefni bankinn kaupendum að hlut hans í Borgun.
Aðalmeðferð fer fram sjö árum eftir að hlutur ríkisbanka í Borgun var seldur á undirverði
Yfirmatsmenn í Borgunarmálinu skiluðu matsgerð í apríl. Þeir segja að ársreikningur Borgunar fyrir árið 2013 hafi ekki innihaldið upplýsingar um tilvist valréttar Borgunar í Visa Europe. Landsbankinn telur sig hlunnfarinn um tæpa tvo milljarða.
Kjarninn 4. ágúst 2021
Sandvinnsla úr árfarvegi í Búrma.
Blóðslóðin í sandinum
Það er skortur á sandi í heiminum. Það er að segja sandi til að seðja hina óþrjótandi eftirspurn mannanna eftir þessu einstaka byggingarefni. Þetta hefur orðið til þess að ólögleg námuvinnsla er ástunduð af kappi í fátækustu ríkjum heims.
Kjarninn 2. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Frá aðdáun til andófs í álfu strangra takmarkana
Í Eyjaálfu hefur „núllstefnan“ í baráttunni við kórónuveiruna skilað eftirtektarverðum árangri og engin smit hafa greinst í nokkrum ríkjum. Eftir að smitum fjölgaði í Ástralíu og útgöngubann var sett á fannst mörgum nóg komið.
Kjarninn 31. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Gulldrengurinn með tárið
Hann er sannkallaður áhrifavaldur sem vill láta gott af sínu fyrsta ólympíugulli leiða. „Ég er ótrúlega stoltur af því að segja að ég er samkynhneigður karlmaður og einnig ólympíumeistari,“ segir Tom Daley sem hefur reynt við gull á leikunum í 13 ár.
Kjarninn 27. júlí 2021
Heilbrigðisstarfsmenn í Perú fá far með litlu leigubílunum upp í fjöllin með bóluefni í farteskinu.
Álfan þar sem lambda-afbrigðið breiðist út
Víðast hvar í heiminum er það delta-afbrigði kórónuveirunnar sem er að gera mestan usla. En í Suður-Ameríku er það líka annað afbrigði, lambda, sem vísindamenn fylgjast grannt með.
Kjarninn 27. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Mun fjórða bylgjan springa út í Bandaríkjunum?
Velkomin í fjórðu bylgjuna: Skafl rís úr undirdjúpunum
Hópsýkingar hafa að undanförnu blossað upp á þeim svæðum í Bandaríkjunum þar sem bólusetningarhlutfallið er lágt. Vanmat á því sem er að gerast hér og hvar í landinu gæti endað með enn einni bylgju faraldursins.
Kjarninn 22. júlí 2021
„Ekkert furðulegt“ við að bólusettir smitist
Arnar Pálsson erfðafræðingur segir „ekkert furðulegt“ við það að fullbólusett fólk smitist af veirunni og smiti jafnvel aðra. „Það var fyrirséð, sérstaklega í ljósi þess hvernig hegðun fólks úti í samfélaginu hefur verið upp á síðkastið.“
Kjarninn 21. júlí 2021
Engir áhorfendur verða leyfðir á Ólympíuleikunum. Flennistórir leikvangar munu standa auðir og keppendur geta ekki reitt sig á stemningu frá pöllunum til að ná sér í aukaorku.
Ólympíueldurinn tendraður fyrir auðu húsi
Ólympíuleikarnir í Tókýó verða með töluvert öðru sniði í ár en áður. Fyrir utan að vera haldnir ári á eftir áætlun þá verða engir áhorfendur leyfðir. Auðir áhorfendabekkir eru líklegir til að hafa mismikil áhrif á keppendur eftir greinum.
Kjarninn 18. júlí 2021
Rauða gullið eru jarðarberin stundum kölluð á Spáni þar sem framleiðslan er mjög umfangsmikil.
Þrældómur
Það er fátt fallegra og girnilegra en nýtínd jarðarber. Á sumrin fyllast útimarkaðir og hillur verslana af þessum skærrauðu og glansandi berjum. Það er hinsvegar enginn glans yfir vinnuaðstæðum margra þeirra sem vinna við tínsluna.
Kjarninn 18. júlí 2021
Innrásin á Wembley
„Enska vandamálið“ – fótboltabullurnar skæðu – varð að martröð á úrslitaleik EM karla. Aðstæður voru vissulega óvenjulegar, þetta var Leikurinn, með stórum staf, sá sem átti að færa „fótboltann aftur heim“.
Kjarninn 14. júlí 2021
Eignir og tekjur þeirra ríkustu jukust mest
Hlutfallslegur ójöfnuður virðist hafa minnkað í fyrra, bæði í tekjum og eignum. Hins vegar hefur bilið á milli ríkra og fátækra aukist í krónutölum, þar sem meiri fjármunir runnu til þeirra sem eru efnameiri.
Kjarninn 13. júlí 2021
Uppbygging stórskipahafnarinnar í Colombo Port City.
Kínverjar með kaupæði
Kínverjar kaupa nú og byggja stórskipahafnir um allan heim undir formerkjum Beltis og brautar. Að baki eru þó áform um að tryggja strategíska stöðu Kína og aðferðirnar eru ekki alltaf til fyrirmyndar.
Kjarninn 11. júlí 2021
Vegabréfabiðlisti
Þegar útlit er fyrir að kórónuplágunni linni hugsa margir Danir sér til hreyfings. Þá er jafngott að það allra nauðsynlegasta sem hafa skal með í ferðalagið, vegabréfið, gleymist ekki heima og sé í gildi. Löng bið er hins vegar eftir nýju vegabréfi.
Kjarninn 11. júlí 2021
Verðum að ganga í takt og „hætta þessu rugli“
Formaður Kennarasambands Íslands segir að nú sé komið að því að við Íslendingar spyrjum okkur hvernig við viljum haga okkar málum. Viljum við vera aðgreinandi í eðli okkar eða gyrða okkur í brók og takast á við erfið málefni?
Kjarninn 10. júlí 2021
Móðir tekur við nauðsynjum frá starfsmanni UNICEF á Fílabeinsströndinni.
Himinn og djúpt haf á milli landa í bólusetningum
Dökk mynd blasir við þegar heimskortið er skoðað með tilliti til bólusetninga. 80 prósent bóluefna hafa farið til ríkari þjóða heims og aðeins um 1 prósent til þeirra fátækustu. Ný bylgja faraldursins er skollin á í nokkrum Afríkuríkjum.
Kjarninn 7. júlí 2021
Ástríðan ólgar enn í blóði Biles
Hún er mætt aftur. Full af einstökum krafti og persónutöfrum. Full ákafa, metnaðar og manngæsku. Simone Biles, fremsta fimleikamanneskja allra tíma, er enn að gera stórkostlegar æfingar sem kalla fram gæsahúð hjá áhorfendum.
Kjarninn 4. júlí 2021
Stóri bróðir
Stóri bróðir má fylgjast með
Hvað má hið opinbera í Danmörku ganga langt í eftirliti sínu með borgurunum? Um þetta var tekist á í réttarhöldum sem staðið hafa í þrjú ár en niðurstöðunnar hafa margir beðið með óþreyju. Hún liggur nú fyrir, dómur var kveðinn upp sl. miðvikudag.
Kjarninn 4. júlí 2021
„Ég er tilbúin að berjast með öllu sem til þarf“
„Ég er þriðja kynslóðin sem stendur í baráttu gegn virkjunum,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík sem varð flökurt, fann kvíða og varð andvaka eftir að fréttist að Landsvirkjun hefði sótt um virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun.
Kjarninn 3. júlí 2021
Framhjáhaldið sem felldi Hancock
Matt Hancock steig til hliðar sem heilbrigðisráðherra Bretlands um síðustu helgi eftir að The Sun birti mynd af honum vera að kyssa aðstoðarkonu sína, Ginu Coladangelo, á forsíðu blaðsins.
Kjarninn 2. júlí 2021
Bill Cosby.
„Í mínum huga átti aldrei að ákæra Cosby, aldrei“
„Þetta er hneyksli. Ég er með hnút í maganum.“ Viðbrögðin við ógildingu kynferðisbrotadóms yfir Bill Cosby hafa verið gríðarleg. Hann er ekki laus úr fangelsi vegna þess að hæstiréttur telji hann saklausan heldur vegna ákvörðunar frá árinu 2005.
Kjarninn 2. júlí 2021
240 íslenskar fjölskyldur áttu 293 milljarða króna í eigið fé um síðustu áramót
Tvær af hverjum þremur krónum sem urðu til af nýjum auði á Íslandi í fyrra, og rann beint til einstaklinga, fóru til ríkustu fimm prósent landsmanna. Eigið fé landsmanna hefur ekki hækkað jafn lítið milli ára síðan á árinu 2010.
Kjarninn 1. júlí 2021
Stjórnendur í ráðuneytum eiga milljónir í hlutabréfum
Einn ráðuneytisstjóri og tveir skrifstofustjórar ráðuneytanna eiga hlutabréf í félögum sem skráð eru á markaði í Kauphöllinni fyrir meira en milljón krónur. Ekki er greint frá hlutabréfaeign ráðuneytisstjórans í opinberri hagsmunaskrá.
Kjarninn 1. júlí 2021
Viðvörunarbjöllur hringt í þrjú ár
Flestir voru í fastasvefni er hrikta tók í stoðum Champlain Towers South-byggingarinnar. Svo tóku hæðirnar þrettán að falla ein af annarri. Rétt eins og veikbyggð spilaborg. Sextán hafa fundist látin og 149 er enn leitað.
Kjarninn 30. júní 2021
Forseti Alþingis á hlut í Marel en skráði hann ekki í hagsmunaskrá vegna „athugunarleysis“
Steingrímur J. Sigfússon hefur um margra ára skeið átt hlut í Marel og eign hans í félaginu er nú metin á sjö milljónir króna. Hann skráði þá eign ekki í hagsmunaskrá þingsins fyrr en nýverið. Alls eiga fimm þingmenn hlutabréf í Icelandair Group.
Kjarninn 30. júní 2021
Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár yrði um 93 MW að afli.
Hljótum að reyna að „vinna flauminn“ sem bráðnun jökla veldur
Forstjóri Landsvirkjunar segir að fyrirséð bráðnun jökla muni auka rennsli í ám á borð við Þjórsá og að „við hljótum að reyna að vinna hreina, græna orku úr þeim mikla flaumi“. Fyrirtækið hefur nú sótt um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar.
Kjarninn 29. júní 2021
Bæjarstjórinn í Kópavogi á hlutabréf fyrir meira en 50 milljónir
Ármann Kr. Ólafsson telur ekki að eign hans á hlutabréfum í sex skráðum félögum, þar á meðal 32 milljóna króna eign í banka, kalli á að hann upplýsi samstarfsmenn sína um eignirnar.
Kjarninn 29. júní 2021
Ritstjóri Markaðarins á hlutabréf í félögum sem hann fjallar um
Formaður Blaðamannafélagsins segir siðareglur félagsins kveða á um að blaðamenn ættu ekki að fjalla um félög sem þeir eiga hlutabréf í. Ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu á hlutabréf í 13 Kauphallarfélögum að andvirði níu milljóna króna.
Kjarninn 28. júní 2021
Sektir sem samkeppnisyfirvöld hafa lagt á fyrirtæki nema samtals 10,4 milljörðum króna
Á síðustu tíu árum hefur Samkeppniseftirlitið lagt á sektir á fyrirtæki upp á 6,5 milljarða króna. Á sama tímabili hefur rekstrarkostnaður eftirlitsins verið um 4,2 milljarðar króna.
Kjarninn 28. júní 2021
Borgirnar taka völdin
Borgir stækka sífellt á kostnað dreifbýlis og hugmyndir eru uppi um að öflugar borgir geti spilað stærri þátt í skipan og stjórn heimsmála, styrkt lýðræði og staðið í vegi fyrir einangrunar- og einræðistilburðum.
Kjarninn 27. júní 2021
Mogens Nielsen býr í Holbæk í Danmörku.
Áttræður fyrir rétt út af smáaurum
Eftir tvo daga á áttræður Dani að mæta fyrir rétt. Stefnandinn er orkufyrirtæki sem vill að maðurinn borgi fyrir að segja upp samningi sem aldrei hefur verið gerður. Umboðsmaður neytenda segir orkufyrirtækin einskis svífast.
Kjarninn 27. júní 2021
Bankarnir að taka yfir íbúðalánamarkaðinn
Hlutdeild óverðtryggðra lána hefur tvöfaldast á rúmlega tveimur árum. Bankar eru stórtækastir en vextir á óverðtryggðum lánum hafa hækkað undanfarið. Þá hefur verðmiðinn á því að tryggja sér fyrirsjáanleika með föstum vöxtum til 3-5 ára líka hækkað.
Kjarninn 26. júní 2021
Þegar „háttvirtur ráðherra“ fékk sér grímulaus í glas – og löggan kjaftaði frá
Ráðherra og konan hans ganga inn á listasafn á Þorláksmessu, kasta kveðju á vinafólk sitt og þiggja léttvín. Undir venjulegum kringumstæðum hefði enginn haft neitt við þetta að athuga en þarna voru kringumstæður ekki venjulegar.
Kjarninn 26. júní 2021
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021